Morgunblaðið - 18.12.1992, Síða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992
Við vilj um ekki
erlend yfirráð
eftirDagrúnu
Kristjánsdóttur
Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar
með Jón Baldvin Hannibalsson í
fararbroddi gengur að því með oddi
og egg að gera ísland að leppríki
í samkrulli Evrópurílq'a. Hvers-
vegna? Þið vitið að þjóðin er að
meirihluta mótfallin þessu brölti
ykkar. Ég vissi það ekki að hér
væri komin einræðisstjórn sem vildi
ráða því einu að framselja fullveldi
íslensku þjóðarinnar, en væri ann-
ars ráðalaus? Það er ef til vill skýr-
ingin á því hversvegna þið eru svona
ákafír að afsala sjálfstæði þjóðar-
innar að þá þurfíð þið ekki lengur
að sitja á löngum „vinnufundum“
og bijóta heilann til einskis. Þá
geta „vinnufundirnir" orðið ein-
göngu að rabbsamkomum, ykkur
til afþreyingar, á meðan þið bíðið
eftir boðum frá Brussel eða öðrum
hámenningarlegum borgum Evrópu
sem eiga að vera miðpunktur ís-
lenskrar stjómsýslu. Það fyrir-
komulag yrði svo miklu huggu-
legra, bara að lyfta símtólinu og
taka við boðum og bönnum frá
þýskum eða frönskum — það er líka
meiri „stíll“ yfir svoleiðis og mikið
heimsborgaralegra, en að sitja með
sveittan skallann, árangurslítið og
reyna að hugsa sjálfír. Já, það er
í meira lagi kauðalegt og ekki sam-
boðið íslenskum. Þá er betra og til-
komumeira að vera hjáleiga frá
Herrasetrinu, því hver veit nema
einhveijum ljóma bregði fyrir stöku
sinnum þaðan, og við og við verði
ratljóst um hjáleiguna!
Reyndar efa ég það fullkomlega,
því hingað til hefur verið nokkuð
villugjamt í íslensku þjóðlífí og
stjómsýslu, sem eftir smæð þjóðar-
innar ætti ekki að þurfa að vera
svo flókið, en ég er hrædd um að
enn verra verði að rata um þann
fmmskóg laga, boða og banna sem
fyrirmenn þjóðarinnar vilja ákafír
leiða okkur inn í. Það læðist að
mér sá gmnur að getuleysi þeirra
sjálfra til að stjóma af viti og sann-
gimi, hafí í örvæntingu leitt þá út
á þessa braut. Efnahags- og Evr-
ópubandalagið er þeirra hálmstrá
til bjargar þeim sjálfum frá ráða-
leysi — ekki þjóðinni. Það er nefni-
lega svo afar auðvelt að segja, þetta
er ekki okkur að kenna, við verðum
að fara eftir því sem segir í lögum
Evrópubandalagsins, við verðum að
hlýða reglugerðum Efnahags-
bandalagsins, við verðum að gera
eins og Vestur-Evrópubandalagið
vill! Svo má bæta við allskonar tylli-
ástæðum öðmm, til að gera þetta
og hitt, sem íslendingar ættu að
geta verið lausir við, ef þeir vildu
vera sjálfstæðu þjóð í sjálfstæðu
landi.
Það er óneitanlega mjög góð
undankomuleið fyrir íslensk stjóm-
völd þegar þau gera einhveija
skömm af sér að geta sagt að þau
„verði" að fylgja ákvæðum eða lög-
um EES, EB, EFTA, GATT, Maast-
richt, Rómarsáttmálanum, þessu
nýja hemaðarbandalagi V-Evrópu
o.s.frv. Það er hægt að segja þjóð-
inni hvað sem er, því að hver botn-
ar í öllum þessum erlendu skamm-
stöfunum, sem eiga að táknajþetta
og hitt og Guð veit hvað. Eg er
sannfærð um að þeir sem em að
selja landið vita ekki hvað þeir em
að gera. Þeir geta ekki vitað hvað
dylst í þeim tugþúsundum blaðsíðna
sem lög og reglur Evrópubanda-
lagsins ná yfír. Enn síður vita þeir
hvað verður. Á skömmum tíma
getur þetta dásamlega bandalag
breyst í ófreskju sem enginn ræður
við. Þetta er hlutur sem alltaf er
að gerast og engum ætti að koma
á óvart að enn geti gerst. Það er
stórfurðulegt að þeim er ráða þessu
gönuhlaupi, skuli ekki detta í hug
að reyna að skyggnast til framtíð-
ar. Það er ekki vafamál að þessi
ásókn stjómvalda í erlend yfirráð
og „frelsi“ — getur auðveldlega
steypt þjóðinni í glötun, er fram líða
stundir. Þið ráðið engu um fram-
vindu mála út í Evrópu. Hver hald-
ið þið að fari að taka mark á því
þó að einhver litli Jón hér uppi á
Islandi maldi í móinn? Aldeilis ekki,
Evrópubandalagið gleypir litla ís-
Dagrún Kristjánsdóttir
„Eg er sannfærð um að
þeir sem eru að selja
landið vita ekki hvað
þeir eru að gera. Þeir
geta ekki vitað hvað
dylst í þeim tugþúsund-
um blaðsíðna sem lög
og reglur Evrópu-
bandalagsins ná yfir.“
land með húð og hári, eins og úlfur-
inn Rauðhettu. Við þurfum ekki út
fyrir landsteinana til að reyna það
að sá sem hefur vald og peninga
treður hina undir fótum. Er það
virkilega svo sælt að viðra sig upp
við þessa smákónga úti um alla
Evrópu, að íslendingar verði þess-
vegna að vera „eins og hundar í
hverri herferð"? Nú eru stjórnvöld
í óðakappi að telja okkur trú um í
fyrsta lagi að það sé einungis ávinn-
ingur að þessari aðild EES. í öðru
lagi að íslendingar muni ekki ganga
í EB og í þriðja lagi að íslenska
lögþingið geti komið í veg fyrir
nánast allt sem er ekki til hagsbóta.
' Þetta er meira og minna rangt.
Það er aldrei minnst á ókostina við
aðild að EES, en þeir munu vera
fleiri en þeir vilja vita sem ákaf-
astir eru að ánetjast því. Það er líka
viturra manna álit að EES sé fyrsta
spor inn í EB, og ég hef það á til-
fínningunni að þeir sem fjær standa
og hafa ekki glýjuna frá EB í aug-
um, sjái þetta allt raunhæfari aug-
um, en þeir sem eru að þykjast
vera stórir karlar og spígspora um
á blankskóm í Brussel, innanum
aðra sem líka þykjast stórir karlar,
en eru bara valdagráðugir menn
með peninga fyrir sinn guð. Þriðja
blekkingin er að íslendingar geti
sett „girðingar" hér og þar, svo að
íslenskir hagsmunir séu verndaðir
og íslenskt sjálfstæði varðveitt —
er þetta trúlegt? Hvaða tilgangi
þjóna þá allir lagadoðrantar EES
og EB, ef að aðildarþjóðimar hver
um sig geta sjálfar ákveðið hvaða
lögum á að hlýða, síns eigin lands
eða EB og EES, eftir hentugleikum?
Og hvað um peningavaldið? Mundi
ekki verða freistandi að taka hæsta
tilboði t.d. í veiðiárnar? Segjum að
innlendir byðu nokkra tugi milljóna,
en útlendingar hundruð milljóna.
Ef ég þekki mannlega peninga-
græðgi rétt, tel ég fullvíst að ein-
hveijum mundi skrika fótur varð-
andi föðurlandskærleikann og
hundsa samviskuna léttir á brún.
Það er líka sitthvað að geta gert
eitthvað, eða gera. Mammoni hefur
hingað til tekist allbærilega að gera
jafnvel meinleysisfólk að svíðingum
og svikahröppum, ef tækifæri hafa
gefist og þykir mér því alllíklegt
að erlent peningavald gæti haft
örlagaríkar afleiðingar fyrir þá sem
veikir eru fyrir.
Svo langar mig að spyija góðu
herrar, hafíð þið nokkuð veitt at-
hygli óeirðum, uppþotum, ofbeldi,
morðum og yfírgangi vissra hópa,
t.d. í Þýskalandi, Svíþjóð og víðar?
Vitið þið ekki að þið eruð að opna
Hvað vakir fyrir
sljómendum landsins?
eftir Einar Björn
Bjarnason
„Dásemdir EES-samningsins“:
Núverandi stjómarherrar hafa
keppst um að lofa dásemdir EES-
samningsins síðan þeir tóku við
völdum fyrir einu og hálfu ári. Þeir
beita að því er virðist sambærileg-
um aðferðum og dr. Göbbels gerði
fyrir langa löngu, þ.e. að endurtaka
lygina svo oft að fólk fari að trúa
henni eins og heilögum sannleika.
Þetta er gert með því að blanda
saman sannleika og lygi þannig að
fólk átti sig ekki á hvað er sannleik-
ur og hvað er lygi. Beitt er fullkom-
lega órökstuddum fullyrðingum í
bland við staðreyndir sem allir
þekkja. Þann 12. október síðastlið-
inn sagði forsætisráðherra t.d. að
samningurinn tryggði okkur þau
viðskiptalegu lqör sem við mættum
ekki vera án, að ekki fælist í honum
neitt fullveldisafsal og að hann
treysti atvinnu í íslenskum sjávarút-
vegi.
Sannleikurinn um EES-samn-
inginn: í mörg ár hefur verið í gildi
fríverslunarsamningur milli íslands
og EB, sem tryggir okkur algera
fríverslun með allar iðnaðarvörur
og með u.þ.b. 70% af öllum okkar
fískútflutningi til EB. Iðnaðurinn
hefur ekki getað fært sér í nyt þá
möguleika sem þessi fríverslun átti
að gefa þeim til að vinna lönd í
EB og engin ástæða er til að ætla
að þeir geri það héðan í frá, samn-
ingurinn breytir engu um stöðu
þeirra að því leyti. Þann milljarð
eða svo sem kæmi líklega í okkar
hlut í hækkuðu skilaverði vegna
tollalækkana á vissum sjávarafurð-
um til EB, þurfum við að borga
með því að gefa EB 3.000 tonna
veiðiheimildir við ísiand fyrir einsk-
isnýtar loðnuheimildir við Græn-
land. Þar sem samninginn á að
endurskoða á tveggja ára fresti
munum við þurfa að búa við sívax-
andi þrýsting um að gefa þeim
meira, sem sífellt verður erfiðara
að standa gegn vegna þess að við
munum verða sífellt háðari EB eft-
ir því sem frá líður. Þekktir lögspek-
ingar hafa þegar hvað eftir annað
sýnt fram á að í samningnum felist
fullveldisafsal og lögfræðinga-
nefndin sem utanríkisráðherra skip-
aði á sínum tíma til að hrekja rök-
semdir um að EES-samningurinn
bryti í bág við stjómarskrána viður-
kenndi þá staðreynd.
Styrkir EB: Einna alvarlegast
er þó að samningurinn mun beint
og óbeint stuðla að miklu atvinnu-
leysi fískvinnslufólks og mjög
sennilega að algjöru hruni fisk-
vinnslunnar innan örfárra ára.
Ástæðan fyrir þessu er sú að EB
mun halda áfram hinum gífurlegu
styrkjum sínum við sjávarútveg
aðildarríkja sinna. Innan EB er
sjávarútvegur nefnilega flokkaður
undir landbúnaðarmál, enda eru
þær stofnanir sem fjalla um sjávar-
útvegsmál ætíð deildir innan stofn-
ana sem ijalla um landbúnaðarmál.
Allir kannast við þá gífurlegu styrki
sem landbúnaður innan EB fær frá
EB-batteríinu. Á síðastliðnu ári
námu þannig styrkir EB til sjávar-
útvegs í aðildarríkjum þess a.m.k.
64 þúsund millj. króna, sem sam-
svarar 25% rekstrarstuðningi. Auk
þessa er sjávarútvegur yfirleitt
stundaður á svæðum sem njóta sér-
stakra þróunarstyrkja vegna hlut-
fallslega hás atvinnuleysis og hlut-
fallslegrar vanþróunar á öðmm
sviðum. Á þann hátt fær hann mjög
mikla styrki, þ.á m. allt að 50% af
stofnkostnaði nýrra fyrirtækja. Við
þetta bætist að framkvæmdastjóm
EB er að setja í gang sérstakt þró-
unarverkefni fyrir sjávarútveg inn-
an EB, sem á að veija gífurlegum
flármunum til. Þetta verkefni hefur
það að markmiði að gera sjávarút-
vegsfyrirtækjum innan EB kleift
að bæta svo fískverkun sína að hún
standist nýja stranga heilbrigðis-
staðla sem verið er að setja. Til að
gera illt verra eiga þessir nýju staðl-
ar að taka fyrr gildi gagnvart sjáv-
arafurðum frá ríkjum utan EB, þ.e.
sjávarútvegsfyrirtæki innan EB fá
lengri aðlögunartíma að þessum
reglum en sjáyarútvegsfyrirtæki
fyrir utan EB. íslensk fískvinnsla
mun þurfa að borga allan þennan
herkostnað úr eigin vasa og á sama
tíma að þurfa að búa við meiri
rekstrarkostnað en keppinauturinn.
Við allt þetta á skuldum hlaðin ís-
lensk fískvinnsla að keppa, þetta
er bijálæði.
Slæm samkeppnisstaða ís-
lenskrar fiskvinnslu: Allir þessir
styrkir skekkja svo geigvænlega
samkeppnisstöðu íslenskrar físk-
vinnslu að engin tollalækkun eða
rekstrarhagræðing mun geta unnið
þann mun upp. Þetta er þegar orð-
inn þungur baggi á innlendri fisk-
vinnslu, því hún er að reyna að
keppa við erlenda fiskmarkaði um
fískinn og sú samkeppni hefur þrýst
upp fiskverði á innlendum físk-
mörkuðum. Innlend fískvinnsla er
í raun komin í þá klemmu að ef
hún borgar ekki hærra verð fyrir
hráefnið en hún í raun ræður við
að borga fær hún engan físk, og
ef hún gerir það safnar hún skuld-
um, því rekstrarkostnaðurinn er of
hár til að dæmið geti gengið upp.
í krafti þessara óréttlátu sam-
keppnisskilyrða mun fiskiðnaðurinn
í EB ætíð geta boðið hærra verð
fyrir físk á fiskmörkuðum en inn-
lend fískvinnsla mun nokkru sinni
verða fær um að borga.
Engar fiskréttaverksmiðjur
hérlendis: Mér þætti gaman að
kynnast þeim fískverkanda sem
myndi frekar reisa fískréttaverk-
smiðju hérlendis þegar hann þarf
að borga allan tilkostnað sjálfur,
t.d. þann kostnað sem felst í því
að mæta hinum nýju heilbrigðis-
stöðlum EB og þurfa að auki að
borga óteljandi gjöld og skatta hér-
lendis, þegar hann gæti t.d. reist
hana í Portúgal og fengið t.d. helm-
inginn af byggingarkostnaðinum
greiddan í formi byggðastyrks og
að auki alla þá framleiðslustyrki
og allt hvað það heitir sem hann
myndi fá frá landbúnaðarapparati
EB.
EES bætir ekki hag fiskvinnsl-
unnar: Það að fullyrða ofan á allt
þetta að EES-aðild muni bæta hag
íslenskrar fiskvinnslu er svo alvar-
leg vitleysa að engu tali tekur. Sá
sem fullyrðir slíkt gerir sig annað-
hvort sekan um mjög alvarlegan
dómgreindarskort eða að viðkom-
andi talar gegn betri vitund. Ég
neita að trúa því að núverandi vald-
hafar viti ekki hvað þeir eru að
gera og verð því að álykta að þeir
stefni leynt og ljóst að hruni ís-
lenskrar fiskvinnslu. í því ljósi verð-
ur líka skortur á varanlegum að-
gerðum til bjargar íslenskri fisk-
vinnslu í núverandi vanda hennar
skiljanlegur. Þeir vita að EES-aðild
mun leiða til hruns íslenskrar físk-
vinnslu og reyna því ekki að bjarga
því sem verður ekki að þeirra áliti
Einar Björn Bjarnason
„Ég neita að trúa því
að núverandi valdhafar
viti ekki hvað þeir eru
að gera og verð því að
álykta að þeir stefni
leynt og ljóst að hruni
íslenskrar fiskvinnslu.“
bjargað. í mesta lagi grípa þeir til
einhverra málamyndaaðgerða sem
duga aðeins í skamman tíma til að
slá ryki í augu fólks, sbr. fjármun-
irnir sem þeir tóku úr hagræðingar-
sjóði og nýlegar efnahagsaðgerðir
ríkisstjórnarinnar, enda segjast þeir
vera nokkuð ánægðir með ástandið
þótt allt sé að hruni komið fyrir
augunum á þeim. Þarf frekari vitn-
ana við?
Hrun fiskvinnslunnar: Hrun ís-
lenskrar fiskvinnslu er nefnilega
þegar hafíð. Ekki fyrir svo löngu
var frystihúsinu á Skagaströnd lok-
að og í staðinn fyrir þijá togara sem
höfðu landað afla í því keyptur
stærðarinnar frystitogari. Þessi
þróun mun halda áfram ef ríkis-
stjórnin bætir ekki ráð sitt og gríp-
ur til raunhæfra aðgerða til bjargar
fiskvinnslunni og hættir við að