Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 Spánveijar óánægðir með EES Telja tvíhliða samninga. við EFT A betri Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SPÁNVERJAR tetja sig hafa sönnur fyrir því að aðildarríki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) hafi gefið ísraelum og Tyrkjum meiri tollaívilnanir á landbúnaðarafurðum en náðust fram í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Herma heimildir í Brussel að Spánverjar krefjist nú breytinga á EES-sáttmálanum í (jósi þessa og þykir sýnt að enn geti orðið töf á samningaviðræðum Fríverslunarbanda- lagsins og Evrópubandalagsins (EB). Evrópusamtök verka- lýðsfélaga hafa sent frá sér áskorun þar sem hvatt er til þess að gengið verði frá EES-samningnum hið fyrsta. Spánvetjar höfðu látið í ljós þá skoðun að bera ætti saman tollaíviln- anir þær á landbúnaðarvörum sem kveðið er á um í samningum EFTA við Israela og Tyrki og þau ákvæði í þessa veru sem er að fínna í bókun- um við EES-sáttmálann. Telja þeir að nú liggi fyrir að ísrael og Tyrk- land hafi náð hagstæðari niðurstöðu. Fríverslunarsamningar EFTA við þessi ríki eru í raun tvíhliða samn- ingar á milli einstakra EFTA-ríkja annars vegar og Tyrklands eða ísra- els hins vegar. Samningínn í gildi strax Framkvæmdastjórn Evrópusam- taka verkalýðsfélaga (ETUC), sem Alþýðusamband íslands á aðild að, hefur sent tveimur framkvæmda- stjórum Evrópubandalagsins og for- sætisráðherra Danmerkur áskorun þess efnis að þegar verði gengið frá samningnum um EES þannig að hann geti tekið gildi 1. júlí næstkom- andi. í áskoruninni segir m.a. að takist ekki að ná þessu markmiði verði samningnum ekki einungis stefnt í hættu heldur og markmiðum leiðtogafundar EB í desember í fyrra þar sem samþykkt var yfirlýsing í þá veru að efla bæri með fólki já- kvæða lífssýn sem verða mætti til að stuðla að nauðsynlegum efna- hagsbata í Evrópu. Lítið þokast Lítið hefur þokast í samningavið- ræðum EB og EFTA um nauðsyn- lega aðlögun EES-samningsins að fráhvarfí Svisslendinga. Innan EFTA bíða menn þess að fram- kvæmdastjóm Evrópubandalagsins leggi fram einhveijar hugmyndir um framlög í þróunarsjóð EB sem þá megi taka afstöðu til. Hafa ýmsir á orði að samningamir um EES séu ekki forgangsverkefni innan EB þessa dagana. Innilegar þakkir til barna minna, tengdabarna og fjölskyldna þeirra, og allra þeirra, sem glöddu mig meö veislu, gjöfum, skeytum, blóm- um og nœrveru sinni á 80 ára afmœli minu. GuÖ blessi ykkur öll. Guðlaug Bjarnadóttir, Sólvöllum 19, Akureyri. Kœru vinir! Ykkur öllum, sem heiÖruðuÖ mig og glöddu meÖ heimsókn ykkar, gjöfum, blómum og skeytum í tilefni af sextiu ára afmceli mínu þann 15. febrúar sl., þakka ég af aihug. Guð blessi ykkur öll. Arnþór Ingólfsson, yfirlögregluþjónn. Mei.vMilað á hverjum degi! Reuter Víst er nógur snjór! ÍBÚAR franska skíðabæj- arins Val d’Isere fluttu snjó til Parísar í gær og sturt- uðu honum við Eiffel-turn- inn til að mótmæla mikilli umfjöllun franskra fjöl- miðla um snjóleysið í Ölp- unum. Þeir segja að frétt- imar hafí verið ýktar og komi illa niður á skíðabæj- unum. Myndin er af snjó- karli sem fjallbúarnir skópu við Eiffel-tuminn. Reuter Fyrsta friðarför Christophers llj! 8f [• ■n: Hí WARREN Christopher, utanríkisráðherra að beita sér af alefli fyrir því að viðræður araba Bandaríkjanna, hóf í gær fyrstu ferð sína til og ísraela hæfust að nýju sem allra fyrst. Miðausturlanda og ræddi við Hosni Mubarak, Myndin var tekin þegar Christopher skoðaði forseta Egyptalands, í Kaíró. Þeir samþykktu svingsinn mikla Egyptalandi. Eftirliti með kjarnorkuvopnum í Ukraínu ábótavant Segjast ekki óttast „aimað Tsjemobyl“ Kíev. Reuter. LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkraínu, við- urkenndi í gær, að erfiðleikar hefðu komið upp varðandi tæknilegt eftirlit með kjarn- orkuflugskeytum en neitaði fréttum rúss- neskra fjölmiðla um að hætta væri á „öðru Tsjemobylslysi’1. Lýsti Kravtsjúk þessu yfir í gær að loknum fundi, sem hann átti með Richard Nixon, fyrrverandi forseta Banda- Leonfd Kravtsjúk ríkjanna. Moskvublaðið Ízvestíja birti í vik- unni frétt undir fyrirsögninni „Ann- að Tsjemobylslys yfirvofandi" þar sem sagt var frá mikilli geislun, ófullnægjandi eftirliti og gölluðum eldflaugabyrgjum í Úkraínu. Brást Kravtsjúk við fréttinni með því að kalla hana óhróður ákveðinna stjóm- málaafla í Rússlandi um Úkraínu en embættismenn í úkraínska varn- armálaráðuneytinu viðurkenna þó, að rússneskir eftirlitsmenn hafi fundið galla í 16 skotbyrgjum fyrir SS-24-flaugar. Er haft eftir hátt- settum mönnum í rússneska hem- um, að krafa Úkraínu um „umsýslu- rétt“ yfír eldflaugunum hafí valdið því, að öllu öryggi sé nú mjög ábóta- vant. í Úkraínu eru 130 SS-19-eld- flaugar með sex kjarnaoddum hver og 46 SS-24-flaugar með 10 kjarna- oddum. Þeim á öllum að eyða sam- kvæmt START-samningnum en úkraínska þingið hefur ekki staðfest hann enn. Ferðamálaskóli Islands Menntaskólanum í Kópavogi, auglýsir námskeið í markaðsfræði ferðaþjónustu Námskeiðið hefst 22. febrúar og lýkur 24. mars. Tími: Mánudagar og miðvikudagar frá kl. 18-21. Skráning og nánari uppiýsingar kl. 13-16 á laugardag og sunnudag ísíma 76991. Ferðamálaskóli íslands MENNTASKÓLANUM í KÓI’AVOGl u i i \ \ n sc i'iooi oi roi kis\1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.