Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 19

Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 19 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna safnar í neyðarsjóð Landssöfnun verður 5. mars STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna gengst fyr- ir landssöfnun, föstudaginn 5. mars. Söfnunin fer fram á Stöð 2 og Bylgjunni í félagi við íslenska útvarpsfélag- ið. Söfnunarátakið var kynnt á blaðamannafundi í gær. Þar kom fram að fjölmargt skortir hér á landi til að aðbúnaður krabbameinssjúkra barna og fjölskyldna þeirra sé til jafns við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Takmarkaðar umönnunarbætur hrökkvi skammt og fjöl- skyldur barna með krabbamein eigi oft við mikla fjárhags- erfiðleika að stríða. Við sumum blasi jafnvel gjaldþrot. Morgunblaðið/RAX Landssöfnun JÓNAS R. Jónsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2 og Þorsteinn Ólafs- son, formaður Styrktarfélagsins, kynntu átakið til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna var stofnað 2. september 1991. í félaginu eru einkum Qölskyldur krabbameins- sjúkra barna og félagsmenn telj- ast nú um 100 manns. Styrktar- sjóði félagsins ætlað er að styðja við bakið á þessum fjölskyldum, en með söfnunarfénu ætlar félag- ið að koma á fót sérstökum neyð- arsjóði, sem hafí það hlutverk að sjá um styrkveitingar til þessara fjölskyldna. Þorsteinn Ólafsson, formaður Styrktarfélagsins kynnti átakið. I máli hans kom fram að „Kerfíð“ geri ekki ráð fyrir að foreldrar hlúi að börnum sínum eins og nauðsynlegt er. Hér á landi eigi foreldrar aðeins rétt á 7 daga fríi vegna veikinda barna, en í Svíþjóð sé sambærilegt frí 120 dagar, sem sé hægt að fram- lengja. Að þau umönnunarlaun sem greidd eru, ef barn greinist í hæsta flokki, séu um 49.000 krónur á mánuði og veikindi barna hafi ekki sama tryggingar- gildi og veikindi fullorðinna hér á landi. Batnandi lífslíkur Árlega greinast 6-8 íslensk börn yngri en 14 ára með krabba- mein, sem er sambærilegur fjöldi og á Norðurlöndum. Jón Kristins- son, læknir á Barnaspítala Hringsins, sem sat fundinn, sagði lífslíkur krabbameinssjúkra barna vera batnandi. Nú væru betri tæki til að greina sjúkdóm- inn, fólk væri meira vakandi og stuðningsmeðferð hefði mikið batnað. Hann sagði að hvítblæði væri algengasta krabbamein hjá börnum. Guðrún Agnarsdóttir, fulltrúi Krabbameinsfélagsins á fundin- um, sagði að rík ástæða væri til að hjálpa þessu fólki yfír erfíð- asta hjallann. „Meðan samfélagið býr ekki betur að þessum fjöl- skyldum, verður að styðja þær til söfnunarstarfs.“ Þorsteinn sagði að söfnunin yrði hliðstæð þeirri söfnun, sem Barnaheill stóð fyrir nýverið. Aðspurður sagði hann, að félagið gerði sér tæpast vonir um að ná eins miklu söfnunarfé og náðist þá, en það færi eftir þeirri um- fjöllun sem málstaðurinn fengi. Fjölmargir skemmtikraftar Dagskrá Bylgjunnar 5. mars verður helguð málefninu. Gert ráð fyrir að hlustendur hringi inn og heiti framlögum eins og tíðkast hefur. Á Stöð 2 verður skemmti- dagskrá um kvöldið, þar sem á annað hundrað íslenskra skemmtikrafta munu koma fram. í skemmtidagskrá að kvöldi 5. mars. Sunnudaginn 7. mars fer síðan fram listaverkauppboð á vegum Gallerí Borgar, þar sem boðin verða upp listaverk í eigu Styrktarfélagsins. Verðgildi obláta # vanmetíð TOLLYFIRVÖLD vanmátu verðgildi obláta og kerta sem hollenskir prestar hafa sent kaþólska söfnuðinum hér á landi að gjöf undan- farin ár. „í Ijósi ýtarlegri upplýsinga frá viðtakanda sendinganna voru innflutn- ingsgjöldin hækkuð um helming,“ segir Jón H. Steingrímsson, deildar- stjóri hjá tekju- og laga- skrifstofu fjármálaráðu- neytisins. Jón sagði að engum lögum eða reglum hefði verið breytt heldur væru aðeins um framkvæmd á gildandi löggjöf að ræða. „Hingað til hafa tollyfirvöld lagt mat á obláturnar og kertin án þess að hafa vörureikninga eða önnur gögn í höndum. Tollyfirvöld gerðu síðan kröfu um að kaþólski söfnuð- urinn legði fram vörureikning. Það er á grundvelli hans sem aðflutn- ingsgjöldin hafa -verið hækkuð. Mat tollyfirvalda hefur greinilega verið of lágt.“ Aðspurður sagði Jón að aðeins væri hægt að fara fram á lækkun gjaldanna ef kaþólski söfnuðurinn geti lagt fram Euro-skírteini eða yfírlýsingu um að varan komi frá Evrópulandi. Vörur sem slíkt skír- teini fylgdi væru ekki tollskyldar. Ráðherra skipar nefnd tíl að kanna starfsskilyrði prentíðnaðar Samkeppnisstaða skoðuð í ljósi EES ÁKVEÐIÐ hefur verið að skípa nefnd á vegum iðnaðarráðu- neytisins sem kanna á starfsskilyrði og samkeppnisaðstöðu prentiðnaðar og útgáfustarfsemi á íslandi m.a. í ljósi samn- ingsins um EES og breytinga á starfsumhverfi íslenskra fyrir- tækja að undanförnu. I nefndinni munu eiga sæti fulltrúar frá Félagi ísl. prentiðnaðarins, Félagi bókagerðarmanna, Félagi bókaútgefenda og Samtökum útgefenda tímarita auk fulltrúa frá fjármála- og iðnaðarráðuneytunum. Að því er stefnt að nefndin geti lokið störfum fyrir lok marsmánaðar nk. alls ekki er allt neikvætt, þótt menn hafí mikið kvartað yfír virðisauka- skattinum. Ég vil endilega reyna að ná sameiginlegum skilningi í þennan hóp á stöðunni og hvað beri að gera í sameiningu til þess að tryggja samkeppnisstöðu þessar- ar mikilvægu atvinnugreinar, sem er ekki bara atvinnugrein," sagði iðnaðarráðherra. BLÓÐGJAFAFÉLAG ÍSLANDS Aðalfundur Blóðgjafafélags íslands verður haldinn mánudaginn 1. mars nk. kl. 20.30 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Blóðgjöfum veittar viðurkenningar. 3. Erindi um blóðbankastarfsemi - Dr. Ólafur Jensson. Kaffiveitingar. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnin. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði að af því að ísland væri ekki bara atvinnufyrirtæki, heldur einn- ig samfélag um sjálfstæða þjóð- menningu, þá væri hér ekki bara um framleiðslu að ræða, heldur væri hér um snaran þátt að ræða af því sem gerði okkur að þjóð. „Við verðum þess vegna að hafa góð starfskilyrði og trausta sam- keppnisstöðu fyrir útgáfustarfsemi og prentiðnað. Það er verkefni þessa hóps að kortleggja það sem þarna hefur verið að gerast, sem Merkjasala hjá Slysavarna- deild kvenna ÁRLEG inerkjasala Slysavarna- deildarkvenna í Reykjavík fer fram nú um helgina. Nú sem endranær leitar deildin á náðir skólabarna um aðstoð við merkjasöluna. Búið er að leggja á hilluna gömlu bréfmerkin og komin jámmerki í staðinn. Það er einlæg ósk Slysavamakvenna að fólk taki vel á móti sölubömum og kaupi merki. Um leið og keypt em merki er góðum málefnum lagt lið, segir í frétt frá Slysavarnadeildarkonum. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.