Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 41
fiöer SAÚHa.'T’I .0§ ÍTUOACIflAOUAJ (JIQAJSMU03ÖM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 - 41 HHfiVIRKI- , KLETRJI?, FYRROM HRGVJRKI Hrt EFF, FVRRUM NORTHK,' FYRROM HRöTflK HF? EFRFVRRDM HflSr- VIRKI, bEM SÍ©RN HLROT NRFNIÐ FÓRN- RRLHMBIÐ Hð EFF OG fórmrmbðAkúp-, UNR-GÓÐRN Dflöf VELVAKANDI RÉTT FÆÐI SKIPTIR MÁI.I ÉG skora á Manneldisráð íslands að birta næringartöfluna í blöðum og láta hana hanga uppi á áber- andi stöðum á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Marga sjúkdóma má rekja til rangs mataræðis og fólk hefur núorðið mikinn áhuga á þessum málum. Á mínu heimili er kjöt t.d. bannvara. Erla Ottesen Hauksdóttir TAPAÐ/FUNDIÐ Eyrnalokkur fannst SILFUREYRNALOKKUR, grænn steinn á hamraðri plötu með tveimur pinnum hangandi niður úr, fannst í Frostaskjóli á móts við KR-heimilið sl. miðvikudag. Lokkurinn er í KR-heimilinu og getur eigandi vitjað hans þar. Hanskar í óskilum hjá Félagi eldri borgara KONAN sem seldi harðfisk í Ris- inu hjá Félagi eldri borgara þann 4. febrúar sl. gleymdi þar svört- um leðurhönskum. Hún má vitja þeirra þangað. Skólataska hvarf SKÓLATASKAN mín hvarf af göngum Menntaskólans í Reykjavík sl. þriðjudag. Taskan er svört harðplasttaska með blárri rönd á köntunum og full af bókum sem eingöngu nýtast eigandanum. Ef einhver hefur orðið hennar var er hann vinsam- lega beðinn að hafa samband í síma 35523 eða skila henni til MR. SKAUTI tapaðist Hvítur kvenskauti tapaðist á leiðinn Tjamargata, Furumelur, Fomhagi, Ægissíða. Finnandi vinsamlega hafí samband í síma 13132. Það er toppurinn að vera í teinóttu Teinótt föt í úrvali, verð kr. 5.500-14.900. Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 91-18250. Andrés Fataval, Höfðabakka 9C, sími 673755. (Opið kl. 13-17.30). Kjarvalsstofa f París Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu i Parísarborg með samningi við stofnun, sem nefnist Cité Internationale des Arts, og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg París- ar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með máiefni Kjarvalsstofu, og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endan- lega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir, en lengst er heimilt að veita listamanni af- not Kjarvalsstofu í 1 ár. Vegna fjölda umsókna undan- farin ár hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir. Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu, greiða dvalargjöld, sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess þúnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvals- stofu, en stjómin mun á fundi sínum í mars fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilið 1. ágúst 1993 til 31. júlí 1994. Skal stíla umsóknirtil stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnar- nefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstofanna í Ráð- húsinu, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum, sem gilda um afnot af Kjarv- alsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 14. mars nk. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu. Ómenni lofsungin Frá Guðjóni V. Guðmundssyni: VART hefur það farið fram hjá nein- um sem á annað borð fylgist með því sem er að gerast í heiminum hve miklar hörmungar palenstínska þjóð- in hefur mátt þola og ekkert lát virð- ist ætla að verða á nema síður sé. Grimmdarverk ísraelsmanna gagn- vart þessu fólki er með algerum ólík- indum og með öllu óskiljanlegt að þjóðir heimsins skuli ekki koma til hjálpar og setja kúgurunum stólinn fyrir dyrnar. Fordæmingar - fjöl- margra ríkisstjóma sem og mann- réttindasamtaka liggja fyrir en þar við situr og þar af leiðir að sjálf- sögðu að níðingamir halda iðju sinni ótrauðir áfram. Seinasta „afrek“ þeirra var að reka rúmlega 400 Pa- lestínumenn frá heimilum sínum, en nú hafa ísraelsmenn hersetið þessi landsvæði í 27 ár eftir skyndiárás á nágranna sína. Flestir hinna útlægu er hámenntaðir t.d. eru læknar í hópnum og því mikill skaði að missa slíka menn. Ástaeða brottrekstursins er að þessir menn em sagðir félagar f öfgasamtökum heittrúaðra múslima og þau samtök beri ábyrgð á drápi ísraelsks hermanns fyrir nokkm. Mennimir brottreknu hafa nú hírst í sex vikur á landamærum ísraels og Líbanons í kulda og vosbúð. Ýmsir hér á landi hafa tekið upp hanskana fyrir kúgarana og reynt að réttlæta þetta, þessi ógæfulega hjörð lofsyngur þessi ómenni og reynir ævinlega að réttlæta allt sem þau aðhafast. Já, að hugsa sér að Palestínu- mennimir skuli voga sér að rísa upp gegn kvölurum sínum. Hvenær hefur það gerst í mannkynssögunni að þeir sem búa við linnulausa kúgun og niðurlægingu hemáms reyni ekki að rísa upp í einhverri mynd. Vitan- lega aldrei. Hemámsliðar eru réttdræpir hvar og hvenær sem til þeirra næst. Nýlega fékk einn úr aðdáendahópi þessara vondu manna birtan pistil hér á blaðinu. Ekki að- eins dásamaði hann þá í bak og fyr- ir heldur beit höfuðið af skömminni með því að fara með svfvirðilegasta guðlast. Hann bendlaði sem sé Guð almáttugan við þessa illvirkja. Vitan- lega er það enginn annar en myrkra- höfðinginn sjáifur sem stendur á bak við þessa menn og illvirki þeirra. GUÐJÓN V. GUÐMUNDSSON Helgalandi 5 , Mosfellsbæ Blómastofa FriÖfinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. S(mi 31099 BLÓMVÖNDURINN HIBÚINNFYRIR KONUDAGINN. FLUGLEIÐIR Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 18. mars 1993 í Höfða, Hótel Loftleiðum, og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10 gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðal- fund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrif- stofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæð, frá og með 11. mars kl. 14.00. Dagana 12. til 17. mars verða gögn afgreidd frá kl. 09.00 til 17.00 á fundardag til kl. 12.00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12.00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.