Morgunblaðið - 18.12.1992, Page 42

Morgunblaðið - 18.12.1992, Page 42
Til stóð að loka gilinu vegna hálku Engiim slasaðist í hörðum árekstrí HARÐUR árekstur varð í Kaupvangsstræti um hádegi í gær, en þar skullu þrír bílar saman. Engin slys urðu á fólki, en bílarnir skemmdust töluvert. Mikil hálka var í gilinu um tíma í gær og stóð til að loka því af þeim sökum. Tildrög ákeyrslunnar eru þau að jeppi sem kom niður gilið lenti á kyrrstæðum bíl skammt frá inn- keyrslunni að Barnaskóla Akur- eyrar og þaðan rann hann yfír á Slökkvilið Hella á eldavél sprakk í tvo hluta SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað að húsi við Grenivelli um hádegisbil I gær. Hella á eldavél hafði sprungið og var í tveimur hlutum. H Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri sagði að í íbúðinni hefði verið þroska- heft stúlka, en hún hefði brugðist hárrétt við og hringt í slökkvilið strax eftir að hell- an sprakk á eldavélinni. Eng- inn eldur kom upp. Erfíðlega gekk að komast að staðnum þar sem færð um bæinn er frekar slæm víða. Einn slökkviliðsbílanna sem fór á vettvang festi sig í skafli á Sólvöllum og tók nokkurn tíma að losa hann. vinstri vegarhelming og á fólksbíl sem ekið var upp götuna. Nokkrar skemmdir urðu á bílunum og þurfti að fjarlægja einn þeirra með kranabíl éftir atvikið. Að sögn varðstjóra lögreglunn- ar stóð til um tíma í gær að loka Kaupvangsstræti fyrir umferð vegna hálku, en eftir að búið var að skafa götuna var horfíð frá því. Mikil umferð er þarna um og hugsa margir til þess með nokk- urri skelfingu að þurfa að stöðva bíl á leið upp, sérstaklega við að- stæður eins og voru í gær. Sjö önnur óhöpp urðu í umferð- inni á Akureyri í gær og var að sögn varðstjóra oftast um að ræða að ekið var á kyrrstæða bíla sem sátu fastir í snjóskafli. Þá voru miklar annir hjá lögreglumönnum í gær við að aðstoða ökumenn, en einungis er búið að ryðja aðalleið- ir í bænum og margar götur í hverfum eru ekki fólksbílafærar. Vildi varðstjóri benda eigendum bifreiða á að nú væri komið að því að hreinsa í hverfunum og því brýnt að þeir komi þeim á góðan stað meðan á mokstri stendur. ♦ ♦ ♦----- Loðin rotta í Sjallanum Hljómsveitin Loðin rotta leikur í Sjallanum föstudags- og laugar- dagskvöld 18. og 19. desember. Til aðstoðar verða átta gógódans- meyjar, ljósavinnuflokkur, bún- ingahönnuðir og hljóðmeistarar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ong-þveiti í gilinu Harður þriggja bíla árekstur varð í Kaupvangsstræti um hádegi í gær. Enginn slasaðist en bílarnir skemmd- ust töluvert. Svo mikið öngþveiti varð vegna hálku í gilinu á tímabili í gær að til tals kom að loka því. Utgerðarfélag Akureyringa Aðkomuskip hafa landað 650 tonnum ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur frá því í september og til nóvemberloka keypt 653 tonn af fiski af aðkomuskipum. Samningar voru gerðir við þrjá línubáta og einn togara um kaup á afla, en þeir hafa tryggt að vinnsla hefur ekki fallið niður í frystihúsi félagsins á meðan einn togari þess er í breyt- ingum í Póllandi. ÚA gerði samning í september við línuskipin Eldeyjar-Boða, Eld- eyjar-Hjalta og Núp sem landaði afla hjá félaginu í október og við togarana Frosta ÞH frá Grenivík. Línuskipin veiða eingöngu úr afla- heimildum félagsins, en Frosti leggur til tonn fyrir hvert tonn sem félagið veitir honum. í nýútkomnu fréttabréfí ÚA kemur fram að einöngu hafí verið keyptur þorskur af línuveiðiskipun- um og sé reynslan mjög góð, en allur afli er keyptur af Frosta. Fram til nóvemberloka hafa skipin landað um 653 tonnum, línuskipin 316 tonnum og Frosti 327 tonnum. Samningarnir hafa tryggt að vinnsla í landi hefur ver- ið samfelld og því ekki komið til stövðunar í frystihúsi það sem af er hausti. Ljóst sé að fjarvera Harðbaks EA frá veiðum hefði leitt til tímabundinna vinnslustöðvana með tilheyrandi kostnaði hefði þessi leið ekki verið farin. Fram kemur í fréttabréfinu, að allar líkur séu á að unnið verði í frystihúsinu í jólavikunni, þ.e. til og með 23. desember, og einnig á milli jóla og nýjárs. Reiknað er með að skip félagsins verði í landi milli jóla og nýjárs og að hráefni berist fyrst að landi 7. janúar. Fram að því verður tíminni notaður í fiskvinnslu- og upprifjunarná- mskeið. Dalvíkurkirkja Nýtt safnaðarheimili vígt NÝTT safnaðarheimili við Dalvíkurkirkju var vígt um helgina. Heimilið er áfast við kirkjuna, byggt til norðurs og er teiknað af Hauki Haraldssyni á Akureyri. Sóknarpresturinn sr. Jón Helgi Þórarinsson vígði heimilið og lýsti það formlega tekið í notkun og formaður sóknarnefndar, Friðþjófur Þórarinsson, lýsti framkvæmdum. Sökum stórhríðar og ófærðar gat prófast- ur Eyjafjarðarprófastsdæmis ekki verið við athöfnina en fyrir- hugað hafði verið að hann vígði heimilið. Við athöfnina söng kirkjukór Dalvíkur og blásarasveit Tónlistarskólans á Dalvík Iék nökkur jólalög undir stjórn Eiriks Stephensens kennara. Safnaðarheimilið er um 240 fer- metrar að gólffleti, á tveimur hæðum og tekur um 100 manns í sæti við borð. Neðri hæð hússins er að mestu lokið en enn er efri hæðin ófrágeng- in. Með tilkomu safnaðarheimilisins skapast betri aðstaða til kirkjukórs- æfínga, fermingarfræðslu og ann- arra félagslegra athafna safnaðarins og kvaðst sóknarprestur þess fullviss að það ætti eftir að verða safnaðar- starfí mikil lyftistöng. í máli formanns sóknarnefndar, Friðþjófs Þórarinssonar, kom fram að hafíst var handa við bygginguna árið 1990, en þá voru steyptar undir- stöður undir húsið og botnplata. Heiðursborgari Dalvíkur, Jón Stef- ánsson byggingameistari, tók fyrstu skóflustungu að heimilinu en hann var byggingameistari að kirkjunni þegar hún var byggð. Ðaltré hf. annaðist uppbyggingu hússins og mestöll iðnaðarvinna var unnin af iðnaðarmönnum á Dalvík. Byggingarkostnaður er orðinn 25 milljónir króna og hefur fram- kvæmdin verið fjármögnuð að mestu af sóknargjöldum, auk framlags frá Dalvíkurbæ og Jöfnunarsjóði kirkna. Margir lögðu fram sjálfboðavinnu og færðu kirkjunni gjafir til bygg- ingarinnar og m.a. gaf Tréverk hf. á Dalvík safnaðarheimilinu útihurðir í tilefni af þrjátíu ára afmæli sínu nú í sumar. Lýsti formaður sóknamefndar mikilli ánægju með samvinnu við arkitekt hússins, Hauk Haraldsson á Akureyri, en hann var jafnframt ráðinn eftiriitsmaður með bygging- unni og var honum afhentur áletrað- ur silfurdiskur frá sóknarnefnd í til- efni vígslunnar. Fréttaritari Morgunblaðið/Trausti Safnaðarheimilið vígt Margir voru viðstaddir vígslu safnaðarheimilisins á Dalvík. Á minni myndinni sést sr. Jón Helgi Þórarinsson vígja heimilið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.