Morgunblaðið - 20.02.1993, Síða 25

Morgunblaðið - 20.02.1993, Síða 25
KOQr HAUSfTfí? 05* H!TnAU.íTAOUAJ UIUA.iaVíUOHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 25 Ferðafélag íslands Borgarganga - ný raðganga fyrir alla á sunnudaginn NÝ ELLEFU ferða raðganga hefst sunnudaginn 21. febrúar hjá Ferðafélagi íslands er nefnist Borgargangan. Hún tengist göngu- átaki því sem samtökin íþróttir fyrir alla hófu með göngudegi 23. október 1992 og stendur í eitt ár. Fyrirhugað var að hefja gönguna 24. janúar sl. en vegna slæms veðurs var hætt við það. Leið Borgargöngunnar mun liggja á áhugaverð útivistarvæði að mestu leyti í landi Reykjavíkur- borgar. Famar verða ferðir einu sinni til tvisvar í mánuði en Borgar- göngunni lýkur 30. september í haust. í fyrstu ferðinni nú á sunnudag- inn verður byijað við Ráðhúsið hjá 'Ijörninni og gengið meðfram henni um Hljómskálagarðinn og hjá Yatnsmýrinni um skógarstíga Öskjuhlíðar að Perlunni. A fyrstu hæð í Perlunni verður í lok göngunnar hægt að kaupa sér kaffi og svaladrykk. Rútuferðir verða til baka að lokinni göngu sem taka mun 1,5-2 klst. Það er ekk- ert þátttökugjald. Tilgangur göngunnar og gönguátaksins er að kynna al- menningi þá hollustu og ánægju sem gönguferðir úti í náttúranni veita. Allir era velkomnir í Borgar- gönguna sem aðrar gönguferðir Ferðafélaganna. Nánari upplýs- ingar um þær er að finna í nýút- komini ferðaáætlun félagsins. (Fréttatilkynning) Gengið með Pétri þul um miðbæinn og í Laugames HAFNARGÖNGIJHÓPURINN stendur fyrir tveimur gönguferðum laugardaginn 20. febrúar. Sú fyrri verður farin frá Hafnarhús- inu, Grófarmegin, kl. 14 út á Lækjartorg. Þaðan mun Pétur Péturs- son, þulur og fræðimaður, halda áfram að ganga um miðbæinn og segja frá mönnum og málefnum fyrr á árum. Að þessu sinni verður gengið eftir Austurstræti og upp í Gijótaþorp. Seinni gönguferðin verður farin kl. 16, einnig frá Hafnarhúsinu. Gengið verður með ströndinni inn í Laugames og niður að Sunda- höfn. A leiðinni verða hafnarfram- kvæmdir við Miðbakka skoðaðar, Iitið inn í Faxamarkað og fylgst með löndun úr loðnuskipi ef að- stæður leyfa. Val er um að taka SVR til baka eða ganga. Gönguferðimar taka um eina og hálfa klukkustund hvor. Allir velkomnir. Verið vel klædd. Eitt atriði úr myndinni Drakúla sem Stjörnubíó sýnir. Stjörnubíó sýnir bíó- myndina um Drakúla STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýningar mynd Francis Fords Coppola, Drakúla. Með aðalhlut- verk fara Gary Oldman, Wion- ona Ryder og Anthony Hopkins. Myndin er gerð eftir sögu Brams Stokers og segir frá blóðugri leit Drakúla greifa frá Transylvaníu að eilífri ást. Sýning á spaníel- og retriev- er-hundum á sunnudag HUNDASÝNING spaníel- og retriever-deilda Hundaræktarfélags íslands verður haldin næstkomandi sunnudag í húsnæði Útsölu- markaðarins í BQdshöfða 10 og hefjast dómar klukkan 10. Dómari sýningarinnar verður Svíinn Carl-Johan Adlercertuz. Samkvæmt upplýsingum for- manns Spaníeldeildar HRFÍ, Helgu Finnsdóttur, er mikill áhugi á hundarækt, því að á sýningunni verða sýndir yfír 100 hundar. Deildimar hafa boðið til þátttöku þeim hundum, sem ekki eru til sérdeildir fyrir, en til þess að stofna sérdeild þarf 12 ættbókarfærða hunda, sem nota má til undaneld- is. Á sýningunni verða sýndar auk spaníel- og retrieverhunda 14 önn- ur hundakyn, þar af nokkur sem aldrei hafa verið sýnd á sýningum hérlendis áður. Á þessari sýningur gilda nýjar sýningaireglur, en þær eru sniðnar að reglum nágranna- þjóðanna. Úrslit á sýningunni era áætluð kl. rúmlega 16. Ellen Barkin og Jack Nicholson I hlutverkum sínum. RegTiboginn sýnir mynd- ina Svikahrappurinn REGNBOGINN hefur tekið til sýningar myndina Svikahrappur- inn eða „Man Trouble“ með Jack Nicholson, Ellen Barkin og Harry Dean Stanton i aðalhlutverkum. Leikstjóri er Bob Rafelson. Jack Nicholson leikur svikahrapp- inn Harry Bliss sem er eigandi að vægast sagt vafasömu varðhunda- fyrirtæki. Ellen Barkin er söngkona sem verður fyrir ýmsum dularfullum atburðum. Hún fer að óttast um öryggi sitt og leitar því á náðir varð- hundafyrirtækis Harry Bliss en það hefði hún betur látið ógert. Danskeppni í frjálsum dönsum undirbúin NÚ STENDUR yfir skráning í ís- landsmeistarakeppni unglinga í fijálsum dönsum (freestyle). Þetta er í 12. sinn sem keppnin er hald- in en það eru félagsmiðstöðin Tónabær og ÍTR sem standa fyrir keppninni. Allir krakkar á landinu fæddir ’76-’79 mega vera með. Keppnjn er kjördæmaskipt og eru undankepþnir haldnar á sjö stöðum á landinu. Undankeppni fyrir Reykjavík og Reykjanes verður haldin 26. febrúar. Úrslitakeppnin fyrir allt dalandið verður 5. mars. Danskeppnin fyrir 10-12 ára verður 13. mars. (Fréttatilkynning) Dagur tónlistarskól- anna í Borgamesi TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarð- skóla verður tónfundur mánudaginn ar mun vera með fimm tónfundi 1. mars kl. 11. Þriðjudaginn 2. mars Halldóra María Steingrímsdóttir í snyrti- og förðunarstofu sinni. Ný þjónusta í Grafarvogi HALLDÓRA María Steingrfms- dóttir, snyrti- og förðunarfræð- ingur, hefur opnað snyrtistofu í Faniiafold 217a. Snyrtistofa Halldóra býður upp á andlitsböð, nuddmaska, húð- hreinsanir, cathiodemie/hydro- demie, farðanir, fótsnyrtingu, handsnyrtingu, litanir, aflitanir, lík- amsnudd/partanudd, vaxmeðferðir o.fl. Einnig úrval snyrtivara þ. á m. No Name og Guinot. Guinot era þær vörar sem Halldóra vinnur upp úr en þær eru unnar upp úr jurtum og era eingöngu seldar af fagfólki. Halldóra hefur Cidesco-próf, þ.e. hæstu gæðakröfur í snyrtifræði í heiminum í dag, segir í frétt frá snyrtistofunni. Opnunartími stofunnar er frá kl. 9-20 virka daga, laugardaga frá kl. 10-16. (Fréttatilkynning) Nautasteik v (lnnral*ri*v'65vl| svwplr^Uukur- hrftsalat- , ^ódýrari en peir sem næst iægstir! S9Sr nbasteik IlMartWikt Cilet) rnaisesósa en peir sem naest lægstir! traaskar r 1 ödýrari en peirsem . eru naest lægstir! 595r BÓNU Ari SBORGARI múla 42 08129 90 í héraðinu í tilefni af Degi tónlist- arskólanna á íslandi. Fyrsti tónfundurinn verður í Hótel Borgamesi mánudaginn 22. febrúar kl. 20.30. Annartónfundurinn verður í Laugagerðisskóla þriðjudaginn 23. febrúar kl. 15. í Kleppjárnsreykja- verður tónfundur í Varmalandsskó'.a kl. 14 og þann sama dag í Andakfls- skóla kl. 20.30. Tónfundimir em öllum opnir og verða flutt sönglög, leikið á píanó, gítar, blásara- og stengjahljóðfæri. (Fréttatilkynning) Helgarnamskeið í nuddi HELGARNÁMSKEIð Ragnars Sigurðssonar nuddara eru um það bil að hefjast að nýju eftir nokk- urra mánaða hlé. Næsta námskeið verður haldið helgina 27. og 28. febrúar nk. en síðan verða þau haldin reglulega fram á sumar. í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist seg- ir m.a.: „Á námskeiðunum er lögð megináhersla á undirstöðuatriði í vöðva-og slökunarnuddi, auk þess sem fjallað er um gildi snertingar í mannlegum samskiptum. Snerting hefur mikið gildi í hjónabandi og samskiptum við okkar nánustu og nudd getur verið afar heppileg og ánægjuleg leið til að uppgötva mikil- vægi snertingar." Þar segir ennfremur að Ragnar Sigurðsson vinni á Nuddstofu Reykjavíkur á Hótel Sögu, þar sem unnt sé að leita nánari upplýsinga. Sma auglysingor Orð lífsins, Grensásvegi 8 „Mission explosion" Samkomur halda áfram með Bengt Wedemalm og Bo Sander frá Livets Ord. Kl. 10 og 15 veröa þeir í húsnæði Orðs lífsins, Grensásvegi 8, með almennar samkomur og í kvöld kl. 20.30 í húsnæöi Vegarins, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Allir hjartanlega velkomnir! Krossinn - Orð Iffsins - Vegurinn FEI7ÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SfMI 682533 Ferðir Ferðaféalgsins sunnudaginn 21. feb. Kl. 13.00. Borgargangan Fyrsti áfangi Borgargöngunn- ar, sem féll niður vegna veðurs 24. janúar, veröur farinn sunnu- dag. Brottför verður frá Róð- húsinu kl. 13.00 og gengið þaö- an um Vatnsmýrina að öskjuhlíð og endar gangan við Perluna. Þessi gönguferð tekur um 1 og 'li klst. og er tilvalin fjölskyldu- ganga. Ekkert þátttökugjald. Kl. 11.00: Skfðagönguferð um- hverfis Skarðsmýrarfjall og á sama tima gönguferð á Skarðs- mýrarfjall. Til baka úr þessum ferðum verður komið um kl. 17.00. Verð kr. 1.100. Brottför frá Umferöarmiðstöð- inni, austanmegin (komið við i Mörkinni 6). Ath.: Heigarferð á Snæfellsjökul 6.-7. mars. Ferðafélag íslands. JeSÚs'93 VAKNINGARSAMKOMA með Ulrich Parzany í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Mikill söngur, fyrirbæn, vitnis- burðir, sönghópar og orð frá Guði til þín. Jesús á erindi viö þig. Velkomin(n) á samkomuna! KFUM/KFUK/ KSH/SlK. UTIVIST Dagsferðir sunnud. 21. feb. Kl. 10.30: Esjuberg - Saurbær. Gömul þjóöleiö á Kjalarnesi. Létt og skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna, ca 3 klst. löng. Kl. 10.30: Skfðaganga 3-4 klst. löng skiðaganga á Hell- isheiði eða í Bláfjöllum, fer eftir aðstæðum. Brottför í báðar ferð- imar er frá BSl, bensínsölu. Verð kr. 1.000/900. Frítt fyrir böm 15 ára og yngri í fylgd með fullorönum. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.