Morgunblaðið - 20.02.1993, Page 43

Morgunblaðið - 20.02.1993, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 43 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Geir skaut Krístjáni ref fyrir rass Setti nýtt iandsleikjamet í leik gegn Svisslendingum í gærkvöldi í Besancon. Lék sinn 239. landsleik Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar „ÞAÐ er óneitanlega ánægju- legt að vera kominn efstur á blað í sambandi við landsleikja- fjölda, en ég er viss um að margir eiga eftir að leika fleiri landsleiki en ég,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í gærkvöldi í við- tali við Morgunblaðið, eftir að hafa sett nýtt landsleikjamet - lék sinn 239. a-landsleik í sigur- leik gegn Svisslendingum í Besancon, 28:26. Geir hefur einnig leikið níu leiki með landsliðinu gegn hinum ýmsu úrvalsliðum. Kristján Arason átti gamla metið, sem var 238 a-leikir. „Það er mikill léttirfyr- ir okkur að við náðum okkur á strik gegn Svisslendingum. Við gáfum allt sem við áttum f leik- inn - til að rétta úr kútnum eftir tapið gegn Tékkum," sagði Geir, sem lék sinn fyrsta landsleik gegn Dönum í My- ukmaki 1984 á Norðurlanda- móti í Finnlandi, en þess má geta til gamans að Kristján var þá að leika sinn 73. landsleik. Geir var nítján ára þegar hann fór með landsliðinu til Finn- lands og sá hann Kristján skora ellefu mörk í sigur- leik, 22:20, gegn Svíum, daginn fyrir sinn fyrsta lands- leik. Átti hann þá von á að hann ætti eftir að skjóta Kristjáni ref fyrir rass? . „Nei, ég hugsaði ekki svo langt. Eg var að byija, en Kristján var einn af stóru körlunum." Sex með 200 leíki Sex leikmenn hafa náð því að leika yfír 200 a-landsleiki og náði Einar Þorvarðarson, landsliðsþjálf- ari, fyrstur þeim áfanga, 1989. Þar sem Geir er aðeins 28 ára er ljóst að hann á eftir að leika fíölmarga landsleiki á næstu árum. Sér hann 400 landsleikja markið framundan? „Ertu bijálaður. Ég hugsa ekki nema um eitt tímabil í einu. Nú er ég með hugann við heimsmeistara- keppnina í Svíþjóð.“ Geir hefur leikið með Val og Granollers og Avidesa á Spáni. Hefur hann hug á að halda út á nýjan leik? „Það er aldrei að vita. Það er margt sem freistar mín og óneitan- lega er það enn inni í myndinni." Eftt ðr af átta á férð og flugi Það má með sanni segja að Geir hafí verið á ferð og flugi með lands- liðinu síðan hann varð fastamaður liðsins 1985. Á rúmlega átta árum hefur hann farið í 36 ferðir með landsliðinu og hefur tíminn, aðeins í sambandi við ferðimar, verið sam- anlagður rúmt ár. Þá eru ótalinn allur sá tími sem hefur farið í æfing- ar og leiki hér á landi. Fyrir utan þetta hefur Geir ferð- ast og æft mikið með Val og tveim- ur félagsliðum á Spáni. Sér Geir eftir þeim tíma sem hefur farið í handknattleikinn? „Nei, ég sé ekki eftir þessum tíma. Handknattleikurinn hefur skilað miklu; eins og því að ég kynntist atvinnumennsku á Spáni. landsleikja klúbburinn Leikir aean Leikár A-landsieikir úrvalsiiðum SAMTALS 1. GEIR SVEINSSON 1984-1993 239 9 248 2. Kristián Arason 1980-1992 238 10 248 3. Þorqils Ó. Matthiesen 1981-1990 236 10 246 4. Jakob Siqurðsson 1983-1992 231 10 241 5. Einar Þorvarðarson 1980-1990 224 6 230 6. Guðmundur Guðmundsson 1980-1990 221 5 226 Þá hef ég eignast marga góða fé- laga og á margar góðar minningar frá þessu timabili.“ Geir, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir landsliðið í leik gegn ísrael, 24:17, 1985, hefur skorað 260 mörk í landsleikjum sínum. Flest mörk í einum leik skoraði hann gegn Egyptalandi, 27:27, 1992, alls átta. Hann lék 69 lands- leiki í röð árunum 1986-1988. Geir tekur þátt í þriðju heimsmeistara- Geir fagnar Geir Sveinsson hafði góða ástæðu til að fagna f Besanc- on f gterkvöldi - sigri gegn Sviss- lendingum og landsleikjameti. Landsleikjamet Geirs Sveinssonar 48 37 A-landsleikir Leikirgegn úrvalsliðum 35 J6 19 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 MttRK í jHMdsWfcJaa 1984 0 1985 4 1986 19 1987 29 1988 29 1989 15 1990 45 1991 17 1992 84 1993 18 SAMTALS 260 Morgunblaðið/RAX keppni sinni í Svíþjóð, en hann var með 1986 í Sviss og 1990 í Tékkó- slóvakíu. Þá lék hann á Ólympíu- leikunum í Seoul 1988 og tók þátt í B-keppninni í Frakklandi 1989 og í Austurríki 1992. Sárt aö tapa fyrir Frökkum Hver er eftirminnilegasti leikur- inn sem Geir hefur leikið? „Sá leikur sem hefur veitt mér mestu gleðina er úrslitaleikurinn í B-keppninni í Frakklandi, þegar við lögðum Pólveija á eftirminnilegan hátt. Þá var mjög gaman að leika á Ólympíuleikunum í Barcelona, en það var aftur á móti mjög sárt að tapa fyrir Frökkum í leiknum um bronsið. Og það er alltaf sárt þegar maður sér frönsku leikmennina, eins og hér í Besancon - þá hugsar maður um leikinn; hvað það var virkilega sárt að tapa honum," sagði Geir Sveinsson, keppnismað- urinn mikli, en hann og félagar hans fá tækifæri í dag til að hefna. Þá leika þeir gegn Frökkum. SJONVARP mm Iþróttadeild RÚV hefur ákveð- ið að gera tilraun með út- sendingu frá þýsku knattspym- unni. A sunnudaginn kl. 13.45- 14.15 verður fyrsta útsendingin og sýnd samantekt með mörkum úr öllum leikjunum sem verða í Þýskalandi í dag. Eyjólfur Sverrisson verður í sviðsjjósinu þegar Stuttgart tekur á móti Hamburger SV. Hér er aðeins um tilraun að ræða og verður næsta tilraun gerð sunnudaginn 28. febrúar. Sigurður Sveinsson sýndi gamla takta Strákamir stóðu sig frábærlega. Þeir náðu að rífa sig upp eftir tapið gegn Tékkum, leika góðan varnar- og sóknarleik. Sigurður Sveinsson fór á kostum og sýndi gamla takta - skoraði ellefu mörk,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari og það var mun léttara hljóðið í honum heldur en á fímmtudagskvöldið, eftir tapið, 26:33, gegn Tékkum. Þorbergur sagði að það hafí ver- ið jafn stígandi í leik liðsins, en þegar staðan var 11:8 hafi komið slæmur kafli og Svisslendingar komust yfir, 12:13, fyrir leikhlé. „Við náðum aftur tökum á leiknum - komumst yfír, 18:15 og 25:22. Þegar staðan var 27:23 voru fjórir leikmenn okkar reknir af leikvelli á stuttum kafla og náðu Svisslending- ar þá að minnka muninn í tvö mörk, 28:26;“ sagði Þorbergur. „Ég er mjög ánægður með leik strákanna, sém sýndi okkur að við verðum að varast stórslys eins og gegn Tékkum. Baráttan var mikil hjá strákunum, sem voru ákveðnir að standa sig, sem þeir og gerðu. Sóknarleikurinn var mjög góður og við skoruðum skemmtileg mörk.“ Þorbergur sagði að Sigurður Sveinsson hafi farið á kostum, og þá hafí Bjarki Sigurðsson, Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson einnig leikið vel. Sigurður Sveinsson skoraði 11/2 mörk, Júlíus Jónasson 6/4, Bjarki Sigurðsson ' 4, Geir Sveinsson 3, Héðinn Gilsson 2, Gunnar Bein- teinsson 1, Gunnar Gunnarsson 1. Aðrir sem léku voru Einar Gunnar Sigurðsson, Patrekur Jóhannesson, Guðjón Árnason, Gústaf Bjamason, Sigurður Bjarnason. Bergsveinn Bergsveinsson varði sex skot, en Guðmundur Hrafnkels- son tvö. URSLIT Körfuknattleikur 1. DEILD KARLA: Akranes-ÍR................ 66:62 BÍR var yfir, 23:37, í leikhléi. ReynirS. - Umf. Akureyrar.105:48 Handknattleikur 2. DEILD KARLA: HKN - Fjölnir..............81:27 Knattspyrna Þýskaland Köln - Kaiserslautem.........0:3 - Witeczek (28.), Goldbæk (63.), Hotic (84.). 26.000. Werder Breraen - Niimberg-...8:0 Rufer (65. - vitasp.), Herzog (69.), Hobsch (82.). 15.111. Wattenscheid - Schalke.......0:0 30.000. Staða efstu liða: Bayem Munchen....17 9 7 1 36:21 25 Werder Bremen....18 9 7 2 30:17 25 Frankfurt.......17 8 8 1 32:19 24 Dortmund........17 9 3 5 34:25 21 Karlsruhe.......17 9 3 5 37:31 Leverkusen......17 6 8 3 35:21 20 Kaiserslautem...18 9 2 7 32:20 20 Stuttgart.......17 6 7 4 25:24 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.