Morgunblaðið - 12.01.1993, Síða 41

Morgunblaðið - 12.01.1993, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 41 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Fyrsta sendingin á vegum Sölusamtaka íslenskra hrossabænda fór út fyrir rúmu ári og var myndin tekin þegar stofnun félagsins var kynnt fjölmiðlum og hestar úr fyrstu sendingunni sýndir. Alls hafa samtökin selt úr landi 157 hesta frá stofnun. Aðalfundur SÍH Rekstri búgarðs í Þýskalandi hætt __________Hestar_______________ Valdimar Kristinsson STARFSEMI Sölusamtaka ís- lenskra hrossabænda, Edda hest- ar, hefur gengið all þokkalega á árinu að því er fram kemur í árs- skýrslu félagsins sem birt var á aðlfundi félagsins i endaðan nóv- ember. Alls voru fluttir út á veg- um félagsins 260 hestar frá því í október 1991 en hluti þeirra eða 103 hestar af þessum fjölda voru ekki seldir í nafni félagsins heldur aðeins séð um útflutningspappíra. í skýrslu stjórnar segir að sala og útflutningur hafí verið sannarlega viðunandi. Þó segir að reksturinn í Þýskalandi hafi farið úr böndunum. Félagið leigði búgarð í Kaufungen en eigandi hans ekki staðið við gerða samninga og því hafí starfsemin ver- ið flutt til Ushlag. í ljós kom að þetta rekstrarform er of dýrt því verði horfið frá því og þess freistað að koma upp umboðsmannakerfi svipað og félagið er með í Englandi og Noregi. Unnið er að því að ná fót- festu í Englandi meðal annars með þátttöku í ýmsum sýningum. Helstu vandamálin segir í skýrslunni sé að fá fólk til að trúa því að íslenski hesturinn geti borið fullorðið fólk og fari létt með. Alls hafa verið sendir 15 hestar til Bretlands og er gert ráð fyrir að allir verði þeir seldir fyrir áramót. Þá kemur fram að matsmanna- kerfi félagsins hafi gefist vel og telja starfsmenn félagsins erlendis að yfir- leitt hafi vel tekist til með val á hest- um þótt í einstaka tilfellum hafí sloppið út hestar sem ekki hafí verið auðseljanlegir og verið óseldir á er- lendri grund lengur en eðlilegt geti talist. Stjóm og varastjórn var endur- kjörin á fundinum að því undanskildu að Sigurður Guðmundsson kemur inn sem varamaður í stað Jóhanns Þor- steinssonar sem sagði af sér í mars á þessu ári. Aðrir í stjórn eru Einar G. Bollason, Jóhann Pétur Sveinsson, Viðar Halldórsson, Kjartan Georgs- son og Reynir Aðalsteinsson. í vara- stjórn eru Bergur Jónsson, Guð- mundur Jón Viða'sson. Skrifstofutækni Við leggjum áherslu á vandað nám, sem sniðið er að kröfum vinnumarkaðarins og nýtist þér í atvinnuleit. Kenndar eru eftirtaldar námsgreinar: • Bókfærsla • Ritvinnsla • Tölvubókhald •Töflureiknir • Verslunarreikningur • Cagnagrunnur • Tollskýrslugerð • Windows og stýrikerfi Athugið okkar hagstæðu greiðslukjör, kr. 5000 á mánuði til tveggja ára. Forritapakki er innifalinn. Tölvuskóli íslands sími 67 14 66 • opið til kl. 22 EGLA bréfabindi SÖLUAÐILAR Reykjavík Bókabúðin Grafarvogi, Hverafold 1 - 3. Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla 7-9. Bókabúð Æskunnar Laugavegi S6. Bókahornið Laugavegi 100. Penninn, Austurstrœti. Penninn, Hallarmúla. Prentsmiðjan Oddi, söludeild, Höjðabakka 3 - 7. Skólavörubúðin, Laugavegi 166. Versl. Bjöm Kristjánsson, Vesturgötu 4. Akranes Bókaskemman, Stekkjarholti 8 -10. Bókaverslunin Andrés Nielsson. Bfldudalur Verslunin Edinborg hf. Grindavík Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62. Egilsstaðir Bókabúðin Hlöðum, Fellabœ. Eskifjörður Pöntunarfélag Eskfirðinga, Strandgötu 50. Grundarfj örður Hrannarbúð, Hrannarstíg 5. Ilellissandur Verslunin Gimli, Snœfellsási 1. Húsavík Örk, offsetstofa Héðinsgötu 13. ísafjörður Bókaverslun Jónasar Tómassonar, Hqfnarstrœti 2. Keflavík Bókabúð Keflavíkur, Sólvallagötu 2. Nesbók, bóka og ritfangaverslunin Hafnargötu 36. Neskaupstaður Nesprent, Nesgötu 7a. Raufarhöfn. Bókabúðin Urð, Tjarnarholti 9. Sauðárkrókur Bókabúð Brynjars, Skagfirðingabraut. Siglufjörður Verslun Sig. Fanndal, Eyrargötu 2. Stöðvarfjörður Bókaverslun Guðmundar Bjömssonar, Vengi. Kópavogur Hvellur hf. Smiðjuvegi 4c. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 Snúðu á skammdegið og njóttu sólar og strandlífs á Kanarí. SÉRTILBOÐ Tvær tveggja vikna ferðir á sérstöku tilboðsverði. Gist er f glæsilegum smáhýsum í Koala Garden. 11. - 25. febrúar 18. mars - 1. apríl Hafðu samband við söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn félagsins um allt knd, ferðaskrifstofumar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). FLUGLEIÐIR Traustur t'slenskur ferðafélagt KANARIEY4 (1 JbsuII ■■■■■ * Innifalið: Flug, gisting og íslensk fararstjóm. Flugvallarskattar og foríallagjald, alls 3.450 kr., er ekki innifalið t vcrði. A t>íir sen/ sól/u skiu etlLiu vetnnnn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.