Morgunblaðið - 18.12.1992, Page 32

Morgunblaðið - 18.12.1992, Page 32
m ÆWöá> Morgunblaðið/Ámi Sæberg Magnús L. Sveinsson ávarpar þátttakendur í hugmyndasamkeppni um skipulag og félagslegar eignaríbúðir í Borgarhverfi, þegar niðurstaða dómnefndar var kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur 38 tillögnr bárust í samkeppni um félagslegar eignaríbúðir Fóstrur sýknað- ar í Félagsdómi 38 TILLÖGUR bárust í hug- myndasamkeppni Húsnæðisnefnd- ar Reykjavíkur um skipulag og félagslegar íbúðir í Borgarhverfi. Samkeppnin var í tveimur þrepum og voru fimm tillögur valdar til áframhaldandi úrvinnslu í síðara þrepi. Fyrstu verðlaun hlaut til- laga arkitektanna Þorsteins Helgasonar og Harðar Harðarson- ar. Heildarverðlaun eru 5,5 millj- ónir, sem skipt er jafnt milli þátt- takenda í síðara þrepi. Um 3.300 íbúðir hafi verið byggð- ar á þeim liðlega 60 árum sem liðin eru frá byggingu fyrstu félagslegu íbúðanna í Reykjavík. Á fundi hús- næðisnefndar Reykjavíkur í júní 1991 var samþykkt að efna til sam- keppni um 150 eignaríbúðir á svæði í Borgarholti II, sem Reykjavíkur- borg hefur gefið fyrirheit um. Í greinargerð dómnefndar að loknu síðara þrepi samkeppninnar segir að við mat á úrlausnum hafi sömu sjónarmið verið lögð til grund- vallar og við fyrra þrep en með auk- inni áherslu á gæði íbúða og hag- kvæmni úr’.ausna. „Það var sam- hljóða niðurstaða dómnefndar, að tvær af fímm tillögum síðara þreps uppfylltu á sannfærandi hátt mark- mið samkeppninnar um samspil ný- sköpunar og hagkvæmni í heildar- lausn.“ Höfundar tillögu í öðru sæti eru arkitektamir Sigurður Halldórsson, Sigurbjöm Kjartansson, Hans-Olav Andesen og Sigríður Magnúsdóttir. Líkan gerði Edda Einarsdóttir, arki- tekt. Dómnefnd sá ekki ástæðu til að gera upp á milli þriðja til fimmta sætis en höfundar tillögu nr. 21 eru arkitektamir Gísli Halldórsson, Hall- dór Guðmundsson, Oddur K. Finn- bjamarson, Ragnar A. Birgisson og Bjami Snæbjömsson ásamt Stein- unni Kristjánsdóttur arkitekt, Ás- mundi H. Sturlusyni arkitektanema og Pétri Jónssyni landslagsarkitekt. Höfundar tillögu nr. 43 em arkitekt- amir Helga Gunnarsdóttir og Hildi- gunnur Haraldsdóttir í samstarfi við Elínborgu Ragnarsdóttur tækni- teiknara og Hjördísi Sigurgeirsdóttur arkitekt. Ráðgjöf veitti Verkfræði- stofa Stefáns Ólafssonar. Höfundar tillögu nr. 49 eru Ragnhildur Skarp- héðinsdóttir landslagsarkitekt og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt. FÉLAGSDÓMUR hefur kveðið upp dóm í máli Launanefndar sveitarfélaga fyrir hönd Hafnar- fjarðarbæjar gegn Fóstrufélagi Islands. I dómnum segir að sýkna beri beri stefndu af kröf- um stefnanda í málinu og um leið viðurkennt að ekki sé í gildi kjarasamningur milli Fóstrufé- lags íslands og Hafnarfjarðar- bæjar. Fóstrufélagið hefur í framhaldi af dómnum sent bréf til Hafnarfjarðarbæjar þar sem farið er fram á viðræður um kjarasamning. Málavextir eru þeir að þann 12. ágúst var undirritaður kjarasamn- ingur milli Fóstrufélags Islands og Launanefndar sveitarfélaga fyrir hönd tiltekinna sveitarfélaga þar á meðal Hafnarfjarðar. Kjarasamn- ingurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki aðila, það er viðkomandi sveitarfélaga og fé- lagsmanna í þeim sveitarfélögum. Kjarasamningurinn var sam- þykktur hjá öllum félagsmönnum Fóstrufélagsins nema í Hafnarfirði Á FUNDI samstarfsráðherra Norðurlandanna í Kaupmanna- höfn í síðustu viku var fjallað um nýja möguleika á að koma á fót sjónvarpssamstarfi Norð- urlandanna með gervihnatta- sjónvarpi að frumkvæði Eiðs Guðnasonar, sem sat fundinn fyrir íslands hönd. Benda ráðherramir á að öll stærstu vandamálin sem komu í veg fyrir Nordsat-áætlunina í byrj- un síðasta áratugar séu ekki leng- ur fyrir hendi; tæknileg vandamál ekki lengur til staðar, kostnaður orðinn margfalt minni en fyrir tíu árum og höfundarréttarleg mál ekki sama fyrirstaða og áður. Urðu ráðherrarnir sammála um að fela fagráðherrum í hveiju landi þar sem hann var felldur með öllum greiddum atkvæðum. Því taldi Fós- trufélag íslands að ekki hefði stofn- ast til nýs kjarasamnings milli fé- lagsins og Hafnarfjarðarbæjar. Af hálfu Launanefndar sveitarfélaga var hinsvegar litið svo á að kjara- samningur hefði stofnast milli fóstra og Hafnarfjarðar því bæjar- stjóm hafði samþykkt hann og meirihluti félagsmanna í Fóstrufé- laginu hefði samþykkt samninginn hjá öllum þeim sveitarfélögum sem aðild eiga að Launanefnd. Þar sem aðilar vom ekki sammála um þetta vísaði Launanefnd, fyrir hönd Hafnarfjarðar, málinu til Félags- dóms. í niðurstöðu dómsins kemur m.a. fram að óumdeilt sé að kjarasamn- ingar séu háðir staðfestingu við- komandi aðila sjálfs til þess að þeir öðlist gildi gagnvart honum. Þannig gat hvert sveitarfélag um sig fellt samninginn þótt hann stæði hjá öðrum og samkvæmt jafnræðisreglu gildi hið sama um samþykki fóstra í hverju sveitarfé- lagi. að taka þessi mál til skoðunar upp á nýtt. í fréttatilkynningu af fundinum er bent á að sjónvarpsefni sé nú þegar sent út um gervitungl á Norðurlöndunum og hægt sé að senda út sjónvarpsdagskrár sem næðu til allra Norðurlandanna. Nú þegar sé mögulegt að koma á fót samnorrænni fréttarás en einnig mætti hugsa sér að móta samnorr- æna dagskrá sem samanstæði af fréttum, fræðsluefni og menning- arþáttum. VSÍ Tekjuteng- ing hvetur til undanskota Vinnuveitendasamband ís- lands varar sterklega við því að lengra sé gengið á braut tekju- tengingar í skattkerfinu þar sem algengustu fjölskyldur með venjulegar tekjur nái nú aðeins að bæta hag sinn um 40 krónur af hverjum 100 sem þær vinni sér inn. Þær breytingar sem nú séu fyrirhugaðar á barnabótum og barnabótaauka auki enn á jaðaráhrif skattkerfisins og dragi úr hvatningu til vinnu en hvetji til undanskota. VSÍ segir að hjá fyrrgreindum hópi, sem kallaðar eru algengustu fjölskyldur með venjulegar tekjur, nemi samanlögð áhrif tekjuskatt- hlutfalls, bamabótaauka og vaxta- bóta um og yfir 60%, þannig að eftir standi um 40 krónur af hveij- um 100 sem bætist við tekjur. Ef slíkar fjölskyldur búi að auki við námslánaskuldir skv. gildandi lög- um fækki krónunum í 35. Á hinn bóginn segir VSÍ að óhjákvæmilegt virðist að sveitarfé- lögum verði bættur tekjumissir vegna aðstöðugjalds með hækkun tekjuskatts einstaklinga og að vaxtabætur hljóti að koma til skoð- unar í viðleitni ríkisvaldsins til að stuðla að lækkun vaxta. Þær bæt- ur eigi að einskorða við þá sem kaupa í fyrsta skipti og takmark- ast við lægri fjárhæð en nú er auk þess sem sérkennilegt sé að greiðslur af gömlum hagstæðum lánum geti leitt til greiðslu slíkra bóta. Svarti markadurinn opinn alla daga Nýtt og spennandi vöruúrvaI á Clasgow veröi sem þig langar f og það sem þér tfatt ekki í hug að þig langaði í. Svarti markaðurinn. Það eru margar ástœður... .. .fyrir því að flestir atvinnumenn í íshokký nota BaUEr-skauta: SUPERFEET® Bauer „Superfeet" -innleggið er í fjórum hlutum: 1. Ultrilure® yfirborðið sýgur í sig raka og heldur fætinum þurrum. 2. Engarde® hindrar bakteríur og sveppamyndun. Frelonic 1® lagar sig eftir ilinni til aukinna þæginda. Ferlonic 2® er styrktarlag, sem eykur stuðning við hælinn og deyfir högg. 3. 4. FORMFIT® „Formfit Plus“-tungan er sú eina, sem er hönnuð fyrir hægri og vinstri fót. Tungan er þrískipt og helst alltaf á miðjum legg. FLOLITE® „Flolite" ökklapúðarnir laga sig að fætinum, þannig að skórinn verður eins og „klæðskera- saumaður". Tvær breiddir: D: Fyrir meðal fót EE: Fyrir breiðan fót skautar þeirra BESTU ÚTILÍF Glæsibæ, simi8l2922. Cooper ÍSHOKKÝVÖRUR Hugmyndir endurvakt- ar um norrænt sjónvarp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.