Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 RAÐ/A UGL YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Ritari óskast Ritari óskast á skrifstofu í Hafnarfirði. Um hálfsdagsstarf er að ræða til að byrja með en fullt starf yfir sumarmánuðina. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 27. febrúar nk. merktar: „Ritari - 14082“. Laus staða Lektorsstaða í íslensku við Háskólann í Munchen er laus til umsóknar. Kennslu- skylda og laun skv. þarlendu launakerfi. Ráðið verður í stöðuna frá 1. október 1993. Umsækjendur skulu hafa lokið cand. mag. prófi eða sambærilegu prófi í íslensku. Umsóknir, sem greini frá námi og störfum umsækjenda, ásamt skýrslu um ritsmíðar og rannsóknir, skulu sendar Stofnun Sigurð- ar Nordals, pósthólf 1220, 121 Reykjavík, fyrir 20. mars. Nánari vitneskju veitir forstöðumaður stofnunarinnar í síma 626050. 19. febrúar 1993. Stofnun Sigurðar Nordals. Iðjuþjálfi Meðferðarheimilið, SOGNI í Ölfusi, óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í hlutastarf. Meðferð- arheimilið er stofnun fyrir 7 vistmenn, sem dæmdir hafa verið í gæslu á viðeigandi stofn- un, og miðar starfsemin að því að veita þeim bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. 2 hjúkrunarfræðingar óskast til starfa að Meðferðarheimilinu Sogni. Sérfræðimenntun í geðhjúkrun æskileg. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar framkvæmda- stjóra Sjúkrahúss Suðurlands, Selfossi, fyrir 15. mars 1993. Æskilegt er að viðkomandi gefi hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um starfið gefur Elín Óskars- dóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 98-34853 á dagvinnutíma. Frá Grunnskóla Njarðvíkur Við leitum að myndmenntakennara og tón- menntakennara fyrir næsta skólaár. Um er að ræða tvær heilar stöður. Skólinn er með rúmlega 500 nemendur og er aðeins í u.þ.b. 40 km fjarlægð frá Reykja- vík. Við bjóðum upp á góðar aðstæður og skemmtilega vinnuaðstöðu. Ath.: Við ráðum einungis fólk með full réttindi. Allar upplýsingar veita Gylfi Guðmundsson, skólastjóri, í síma 92-14399 eða 92-14380, og Sigríður Ingibjörnsdóttir, aðstoðarskóla- stjóri, í símum 92-14399 og 92-37584. Flygill Mjög góður, nánast ónotaður, Bluthner flygill, svartur, stærð 210 cm, til sölu á mjög hagstæðu verði. Nánari upplýsingar í síma 26625 og í Tóna- stöðinni í síma 21185, einnig í síma 37745 eftir kl. 19.00. Þrotabú SH vérktaka hf. — til sölu Neðangreindar eignir þrotabús SH verktaka hf., verða til sýnis og sölu laugardaginn 20. febrúar á milli kl. 12 og 15 og mánudaginn 22. febrúar á milli ki. 13 og 17 í Stapa- hrauni 4, Hafnarfirði: Bílar: Jeppar - Lada Sport, Lada fólksbifreiðar, Lancer station fólksbifreið, vörubifreið með krana, MMC-L200 pallbíll. Vélar og búnaður: Byggingakranar, Bobcat fjölhæfnisgrafa, Ursus dráttarvél, Coles bílkrani, kant- steypuvél, sturtuvagn, Komatsu smágrafa, Komatsu lyftari, kerrur, gámar, vatnstankar. Mót: Kerfismót, stoðir, turnar, klæðning, timbur. Vinnubúðir: Vinnuskúrar, stólar, borð, stimpilklukkur, kaffivélar o.fl. Tæki: Sagir, loftpressur, þjöppur, hitablásarar, steyputæki og tól, járnavélar, rafsuður, hleðslutæki, mælitæki, trésmíðavélar, vatns- dælur, bílalyfta. Handverkfæri: Borvélar, hjólsagir, stingsagir, keðjusagir, rafmagnsheflar, slípirokkar, naglabyssur, loftheftibyssur, brotfleygar o.fl. Rafmagnsvörur: Rafmagnstöflur, rafmagnssnúrur, Ijóskastarar. Skrifstofuáhöld: Tölvur, prentarar, skrifborð, stólar, Ijósritun- arvél, símkerfi o.fl. Nánari upplýsingar um ofangreindar eignir er unnt að fá hjá llluga Óskarssyni, Stapa- hrauni 4, Hafnarfirði - simi 652221. Tilboðum í eignir er unnt að skila í Stapa- hraun 4, Hafnarfirði og til skiptastjóra þrota- búsins Viðars Más Matthíassonar hrl. og Jóhannesar Sigurðssonar hdl. - sími 627611 og bréfasími 627186 fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 23. febrúar nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Skákskóli íslands - ný námskeið að hefjast Ný námskeið hefjast í Skákskóla jslands þriðjudaginn 23. febrúar. Kennt, verður í al- mennum flokkum, framhaldsflokkum, úrvals- flokkum, kvennaflokkum og fullorðinsflokkum. Skráning fer fram í síma Skáksambands ís- lands 91-689141 kl. 10-13 virka daga og sunnudaginn 21. febrúar kl. 14.00-16.00. Skákskóli íslands. Uppboð Framhald uppboðs á fastelgninni Dalbakka 9, Seyðisfirði, þinglesinn eigandi Rós Níelsdóttir, eftir kröfum Gjaldheimtu Austurlands og Húsnæðisstofnunar ríkisins, fer fram föstudaginn 26. febrúar 1993 kl. 16.00 á eigninni sjálfri. Sýslumaðurínn á Seyðisfirði. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hafnarbraut 36, Höfn, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Dalbraut 6, þingl. eig. Jóhann Arngrímur Guðmundsson, gerðarbeið- andi sýslumaðurinn á Höfn, 25. febrúar 1993 kl. 14.00. Hlíðartún 15, þingl. eig. Ómar Antonsson, gerðarbeiðendur Gjald- heimta Austurlands, sýslumaðurinn á Höfn, 25. febrúar 1993 kl. 14.30. Hvammur, Ránarslóð 2 á Höfn, þingl. eig. Brynjólfur Tryggvi Árna- son, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Höfn, 25. febrúar 1993 kl. 14.15. Hólabraut 20, þingl. eig. Guðrún Snorradóttir, gerðarbeiðandi sýslu- maðurinn á Höfn, 25. febrúar 1993 kl. 13.30. Sýsiumaðurínn á Höfn, 19. febrúar 1993. Uppboð þriðjudaginn 23. febrúar 1993 Uppboð munu byrja á eftirtöldum fasteignum á skrifstofu embætt- isins, Hafnarstræti 1, ísafirði, og hefjast þau kl. 14.00: Aðalgötu 17, Suðureyri, þingl. eign Elvars Friðbertssonar eftir kröfu fslandsbanka hf., Akureyri. Brimnesvegi 2, Flateyri, þingl. eign Finnboga Hallgrímssonar, eftir kröfu Björns Inga Bjarnasonar. Grundarstíg 18, efri hæð, Flateyri, þingl. eign Hjartar Hjálmarsson- ar, eftir kröfu Sameinaða lífeyrissjóðsins. -------------------------------------------------------1---------------- Skipagötu 11, ísafiröi, þingl. eign Auðar Gunnarsdóttur, eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Smárateigi 6, ísafirði, þingl. eign Trausta M. Ágústssonar, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka Islands. Strandgötu 19a, fsafirði, þingl. eign Selmu Magnúsdóttur, eftir kröfu íslandsbanka hf., fsafirði. Urðarvegi 62, ísafirði, þingl. eign Stefáns Dan Óskarssonar, eftir kröfu Ríkissjóðs íslands. Viðbyggingu við frystihús við hafnarbakka, Suðureyri, þingl. eign Fiskiðjunnar Freyju hf., eftir kröfu Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur. Sýstumaðurinn á Isafirði. Frá Starfsmannafélaginu Sókn Allsherjaratkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðsu um kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Starfsmannafélagsins Sóknar. Tillögur skulu vera skv. B-lið 21. greinar í lögum félagsins. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins eigi síðar en kl. 12 á hádegi mánudaginn 1. mars nk. Kjörstjórn Starfsmannafélagsins Sóknar. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum skorar hér með á gjaldendur í Vestmannaeyjum, sem hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda með gjalddaga 15. febrúar 1993 og fyrr, virðisaukaskatti með gjalddaga 5. febrú- ar 1993 og fyrr og tekjuskatti, útsvari, eignar- skatti, sérstökum eignarskatti, gjaldi í fram- kvæmdasjóð aldraðra, skatti af skrifstofu- og verslunarhúsnæði, iðnaðarsjóðs- og iðn- aðarmálagjaldi, slysatryggingargjaldi v. heimilisstarfa, tryggingargjaldi, vinnueftirlits- gjaldi, atvinnuleysistryggingargjaldi, slysa- tryggingargjaldi - atvinnurekenda, aðflutn- ingsgjöldum, skráningargjaldi skipshafna, skipagjöldum, lesta- og vitagjaldi, bifreiða- gjöldum og þungaskatti með gjalddaga 1. janúar 1993 og fyrr, að gera þegar skil. Án frekari fyrirvara verður krafist fjárnáms fyrir ógreiddum eftirstöðvum gjaldanna með áföllnum verðbótum/vöxtum og kostnaði, að liðnum 15 dögum frá birtingu áskorunar þessarar. Vestmannaeyjum, 19. febrúar 1993. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum. Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Keflavíkur verður haldinn mánudaginn 1. mars nk. kl. 20.30 í Víkurbraut 13. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Kvótamál Viljum komast í samband við báta og skip varðandi löndunarsamning. Til greina kemur: - tonn á móti tonni - allur kvóti verði útvegaður - annað. Upplýsingar gefnar í síma 627035. Ráð hf. Garðastræti 38, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.