Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 Minning Signý Benedikta Gunnarsdóttir Fædd 16. október 1907 Dáin 9. febrúar 1993 Tengdamóðir mín, Signý Bene- dikta GunnarSdóttir, ljósmóðir frá Höfn í Homafírði, er látin. Hún hafði dvaíist á hjúkrunar- heimilinu Hátúni í Reykjavík nokkr- ar undanfamar vikur og síðustu dagana var okkur öllum ljóst, að þessi sterkbyggða, þrekmikla kona átti við ofurefli að etja, lífs- göngunni var að ljúka. Hún andað- ist svo seint að kvöldi 9. febrúar sl. Nú þegar Ieiðir skilja er mér ljúft og skylt að færa henni þakkir mín- ar og íjölskyldu minnar fyrir sam- fyldina. Signý fæddist í Þinganesi í Nesjasveit 16. október 1907. For- eldrar hennar vom Gunnar Jónsson bóndi þar og kona hans, Ástríður Sigurðardóttir frá Vík í Lóni. Æskuheimili hennar, Þinganes, stendur á fallegum stað við víkum- ar inn úr Skarðsfírðinum norðan- verðum. Þama bjuggu foreldrar hennar í sambýli við Guðmund Jóns- son, bróður Gunnars, og konu hans, Guðbjörgu Sigurðardóttur, en Ástríður og Guðbjörg vom systur. Móðir Signýjar lést af bamsför- um árið 1914. Alsystkini Signýjar em öll á lífí. Þau em: Ragna, bú- sett í Reykjavík, Guðmundur, býr á Akureyri, og Ásgeir, sem tók við búi í Þinganesi eftir föður sinn, sem þá fluttist til Hafnar í Homafírði ásamt seinni konu sinni, Björgu Jónsdóttur frá Múla í Álftafírði. Þau Björg og Gunnar eignuðust tvo syni, Kari, sem dó ungur, og Jón Hilm- ar, sem býr í Reykjavík. Ásgeir er nú búsettur á Höfn. Signý giftist manni sínum, Karli Unnari Magnússyni frá Holtum á Mýmm, 12. september 1931. Þau eignuðust tvær dætur, Ástu og Karen, nú búsettar í Reykjavík. í Þinganesi áttu þau svo heima til ársins 1933, en þá flytjast þau á Höfn með dóttur sína Ástu, þá á öðm ári. Signý fór til náms í Ljósmæðra- skóla íslands 1935 og að því loknu tók hún við starfi ljósmóður í Nesj- um 1938 og gegndi því starfí í nærri þijá áratugi, en lét þá af því sökum vanheilsu. Það vom sterkar taugar sem ávallt tengdu Signýju við æsku- heimilið traustum böndum. Stór samhent ijölskylda, þar sem söngur og glettni áttu stóran þátt í að létta hversdagsstörfín. Skautaferðir um spegislétta ísana margt vetrar- kvöldið. Bátsferðir út í eyjamar á sumrin og hestaferðir um byggðina var ungu fólki í þá daga mikilsverð dægrastytting við verkalok. Þegar Signý og Karl stofnuðu til heimilis á Höfn vom Sólstaðir, Lundur, Brekkugerði og Skólabrú Brids 'Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag SÁÁ Sveit Gests Pálssonar sigraði í níu sveita keppni sem lauk sl. þriðjudag. Með Gesti spiluðu Egill Egilsson, Logi Pétursson og Bjöm Bjömsson. Sveitin hlaut 165 stig en röð efstu sveita varð annars þessi: Eirikur Sæmundsson 155 Helga Bergmann 153 Sigmundur Hjálmarsson 151 Sigmar Bjömsson 140 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað er í Ármúla 17. Bridsfélag Eskifjarðar og Reyðarfjarðar Fimmta umferð aðalsveitakeppni félagsins var spiluð sl. þriðjudag. Ur- slit urðu eftirfarandi. 5. umferð. Aðalsteinn Jónsson - Jóhann Þórarinsson 9:21 Magnea Magnúsd. - Slökkvitækjaþj. Austurl. 13:17 Jónas Jónsson - Böðvar Þórisson 14:16 Sproti/Icy-ÓttarGuðmundsson 25:4 áfangastaðir að eigin heimili. Og árið 1950 var svo fullbúin fallega íbúðin þeirra í húsi sem þau byggðu sér, ásamt Ásgeiri bróður Signýjar og fjölskyldu hans, og nefndu Þing- hól. Innan dyra bar þar allt svip fág- aðrar smekkvísi húsmóðurinnar. Þarna sést líka til allra átta, út yfír fjörðinn; skipin og bátarnir í höfninni og fjallahringurinn, frá austri til vesturs, stendur vörð um byggðina, sem þeim þótti svo vænt um. Eins og fýrr segir gegndi Signý ljósmóðurstörfum um nærri þriggja áratuga skeið. Það þýddi raunar að húsmóðirin þurfti ávallt að vera viðbúin á nóttu sem degi að sinna skyldustörfum. Að bregðast við skjótt og af æðruleysi var aðalsmerki ljósmóð- urinnar, þegar kallið kom. Oft var verið viku eða lengur frá heimilinu og ungu dætumar nutu þá á meðan umsjár hjartahlýs föður og ömmunnar Ástríðar, móður Karls. Þau voru nokkuð mörg fæðingar- heimilin í sveitunum á þessum tíma, þegar ljósmóðirin fór á heimili sængurkvenna, sinnti bami og móð- ur og miklu oftar en ekki heimilis- S^örfum meðan húsmóðirin lá á sæng. Eftir að Signý fluttist að Þing- hóli tók hún oft verðandi mæður inn á heimili sitt og er óhætt að segja, að ófáir Hornfírðingar hafí notið þess að sjá fyrsta dagsins ljós gegn- um svefnherbergisgluggann þeirra Signýjar og Kalla. Árið 1977 missti Signý mann sinn, en hann andaðist í júlí það ár, og sex áram síðar flyst hún til Reykjavíkur með Karen, yngri dótt- ur sinni, og manni hennar, Inga Einarssyni, þar sem þau bjuggu sér fallegt heimili í Fljótaseli 13 í Reykjavík. En nú er lífshlaupi þessarar glæsilegu merkiskonu lokið. Hún hafði orð á því sl. sumar, að gaman væri að skreppa austur til Homa- fjarðar, en sú ferð var þó ekki farin. Gamlir vinir og kunningjar þar hafa horfið einn af öðrum, en and- blær frá liðnum áram, góðar minn- ingar og fallegt umhverfi þama eystra sótti á hugann og þangað var þó ferðinni heitið að lokum. Langvinn veikindi bar Signý af sama æðruleysi og einkenndi allt hennar líf. Hún sagði gjaman, að ekkert amaði að sér. Henni var meira í mun hjálpsemin og umhugs- unin um annarra vanda. Umönnun fjölskyldunnar að Fljótaseli var henni kær. Þar átti hún heimili og naut hjá þeim öryggis og ástúðar. Signý er nú horfín af sjónarsvið- inu, en ekki úr huga okkar sem nutum samfylgdar hennar í lífinu. Staða efstu sveita: JónasJónsson 103 Sproti/Icy 92 AðalstcinnJónsson 80 Jóhann Þórarinsson 79 Sunnudagsbrids næsta sunnudag Spilað verður sunnudagsbrids næsta sunnudag, 21. febrúar, í húsi Bridssambandsins í Sigtúni 9. Spila- mennska hefst kl. 13. Allt spilaáhuga- fólk velkomið. Umsjónarmaður er Ólafur Lárusson. Eftir 2 kvöld í aðaltvímennings- keppni Skagfirðinga í Reykjavík er staða efstu para orðin þessi: ÁrmannJ.Lárasson-LárusHermannsson 95 Þrösíurlngimarsson-ÞóriurBjömsson 82 Ragnheiður Nielsen - Sigurður Olafsson 55 ÓskarKarlsson-ÞórirLeifsson 50 BenediktHelgason-GylfiJónGylfason 44 GuðlaugúrSveinsson-MagnúsSverrisson 20 Aðaltvímenningskeppninni lýkur næsta þriðjudag og þar með hefst röð eins kvölds tvímenningskvölda frám á vor. Alla þriðjudaga verður eins kvölds tvímenningskeppni í Drangey við Stakkahlíð 17. Við eigum líka heilan heim fullan af kæram minningum um þau hjón- in bæði, Signýju og Kalla, og minn- umst þeirra með virðingu og þakk- læti. Bamabömin áttu hjá þeim annað heimili. Höfðingslund og hjartahlýja ömmu og afa á Þing- hóli verður þeim ábyggilega vitni um traustar og góðar manneskjur, eins og okkur öllum, sem til þeirra þekktu og nutum samfylgdar þeirr- ar. Að eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öUum oss faðminn breiðir. Þetta fallega vers úr þekktum sálmi eftir Einar Benediktsson kem- ur mér í hug hér í lokin. Ég veit að sálmurinn var Signýju kær. Það er gott að hafa lifað lífínu þannig, að það stefni á „æðri leiðir". Og vera þess fullviss eins og segir í sálminum. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. í þeirri trú og vissu kveðjum við Signýju, sem nú hefur lokið lífs- göngunni. Við Ásta, böm okkar og litlu bamabömin biðjum góðan guð að blessa minningu hennar. Rafn Eiríksson. í dag verður til grafar borin á Höfn í Homafírði Signý Gunnars- dóttir ljósmóðir, en hún lést í Reykjavík 9. febrúar sl. Með Signýju er gengin einn eftirminni- legasti fulltrúi þeirrar kynslóðar er setti svip á mannlíf í Austur-Skafta- fellssýslu um miðja öldina eða á þeim áram er undirritaður kom austur þangað ungur prestur og tók við embætti eftir séra Eirík Helga- son prófast í Bjamanesi. Sagt er að glöggt sé^gestsaugað og er nokk- uð til í því. Arín í Homafírði standa mér fyrir hugskotssjónum sem mik- ið ævintýr. Staðurinn öðram stöðum fegurri, þar sem tröllskap jökla er teflt gegn opnu og úfnu úthafi og þessi mjóa ræma gróðurs og dökkra sanda í millum. I þann tlma vora flestar ár óbrúaðar og Homafjörður miklu einangraðri frá öðram hlutum þessa lands en nú er. Hér í einsemd hafði þróast mannlíf er á vissan hátt bar svipmót þessara ytri að- stæðna. Fólk stóð saman, hjálpfýsi við granna og samferðamenn var mönnum í blóð borin. Þyrfti að reisa hús komu menn án þess á þá væri kallað og unnu það sem vinna þurfti, um laun var ekki spurt. Þyrftu menn fylgdar við yfír ár og vötn voru hestar til taks og traust- ir fýlgdarmenn og gisting boðin þeim sem á langferð vora. En þetta var fyrir daga gistimenningar þeirr- ar sem kennd er til ferðaiðnaðar, á tíð þjóðhaga og völunda, áður en byggingameistarar og starfsfélög fóru að láta að sér kveða í samfélag- inu. Við slíkar aðstæður er um ald- ir höfðu ríkt í Austur-Skaftafells- sýslu fer ekki hjá því að fram komi sterkir menn og konur, einstakling- ar sem bera það svipmót til sálar og líkama sem engin hversdagsleg orð eiga við um. Enda minnist ég þess ekki að hafa á nokkram stað öðram hitt fýrir jafneftirminnilegt fólk sem austur þar, einstakt að gáfum, mannkostum og skemmtan. Ein úr þessum hópi ógleymanlegs fólks var Signý Gunnarsdóttir. Signý Benedikta, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Þinganesi í Homafírði 16. október 1907. For- eldrar hennar vora þaú hjón Gunn- ar Jónsson bóndi í Þinganesi síðar bóksali á Höfn og Ástríður Sigurð- ardóttir frá Vík í Lóni. Signý var næstelst í hópi fjögurra systkina, systirin Ragna er búsett í Reykja- vík og bræður tveir, Guðmundur á Akureyri og Ásgeir sem býr á Höfn. Signý giftist Karli Unnari Magnús- syni frá Holtum á Mýrum. Hann var skrifstofumaður á Höfn og þar stóð heimili þeirra. Karl andaðist árið 1977. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Ástu senv gift er Rafni Eiríkssyni skólastjóra frá Miðskeri í Nesjum og Keren sem gift er Inga Einarssyni sjómanni frá Seyðisfírði. Á áranum 1935-1936 var Signý við ljósmóðumám í Reykjavík og tók við Hornafjarðarhéraði sem ljós- móðir 1938 og sinnti því starfí óslit- ið. í 30 ár. Eftir lát manns síns bjó Signý áfram á Höfn en fluttist árið 1983 ásamt Karen dóttur sinni og Inga manni hennar til Reykjavíkur og átti eftir það heima í sama húsi og þau í Fljótaseli 13. Signý og Karl bjuggu þar á Höfn sem hét Þinghóll og hlaut hús þeirra nafn af æskuheimili Signýjar, Þinganesi, og hólnum er það stóð á upp af höfninni. Þaðan sá út yfír ósinn og austur á Almannaskarð og Horn og vestur til Öræfajökuls, hér var einskonar Hliðskjálf staðar- ins. Allt bar á þessum stað vitni um smekkvísi og fágun en um leið hjartahlýju og höfðingsskap hús- ráðenda. Mér fannst alltaf ég vera heima hjá mér er ég var kominn á Þinghól, um það þurfti engin orð. Signý var glæsileg kona í fram- göngu, augun björt og gáfuleg, ennið hátt, hárið Ijóst og grannvax- in. í samræðum var hún skemmti- leg, fyndin og hafði næmt auga fyrir hinum kímilegu hliðum hvers- dagsins. Hún hafði ríka réttlætis- kennd sem hún beindi kannski fyrst og fremst að sjálfri sér, enda manna ósérhlífnust og jafnan reiðubúin að rétta þar hjálparhönd er þurfti. Hún var viljasterk og gáfuð og bar þann persónuleika að allir treystu henni er þurftu til hennar að leita — og þeir vora margir. Um áratuga skeið var hún eina ljósmóðirin í Horna- firði og um tíma í Lóni einnig. Ferðaíög gátu orðið örðug, en slíkt var allt lítilræði í augum Signýjar eða öllu heldur skemmtan eftir á, þegar horft horft var um öxl og nýrrar mannvera minnst er hún hafði hjálpað inn í heiminn. Signý var þeirri náðargáfu gædd að geta með persónu sinni og andlegum styrk miðað fólki lífsorku og nýjum þrótti, hún hafði það sem stundum er kallað læknishendur, hún var græðari af Guðs náð. Og konur sóttu oft til hennar hollráð á fleiri sviðum en þeim er beint féllu undir hennar Ijósmóðurstarf. í erfiðum aðstæðum og einangran á áram áður var Signý ekki einungis ljós- móðir Hornfírðinga heldur einnig hjúkranarkona og læknir, er svo bar undir. Og allt heppnaðist henni er hún tók að sér, svo orð var á haft. Undir ævilokin naut Signý um- önnunar Karenar dóttur sinnar og umhyggju dætra sinna og fjöl- skyldna þeirra. Síðustu mánuðina var hún sjúk og oft þjáð, en aldrei mælti hún æðruorð eða kvartaði, sagði sér liði vel þegar hún var innt eftir líðan sinni. Þótt tíminn breiði sinn óminnis- vef yfír flest sem var, staði og stundir og annað það sem við vild- um geyma I minni, verða sumir samferðamanna ógleymanlegir, það er fólkið sem gerir fagra staði feg- urri og ein af þeim var Signý Gunn- arsdóttir. Þegar öll orð eru upp brannin, allt er orðið kyrrt og hljótt, vakir I hug mér mynd frá liðnu hausti. Aðeins vængtök álfta kljúfa frosna kyrrðina. Hvit þoka yfir dimmu hafi. Lygn streyma fljótin og fleyta gullnu skini inn I nóttina. Rögnvaldur Finnbogason, Staðastað. Mínar fyrstu bemskuminningar tengjast ömmu Signýju á Þinghól. Heimurinn var smár og afmarkaðist annars vegar af Þinghól, þar sem við bjuggum og hins vegar af Þinga- nesi, þar sem hún amma fæddist. Ut um eldhúsgluggann á Þinghól sást yfír að Þinganesi, og við þenn- an glugga sagði hún mér sögur af bemsku sinni og systkina sinna. Svo stækkaði heimurinn og stund- um næddi um, en hjá ömmu á Þing- hól var alltaf skjól. Amma Signý og hann afí minn Karl Unnar Magnússon (f. 5.6. 1904, d. 14.7. 1977) urðu mér og öllum hinum bamabömunum akk- eri I lífinu. Þau ólu okkur upp, dekr- uðu við okkur og lásu okkur lífsregl- umar þegar við urðum brokkgeng um of. I huga ömmu voram við alltaf böm sem lítt kunnum fótum okkar forráð. Flest okkar áttu heim- ili sitt hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Heimilið á Þinghól var um margt sérstakt, þar var mannmargt og hýsti ávallt nokkrar kynslóðir fjöl- skyldunnar. Amma stóð við stjóm- völinn, ströng og ákveðin, en afí kímdi og fór hægar. Amma var ljósmóðirin á staðn- um, heimilið á Þinghól var fæðinga- stofnunin. Á stóra mannmörgu heimili var alltaf hægt að rýma til fyrir sængurkonum og gestir þeirra fengu góðan viðurgjöming. Einnig þurfti amma stundum að dvelja langdvölum að heiman ef konur völdu að fæða heima hjá sér. Þeir höfðu það fyrir sið verðandi feður að banka í svefnherbergisgluggann þegar þeir vora að „sækja ljósmóð- urina“ og bömin virtust alltaf þurfa að velja vont veður þegar þau komu I heiminn. Ég fylltist alltaf óöryggi þegar amma.var „sótt“. Þá reyndi á glaða lund afa og hann „spásser- aði“ meira og hermdi eftir samborg- uranum og sagði skrýtnar sögur. Þau afí og amma eignuðust tvær dætur, Ástu og Karen Sigríði. Við barnabörnin eram níu, langömmu- bömin era fjórtán og nú I haust bættist I hópinn langalangömmu- bamið hennar. Síðasta minningin um ömmu eins og við viljum muna hana er frá því I október á síðasta ári. Þá var ég orðin amma og fímm kynslóðir komu saman og á myndinni sem þá var tekin er amma enn hnar- reist og aristókratísk I fasi eins og okkur konum af Þinganesætt ber að vera. Fyrir tíu áram síðan barst mér bréf frá ömmu þangað sem ég bjó erlendis. Þá enn las hún mér lífs- reglur og brýndi fyrir mér að vera sæl með það sem lífíð gæfi. í þessu bréfí lýsir hún lífí sínu sem skrýtnu ævintýri þar sem margir komu við sögu og þrátt fyrir að hún hafí ekki lifað viðburðaríku lífi á mæli- kvarða heimsins, þá hafí það verið alveg eins og hún hafí viljað hafa það, þótt oft hafi á móti blásið hafi allt blessast að lokum. Sumpart var amma hafín yfír stað og stund. Tíminn virtist líða I takt við hana og hennar áætlanir, hún var aldrei of sein og flýtti sér aldrei. Amma ákvað og flugvélar, áætlunarbílar og skip tóku það með I reikninginn. íbúar á Hornafirði þekktu Signýju ljósmóður, við þekktum ömmu á Þinghól, og vissulega komu þær stundir að okkur fannst að íbú- amir eignuðu sér hana um of, við vildum hafa hana útaf fyrir okkur. Þótt amma ynni myrkranna á milli þá hafði hún alltaf tíma til að sinna smámálum bamanna, hún hafði líka tíma til að taka I spil, spila á píanó- ið og kynna okkur menninguna. Hún vildi veg síns fólks sem mestan og bestan og gladdist yfír vel- gengni okkar og aðstoðaði þegar á móti blés. Hún gaf okkur góðar minningar og við þær dveljum við nú allir afkomendumir sem komu við á Þinghól. Sölvína Konráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.