Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 Ræður Olafs Thors komnar út á geislaplötu ÚT ER komin geislaplatan „Ólaf- ur Thors hefur orðið" með úr- vali úr ræðum Ólafs Thors for- sætisráðherra og formanns Sjálf- stæðisflokksins. Geislaplatan er Snjóflóð féll á bíl Hraunbrún, Kelduhverfi. SNJÓFLÓÐ féll í Auðbjargar- staðabrekku í Kelduhverfi í gær. Þrír bílar voru á leið upp brekk- una þegar flóðið féll og ýtti það örlítið við aftasta bílnum, en þó ekkert sem orð er á gerandi. Flóðið er 30-40 metra breitt og sennilega um 3 metrar á dýpt þar sem það er dýpst. Bílamar þrír sem voru í brekkunni voru allir ofan við flóðið og komust því upp. Inga gefin út í tilefni þess að á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Ólafs Thors og er framlag Sam- bands ungra sjálfstæðismanna til að heiðra minningu þessa merka stjómmálaleiðtoga. Geislaplatan geymir sextán ræðukafla, sem spanna feril Ólafs frá 1936 til loka stjómmálaferils hans 1963. Valdir vom kaflar frá tveim upp í sjö mínútur að lengd. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, flytur formálsorð og upplýsir hvert tilefni ræðunnar var og hvaða að- stæður vom þá ríkjandi á pólitíska sviðinu. Við kynningu á plötunni sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra: „Þessir ræðubútar gefa skemmti- lega mynd af Ólafi. Á hans tíma var ekki tekið nægilega mikið upp, en núna ef til vill of mikið. Samt hefur tekist að fá allgott sýnishom úr ræðum Ólafs, þannig að hægt er að gefa góða mynd af því hvem- ig hann talaði og efnistökum hans. Valið hefur heppnast vel, svo að platan er skemmtileg. Hún nær líka yfir mjög langt tímabil, þar sem elsta upptakan er hálfrar aldar göm- ul, en sú yngsta er frá síðasta ári hans sem forsætisráðherra. Platan gefur því líka nokkra mynd af átaka- og álitaefnum á þessu tíma- bili.“ Dæmi um hugsunarhátt Ólafs má finna í síðustu þjóðhátíðarræðu hans, sem flutt var 17. júní 1963: „Það skal þó staðhæft að sé þótti okkar fullstór er það guðsþakkar- vert hjá þeirri vesælu minnimáttar- kennd að íslendingum sé helst ekki ætlandi að komast í snertingu við nokkurn útlending án þess að eiga á hættu að glata sjálfsvirðingu sinni og manndómi og jafnvel tungu og þjóðemi." Umsjón með útgáfunni hafði Guðlaugur Þór Þórðarson, varafor- maður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna. Hann segir að árið 1965, VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 18. DESEMBER YFIRLIT: Yfir Grænlandi er 1022 mb hæð en minnkandi lægðardrag milli ís- lands og Noregs. Um 500 km vestur af Skotlandi er vaxandi 966 mb lægð á leið norðnorðaustan. SPÁ: N-átt, stormur og jafnvei rok (10 vindstig) sumsstaðar A-iands en stinn- ingskaldi eða allhvasst v-til. Snjókoma og skafrenningur á A- og N-landi en að mestu úrkomulaust s-lands og -vestan. Frost 1-6 stig, kaldast NV-lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Gengur í vaxandi SA-átt með snjókomu um v-vert landið og hæg vestlæg átt og léttskýjað a-lands. Frost um allt land. HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnan- og suðaustan hvassviðri og rigning eða slydda um suðvestan- og vestanvert landið en annars hægari í fyrstu og þurrt aö mestu.,Hlýnandi veður. HORFUR Á MÁNUDAG: Sunnan strekkingur og fremur hlýtt. Skúrir um sunn- an- og vestanvert landið en annars þurrt að mestu. Nýlr veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30.Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnlr: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r r r r r r Rigning * r * * r r * r Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V 'v' V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heíl fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka ftig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30ígær) Sæmileg færð er um vegi í nágrenni Reykjavíkur og fært er um Hellisheiði og Þrengsli, þó er þungfært um Mosfellsheiði. Fært er með suðurströndinni austur á firði. Fært er um vegi á Vesturlandi, fyrir Hvalfjörð, um vegi á Snæ- fellsnesi og um Heyda! í Reykhólasveit. Á sunnanverðum Vestfjörðum er fært frá Patreksfiröi suður á Barðaströnd og norður til Bildudals. A noröanverðum Vestfjörðum er fært milli Þingeyrar og Flateyrar, en Breiðadals- og Botnsheið- ar eru ófærar. Fært er um Holtavörðuheiði til Hótmavíkur og um Steingríms- fjarðarheiði til ísafjarðar. Sæmileg færð er é aðalleiðum í Húnavatnssýslum og Skagafirði og fært um Öxnadalsheiði. Frá Akureyri er fært tíl Olafsfjaröar, einnig austur um Víkurskarð til Húsavlkur en flestir vegir þar fyrir austan eru ófærir. Á Austurlandi er veður versnandl og orðíð þungfært á Fagradal og víðar. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni linu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavlk hiti veöur +3 snjókoma +2 úrk.igrennd Bergen 4 skúrásfð.klst. Helsinki 4 súld Kaupmannahöfn 6 skýjaö Narssaresuaq +11 alskýjað Nuuk vantar Osló 3 léttskýjað Stokkhólmur 6 léttskýjað Þórshöfn 3 alskýjað Algarve 14 hálfskýjað Amsterdam 7 þokumóða Barcelona 11 alskýjað Berlín 3 þokumóða Chicago 0 snjókoma Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt 0 þokumóða Glasgow 7 skýjað Hamborg 5 þoka London 4 þokumóða Los Angeles 9 hálfskýjað Lúxemborg 5 heiðskírt Madríd 8 mistur Malaga 14 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Montreal 3 skýjað NewYork vantar Orlando vantar Paría vantar Madelra vantar Róm vantar Vín 2 alskýjað Washington 9 rigningásíð.klst. Winnlpeg +19 snjókoma IDAGkl. 12.00 Heimild: Veöurstofa islands (Byggt á VBðurspá kl. 16.15 I gœr) Fyrir framan málverk af Ólafi Thors í Valhöll eru þeir Jón Ólafs- son, framkvæmdastjóri Skifunnar hf., Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður SUS, Davíð Oddsson, forsætísráðherra og Davíð Stef- ánsson, formaður SUS. eða í formannstíð Styrmis Gunnars- sonar, hafi Heimdallur gefið út hljómplötu með ræðum Ólafs. „Sá munur er á þessum tveim útgáfum að nú hefur verið valinn sá kostur að velja úr þekkta ræðukafla í stað óstyttra ræðna. Fyrirmyndin er sótt til áþekkrar útgáfu á ræðum þekktra erlendra stjómmála- manna.“ Að sögn Guðlaugs Þórs em hljóm- gæðin mikil „og það er sérstök til- finning að heyra Ólaf sjálfan flytja ræður um mál sem ungt fólk þekk- ir einungis úr sögubókum." Guð- laugúr segir útgáfuna nýlundu og ef hún gangi vel sé hún upphafið að frekari útgáfu af ræðum forystu- manna Sjálfstæðisflokksins. Mikil undirbúningsvinna liggur að baki útgáfu geislaplötunnar. Þeir sem að útgáfunni standa, vilja þakka fjölskyldu Ólafs, einkum Guð- rúnu Pétursdóttur fyrir veitta að- stoð. Útgefandi er Skífan hf. Heildar- tími í flutningi er 63,34 mínútur. Auglýsingastofan Nonni og Manni hf. sá um gerð kápu og fylgirits. Verð 1.999 krónur. 540 fyrirtæki lýst gjaldþrota 1991-92 ALLS voru 540 fyrirtæki úrskurðuð gjaldþrota á síðasta ári og það sem af er árinu 1992. Þar af var 321 fyrirtæki úrskurðað gjaldþrota í Reykjavík, 22 á Akureyri, 18 í Kópavogi, 12 í Keflavík, 9 í Olfus- hreppi og 8 á ísafirði en færri fyrirtæki á öðrum stöðum. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Hermanns Níelssonar varaþingmanns á Austurlandi um fjölda gjaldþrota að undanförnu. Einnig var óskað eftir upplýsing- um um hve háar upphæðir hefði verið um að ræða í hveiju sveitarfé- lagi og í heild yfir landið í lýstum kröfum, hvernig þær skiptust á milli sjóða, banka og fyrirtækja og hve mikið tapaðist. Dómsmálaráðu- neytið treystir sér ekki til að svara þessu og segir í svari ráðherra að upplýsingar um lýstar kröfur liggi ekki fýrir enda tíðkist ekki að mála- skrár séu svo ítarlegar að rekja megi lýstar kröfur með þessum hætti. 540 fyrirtæki úrskuröuð gjaldþrota á árunum 1991-92 ^ \ (T\ ' J « VESTFIRÐIR/ 8 I 37 j VESTURLANDl NORÐURL. VESTRA NORÐURL. EYSTRA REYKJAVIK REYKJANES SUÐURLAND I X V 23 i 56 Óstaðsett fyrirtœki Sykurmolarnir í efsta sæti banda- ríska danslistans LAG Sykurmolanna, Leash Called Love, er komið í efsta sætí „dans- lista“ bandaríska tonlistarblaðsins Billboard, en það er virtasta heim- ild um slíkt í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskn hyómsveit auðnast að komast svo hátt á vinsældalista þar í landi. Leash Called Love kom fýrst út á breiðskífu Sykurmolanna Stick Around for Joy, sem kom út fyrr á árinu. Sú útgáfa sem nýtur hylli í Bandaríkjunum, er hinsvegar end- urhljóðblönduð útgáfa lagsins, sem fínna má á plötu hljómsveitarinnar og kom út fyrir stuttu undir heitinu It’s It. Að sögn Einars Arnar Bene- diktssonar kemur þessi velgengni lagsins hljómsveitinni mjög á óvart, en hann segir að Iagið hafi fyrst farið í tíunda sætið, þá í það fimmta, næst fjórða, en sitji nú á toppi dans- listans, sem hann segir að sé byggð- ur á spilun á dansstöðum um þver Bandaríkin. Sykurmolarnir halda síðustu tón- leika sína á árinu í Tunglinu í kvöld, þar sem hljómsveitin hyggst fagna þessum árangri, en einnig koma fram hljómsveitirnar Rut+, sem leikur brimrokk, og Kolrassa krókr- íðandi. Plötusnúður verður Dom T sem kynna mun nýjustu danstón- listina frá Bretlandi áður en hljóm- sveitimar hefja leik sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.