Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 félk í fréttum Filippus, Elísabet yngri og eldri og Játvarður skemmtu sér ekki vel á danssýningu i skosku Hálöndunurn. DANS Lítil skemmtan í Skosku hálöndunum Ein af ótalmörgum skyldum bresku konungsfjölskyld- unnar er árleg danssýning í Skosku hálöndunum. Fyrir skömmu fylgdust Elísabet Bretadrottning, maður hennar, móðir og yngsti sonur með skemmtuninni sem ekki virtist bera nafn með rentu, því þau fylgdust með hálandahoppinu freðin á svip. Þó að ríki ekki sami kuldi í Skotlandi og hér í norðrinu, blésu vissulega kaldir vindar um drottingu og hennar nánasta þegar fylgst var með dansinum en það skýrir þó vart leiðindi drott- ingar, sem voru greinileg öllum viðstöddum. SELFOSS Einar Gunnar Sigurðsson Verðlaunahafar á verðlaunahátíð Ungmennafélags Selfoss. Morgunbláðið/Sigurður Jönsson Einar Gunnar Sig’urðsson afreks- maður Umf. Selfoss 1992. valinn íþróttamaður ársins Val á íþróttamanni Ungmenna- félags Selfoss var kynnt í hófi sem haldið er árlega af þessu til- VAKORTALISTI Dags. 12.01.1993. NR. 117 5414 8300 1130 4218 5414 8300 1326 6118 5414 8300 3052 9100 5421 72** 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. efni. Það var Einar Gunnar Sigurðs- son handknattleiksmaður sem varð fyrir valinu sem fræknasti íþrótta- 12. 01. 1993 Nr. VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 4507 4300 4543 3700 4548 9000 4548 9000 4548 9018 0004 4817 0014 8568 0007 3075 0039 8729 0042 4962 0029 3011 tot úr umferð og sendið VISA islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ÍSLAND Höfðabakka 9 • 112 Reykjavlk Sími 91-671700 maður félagsins og tók við vegleg- um bikar úr hendi Sigríðar Jensdótt- ur forseta bæjarstjórnar Selfoss. Val á íþróttamanni félagsins er með þeim hætti að íþróttadeildir þess tilnefna sína afreksmenn og úr þeim hópi er valið. Á verðlauna- hátíðinni veitti íþrótta- og tóm- stundaráð Selfossbæjar efnilegum unglingum viðurkenningu í hvatn- ingarskyni og íþróttadeildir félags- ins afhentu efnilegu íþróttafólki við- urkenningar fyrir árangur og ástundun við æfingar. Golfklúbbur Selfoss og íþróttafé- lagið Suðri afhentu afreksmanna- viðurkenningar á hátíðinni. Golf- maður ársins á Selfossi var Kjartan Gunnarsson og Katrín Gróa Sigurð- ardóttir var valin afreksmaður Suðra. Þeir sem tilnefndir voru til íþrottamanns Úmf. Selfoss fengu ýmsar viðurkenningar. Afreksmað- urinn Einar Gunnar fékk kuldagalla frá Sjóklæðagerðinni á Selfossi og styrk frá afreksmannasjóði Selfoss. Heilsuræktarstöðin Styrkur gaf öll- um frí afnot af tækjasal 1993, Brú- arsporðurinn og Pylsuvagninn gáfu málsverði og Sundhöllin tíu skipti í Ijósalampa. Auk þessa fengu allir veglega blómvendi. Eins og endra- nær gáfu bankar á Selfossi kaffi- veitingarnar á verðlaunahátíðinni. - Sig. Jóns. Ibúðin sem prinsinn leigir í Harv- ard. Prinsinn er jafnan vel til fara og búinn að fá sér ekta Harvard- bindi. BANDARÍKIN Ovinsældir Danaprins Friðrik Danaprins nýtur ekki jafn óskoraðra vinsælda í Harvard í Bandaríkjunum og í heimalandi sínu. Prinsinn er við nám í stjórn- málafræði í Harvard og hefur nú þegar valdið deilum og talsverðum blaðaskrifum. Þykir samnemendum hann hrokafullur, auk þess sem hann er þekktur á knæpum og veitinga- stöðum fyrir óbeislaða framkomu. Þá hafa húsnæðismál prinsins valdið miklum deilum. Honum var í fyrstu úthlutað húsnæði á vegum hins opinbera en þá ráku bandarísk blöð upp ramakvein og sögðu prins- inn danska búa í húsnæði sem fá- tækir námsmenn ættu meiri rétt á. Danska krúnan hefði meira en nóg á milli handanna og gæti vei leigt venjulega íbúð fyrir prinsinn. Það var gert og nú býr hann ásamt skóla- félaga sínum Hólger Foss. Sjálfur gegnir prinsinn nafninu Frederik Henriksen og fylgir þar með gömlum norrænum nafnavenjum. Friðrik prins er ætíð í fylgd tveggja öryggisvarða og ergir það námsmenn í Harvard. Þeir fullyrða að þrátt fyrir að fjölmargir synir og dætur hina ríku og frægu nemi í Harvard, hafi enginn með sér líf- verði, utan Danaprins sem segir fulla þörf á gæslunni. Bendir hann á morð sem nýlega var framið í nám- unda við heimili hans, en þá var Norðmaður myrtur. Hann var fóm- arlamb svokallaðs rot-leiks (knocko- ut) en sá sem tapar leiknum á að rota einhvern sem valinn er af handahófi, í einu höggi. Norðmaður- inn varð á vegi gengisins og því ákjósanlegt fórnarlamb. En þegar hann rotaðist ekki í fyrsta höggi, brást ódæðismaðurinn, 15 ára gam- all, hinn versti við og stakk Norð- manninn í hjartastað. Þetta morð þykir Dönum meira en næg ástæða til að veita prinsinum tvöfalda vemd. Friðrik Danaprins fór í verslunarleiðangur í fylgd lífvarðar. COSPER /nXVv cCf}D \Z.2.VO«í’PiB t~rfz •ui. .\\ii. ii'. .iiir,. C0SPER - - Passiði nú að týna henni ekki, hún er rándýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.