Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 Eru þessir Rómverjar klikk? Svar við grein Orra Haukssonar eftir Pál Magnússon Nú nálgast kosningar til Há- skólaráðs og Stúdentaráðs Háskóla íslands. Nú þegar ungt fólk horfir fram á alvarlegasta atvinnuleysi í áraraðir, háskólinn þarf að verjast niðurskurði og endurreisn lána- sjóðsins er forgangsmál virðist vin- ur okkar í Vöku hafa ákveðið að leggja upp laupa i hagsmunabarátt- unni. Áhersla þeirra er öll á skipu- lag og innri mál Stúdentaráðs. Það skal tekið fram að tillögur um breytt skipulag og bætta starfs- hætti hafa reyndar verið á dagskrá Röskvu undanfarin 3 ár. Slíkar til- lögur krefjast hins vegar breytinga á lögum ráðsins og þurfa samþykki a.m.k. 2/3 hluta ráðsliða. Það er því ljóst að önnur fylkingin getur ekki komið slíku fram, nema í fullu samráði við andstæðingana. Niður- staðan er því sú að slík mál verða einungis unnin í samstarfi fylking- anna eftir kosningar en eiga ekki heima á loforðalista fyrir kosningar. Óbærilegur stöðugleiki tilverunnar En hvernig ætli standi á því að Vaka setji nú fram svo róttækar tillögur um breytingar á Stúdenta- ráði Háskóla íslands? Félagið hefur átt fulltrúa í Stúdentaráði í nálægt 60 ár, margoft farið með stjóm þess, og það er nú sem það uppgötv- ar að allan þennan tíma hafa mann- réttindi háskólastúdenta verið fót- um troðin. Fyrir réttum tveimur árum, þegar Vaka hafði hreinan meirihluta á Stúdentaráði, skrifaði einn af frambjóðendum og síðar formaður, Elsa B. Valsdóttir: „Þeir sem kjósa Vöku vita að hveiju þeir ganga, stefnan liggur ljós fyrir og er stöðug frá ári til árs, því Vöku- menn eru sjálfum sér samkvæmir en kúvenda ekki stefnu sinni eða taka upp stefnu annarra eftir hentugleika." Á þessum tíma sögðu frambjóðenur Vöku: „Höldum áfram stöðugri uppbyggingu Stúd- entaráðs." Hvar er stöðugleikinn?. Hvar er hin ljósa stefna sem stúd- entar eiga að geta gengið að frá ári til árs? Allt er þetta horfið, félag- ið hefur algjörlega kúvent stefnu sinni, farið í sannkallaðar. frjáls- hyggjuham. Aftur spyr undirritað- ur: Hvað liggur hér að baki? Er skylduaðild að Stúdentaráði? Stúdentar eru ekki sammála um það hvort um skylduaðild að Stúd- entaráði sé í raun um að ræða. Þar hefur deilan m.a. staðið um það^ hvort SHÍ sé félag eða ekki. Ég ætla ekki að fara að rífast við full- trúa fjálshyggjunnar um það, en vil hins vegar benda á ummæli Sveinbjöms Björnssonar, háskóla- rekstors, og Sigurðar Líndal, laga- prófessors, í síðasta tölublaði Stúd- entablaðsins, þar fullyrða þeir báðir að ekki sé um skylduaðild að Stúd- entaráði að ræða, heldur sé Stúd- entaráð stofnun innan háskólasam- félagsins sem Háskólaráð úthlutar fjármagni til. Hvort hér sé um mannréttindabrot að ræða segir Sigurður Líndal: „Að vísu má vera að reglumar um gjaldtökuna séu ekki eins skýrar og æskilegt er og það er þá sjálfstætt úrlausnarefni en ég býst við því að gagnvart skýr- um ákvæðum geti varla nokkur mannréttindalöggjöf bannað þetta fyrirkomulag." Með fullri virðingu fyrir skoðunum félagsmanna Vöku, þá verð ég að taka mark á afstöðu Sveinbjöms Bjömssonar, rektors, og Sigurðar Líndal, lagaprófessors, og hafna því fullyrðingum Vöku, þ.e. að um skyldu- eða nauðungar- aðild sé að ræða. Engin mannrétt- indabrot hafa því verið framin í Háskóla íslands, a.m.k. ekki í þessu máli. Flokkur í leit að baklandi Þegar afstaða Völu er skoðuð í samhengi við það sem á sér stað í þjóðfélaginu er auðvelt að draga ályktanir. Kosningamál Vöku falla ótrúlega vel að þeirri hugmynda- fræði sem nú nýtur mikils fylgis innan Sjálfstæðisflokksins. Þar þinga menn ótt og títt um rétt ein- staklingsins til að velja, markaður- inn á algjörlega að ráða. Sjálfstæð- ismenn vilja fækka þingmönnum, Vaka vill fækka fulltrúum stúdenta í Stúdentaráði. Á meðan námsmenn í háskólanum og annars staðar börðust gegn tillögum ríkisstjórnar- innar í lánamálum voru önnur mál efst á baugi hjá ungum sjálfstæðis- mönnum, því á sama tíma óskuðu félagsmenn Heimdallar eftir fundi með formanni Stúdentaráðs um skylduaðild að ráðinu. „Og enn þinga heimdellingar um fijálsa að- ild og kosningamál Vöku um afnám þegnskylduaðildar." Vaka vill af- sala hlut stúdenta í innritunargjöld- um og taka þess í stað upp þjón- ustugjaldastefnu ríkisstjórnarinnar. Hugmyndafræði Vöku um breytt Stúdentaráð virðist því koma frá Valhöll. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum misserum lagt fram hugmyndir fijálshyggjunnar, við litlar undirtekir landsmanna. Flokk- urinn virðist þó hafa eignast banda- menn í Háskóla íslands. Þar virðist flokkurinn hafa fundið það bakland sem það vantaði. Háskólinn einkavæddur?! í Vökublaðinu, 2. tbl. febrúar 1993, setja Vökumenn fram nýjar hugmyndir um hvemig eigi að Qár- magna rekstur Háskóla íslands. Þar segir að sú leið „... að grenja utan í stjómvöldum dugir greinilega ekki lengur“. Því setja Vökumenn fram þá tillögu að fá „aðila atvinnulífsins til samstarfs með því að kosta kennslu á einstökum námskeiðum". Og ekki nóg með það, bjóða á heild- arsamtökum atvinnulífsins „... að fjármagna prófessorsstöður á sviði viðkomandi samtaka“. Hér kveður aldeilis við nýjan tón. Það á að aðstoða ríkisstjórn við niðurskurð í háskólanum og einkavæða skólann! Þessi hugmynd gæti komið beint frá einkakvæðingamefnd ríkis- stjómarinnar. Það er ótrúlegt að frambjóðendur sem bjóða sig fram til hagsmunagæslu fyrir samnema sína skuli gerast svo bijálaðir að setja fram slíkar hugmyndir í fullri alvöru. Hér er ekki verið að hugsa um hagsmuni stúdenta heldur ann- ars vegar að hjálpa ríkisstjórninni og hins vegar að beijast fyrir hug- myndum hægri afla Sjálfstæðis- flokksins. Allir saman nú! Röskva hefur á síðustu tveimur árum einbeitt sér að því að ijúfa einangrun stúdenta og afla okkur bandamanna í baráttunni fyrir öflugum lifandi háskóla. Samstarf háskólakennara hefur þegar skilað Páll Magnússon „Sjálfstæðismenn vilja fækka þingmönnum, Vaka vill fækka fulltrú- um stúdenta í Stúdenta- ráði.“ árangri, æ fleiri taka undir sjónar- mið námsmanna í málefnum lána- sjóðsins og í atvinnumálum leggjum við áherslu á að taka sjálf frum- kvæði og koma með tillögur um nýjungar, eins og við gerðum í sum- ar með nýsköpunarsjóði náms- manna. Við stúdentar höfum lent í ólgu- sjó í tíð núverandi ríkisstjórnar en sameinaðir lyftum við bautasteinum eins og Gaulveijar forðum! Höfundur er i stúdentaráðsliði Röskvu. ( Jleöóur á morgun v_____________________ ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Kirkjuhundurinn kemur í heimsókn íbandi hjá Sigríði Hann- esdóttur. Guðsþjónusta kl. 14. Bjöllukórinn leikur. Einsöngur: Gerður Bolladóttir. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson messar. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barna- starf í safnaðarheimilinu á sama tíma. Helgistund kl. 17. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. For- söngvari Sesselía Kristjánsdóttir. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Hildur Sigurðar- dóttir guðfræðinemi prédikar. Einar Sigurbjörnsson prófessor þjónar fyrir altari. Organisti Kjart- an Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Barnakór Grensáskirkju syngur, stjórnandi Margrét Pálmadóttir. Skátar koma í heim- sókn. Organisti Árni Arinbjarnar- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- stund kl. 10. Olav Bucherd. Messa og barnasamkoma kl. 11. Olav Bucherd prédikar. Barnakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kirkja heyrn- arlausra: Messa kl. 14. Sr. Miyako Þórðarson. Aftansöngur kl. 17. Hörður Áskelsson leikur á orgel og Daði Kolbeinsson á óbó trúar- tónlist. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkju- bíllinn fer um Hlíðar og Suðurhlíð- ar á undan og eftir messu. Há- messa kl. 14. Sr. Arngrímur Jóns- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kór Langholtskirkju (hópur III) syngur. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarf á sama tíma. Aðal- safnaðarfundur eftir guðsþjón- ustu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjarts- son. Organisti Ronald Turner. Bamastarf á sama tíma í umsjá Þórarins Björnssonar. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustu. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel og kórstjórn Reynir Jón- asson. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Fræðsluerindi kl. 15.15. Sr. Sigurður Pálsson framkvstj. Hins ísl. biblíufélags flytur erindi um Biblíuna. SELTJARNARNESKIRKJA: Kvennamessa kl. 11. Konur úr Kvenfélaginu Seltjörn sjá um bænalestur og ritningalestur og syngja stólvers. Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona les einþátt- inn Marta eftir sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur og Anna Þráins- dóttir ballerína túlkar með leik- rænni tjáningu. Organisti Hákon Leifsson. Prestur sr. Solveig Lára Guðspjall dagsins: (Matth. 3) Skfrn Krists. Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma í umsjá Eirnýjar, Báru og Erlu. ÁRBÆJARKIRKJA: Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Þór Hauksson. Fríður Sigurðardóttir og Halla S. Jónasdóttir syngja tví- söng. Organleikari Kári Þormar. Molakaffi á eftir. Sunnudaga- skólastarf í Árbæjarkirkju, Ártúns- skóla og Selásskóla á sama tíma. Fyrirbænastund miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Organisti Daníel Jónasson. Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kl. 17 er síðdegissamkoma fyrir alla fjölskylduna á vegum KFUM & K, Kristniboðssambandsins og Kristilegu skólahreyfingarinnar. Ræðumaður Ulrich Parzany. Kl. 20.30 er samkoma „Ungs fólks með hlutverk". Bænasamkoma með altarisgöngu þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í Safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Ference Utassy. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í umsjón Sigfúsar og Guðrúnar. Guðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Sönghópurinn „Án skilyrða" annast tónlist. Fyrir- bænastund mánudag kl. 18. Helgistund í Gerðubergi fimmtu- dag kl. 10.30. Prestarnir. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Barnaguðsþjónusta kl. 11. í Fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Guð- fræðinemarnir Sveinn, Elínborg og Guðmunda aðstoða. Skáta- guðsþjónusta kl. 14. Skátar að- stoða og flytja ritningarorð. Björg- vin Magnússon skátaforingi préd- ikar. Organisti Sigurbjörg Helga- dóttir. Afmæliskaffi Skátafélags- ins Vogabúa eftir guðsþjónustuna í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Vig- fús Þór Árnason. HJALLAPRESTAKALL: Messu- salur Hjallasóknar Digranesskóla. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Messuheimsókn Miðfirðinga. Sr. Guðni Þór Ólafs- son prófastur á Melstað prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sókn- arpresti. Kirkjukór Miðfirðinga syngur undir stjórn Ólafar Páls- dóttur organista. Allir velkomnir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11. Hólmfríður Gunnars- dóttir verkefnisstjóri vinnuvernd- arársins prédikar um vinnuvernd í verki. Organisti Stefán R. Gísla- son. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjórisson. Sóknarprestur. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Guðsþjón- usta kl. 14. Kaffiveitingar eftir messu. Safnaðarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Laugardag: Flautuskólinn kl. 14. Samvera barna 9—12 ára kl. 15 í safnaðar- heimilinu. Sunnudag kl. 11 barna- guðsþjónusta. Strengjasveit barna leikur. Gestgjafi í sögu- horni: Þorgrímur Þráinsson. Kl. 14 guðsþjónusta, fermingarbörn ársins aðstoða, miðvikudag kl. 7.30 morgunandakt. Organisti: Violeta Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM/KFUK, SÍK, KSH:„Jesús 93.“ Vakningarsamkoma í dag kl. 17 í Breiðholtskirkju. Ræðumaður Ulrich Parzany, framkv.stjóri KFUM í Þýskalandi. „Góðu frétt- irnar“ spila, mikill söngur, fyrir- bæn. Barnasamverur á sama tíma. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga er messa kl. 18.30. FÆREYSKA Sjómannaheimilið: Samkoma sunnudaginn kl. 17. Ræðumenn eru Rosa Hansen, Louise Fjallsbak og Sigrid Andre- assen. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 11 helgunarsamkoma og sunny- dagaskóli kl. 19.30. Hjálpræðis- samkoma kl. 20. Flokksforingjarip- ir, kafteinarnir Thor Narve og EJ- björg Kvist, stjórna og sala á sam- komum dagsins. GARÐASÓKN: Sunnudagaskóli í Kirkjuhvoli kl. 13. Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Bragi Friðriksson. BESSASTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta kl. 11. Skátar taka þátt. Hugleiðingu flytur Birgir Thoms- en. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 13 og í Víðistaðakirkju kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur. Org- anisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Organisti Helgi Bragason. Gunnþór Ingason. Kyrrðarstund í hádeginu á miðdag. Léttur máls- verður í Góðtemplarahúsinu. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- guðsþjónuta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kJ. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabfl- inn. Nemar úr Tónlistarskóla Keflavíkur leika á hljóðfæri. Guðs- þjónusta kl. 14. Kvennakór Suður- nesja syngur negrasálma og nem- ar úr Tónlistarskólanum leika á hljóðfæri. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni á fimmtudögum kl. 17.30. Sóknarprestur. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskólinn kl. 11. Kvöldmessa kl. 20.30. Kór kirkjunnar og barna- kórinn leiöa safnaðarsönginn. Léttir söngvar. Spilað undir á píanó. Börn úr Tónlistarskólanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.