Morgunblaðið - 06.12.1992, Page 34
ptorgptttMal^fö
ATVINNURAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
Hlutastarf
Félagasamtök með aðsetur í Reykjavík óska
eftir að ráða starfskraft í hlutastarf sem allra
fyrst.
Um er að ræða sjálfstætt og krefjandi starf
sem felur í sér mikla fjölbreyttni. Viðkomandi
þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa einhverja
þekkingu á ritarastörfum, vera þægilegur í
samskiptum, heiðarlegur og stundvís.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf
auk meðmæla sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Hlutastarf - 1129“ fyrir föstudag-
inn 12. des. nk.
Gott atvinnutækifæri
Mér hefur verið falið að selja 25 ára gam-
alt þjónustufyrirtæki (miðlunarfyrirtæki)
með góð viðskiptasambönd. Fyrirtækið
hentar best t.d. viðskiptafræðingum eða lög-
fræðingum. Starfsmannafjöldi er 5 manns.
Fyrirtækið er vel búið tækjum og er í góðu
leiguhúsnæði. Fyrirtækið er til sölu vegna
heilsufarsástæðna eiganda. Gott tækifæri
til að eignast traust og þekkt fyrirtæki. Mjög
góðir greiðslumöguleikar eru í boði.
Farið verður með allar fyrirspurnir sem al-
gjört trúnaðarmál.
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu
okkar, ekki í sfma.
Guðni TÓNSSON
RÁPGJÖF &RÁÐN1NGARÞJÓNUSTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
St. Franciskusspítali
Stykkishólmi
Hjúkrunarfræðingar
Deildarstjóri óskast á öldrunardeild frá 1.
febrúar 1993. Deildin er 26 rúm, að hálfu í
nánast nýju húsnæði.
Þá óskum við að ráða hjúkrunarfræðinga (2)
frá sama tíma (1. febrúar 1993). Gert er ráð
fyrir að þeir vinni bæði á öldrunar- og hand-
læknisdeild, en sú deild var opnuð 2. nóvem-
ber sl. í nýju húsnæði.
Húsnæði í boði.
Stykkishólmur er um 1.250 manna byggðar-
lag þar sem perlur breiðfirskrar náttúru glitra
í hiaðvarpanum.
í Stykkjshólmi hefur verið blómlegt skóla-
starf um langan tíma. Einsetinn grunnskóli
með framhaldsdeild (tvö ár), kröftugur tón-
listarskóli auk góðs leikskóla. Fjölbreytt
íþrótta- og félagsstarfsemi er á staðnum.
Mjög góð aðstaða er fyrir innanhússíþróttir
í glæsilegri íþróttamiðstöð.
Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefj-
andi starfi með góðum launum, í hinu fallega
umhverfi okkar, þá hafðu samband við syst-
ir Lidwinu (hjúkrunarforstjóra) í síma
93-81128 og/eða Maríu Davíðsdóttur (deild-
arstjóra) í síma 93-81128 (vs.) eða 93-81433
(hs.).
Heimilshjálp óskast
Óskum eftir þolinmóðri og vandvirkri heimil-
ishjálp og barnfóstru, frá og með 29. desem-
ber. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða
og má ekki reykja. Vinnutími frá kl. 8.00 og
ýmist til kl. 13.00 eða kl. 17.00.
Þeir, sem hafa áhuga, sendi inn skriflegar
umsóknir til auglýsingadeild Mbl. fyrir 11.
desember merktar: „H - 8242“.
HEILSUGÆSÍUSTÖDIN Á ÍSAFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
Óskum að ráða nú þegar eða eftir nánara
samkomulagi
hjúkrunarfræðinga
Umsóknir, ásamt upplýsingum hvenær um-
sækjandi getur hafið störf, sendist H.S.Í.,
pósthólf 215, 400 ísafjörður, fyrir 22. desem-
ber nk.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri
og/eða framkvæmdastjóri í síma 94-4500
alla virka daga frá kl. 8-16.
NÝHERJI
SKAFTAHLÍÐ 24 • SÍMI 69 77 00 & 69 77 77
AUtaf skrefí á undan
Kerfisfræðingur
tölvunarfræðingur
Vegna aukinna umsvifa í starfsemi fyrirtækis-
ins, viljum við ráða kerfisfræðinga til starfa
til að sjá um þjónustu við viðskiptavini með
PC tölvur og netkerfi. Störfin eru laus nú
þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Leitað er að tölvunarfræðingum eða ein-
staklingum með sambærilega menntun er
nýtist í þetta starf. Nauðsynlegt að viðkom-
andi hafi trausta og örugga framkomu og
sé lipur í mannlegum samskiptum.
Farið verður með allar fyrirspurnir og um-
sóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 12. des. nk.
Guðnt IÓNSSON
RÁÐGJÖF &RÁÐN1NGARÞJÓNUSTA
TJARNARGÖTU 14, ÍOI REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Sölumaður óskast
Sölustjóra vantar á bílasölu strax eftir ára-
mót.
Góð vinnuaðstaða. Aðeins vanur maður með
mikil sambönd kemur til greina.
Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
Tilboð leggist inná auglýsingadeild Mbl.
merkt: „S-10165“ fyrir 10. desember 92.
Sölumenn
Óskum eftirvönum sölumönnum á bygginga-
vörum. Góð laun fyrir rétta aðila. Öllum fyrir-
spurnum verður svarað.
Vinsamlegast sendið skriflegar upplýsingar um
fyrri störf og meðmæli til auglýsingadeildar
Mbl. merktar: „H - 10146“ fyrir 11. desember.
Staða forstjóra
Norræna hússins í
Reykjavík
Staða forstjóra Norræna hússins í Reykjavík
er laus til umsóknar frá og með 1. janúar
1994. Staðan er veitt til fjögurra ára.
Norræna húsið í Reykjavík er norræn menn-
ingar- og upplýsingamiðstöð og gegnir tví-
þættu hlutverki: að efla áhuga Islendinga á
norrænum málefnum og kynna íslenska
menningu á hinum Norðurlöndunum. í hús-
inu fer fram fjölþætt menningarstarfsemi,
m.a. rekstur bókasafns, kaffistofu, sýningar-
og fundarsala.
Forstjórinn stjórnar daglegum rekstri og ber
ábyrgð á allri stjórn og fjármálum hússins.
Ríkisstarfsmenn eiga samkvæmt samning-
um rétt á leyfi frá störfum til að vinna við
norrænar stofnanir og halda réttindum sín-
um í heimalandinu allan starfstímann.
Laun og önnur kjör eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar um stöðuna gefa varafor-
maður stjórnar Norræna hússins, Guðrún
Ágústsdóttir, í síma 813209, Ólafur Kvaran
hjá Norrænu ráðherranefndinni Kaupmanna-
höfn, sími 90-45-33 114711 eða forstjóri
Norræna hússins, Lars Áke Engblom,
sími 17030.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf ásamt meðmælum sendist til
Nordisk Ministerrád, Store Strandstræde
18, DK-1255 Kobenhavn K, Danmark.
Umsóknir berist fyrir 20. janúar nk. merktar
stjórn Norræna hússins í Reykjavík.
Rekstur Norræna hússins í Reykjavík er kost-
aður af norrænu fjárhagsáætluninni. Rekstr-
arfé Norræna hússins fyrir árið 1993 er um
það bil 6 milljónir danskar krónur
Norræna ráðherranefndin (menningar- og
menntamálaráðherrar Norðurlandanna) hef-
ur ákvörðunarvald í norrænu menningarsam-
starfi.