Morgunblaðið - 18.12.1992, Síða 59

Morgunblaðið - 18.12.1992, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 59 eru menn að skammta sér laun, sem eru í engu samræmi við framleiðslu og markaðshlutdeild fyrirtækjanna sem þeir starfa við. Fyrirtækin kikna undan svona launakostnaði og slíkt veldur auðvitað keðjuverkun út í þjóðfélaginu, þá helst náttúrlega í formi hækkaðs verðlags. Svo þykj- ast menn þiggja laun í samræmi við ábyrgð starfsins sem er auðvitað tóm endaleysa. Hvenær hefur stjórnandi fyrirtækis á Islandi borið ábyrgð eftir að hafa kafsiglt fyrir- tæki? Hvenær hefur stjórnadi ríkis- stofnunar á fslandi borið ábyrgð gerða sinna? Hvenær hefur stjórn- málamaður á íslandi borið ábyrgð á því sem hann hefur sagt eða gert? Svarið við þessari spurningu er ein- falt: Aldrei!!! Skattamál 1. Það er þekkt fyrirbæri á ís- landi og mjög svo almennt, að menn fái greiddan svokallaðan ökutækja- styrk og er jafnan samið um slíkan styrk sem hluta launakjara, sam- hliða því sem samið er um laun. í flestum tilfellum er um málamynda samning að ræða, þar sem sá sem styrksins nýtur er ekki í erinda- gjörðum fyrir vinnuveitandann eins og til er ætlast, en færir samt sem áður sér til frádráttar á móti styrkn- um á skattaframtali, eftir að hafa fyllt út þar til gert eyðublað, að auki skilað inn staðfestingu vinnu- veitandans eins og um akstur í þágu hans væri að ræða. Burtséð frá því, hvort menn nota bifreið sína í þágu vinnuveitanda eða ekki; hvað er það sem réttlætir, að menn fái frádrátt á móti þessum styrkjum? Er t.d. líklegt, að hús- byggingar á Islandi leggist af, þeg- ar endurgreiðsla virðisaukaskatts til húsbyggjenda lækkar úr 100% í 60%? Það er kominn tími til að „ráða- menn“ stigi skrefið til fulls og af- nemi þennan fíflalega frádrátt (les lögvernduð skattsvik) á móti öku- tækjastyrk. 2. Þeir sem þekkja til viðmiðunar- marka eigna og tekna varðandi vaxtabætur vita að þær reglur eru iíklegar til að falla undir hagi stjórn- málamanna! Dæmi: Bamlaus hjón með 7 milljónir í tekjur á tekjuárinu 1991, sem eiga 5 milljónir í hreina eign og eru með vaxtabyrði upp á kr. 620.000, fengu tékka úr ríkis- sjóði (sameiginlegum sjóði lands- manna) að fjárhæð kr. 200.000.-! (var einhver að tala um ábyrgð stjórnmálamanna?). Abyrgðarlausir kratar Ef þeir kratar (þ.e. þeir sem þykj- ast vera þáð) sem sitja á hinu háa Alþingi, sýndu þá ábyrgð sem af þeim er ætlast af umbjóðendum þeirra (alþýðunni (!) í landinu), væri staða þessarar þjóðar allt önnur en hún er í dag. Lítum á nokkrar stað- reyndir; Einn lætur plata sig upp úr skónum af hvítflibbum í Brussel, annar lætur álforstjóra draga sig á asnaeyrunum árum saman og held- ur sífellt fundi um hvenær eigi að halda fundi! Sá þriðji telur nýtt skattþrep ekki vera framkvæman- legt og skattleggur því sjúklinga, öryrkja og gamalmenni í staðinn og áhugamál þess fjórða; Ferðalög og lestur góðra bóka. Sú fímmta situr úti í homi með sárt ennið! Nei, það sem þetta þjóðfélag vantar í dag er pólitíkusa sem starfa af hugsjón, pólitíkusa sem hugsa um þjóðarheill og láta ekki eigin hagsmuni sitja í fyrirrúmi. Höfundur er fulltrúi á Skattstofunni. Nýbýlavegi 12, sími 44433. Jólavörurnar á sérstöku Hafnaríjarðarverði. Verslum heima. Tískuverslunin Apex, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, sími 650490. frd ÍSLENSKUM MATVÆLUM Jóla-/ Krydd- SILD Konfekt-/ Marineruð- SILD Hádegis- / Sinneps- SÍLD Karrí- / Hvítlauks- SILD Portvím- / Tómat- SILD HOLL OG NÆRINGA RÍK |7~T| ÍSLENSK M MATVÆU ICEFOOD Undirstöðurit /ggs; semgeymir mikinn frpðleik um sögu íslands og tengslin við^ umheiminn * o. * Pétnr J. Th orsteinsson Utanríkisþjónusta Islands og utanríkismál SÖGVLEGT YFIRLIT HIÍ) ÍSIáiNSKA. ÖÓKMKmrATÉI^Í', Utanríkisþjónusta íslands og utanríkismál Eftir Pétur J.Thorsteinsson Sögulegt yfirlit um utanríkismál allt frá árinu 1022, en fjallað er sérstaklega um utanríkisþjónustu (slands, störf hennar og starfsmenn í 50 ár, 1940-1990. Gefin út að tilhlutan utanríkisráðuneytisins. Höfundurinn, Pétur J.Thorsteinsson, gegndi mörgum ábyrgðarmiklum störfum í utanríkisþjónustunni á 44 ára embættisferli. Glæsileg ritverk ríkulega myndskreytt 1436 bls. Prjú bindi. Verö kr. 11.850.- Benedikt Gröndal fyrrv. forsætisráöherra og utanríkisráðherra. ...óska Bókmenntafélaginu til hamingju með útgáfu þessa mikla verks sem mun reynast ómetanleg náma upplýsinga á sviði utanríkismála um langa framtíð “ Björn Bjarnason alþingismaður. „ þetta stórvirki er ómetanlegt framlag til íslandssögunnar og til þess verður oft vitnað, þegar fram líða stundir. ‘ ■JX> %'6 rSRF[\^ HIÐISLENSKA B ÓKMENNT4FÉLAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK- SÍMI91-679060

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.