Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 1

Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 1
64 SIÐUR B/LESBOK 11 STOFNAÐ 1913 42.tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 20. FEBRUAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bamsmorðið í verslunarmiðstöðinni í Bootle í Liverpool Tveir 10 ára piltar í gæsluvarðhaldi Liverpool. Reuter. Daily Telegraph. TVEIR tíu ára gamlir piltar eru grunaðir um að hafa myrt tveggja ára dreng í Liverpool á Englandi um síðustu helgi. Þeir voru handteknir árla á fimmtudag og höfðu í gærkvöldi verið yfirheyrðir í 36 tíma en lengur má ekki halda mönnum föngnum án þess að leggja fram kæru. Hins vegar fékk lög- reglan í gærkvöldi sérstaka heimild til að halda þeim áfram og yfirheyra í 36 stundir til viðbótar eða til fyrramáls. Mál þetta hefur vakið mikinn óhug og reiði meðal Breta en dreng- urinn litli, James Bulger, varð við- skila við móður sína í verslunarmið- stöð í Bootle-hverfinu í Liverpool á föstudag í síðustu viku. Fannst lík hans hrikalega útleikið við járn- brautarteina í borginni á sunnudag. A myndbandaupptöku úr öryggis- kerfi verslunarmiðstöðvarinnar mátti sjá hvar tveir piltar leiddu drenginn í burtu. Myndirnar voru mjög óskýrar og hafa sérfræðingar frá ljósmyndadeild bresku lögregl- unnar, rannsóknastofum breska vamarmálaráðuneytisins og tölvu- framleiðandanum IBM, lagt nótt við nýtan dag til að gera þær skýrari. Var útkoman sýnd í sjónvarps- þættinum Crimewatch UK í BBC í fyrrakvöld og áhorfendur beðnir um að hringja ef þeir gætu gefið ein- hveijar upplýsingar um málið. Lögreglan sagði að upplýsingar sem hún hefði fengið eftir sýningu þáttarins hefðu leitt til þess að hægt hefði verið að þrengja hringinn verulega. AUs hefðu verið nefnd 43 nöfn en þrjú þeirra hefðu hins vegar skotið upp kollinum aftur og aftur. Drengimir tveir em frá sundmð- um heimilum í Walton-hverfinu og hafa alist upp hjá mæðram sínum. Vegna morðrannsóknarinnar lagði lögregla hald á föt og ýmsa hluti á heimilum þeirra við handtökuna. Tíu ára börn em sakhæf í Englandi að því tilskyldu að sýnt hafi verið fram á að þau hafi gert sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum gjörða sinna. Piltarnir TÖLVUMYND af piltunum tveim- ur sem rændu James Bulger. 23% fall sænskrar krónu Stokkhólmi. Frá Erik Liden, frétta- ritara Morgunblaðsins. FRÁ því að gengi sænsku krónunnar var sett á flot 19. nóvember hefur það fallið um 23% gagnvart þýska markinu, þar af 2% í þessari viku. Sérfræðingar í peningamálum gera heldur ráð fyrir því að gengi krónunnar eigi enn eftir að lækka. Bankamenn sögðu í gær að ein helsta forsenda þess að gengi krónunnar hækkaði aftur væri að launahækkanir í almennum kjarasamningum á næstunni yrðu í lágmarki. Reuter. Harmur í Liverpool ÍBÚAR Liverpool og nágrennis hafa sameinast í hátt. Hafa þeir heiðrað minningu hans með því grenyu og reiði vegna voðaverksins er tveggja ára að leggja þúsundir blómvanda við morðstaðinn og piltur, James Bulger, var myrtur á hryllilegan verslunarhúsið sem honum var rænt í. Franskir sjómenn styrktir Rennes. Reutcr. FRANSKA stjórnin varð í gær við kröfum franskra sjómanna og veitti þeim 272 milljóna franka styrk, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Sjómennirnir hafa undanfarna daga mótmælt auknum innflutningi á fiski sem þeir segja hafi leitt til verðlækkunar á fiskmörkuðum. Charles Josselin sjávarútvegsráð- herra sagði að 270 milljónir franka rynnu til útgerðarfyrirtækja til þess að borga niður skuldir þeirra og auðvelda hagræðingu. Tvær milljón- ir franka, 25 milljónir króna, yrðu greiddar beint til sjómanna sem orð- ið hefðu fyrir mestu tekjutapi. Heilir á húfi Reuter. FARÞEGAR Málmeyjarfeijunnar yfirgefa feijuna eftir að hún hafði fengið brotsjó á Eyrarsundi í gær. Farþegana sakaði ekki Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FLUGBÁTUR í áætlunarferð milli Kaupmannahafnar og Málmeyjar í Svíþjóð fékk á sig brotsjó á Eyrarsundi í gær en engan þeirra 260 farþega sem um borð voru sakaði. Áhöfn flugbátsins, Cinderella 2, sjór gekk yfir skipið og fossaði sjór sendi út neyðarkall en tókst að inn í farþegaklefa. Veruleg hræðsla koma skipinu fyrir eigin vélarafli greip um sig og átti áhöfnin fullt til hafnar á eynni Flakfortet í fangi með að róa farþegana sem skammt frá Kaupmannahöfn. vora sænskir og danskir, en ekki Þangað vora skip send eftir farþeg- var vitað til að íslendingar hefðu unum. verið meðal þeirra. Margar rúður brotnuðu er brot- Borís Jeltsín vill Khasbúlatov frá Moskvu. Reuter. BARÁTTA þeirra Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og Rúslans Khasbúlatovs, forseta þingsins, tók nýja stefnu í gær er tals- maður Jeltsíns réðst heiftarlega á þingforsetann. í yfirlýs- ingu, sem virtist samin gagngert til að móðga Khasbúlatov, var hann sagður skara eld að eigin köku og daðra við ofstæk- isfull harðlínuöfl. Þingmönnum var ráðlagt að velja annan forseta svo hægt yrði að ná samningum um valdahlutföll þings og sljórnar. Sl. þriðjudag virtust ráðamenn- irnir tveir hafa náð bráðabirgða- samkomulagi um skiptingu valda milli þings og ríkisstjórnar en Khasbúlatov hafnaði því síðan í ræðu sem hann flutti í Síberíu í gærmorgun. Pólitísk lausn ómöguleg Vjatjseslav Kostikov, talsmaður Jeltsíns, sagði að ekki yrði hægt að ná samkomulagi við Khasbúl- atov. „Æðsta ráðið ... ætti ef til vill, með það í huga hve þingforset- inn hefur óheppileg áhrif, að draga eðlilegar ályktanir og láta mikil- vægustu hagsmuni rússneska ríkis- ins hafa forgang," sagði Kostikov. Litið er á ummælin sem tilmæli um að Khasbúlatov verði vikið frá. Jeltsín fékk því framgengt að efnt yrði til þjóðaratkvæðis í apríl nk. um valdaskiptinguna en hefur undanfarna daga dregið í land. Kostikov segir að Khasbúlatov hafi brotið gegn „heiðursmanna- samkomulagi“ þeirra Jeltsíns frá því á þriðjudag um að slíðra sverð- in er hann hóf að ræða um skilyrð- in fyrir málamiðlun á opinberum fundi í Novosíbírsk í gærmorgun. Þar sagði Khasbúlatov að þingið færi með æðstu völd, því yrði ekki breytt og það yrðu allir að skilja. Einnig fór hann háðulegum orðum um Jeltsín. Khasbúlatov gaf í skyn að forsetinn væri vingull sem ekki gæti gert upp hug sinn varðandi þjóðaratkvæðið en sakaði síðan þingið um að standa í vegi fyrir stjómarskrárumbótum. Vill flýta kosningum Þingforsetinn hvatti til þess að kosningum til þings og forsetaemb- ættis yrði flýtt en kjörtímabil Jelts- íns rennur út 1995.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.