Morgunblaðið - 12.01.1993, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993
18
Sjálfstæði og fullveldi
Opið bréf til utanríkisráðherra o g annarra íslendinga
frá Tryggva Gíslasyni
Gamli vinur og starfsbróðir.
Þú hefur ekki farið varhluta af
því að kalt er á toppnum. Það hafa
aðrir leiðtogar einnig mátt reyna.
Þrátt fyrir svipmikla og styrka
stjórn þína á utanríkismálum hefur
þú iðulega orðið fyrir ómaklegum
og ósmekklegum árásum manna.
Sumir státa af því að vera hrein-
skilnir - en sú hreinskilni er iðulega
mest í ætt við dónaskap, að því er
mér finnst. Því miður eru þið þing-
menn þar engir eftirbátar - en
hver hittir sjálfan sig fyrir að lok-
um.
Mér hefur sem sagt oft runnið
til rifja að heyra um þig ómaklegt
níð, eins og ég hef raunar sagt við
big stundum áður. Nú rennur mér
þó meir til rifja meðferð þín og
skoðanabræðra þinna á því máli
sem mest er allra mála sem fyrir
Alþingi hafa komið í samanlagðri
sögu lýðveldisins - að ég segi ekki
„Enþegarþú-og
skoðanabræður þínir -
bera það enn á borð að
ekki sé um fullveldisaf-
sal að ræða við aðild
að Evrópska efnahags-
svæðinu get ég ekki
annað en sent þér þetta
breve scriptum og látið
í mér heyra.“
í sögu íslands sem fullvalda ríkis.
Vel kann að vera að dvergþjóð í
verstöð norður á hjara veraldar,
sem lengst af sögu sinnar hefur
verið öld á eftir öðrum þjóðum í
Evrópu, eigi ekki annarra kosta völ
en gerast aðili að EES. Aðild getur
orðið okkur til hagsbóta, bæði efna-
hagslega og menningarlega, því að
enginn er eyland og auðvitað vérð-
um við að vera menn fyrir okkar
hatt og standa öðrum þjóðum snún-
ing. Það hefur iðulega tekist - þótt
stundum hafi dansinn við útlenda
verið krappur.
Vel kann enn að vera að lýðræði
geti gengið of langt, eins og aðrar
mannasetningar, og engin ástæða
sé að hleypa alþýðu manna að Iqör-
borðinu um miðjan vetur að eyði-
leggja gott starf þitt fyrir þekking-
arleysi. Margir þingmenn hanga
líka á því eins og hundar á roði að
á íslandi sé fulltrúalýðveldi og þeir
geti einir tekið afstöðu óstuddir og
þurfi hvorki að spyija Pétur né
Pál. Ég veit það er þingmönnum
erfítt að taka skynsamlega afstöðu
í þessu máli, svo margslungið sem
það er, enda hefur það reynst okk-
ur kjósendum erfítt líka.
En þegar þú - og skoðanabræð-
ur þínir - bera það enn á borð að
ekki sé um fullveldisafsal að ræða
við aðild að Evrópska efnahags-
svæðinu get ég ekki annað en sent
þér þetta breve scriptum og látið í
Tryggvi Gislason
mér heyra. Jafnvel ráðgjafar þínir
§órir, sem þú skipaðir að láta í ljós
álit sitt, telja að um fullveldisafsal
sé að ræða og þrír af fremstu fræði-
mönnum íslendinga á sviði stjóm-
lagaréttar: dr. Lúðvík Ingvarsson,
prófessor emeritus, Björn Þ. Guð-
mundsson prófessor og dr. Guð-
mundur Aifreðsson - hafa allir lýst
því yfír í fræðilegum ritgerðum að
um sé að ræða fullveldisafsal. Flest-
ir fræðimenn Dana eru sama sinnis
svo og fræðimenn annarra Norður-
landa á sviði stjómlagaréttar að
ekki sé talað um embættismenn
Evrópubandalagsins. Þeir ganga
ekki að þessu gruflandi.
Með aðild að EES halda íslend-
ingar pólitísku sjálfstæði, ef þeir
vilja, enda þótt við missum hluta
af stjómarfarslegu fullveldi. Meira
að segja með aðild aðEvrópubanda-
laginu, eins og það er nú, höldum
við pólitísku sjálfstæði. Pólitískt
sjálfstæði er nefnilega annað en
stjómarfarslegt fullveldi eins og þú
og skoðanabræður þínir mega ekki
ganga gruflandi að. Hvað sem líður
pólitískri refskák og mismunandi
skoðunum vil ég biðja þig hugleiða
þetta. Sá sem ekki gerir sér grein
fyrir þessu gerir sér ekki grein fyr-
ir pólitískum staðreyndum sam-
tímans - eða hann er að ljúga að
sjálfum sér eða öðmm - og að ljúga
að öðmm er ljótur vani en sjálfum
sér hvers manns bani - og gjarna
vildi ég njóta hæfileika þinna og
einurðar í íslenskum stjómmálum
enn um sinn.
Akureyri, 8da janúar 1993.
Með kveðju að norðan.
Höfundur er skólameistari.
2
Tveggja daga námskeið
um íjármál einstaklinga
Námskeiðin eru haldin í VÍB-stofunni, Ármúla 13a, 1. hæð.
6.9ÖÖ,~kr.
Námsgögn innifalin
Á síðasta hausti voru haldin 15 námskeið. í
janúar og febrúar eru ennþá nokkur sæti laus.
Dagsetningar námskeiðanna:
19. og 20. janúar kl. 20-23:00
25. og 27. janúar kl. 20-23:00
26. og 28. janúar kl. 20-23:00
2. og 4. febrúar kl. 20-23:00
Skráning þátttakenda,
Auður og Hildur,
í afgreiðslu VÍB og
í síma 91 - 68 15 30.
- Ég hef unnvb í bráöum 20 ár hjá sama
Jyrirtæki, ég hef ágæt laun en Jinnst
samt að ég eigi ekki mikid.
Hvernigget ég best aukið eignimar og
tryggt þannig öryggi og ajkomu
fjölskyldunnar?
I
Vc
ema miKinar aoso
dla
í námskeiðinu er lögð áhersla á: Markmið ífjármálum, bæði til lengri og skemmri tíma,
þar sem reynt er að samræma drauma og veruleikann; reglulega uþþsetningu á eignum og
skuldum með tengingu við rekstur heimilis; markvissa eignastýringu þarsem veginersaman
áhætta og ávöxtun; reglubundinn samanburð á árangri og settum markmiðum.
FJÁRMÁLANÁMSKEIÐ! VÍB
er einkum œtlað þad hlutverk að leiðbeina
þátttakandanum við að njta tekjur sínar
sém best og byggja upþ sparifé og eignir.
Reynt hefur veríð að gera námskeiðið
þannig úr garði að þátllahandinn geti
sjálfur rdðið fram úr fjármálum sínum og
skijmlagt þau til að ná sem bestum árangri.
Tvcggja daga kennsla, þrjár klukku-
stundir hvorn dag.
Fjármálahandbók VÍB. Handbókin er
228 blaðsíður og hefur að geyma 14
eyðublöð.til útfýllingar.
Fjármálahandbók VÍB er skipc í 16 kafla,
sem hafa að geyma 83 töflur og línurit.
Á námskeiðinu er þátttakandanum
leiðbeint hvemig fylla eigi út eyðu-
blöðln, sem nauðsynleg eru til að ná
árangri við uppbyggingu cigna.
mttvm
FJARMALA-
NAMSKEIÐ VÍB
EinfiM uppskrift að
skiþukgti up/wggiitgu eigna
VÍB
Einstakt námskeið Jyrir einstaklinga sem
vilja hnitmiðaða leiðsögn xnð hámörkun
eigna sinna, á hvaða aldri sem er.
Leiðbeinendur eru Sigurður B.
Stefánsson, Vilbprg Lofts, Margrét
Sveinsdöttir og Asgeir Þórðarson.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sfmi 68 15 30. Myndsendir 68 15 26.
Námskeið í
skyndihjálp
Reykjavíkurdeild RKÍ gengst
fyrir námskeið í skyndihjálp sem
hefst þriðjudaginn 12. janúar og
stendur fjögur kvöld. Kennt
verður frá kl. 20-23. Kennslu-
dagar verða 12., 13., 14. og 18.
janúar.
Námskeiðið telst vera 16
kennslustundir. Þátttaka er öllum
heimil 15 ára og eldri. Námskeiðið
verður í Fákafeni 11, 2. hæð. Nám-
skeiðsgjald er 4.000 kr., skuldlausir
félagar í RKÍ fá 50% afslátt. Einn-
ig fá nemendur í framhaldsskólum
50% afslátt gegn framvísun á gildu
skólaskírteini.
Að námskeiðinu loknu fá nem-
endur skírteini sem hægt er að fá
metið í ýmsum framhaldsskólum.
( úr fréttatilkynningu)
Atriði úr myndinni Lífvörðurínn.
Metaðsókn að
Lífverðinum
MYNDIN Lífvörðurinn eða „The
Bodyguard" sem nú er sýnd I
Sambíóunum hefur náð nær ein-
stæðum árangri í aðsókn. Að
aflokinni fyrstu sýningarviku
hafa 16.450 manns séð myndina.
Þetta hefur ekki gerst síðan
metaðsóknarmyndin „Lethal
Weapon 3“ var sýnd í Sambíóun-
um fyrír nokkru. Einnig er þetta
töluvert betra gengi en „Pretty
Woman“ naut á sínum tíma.
Velgengni myndarinnar er ekki
bundin við ísland því að miðar hafa
selst fyrir yfír 100 milljónir doliara
í Bandaríkjunum og þar sém hún
hefur verið frumsýnd í Evrópu hef-
ur hún farið beint í efsta sæti. Má
þar nefna Frakkland sem dæmi en
„The Bodyguard" hefur setið á
toppnum frá því hún var frumsýnd
þar.