Morgunblaðið - 18.12.1992, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Gunnar Rafn Signrbjörnsson (t.h.) afhendir Arnari Almarssyni styrk-
Sparisjóður Hafnarfjarðar
Sýning í Hafnarborg í
tilefni af 90 ára afmæli
IAÐALSAL Hafnarborgar er sýn-
ing í tilefni af 90 ára afmæli Spari-
sjóðs Hafnarfjarðar.
A sýningunni eru myndir og mun-
ir sem tengjast sögu sparisjóðsins.
Einnig eru sýndar myndir úr teiknis-
amkeppni sem sparisjóðurinn efndi
til meðal nemenda í grunnskólum
Hafnarfjarðar. Sýningin verður opin
til 22. desember.
Styrkur úr Fræðslusjóði Jóns
Þórarinssonar afhentur
í Sverrissal er sýning á verkum
nemenda í byggingarlist frá Arki-
tektaskólanum í Ósló. Á haustönn
hafa 16 nemendur á fjórða ári í bygg-
ingarlist stundað nám_ sitt hér á Is-
landi. Arkitektafélag íslands í sam-
vinnu við Hafnarfjarðarbæ stóð að
skipulagningu og framkvæmd en
námið hefur farið fram í Hafnarfirði
undir handleiðslu arkitektanna Vald-
ísar Bjarnadóttur og Steve Christer.
Á sýningunni eru teikningar af
fjölbreyttum viðfangsefnum nem-
enda. Sýningin verður opin til 22.
desember. Sýningarsalir eru opnir
alla daga nema þriðjudaga frá kl.
12-18.
Jólakötturinn
- ný verslun
15 ÞEKKTIR listamenn hafa opn-
að verslun að Laugavegi 83, Jóla-
köttinn.
Þar gefur að líta handunna muni
unna úr steinbítsroði, handmálað
silki, málverk, litlar vatnslitamyndir,
grafík, gler, keramik muni, útskorna
trémuni, jólasveina, leður og skart-
gripi.
Verslunin verður opin fram að jól-
um.
VEITTUR var í fyrsta skipti námsstyrkur úr Fræðslusjóði Jóns
Þórarinssonar siðastliðinn miðvikudag. Styrkinn, sem nemur 250
þúsund krónum, hlýtur Orn Almarsson, efnafræðingur, sem stundar
nú doktorsnám í Bandaríkjunum.
Örn er fæddur 5. febrúar 1967,
sonur hjónanna Önnu Bjarkar Guð-
björnsdóttur og Almars Grímssonar
lyfsala. Hann lauk stúdentsprófi frá
FJensborgarskólanum vorið 1985
"értir 3ja ára nám í skólanum, BS-
prófi í efnafræði frá Háskóla íslands
vorið 1988 og 4. árs verkefni í sömu
grein áárinu 1989. Hann hefur síðan
stundað framhaldsnám í lífrænni og
lífefnafræðilegri efnafræði við Kali-
forníuháskóla í Santa Barbara og
lýkur væntanlega doktorsprófí þar á
næsta ári.
Fræðslusjóður Jóns Þórarinsson
er stofnaður með erfðaskrá Önnu
Jónsdóttur ljósmyndara í Hafnar-
firði, sem lést 4. júlí 1987. Anna var
dýttir Jóns Þórarinssonar skólastjóra
og fyrri konu hans Lauru Pétursdótt-
ur Hafstein. Jón var skólastjóri
Flensborgarskólans frá upphafi hans
sem gagnfræðaskóla 1882 til 1908,
en tók þá við nýstofnuðu embætti
fræðslumálastjóra sem hann gegndi
til dauðadags 12. júní 1926. Anna
Jónsdóttir fæddist 16. desember
1892 og fer því fyrsta styrkveitingin
úr sjóðnum fram á 100 ára afmælis-
degi hennar.
Anna Jónsdóttir lærði ljósmynda-
iðn og starfaði lengi við iðngrein
sína í Hafnarfirði. Hún sýndi Flens-
borgarskólanum alla tíð mikla rætk-
arsemi og fylgdist af áhuga með
starfsemi hans. Hún var ógift og
barnlaus og ákvað löngu fyrir andlát
sitt að láta skólann og nemendur
hans njóta góðs af því sem hún kynni
að láta eftir sig. I erfðaskrá hennar
var ákvæði um að eigur hennar
skyldu mynda sjóð er bæri nafn Jóns
Þórarinssonar og væri varið „til að
styrkja til framhaldsnáms efnilegt
námsfólk sem lokið hefur fullnaðar-
prófi við Flensborgarskólann í Hafn-
arfirði."
Nú í haust var gengið formlega
frá stofnun sjóðsins og hefur skóla-
nefnd Flensborgarskólans stjórn
hans með höndum. Auglýst var eftir
umsóknum um styrkinn fyrir nokkr-
um vikum og bárust 18 umsóknir
um hann, en síðan samþykkti skóla-
nefndin einróma að styrkurinn skyldi
að þessu sinni renna til Arnar Alm-
arssonar. Gunnar Rafn Sigurbjöms-
son bæjarritari, formaður skóla-
nefndarinnar, afhendir styrkinn, en
viðstaddir afhendinguna eru all-
margir ættingjar Önnu Jónsdóttur,
auk fjölskyldu Arnar, skólanefndar-
manna og stjórnenda Flensborgar-
skólans.
Fjölsport opnar Nike búð
Laugardaginn 28. nóvember sl.
var ný sportvöruverslun opnuð á
Lækjargötu 34c í Hafnarfirði. Það
eru til sölu hinar þekktu Nike-vörur
ásamt leikfímifatnaði frá Venice
Beach og næringu fyrir íþróttafólk
frá Multikraft. Eigendur eru Sigríður
Karlsdóttir, Júlíus Karlsson og Guð-
mundur Karlsson, íslandsmethafi í
sleggjukasti, sem jafnframt verður
starfskraftur verslunarinnar.
RAOAUGí YSINGAR
Útboð
Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir til-
boðum í eftirtalda verkþætti í 50 íbúðum við
Laufengi í Grafarvogi:
1. Málningu.
2. Innihurðir.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu HNR,
Suðurlandsbraut 30, gegn 5.000 kr. skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 5. janúar
1993 kl. 15.00 á skrifstofu HNR.
Húsnæðisnefnd Reykjavíkur.
ÝMISLEGT
Fasteignir
, íAlgarve í Portúgal
kynntar á Hótel Holiday Inn sunnudaginn
20. desember nk. milli kl. 15.00 og 18.00.
Hallgrímur Hallgrímsson, fasteignasali, sem
búsettur er í Algarve í Portúgal, mun kynna
valkosti í fasteignum í Algarve í máli og
myndum.
Viðtalspöntunum veitt móttaka í síma
93-11140 fram að kynningu.
Verið velkomin á kynninguna.
pJtrjpwS rfafrifr
Meim en þú geturímyndað þér!
Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur
Kirkjubygging
Grensássóknar
Hjá borgaryfirvöldum liggja fyrir tillögur að
kirkjubyggingu við hlið núverandi safnaðar-
heimilis Grensássóknar, en gert var ráð fyrir
henni í samþykkt borgarráðs frá 26.2.1965.
Teikningarnar eru til sýnis hjá Borgarskipu-
lagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð, til
11. janúar nk. og í safnaðarheimili Grensás-
sóknar við Háaleitisbraut.
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn í Kópavogi skorar hér með á
gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöld-
um, sem voru álögð 1990, 1991 og 1992
og féllu í gjalddaga fyrir 16. desember 1992
og eru til innheimtu hjá ofangreindum inn-
heimtumanni, að greiða þau nú þegar og
ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu
áskorunar þessarar.
Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar,
hækkun á tekjuskatti og útsvari, eignaskatt-
ur, sérstakur eignaskattur, slysatrygginga-
gjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald,
iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, lífeyris-
tryggingagjald skv. 20. gr. I. nr. 67/1971,
slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 36.
gr. I. 67/1971, atvinnuleysistryggingagjald,
kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð
aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofu-
húsnæði, launaskattur, bifreiðaskattur,
slysatryggingagjald ökumanna, þungaskatt-
ur skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagn-
ing söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmt-
anaskattur og miðagjald, virðisaukaskattur
af skemmtunum, tryggingagjald af skips-
höfnum ásamt skráningargjöldum, vitagjald,
vinnueftirlitsgjald, vörugjald af innl. fram-
leiðslu, aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld,
verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verð-
bætur á ógreitt útsvar.
Vanskilafé og álag skv. I. nr. 50/1988 um
virðisaukaskatt fyrir júlí, ágúst, september
og október sl. með eindaga 5. október og
5. desember, vanskilafé, álag og vexti skv.
29. gr. I. nr. 45/1987 um staðgreiðslu opin-
berra gjalda, skv. 14. gr. I. nr. 90/1987 og
11. gr. laga nr. 113/1990 um tryggingagjald,
fyrir júlí, ágúst, september, október og nóv-
ember með eindaga 15. ágúst, 15. septem-
ber, 15. október, 15. nóvember og 15. des-
ember sl.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara
fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að
liðnum 15 dögum frá dagsetningu áskorun
ar þessarar, samkvæmt heimild í 9. tl. 1.
mgr. 1. gr. sbr. 8. gr. laga nr. 90/1989 um
aðför.
Kópavogi, 17. desember 1992.
Sýslumaðurinn í Kópavogi.
NY-UNG
KFUM & KFUK
Suðurhólum 35
Munið samveruna í kvöld
kl. 20.30.
Gunnar Jóhannes Gunnarsson
fræðir okkur um hlutverk vitring-
anna í jólaboðskapnum.
Komum saman og lofum Guð á
jólaföstunni.
I.O.O.F. 12 = 17412188'/2 =
I.O.O.F. 1 = 1741218872 =Jv.
Tek að mér
að vakta hús og skip, kvöld,
nætur og helgar.
Upplýsingar í síma 29232 og í
vinnusíma 626641.
Flans Hafsteinn.