Morgunblaðið - 18.12.1992, Page 73

Morgunblaðið - 18.12.1992, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 73 Höft eða hóf? Frá Stefáni Arnar Þórissyni: í hvert skipti sem ijúpnaveiðitíma- bilið fer í hönd hefja ýmsir aðilar • samfélaginu fjölmiðlaáróður gegn veiðunum. Stundum er gagnrýni þessi réttmæt, stundum ekki. Þó kom það úr hörðustu átt þegar Margeir Bjömsson, bóndi á Mæli- fellsá, kom fram í fréttatíma Stöðv- ar 28. nóvember sl. og hvatti til algers veiðibanns. Að eigin sögn hefur þessi maður skotið 26- 27.000 ijúpur á 44 árum og það einvörðungu með gróðahyggju að leiðarljósi. Og nú vill hann banna alla ijúpnaveiði því skyndilega finn- ur hann ekki fjöður á landi sínu! Það er raunar ekki undarlegt því hér hefur gegndarlaus ofveiði greinilega átt sér stað. Og að sögn Margeirs hefur sami háttur verið hafður á hjá ýmsum sveitungum hans. Að vonum finnst þeim Skag- firðingum ekki lengur taka því að veiða ijúpuna og þá er bara að banna ijúpnaveiðar í 3 ár eða svo! En hér er rétt að benda á að hægt er að vemda ijúpuna með fleiri en einum hætti. í máli sínu vitnaði Margeir í örlög síldarstofna við landið og veiðar á síld. Ekki væri úr vegi að beita sömu aðferð- um við ijúpnaveiðar og jafnvel allar fuglaveiðar, nefnilega að koma á kvótakerfi. Þannig mætti útdeila hveijum veiðimanni ákveðnum fjölda fugla, annaðhvort í hverri ferð eða fyrir veiðitímabilið allt. Sjálfur tel ég réttara að miðað sé við hveija ferð því þá yrði auðveld- ara að fyigjast með feng hvers og eins. Síðan yrði veiðimönnum gert að gera grein fyrir aflanum hjá lög- regluyfírvöldum á því svæði sem veitt væri. Hvorki ætti slíkt að vera tímafrekt né flókið. T.d. mætti miða við 10 ijúpur í hverri ferð. Einnig mætti fæla menn frá svokallaðri magnveiði með því að banna alla sölu aflans. Þá yrði erfítt um vik að markaðssetja ijúpnakjöt, auk þess sem lögsókn lægi við magn- veiði. Bannið eitt mundi þó nægja í flestum tilvikum, enda flestar ijúpnaskyttur löghlýðnir menn. Svo sem kunnugt er hafa sumir skotveiðimenn stundað ijúpnaveið- ar með snjósleðum og fjórhjólum. Sem betur fer er þessi hópur ekki stór en þó hefur framferði þerira nægt til að sverta skotveiðimenn í vitund almennings. í slíkum for- dómum felst þó lítil sanngirni, enda sambærilegt við það að allir öku- menn yrðu sviptir ökuleyfum vegna aksturslags nokkurra ökuníðinga. Hófið er best í ijúpnaveiði sem öðru, þá geta allir vel við unað, ijúpna- stofninn jafnt sem sportveiðimenn. STEFÁN ARNAR ÞÓRISSON Merkjateigi 8, Mosfellsbæ LEIÐRÉTTIN G AR Rangur fjöldi barnabarna í minningargrein í blaðinu í gær um Sigrúnu Helgadóttur eftir Vil- hjálm Ámason misritaðist að barnaböm hinnar látnu séu fimm talsins. Þau era sjö og leiðréttist þetta hér með. Þá skal þess og getið að María Hreinsdóttir, tengdadóttir Sigrúnar, er mennta- skólakennari. Ekki stuttmynd Ranghermt var í viðtali við Frið- rik Erlingsson í dagskrárblaði Morgunblaðsins, að kvikmyndin „Stuttur frakki" væri stuttmynd. Hún er í fullri lengd og leiðréttist það hér með. Er ekki erlendis í dagskrárblaði Morgunblaðsins, sem útkom í gær er á blaðsíðu 12C skýrt frá því að Ragnheiður Erla Bjamadóttir sé erlendis. Þetta er rangt. Ragnheiður er á landinu og er ekki á förum. Þetta leiðréttist hér með. Höfundur heitir Hallfríður Þau mistök urðu við vinnslu greinar um Malcolm X í Morgun- blaðinu 6. desember síðastliðinn að höfundarnafn misritaðist. Höf- undur heitir Hallfríður Þórarins- dóttir, mannfræðingur, búsett í New York. Hlutaðeigendur era beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. VELVAKANDI i. TUMIER TÝNDUR HANN var í fóstri á Laugarás- vegi þaðan sem hann hvarf 7. desember en á heima í Hafnar- fírði. Þrátt fyrir mikla leit og tilkynningar á Rás 2 hefur ekk- ert til hans spurst og er hans sárt saknað. Tumi er grár, hvít- ur á bringu og lopum. Hann er ólarlaus en eymamerktur, G-2060. Ef einhver hefur orðið hans var eða hefur skotið yfir hann skjólshúsi, vinsamlegast látið vita í síma 39727, 625441 eða hringið í Kattholt í síma 672909. Fundarlaun. SKAUTAR NÝIR, ómerktir listskautar nr. 37 gleymdust í biðskýli við Grensásveg. Finnandi er vin- samlegast beðinn um að hringja í síma 676889. HEFUR STAÐIÐ SIG BEST Björgvin Kristbergsson: MÉR finnst skrýtið að Sigrún Huld Hrafnsdóttir hafi ekki verið valin íþróttakona árisins, hún setti mörg heimsmet í sum- ar og hefur að mínu áliti staðið sig best af íþróttamönnum okk- ar. STYRKLEIKA- PRÓFANIR? Magnús Finnbogason, Gijóta- götu 12, Reykjavík: ÉG VIL spyijast fyrir um hvort styrkleikaprófanir hafi verið gerðar á veggjum Hallgríms- kirkju vegna hins mikla orgels sem sett hefur verið þar upp. Er öraggt að veggirnir þoli til lengdar þessa öflugu hljóma sem þetta mikla hljóðfæri gefur frá sér? KÁPA BLÁ kápa með nælonfóðri, nr. 36, fannst í Vesturbænum fyrir tveimur mánuðum. í kápunni var klemma og hefur hún lík- lega fokið af snúru. Upplýs- ingar í síma 620730. Persónuleg jólagjöf Stjörnukort Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort Afgreiðum kortin samdægurs. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjörnuspekistöðin, Kjörgarði, Laugavegi 59, sími 91-10377. EININGABREF 2 4GNARSKATTSFRJALS Raunávöxtun sl. 12 mánuði KAUPÞING HF Löggi/t verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sími 689080 í eigu Búttaðarbanka íslands og sparisjódanna Auðugust núlifandi Islendinga? Guðrún Bjarnadóttir, fyrrverandi fyrirsœta. „Vinsœlar fyrirsœtur eru á gríðarlega háum launum þegar best lcetur, þó að vissulega séu miklar sveiflur í tekjum þeirra. Kunnugir segja að þcer hlaupi á milljónatugum, en til þess að gefa lesendum einhverja hugmynd eru 50 milljón króna árstekjur ekki mjög fjarri lagi, og það hefur lítið breyst síðustu áratugi... Guðrún er afmörg- um talin auðugust núlifandi íslend- inga, enda á hún meðal annars glœsi- íbúðir í mörgum afhelstu stórborgum heimsins... “ Bókin íslenskir auðmenn segir á vand- aðan og umfram allt skemmtilegan hátt frá alls konar fólki með ólíkan bakgrunn og úr margvíslegum atvinnu- greinum. Bókin er í senn lærdómsrfk fyrir bjartsýnt fólk og skemmtileg aflestrar fyrir alla þá sem vilja fræðast um það hvernig í ósköpunum er hægt að verða ríkur á íslandi! íslenskir auðmenn - verulega auðug bók! í 3. sœti á metsölulista Pressunnar - góð bók um jólin!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.