Morgunblaðið - 20.02.1993, Page 12

Morgunblaðið - 20.02.1993, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 Kennaraverk- fall er ótímabært eftir Hauk Helgason Það vakti undrun margra kenn- ara þegar þeir heyrðu það í frétt- um að forusta Kennarasambands íslands stefndi í verkfall með 3.200 félaga sína nokkrum dögum fyrir 12 daga páskaleyfi. Hurðum skellt eftir fyrsta viðræðufund og því borið við að „andskotar" okkar hefðu ekki komið færandi hendi. Annað eins hefur nú gerst. Auk þess hefðu þeir verð svo ósvífnir að þeir hefðu viljað ræða við okk- ar menn um leið og aðra laun- þega. Margar spumingar hafa vaknað á kennarastofum undan- fama daga og vil ég víkja að nokkram þeirra. Hvers vegna 22. mars? Verkfalli er ætlað að skapa þrýsting á viðsemjandann þannig að hann sjái sér hag í því að ganga til samninga um ásættanlegan hluta af kröfum stéttarfélagsins. Mönnum fínnst það liggja í augum uppi að það geti ekki skapað þrýst- ing á launagreiðanda að starfsfólk hefji verkfall rétt áður en hann þarf að greiða því full laun í tæp- lega tveggja vikna fríi. Páskaleyf- ið vegur rúmlega 2,5% af árslaun- um kennara. Er ekki launakrafan nú 5% hækkun launa? Páskaleyfí lýkur 14. apríl. Þá era átta starfs- dagar í fyrstu próf í unglingadeild- um. Próf skapa ekki þrýsting í grannskólum sökum þess að hvort þau era tekin eða ekki hefur ekki áhrif á námsframvindu nemenda. Það er því öllum ljóst sem til þekkja að auðvelt er fyrir ríkis- valdið að víkjast undan því að semja við kennara grannskólanna þar til líður að hausti. Verður ekki ríkið að byrja að borga laun 1. júní þó við séum í verkfalli? Forasta Kennarasambands ís- lands gerir sér fulla grein fyrir því að komi til verkfalls muni það standa út skólaárið. Þess vegna sendir það talsmenn sína út með eftirfarandi túlkun. „Við eigum 350 milljónir í verkfallssjóði. Það dugar okkur til að greiða ykkur laun til 1. júní. Ríkið verður að byrja að greiða laun aftur 1. júní því þið erað búin að vinna af ykk- ur sumarið." Auðvitað veit forasta Kennarasambandsins að þetta stenst ekki. í þeim tveim verkföll- um sem kennarar tóku þátt í innan vébanda BSRB féllst ríkið á að reikna mánuð á móti mánuði. Þannig var fallist á að draga ekki frá þann hluta sem kennarar áttu að vinna upp í sumarkaupið. Blað- inu verður ekki snúið við núna. Samkvæmt samningum kennara eiga þeir að skila ákveðnum vinnu- tíma yfír sumarið í formi undir- búnings og námskeiðá. Standi yfír verkfall verður sá tími ekki unninn og þar af leiðandi ekki greiddur. Því stendur eftir upp í sumarkaup- ið sá hluti orlofsins sem menn hafa unnið sér inn áður en verk- fall hófst. Ekkert annað. Geymum afl verkfaUssjóðsins þar til grunnskólinn verður færður til sveitarfélaganna Augljóst er að veralega reynir á styrk kennarasamtakanna þegar grannskólinn flyst yfír til sveitarfé- laganna og það mun verða í mjög náinni framtíð. Menn spyija því víða á kennarastofum: Er ekki vit- ið meira að eiga þá peninga sem nú era í sjóðnum til að tryggja baráttuþrek félagsmanna þegar kemur að þeim örlagapunkti? eftir Hólmfríði Gísladóttur í ijórða sinn er haldinn alþjóða- dagur leiðsögumanna víða um heim, 21. febrúar. Leiðsögumenn ferðamanna vilja vekja athygli á starfí sínu og sýna fram á að þeir fræða ekki aðeins erlenda ferða- menn heldur einnig heimamenn. Þeir hafa boðið sérstökum hópum, s.s. alþingismönnum, blindum, borgarfulltrúum, heyrnaskertum og heyrnarlausum, umferðarnefnd, öldruðum o.fl. ókeypis leiðsögn um lönd og borgir og sums staðar öllum almenningi eins og t.d. var gert í Reykjavík 1990. Starf leiðsögumanna erlendra ferðamanna er margþætt. Það út- heimtir fæmi í tungumálum, þekk- ingu á landi, þjóð og sögu, þjálfun í að miðla fróðleik og hæfni í mann- legum samskiptum. Þar að auki En hvað um BSRB. Erum við ekki að svíkja þá ef viðförum ekki í verkfall 22. mars? Rétt er að riíja það upp að nú- verandi forasta Kennarasam- bandsins stóð fyrir brotthvarfí kennara úr BSRB 1985. Það brott- hvarf var enn frekar undirstrikað á sl. ári með því að KÍ flutti úr því húsnæði sem það byggði með öðram BSRB-félögum við Grettis- götu. Tilgangurinn á sínum tíma var að sameinast öðram kennuram í HÍK. Það gekk ekki eftir. Við ákvörðun á tímasetningu verk- fallsaðgerða nú hafði Kennara- sambandið ekkert samráð við HÍK eða einstök félög innan BSRB enda hefur hvert félag sjálfstæðan samningsrétt og miðar því aðgerð- ir við hagsmuni sinna félags- manna. Akvörðun um lok verkfalls getur því verið mjög mismunandi þó upphafsdagur sé sá sami. Þetta er gjörbreyting frá því sem áður var. Gleymdist að kanna hug félagsmanna til verkfallsaðgerða? Kennarar era stéttvísir. Þeim þarf leiðsögumaðurinn að gæta hags og heilsu ferðamannanna og geta bragðist rétt við öllu því sem upp kann að koma. Leiðsögumenn vinna að land- og umhverfísvernd í starfí sínu og eiga gott samstarf við þá sem vinna á sama sviði. Bflstjórinn er þó sá samstarfsmað- ur sem mest veltur á. Hann þarf að vera leikinn í akstri, þekkja ökutækið og geta lagfært það sem aflaga fer, þekkja vegi og vegleys- ur, vera lipur við farþega og sam- starfsfús. í hverri ferð er það því samstarf margra aðila sem „árang- urinn“ veltur á. Þegar farið er með heimamenn er tungumálið ekki vandamál en þá þarf fræðslan að vera öðravísi upp byggð. Kunnur leiðsögumaður sagði að það vaeri nú svo þegar farið væri með íslendinga að þá þyrfti að þekkja hvem einasta bæ, vita hvaða stórmenni og ættir væra það- an, hvað bóndinn héti og hundurinn! Haukur Helgason „Mjög margir kennarar efast um að það sem næðist svaraði á nokk- urn hátt þeim kostnaði og þeim byrðum sem slíkt verkfall mundi leggja á heimili þeirra. Auk þess sem samtökin yrðu lömuð í langan tíma á eftir. Þess vegna munu nei-in við ótíma- bæru frumhlaupi for- ustu Kennarasambands Islands verða mun fleiri en hana grunar.“ Erlendis er víða ófrávíkjanleg regla að leiðsögumenn þess lands eða borgar sem ferðast er um koma upp í bílinn þar sem útlendingar era á ferð og segja frá landi sínu. Þetta er gert þó fararstjóri sé með hópnum. Rökin fyrir þessu eru þau að leiðsögumenn staðarins séu best til þess fallnir að fræða um sípa heimahaga. Hér á landi fengu milli 50 og 60 erlendir hópstjórar atvinnuleyfí til starfa sem leiðsögumenn á síð- asta sumri. Þeim var falið að kynna ísland fyrir öðrum erlendum ferða- mönnum. Eflaust eru hæfír menn í þessum hópi, sprenglærðir há- skólakennarar og íslandsfræðing- ar, en því miður ráða ferðaskrif- stofur líka ungt skólafólk sem aldr- ei hefur komið hingað, ratar ekkert og engin trygging er fyrir að það viti eitthvað um land og þjóð. Það langar til íslands, lætur sig hafa það og ferðaskrifstofan sleppur við að borga þeim laun, það er ráðið upp á ferðina og fæði. Eðlilegt væri að þeir sem starfa hér sem Ieiðsögumenn erlendra ferðamanna þyrftu allir að ganga í gegnum sömu fræðslu og þjálfun og innlendir leiðsögumenn en fá annars innlenda leiðsögumenn í bílinn. Hvers vegna eigum við að gera minni kröfur til erlendra leið- sögumanna en íslenskra? Á hátíðarstundum er talað um að ferðaþjónustan sé vaxtarbrodd- urinn í íslensku atvinnulífí og hægt sé að auka tekjur okkar af ferða- svíður því undan þeim frýjunarorð- um sem formaður kennarasam- bandsins sendi þeim í bréfí til trún- aðarmanna. Hann segir þar m.a.: „Kostirnir era tveir. Annar kostur- inn er sá að sættast á að hafa ekki frekari afskipti af kjörum sín- um, starfsaðstöðu og umhverfí. Þeir sem era tilbúnir til þessa segja nei við verkfalli. Hinn kosturinn er að reyna til þrautar að breyta þeirri stefnu sem fylgt hefur verið undanfarin ár um lægri kaupmátt, lakari kjör, aukna skattbyrði al- menns launafólks, hærri vexti og aukið atvinnuleysi. Þeir sem það vilja segja JÁ við verkfalli." Til- vitnun lýkur. Athygli vekur að formaðurinn talar um já eða nei við verkfalli, ekki verkfallsboðun. Enda er það í takt við það að þeirri sjálfsögðu kurteisi er sleppt að víkja málinu til sáttasemjara og gefa honum tækifæri á að halda einn fund áður en verkfallsvopnið er mund- að. Allur aðdragandi þessa máls beinist að því að stofna til verk- falls. Mjög margir kennarar efast um að það sem næðist svaraði á nokkurn hátt þeim kostnaði og þeim byrðum sem slíkt verkfall mundi leggja á heimili þeirra. Auk þess sem samtökin yrðu lömuð í langan tíma á eftir. Þess vegna munu nei-in við ótímabæru fram- hlaupi forastu Kennarasambands íslands verða mun fleiri en hana granar. Höfundur er skólastjóri og átti sæti í samningancfndum kennara ímeir en tvo áratugi. mönnum veralega. Höfum við efni á að bjóða ferðamönnum annars flokks leiðsögumenn sem ef til vill valda því að óhróðri er dreift er- lendis um land og þjóð? Slíkt getur grafíð undan því uppbyggingar- starfi sem unnið hefur verið í ferða- þjónustu á undanförnum árum. Fyrir 20 áram stofnuðu íslenskir leiðsögumenn félag sem meðal ann- ars lagði áherslu á að allir leiðsögu- menn fengju góða og yfirgripsm- ikla grunnmenntun um land og þjóð, þá menntun sækja þeir nú í Leiðsöguskóla íslands sem starf- ræktur er í Menntaskólanum í Kópavogi. Leiðsögumenn eru metn- aðarfullir í starfi og sækja símennt- un af ýmsum toga á námskeið sem Félag leiðsögumanna gengst fyrir. Þeir hafa valið sér kjörorðið: Land- inu virðing — lífinu hlýja. Höfundur er leiðsögumaður og deildarsijóri hjá Rauða krossi íslands. * flíSAR p rm -p Tn t ■pi TÍ U p-nnwpsir nn ILLiU 9 L □ l±UZ L ITTTTI □ ± □ Stórhöfða 17, við GuIIinbrú, sími 67 48 44 Helgi Hálfdanarson Smekkleysið auglýst Um nokkurt skeið að undan- fömu hefur ríkissjónvarpið gert sér það til minnkunar að útvarpa sem auglýsingu aulalegum útúr- snúningi úr alþekktu kvæði Hall- gríms Péturssonar. Merkur leik- ari og vinsæll er dag eftir dag látinn þylja: „Víst ávallt þeim vana halt að vera hress og drekka malt.“ Ljóst er, að festa skal eitt af beztu kvæðum þjóð- skáldsins við þann vökva sem þama er haldið að bömum lands- manna. Fyrir skömmu benti Ólafur Oddsson málfræðingur á það í prýðilegum útvarpsþætti, hvílík smekkleysa hér væri framin, og gerði því máli einstaklega góð skil. Ætla mætti, að auglýsandinn og sjónvarpið áttuðu sig á óhæf- unni og reyndu jafnvel að afsaka framhlaup sitt sem vangá. En viti menn! síðan hefur ekki linnt þessu ragli í sjónvarpinu svo sem í storkunar skyni og því til stað- festingar að hneykslið sé framið að vandlega yfirlögðu ráði, Is- lendingum til skapraunar. Furðu gegnir, að óskrifuð lög um friðhelgi andlegra verðmæta skuli svo hraklega svívirt. Svo er að sjá sem nauðsyn beri til, að þar verði betur frá hnútum gengið. Einatt er níðzt á öðrum menn- ingar-gersemum en kvæðum góðskálda, þegar skramað er af búðarvamingi. Ósjaldan má sjá og heyra perlum klassiskrar tón- listar þröngvað til fylgdar við sölugóss í sjónvarpsauglýsing- um. Tilgangurinn er augljós. Og víst er það hart, að í sjónvarpi ríkisins skuli beitt þeirri sálar- nauðgun, að hvenær sem í hug- ann komi eitt af snilldarverkum Mozarts, hljóti menn að sjá fyrir sér viðbjóðslega krás á veizlu- borði. Ég kallaði þetta athæfí brot á óskráðum lögum, þeim reglum háttvísinnar sem hver siðuð manneskja virðir ósjálfrátt. En þegar þess má vænta, að jafnvel sjálft ríkissjónvarpið móðgi þjóð- ina í nafni ófyrirleitinna kaupa- héðna, hlýtur löggjafínn að verða krafínn verndar. Fullyrt skal, að sett hafí verið lög í landi hér af minni þörf. Því miður hefur sjónvarpið reynzt á öðrum sviðum verri meinvættur í íslenzku samfélagi en nokkur menningar-viðleitni fái rönd við reist. En sú sorgar- saga er lengri en hér verði rakin. Alþjóðadagnr leiðsögnmanna Víti við Mývatn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.