Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 Tvísöngnr eftir norska tónskáldið Kjell Mork Karlsen hlaut 1. verðlaun 66 stutt orgelverk frá tónsmiðum í 15 löndum bárust í samkeppnina Verðlaunaverkið skoðað í Hallgrímskirkju sl. fimmtudag. Frá v. Jóhannes Pálmason form. sóknar- nefndar, Þorkell Sigurbjörnsson formaður dómnefndar, Haukur Guðlaugsson sönginálastjóri Þjóð- kirkjunnar, Einar Karl Haraldsson og Hörður Áskelsson, en tveir þeir síðastnefndu eru í fram- kvæmdanefnd orgelsamkeppninnar ásamt Birgi Isleifi Gunnarssyni. LISTVINAFÉLAG og sóknar- nefnd Hallgrímskirkju efndu í byijun sl. árs til alþjóðlegrar samkeppni um ný orgelverk í tilefni af vígslu nýja konsertorg- elsins í kirkjunni. Kunnugir telja að þetta sé í fyrsta sinn sem boðið er til alþjóðlegrar tónlistarsamkeppni af hálfu ís- lenskra skipuleggjenda. Samkeppnin var sérstaklega kynnt á Norðurlöndum og í Þýska- landi en var opin öllum tónskáldum án aldurstakmarkana. Áskilið var að hvert orgelverk ætti að vera 4-6 mínútur að lengd og hugsað til flutnings á tónleikum eða í helgihaldi, t.d. sem forspil eða eft- irspil. Þá áttu verkin að vera sér- staklega samin fyrir keppnina og taka mið af raddskipan orgels Hallgrímskirkju. Sextíu og sex orgelverk bárust í samkeppnina frá höfundum í 15 löndum, aðallega frá Evrópulönd- um, en einnig frá Bandaríkjunum, Kanada og Israel. Alþjóðleg dóm- nefnd ijallaði um verkin dagana 22.-24. janúar sl. í Ósló og komst að þeirri niðurstöðu að flest þeirra væru í samræmi við reglur keppn- innar og mörg ágætum eiginleik- um búin. Dómnefndina skipuðu Þorkell Sigurbjömsson tónskáld í Reykjavík, sem var formaður nefndarinnar, prófessor Oskar Gottlieb Blarr tónskáld og kantor í Dusseldorf í Þýskalandi og Trond Kvemo tónskáld og organisti í Ósló. Dómnefndin komst að einróma niðurstöðu um verðlaunaverkin þijú sem hún taldi sérstaklega eft- irtektarverð í hópi margra góðra tónsmíða. Fyrstu verðlaun hlaut Tvísöngur eftir norska tónskáldið Kjell Mork Karlsen, önnur verð- laun Partita per Organo eftir Svíann Anders Nilsson og Þjóð- veijinn Markus Höring fékk þriðju verðlaun fyrir tónsmíðina Pro Org- ano. Tónmenntasjóður þjóðkirkjunn- ar gaf verðlaunafé til samkeppn- innar og nema fyrstu verðlaun 200.000 íslenskum krónum, önnur verðlaun 100.000 og þriðju verð- laun 50.000 krónum. Verðlaunin verða afhent á Kirkjuiistahátið sem fram fer í Reykjavík 29. maí til 6. júní næstkomandi. Hugað verður að útgáfu á verðlaunaverk- unum og fleiri verkum úr sam- keppninni. Tvísöngur Kjell Mork Karlsens er glæsilegt‘konsertverk sem tekur 5-6 mínútur í flutningi. Það er skýrt og skorinort og vísar til ís- lensks fimmundarsöngs með röð samstígra fimmunda í fótspilinu. Tónsmíðin sættir gamalt og nýtt með frumlegri handfjöllun á ýms- um þekktum smíðaaðferðum. Sænski organistinn Hans Fagius, sem er einn þekktasti konsertorg- anisti Norðurlanda, frumflytur Tvísöng í Hallgrímskirkju á Kirkjulistahátíð 29. maí í vor. Kjell Mork Karlsen, (f. 1947) er þekkt tónskáld á Norðurlöndum og hefur samið 5 sinfóníur, 3 órat- óríur, kantötur, konserta, kam- mermúsík svo og tónlist fyrir kóra og orgel. Anders Nilsson (f. 1954) leggur stund á tónsmíðar og háskóla- kennslu í hljómsveitarútsending- um og tónsmíðum. Hann hefur áður hlotið alþjóðleg verðlaun í samkeppni og í janúar í fyrra frumflutti Konunglega fíl- harmoníuhljómsveitin í Stokk- hólmi konsert fyrir orgel og hljóm- sveit eftir Nilsson. í lýsingu á tón- smíðinni Partita per organo segir höfundurinn að hann hafi ofið nafn Hallgríms Péturssonar inn í nóturnar. Daníel Roth, organisti við St. Sulpice í París og einn virt- asti orgelleikari Frakklands, frum- flytur Partita per organo í Hall- grímskirkju 1. júní næstkomandi. Markús Höring er aðeins 23 ára gamall og leggur stund á tónlist- arnám í heimaborg sinni Múnchen í Þýskalandi. Verk hans, Pro org- ano, verður frumflutt á lokatón- leikum Kirkjulistahátíðar 6. júní nk. og þá verður Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju við org- elið. Tilkynnt var um niðurstöðu dómnefndar við sérstaka athöfn í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 4. febrúar sl. (Fréttatilkynning) Nordal, Grieg og Sibelius í Aþenu TÓNVERKIÐ Choralis eftir Jón Nordal var flutt á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar gríska ríkisins í gær í nýjum og glæsilegum tónlistarsal í Aþenu. Önnur verk á tónleikunum voru píanókonsert eftir Grieg og sinfónia eftir Síbelíus. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 680. þattur Stjómandi á norrænu tónleikunum var Dimitri Agrafiotis og ungur son- ur hans lék einleik í konsert Griegs. Fyrir nokkmm árum bauð Agrafiotis Sinfóníuhljómsveit Íslands að koma og leika með stuttum fyrirvara á hinu árlega „Festival of Áthens" en þar sem tónleikahald er allt í mjög föstum skorðum hér varð þessu ekki komið við. En hjá sinfóníuhljómsveit- inni í Aþenu var um árabil verfalls- ástand. Hljóðfæraleikarar kröfðust þess að fá til viðbótar við lág laun greiðslu til viðgerða á hljóðfæmm sínum. Þar sem ekki var orðið við kröfunum mættu þeir iðulega hljóð- færalausir á æfingar og tónleika. Jafnan þótti tíðindum sæta þegar stjómandinn lyfti sprota sínum en grafarþögn ríkti eftir sem áður á hljómsveitarpallinum. í ensku hefur svo farið að you er ekki aðeins notað sem per- sónufomafn, heldur einnig sem óákveðið fornafn, sjá orðabók Arnar og Orlygs. Þessa notkun hafa íslendingar því miður tekið upp eftir Englendingum, stund- um svo að úr hófi keyrir. Stöku sinnum verða auðvitað mörkin á milli óskýr. Á þetta hefur verið minnst í pistlum þessum, en Haukur Eggertsson í Reykjavík vill gjarna árétta það enn og ekki að ástæðulausu. Hann hef- ur næma máltilfínningu oglætur sér ekki á sama standa um móðurmálið. Skemmst er af því að segja að ég ráðlegg fólki ekki að taka sér til fyrirmyndar þau „þú-ávörp“ sem hann tekur dæmi af, enda þótt ekki sé ský- laust að þarna sé þú notað sem óákveðið fomafn, en ekki sem persónufomafn. En gefum Hauki orðið: „Sæll Gísli. Nú um áramótin bámst mér í hendur auglýsinga- pappírar frá einu af happ- drættis-fyrirtækjum okkar lands. Eg las þetta að sjálfsögðu af gaumgæfni, einnig með tilliti til málfars og hvort ég gæti eitt- hvað af því lært. Ég ætla að taka hér nokkur dæmi, og bið þig vinsamlegast að láta mig vita, hvort þar sé eitthvað, sem þú ráðleggur fólki að temja sér í framtíðinni: „Þú gætir eignast auðæfi.“ „Þú gætir orðið með auðugri mönnum á íslandi.“ „Þú gætir átt milljónir í vændum.“ „. . . ef þú ætlar að spila til vinnings ...“ „Meðan þú bíður eftir stóru stundinni í lífi þínu ...“ „Þú leggur mismikið undir.“ Þetta er aðeins lítill hluti allra þeirra þú-ávarpa, sem fram em borin. Eg vil taka það fram, að ég tel mér ekkert misboðið þótt ég sé þúaður, en þessir pappírar voru hvorki stílaðir til mín né nokkurrar annarrar persónu. Ég hefði haldið, að þarna væri verið að taka enskuna óþarflega mikið til fyrirmyndar, og að það þætti ekki góð íslenska. Með bestu kveðju. P.s. Ég vil taka fram, að ég hef enga löngun til að spilla fyr- ir þessu happdrætti." ★ Gömul amboð gisna, gapir rifa hvur, vænu blómin visna, vökvalaus og þur. Allt eins fer hin unga mær, ef hún það, sem eðlið kýs, ekki í tíma fæ-ær, ekki í tíma fær. (Gamall söngtexti. Upplýsingar um höf. vel þegnar.) ★ Örnólfur Thorlacius rektor lætur okkur enn hafa umhugs- unarefni, og birtist hér fyrri hluti af bréfi hans, er hann skrifaði umsjónarmanni „á síðasta kvöldi hrútmánaðar" 1993: „Kæri Gísli! Sjálfsagt er að láta sakborn- ing njóta sannmælis og er því ekkert út á það að setja að greint sé frá því að menn séu teknir fyrir meinta ölvun við akstur. En sannmælið snerist í andstæðu sína þegar frá því var sagt í fréttum í Sjónvarpinu nú í kvöld að „varðskip stóð Frigg að meintu landhelgisbroti.“ (Enda var skipstjórinn sýknaður í héraði.) Oft heyrist í síma: „Þetta er sjálfvirkur símsvari hjá...“ Mér er spum: Hvar fást handvirkir símsvarar? Dugir ekki: „Þetta er símsvari hjá .. .“? Stundum má heyra það eða lesa í íjölmiðlum að óvandaðir fólar gangi erinda framandi þjóða eða óþjóðhollra afla. Að ganga erinda sinna hefur aðeins eina merkingu. íslensku- kennari minn og síðar samkenn- ari í Menntaskólanum í Reykja- vík, Magnús Finnbogason, benti réttilega á að enginn getur gengið erinda annarralWms veg- ar geta menn rekið erindi ann- arra. Kennari minn í stærðfræði og stjörnufræði og samkennari við sama skóla hélt því fram að ís- lenskufræðingar þyrftu að átta sigji því að fótur væri karlkyns í eintölu en kvenkyns í fleirtölu. Þótt þið, löggiltir málsmekks- menn, markið ekki þessa ábend- ingu, takið þið gilt að önnur orð skipti kyni með tölu, svo sem ben - benið, benjar. íslenskt fjögurra bókstafa sagnorð merkir bæði að sitja hest og liggja konu og er í vax- andi mæli brúkað í sjónvarpi í síðarnefndu merkingunni sem þýðing úr guðseiginmáli á jafn- stafmargri sögn. Ég læt það svona vera, eins og skessan sagði við karlsson, en karlrembu minni er misboðið þegar afkas- takonur í þessu efni eru á skján- um sagðar .... fjölda karla.“ ★ Áslákur austan sendir: Bjöm fór ríðandi í fjölmarga flengtúra að falbjóða þýskt úrval strengúra, en heima í Býlu sat Bína í fýlu, á kroppinn helst líkust og kengúra. Það hefur svona „legið á hak- anum“, eins og stóð í DV, að birta þetta. ★ Úr skólastíl um vatnið: „Vatnið er alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur mennina. Ef ekkert vatn væri til, gætum við ekki lært að synda. Þá myndum við öll drukkna." 21150-21370 LARUS Þ, VALDIMARSS0N framkvæmdastjori KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL, loogiltur fasteignasali Til sölu og sýnis meðal annarra eigna: Skammt frá „Fjölbraut" í Breiðholti Mikið endurn. 4ra herb. íb. á 1. hæð yfir jarðhæð. Vel skipulögð ekki stór. Parket á gólfum. Sérþvottaðstaða. Ágæt sameign. Góður bíl- skúr. Gott verð. Ný mjög rúmgóð íbúð við Reykás, 4ra-5 herb. á 2. hæð, 118 fm. 3 stór svefnherb. m. innb. skápum. Sérþvottahús. Gamla og góða húsnæðislánið 2,5 millj. Nýtt glæsilegt einbýlishús við Þingás 6 herb. rúmg. íbúð á tveimur hæðum. Bílskúr meö vinnu- plássi, alls 226 fm nettó. Húsið er íbhæft, ekki fullg. Mikil og góð lán fylgja. Einstaklingsíbúð - frábær greiðslukjör Suðurib. - lítil 2ja herb. í lyftuhúsi við Kríuhóla. Góð innrétting. Ágæt sameign. Suðursvalir. Útsýni. Laus strax. Skammt frá Elliheimilinu Grund Mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð, tæpir 80 fm á 3. hæð. Risherb. m. snyrtingu, rúmgóð geymsla í kj. Sameign mikið endurbætt. Laus strax. 4ra herb. íb. eða hæð helst með bílskúr óskast í borginni. Skipti möguleg á mjög góðu einn- ar hæðar einbýlishúsi í Vogunum. Á góðu verði við Skriðustekk Steinhús, rúmir 130 fm nettó auk bílskúrs rúmir 30 fm. Stór ræktuð lóð. Teikning á skrifstofunni. • • • Opiðídag kl. 10-16. Fjöldi góðra eigna f makask. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlf 1944. AIMENNA HSTEIGNASAUM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.