Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 21 Afmæliskveðja James Daniel Ell- is veðurfræðingnr Sjötugur er í dag James Daniel Ellis, eða Jim eins og hann er ávallt kallaður af vinum og vandamönn- um. Víst er, að Jim er mörgum ís- lendingum að góðu kunnur, en hann var búsettur hór á landi frá árlnu 1949 tll 1962 og atarfaði sem veðurfræðingur á Keflavíkurflug* velli. Jim er fteddur í Chieago 20. febrúar 1923. Foreldrar hans voru James Ellis og Pauline (fœdd Wolgast). Pauline var dóttir þýskra inn* flytjenda, en James eldri var af rótgrónum skosk-írskum Kentucky-ættum, Jim ólst upp í Chicago og nam veðurfræði við háskólann í Chicago og síðan kom fjögurra ára her- skylda í Englandi, Wales, Frakk- landi, Ítalíu og Filippseyjum. Að lokinni herþjónustu sótti hann um starf veðurfræðings, en þeir eru ríkisstarfsmenn í Banda- ríkjunum. Var honum birtur listi yfir staði þar sem stöður voru lausar og var Keflavíkurflugvöllur þar á meðal. Sem unglingur hafði hann lesið Njáls sögu og valdi hann ísland þess vegna. Jim telur sig hafa verið heppinn að velja ísland og víst er að. sann- ari íslandsvinur er varla til, eða eins og hann segir sjálfur á ágætri íslensku: „Ég bjó á Islandi í 11 ár, siðan hef ég komið til Islands tvisv- ar með skipi, yfir fjöruttu sinnum með flugvél og mörg hundruð sinn- um í draumum minum.“ Fyrri kona Jims var Ingibjörg Lýðsdóttir og ættleiddu þau eina dóttur, Kristinu. Jim og Ingibjörg skildu og fylgdi Kristin föður sínum. Árið 1960 kvæntist hann Ragn- hildi Guðrúnu Finnbjörnsdóttur frá ísafirði. Ragnhildur átti þrjú börn af fyrra hjónabandi með Gisla ísleifssyni, þau ísleif, Finnbjörn og Sigríði. Árið 1962 fluttist öll fjölskyldan til Bandaríkjanna og settist að í Washington DC. Jim og Ragna eignuðust þijár dætur: Ruth, Marta og Jenny bættist í hópin og eru börnin sjö talsins, allt mannko- stafólk og vel menntað. Barna- börnin eru orðin fjórtán talsins. Jim hætti störfum árið 1980, eftir 37 ára starf sem ríkisstarfs- maður, og hafði þá starfað á aðal- veðurstofu Bandaríkjanna í Suit- land Maryland í 18 ár. Hagkaup íhugar að flytja inn kók SÚ hugmynd hefur komið upp meðal forsvarsmanna Hag- kaups að bregðast við tiltölulega háu verði á dósagosi frá Yífilfelli með því að hefja innflutning á þessari vöru. Jón Asbergsson, framkvæmdastjóri, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið, en tók jafnframt fram að aðeins væri um að ræða eina af mörgum hugmyndum sem sífellt kæmu upp og hún væri aðeins á umræðustigi innan fyrirtækisins. Aðspurð- ur sagði hann að engar viðræður hefðu átt sér stað við er- lenda aðila vegna þessa. Páll Kr. Pálsson, framkvæmda- stjóri Vífilfells, segir að það geti vel verið rétt að dósakók frá Vífil- felli sé ekki samkeppnisfært við innflutt dósakók. Mestu ráði um það hár flutningskostnaður vegna framleiðslu á dósakóki hérlendis og kostnaður við'framleiðslu dós- anna sjálfra sem eru með íslensk- um áletrunum. Páll benti á að Vífilfell þyrfti Sofandi ámiðri Miklubraut LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af ökumanni bif- reiðar sem lagt var á miðri Miklubraut, við Skeiðarvog, á háannatimanum á miðvikudag. Við athugun reyndist maðurinn steinsofandi sökum ölvunar. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar dó maðurinn víndauða um fimmleytið um daginn á þessum stað þegar umferðarþunginn er hvað mestur. Varð því nokkur rösk- un á umferð af þessum sökum. Maðurinn var fluttur í fanga- geymslur lögreglunnar og fékk að sofa úr sér vímuna þar. TJöfóar til XT fólks í öllum starfsgreinum! að flytja inn dósirnar til framleiðsl- unnar sem tækju sama rúmmál í flutningi og áfylltar dósir. Auk þess þurfi fyrirtækið að flytja inn sykur til framleiðslunnar og lok á dósirnar. Ofan á þetta legðist að- skilinn flutningskostnaður og því til viðbótar væri hugsanlegt að Hagkaup hafi gert hagkvæmari samninga um flutninga en Vífil- fell sem geri að verkum að Hag- kaup ná ákveðni hagkvæmni út úr flutningunum. Með hæstu gæðavísitölu Páll sagði að þeir sem keyptu dósakók frá Vífilfelli gerðu miklar kröfur til gæða. „Við erum með eina hæstu gæðavísitölu í heimin- um af öllum framleiðendum á vörumerkjum kóka kóla og ég held að þeir sem hafa drukkið dóaskók erlendis geti verið sam- mála um að þar sé um bragðmun að ræða sem stafar fyrst og fremst af vatninu og gæðum þess,“ sagði hann. Ný sending Dömu-, herra- og barnasloppar. Einnig velúrgallar - ódýrar silkislæður - undirfatnaður - gjafa- og snyrtivörur. Gullbrá, Nóatúni 17, sími 624217. V______________________________) Fluttust þau til Flórída og búa nú I litlum bæ, Dunedin, rétt norð- an við Clearwater. Þau hjónin hafa alla alla tlð verið einstaklega gestrisin og eru þeir margir Islendingarnir, sem gist hafa hjá þeim um lengri eða skemmri tíma eða notið samvista við þau á annað hátt. Jim er söngmaður góður, trúað- ur og syngur í kirkjukórnum í Dunedin á hveijum sunnudegi. Auk þess ekur hann skólabílnum í bænum. Það starf líkar honum vel, enda alltaf verið barnavinur. Jim er mikill maður vexti og léttur í lund og sannur gleðigjafi á góðri stund. Víst er, að það verður glatt á hjalla á sjötugsafmælinu, en þá verður hann á heimili sínu í Duned- in, umkringdur íslenskum og amer- ískum ættingjum og vinum. En héðan frá gamla Fróni berast hon- um margróma hamingjuóskir með daginn: Heill þér sjötugum, Jim Ellis. Tengdafólk. Grillsteikumar hjá |ariinum: Mest seldu steikur á Islandi NAUTAGRILLSTEIK, SIRLOIN.kr. 690 LAMBAGRILLSTEIK, FILLET.kr. 750 SVÍNAGRILLSTEIK, HNAKKI.kr. 690 larFlinri '•Vf ITINGASTOFA- Sprengisandi — Kringlunni ORFAIR BILAR EFTIR Á HREIIMT ÓTRÚLEGU VERÐI HER ERU ÍO GOÐ D Æ M I SAAB 900i grænn '86, ek. 114 þús. km. markaðsv. kr. 660.000 tilbob kr. 480.000 Citroén AX 11 TRE blár /88, ek. 43 þús. km. markaðsv. kr. 380.000 tilbob kr. 295.000 Ford Scorpio rauSur '86, ek. 140 þús. km. markaðsv. kr. 650.000 tilbob kr. 390.000 Chevrolet Celebrity blár '86, ek. 160 þús. km. markaðsv. kr. 580.000 tilbob kr. 380.000 Daihatsu Rocky diesel '85, ek. 138 þús. km. markaðsv. kr. 770.000 tilboð kr. 530.000 Skoda Favorit grænn '90, ek. 30 þús. km. markaðsv. kr. 380.000 tilboð kr. 250.000 MMC Galant 2000 GLS '87, ek. 82 þús. km. markaðsv. kr. 650.000 tilbob kr. 480.000 SAAB 900i blár '85, ek. 89 þús. km. markaðsv. kr. 580.000 tilbob kr. 360.000 Lada Saphir '87, ek. 74 þús. km. markaðsv. kr. 180.000 tilbob kr. 75.000 Dodge Shadow Turbo '89, ek. 37 þús. km. markaðsv. kr. 1.090.000 tilboð kr. 890.000 Komib, semjiö og geriö góð kaup. Vib bjóðum margskonar greiðslukjör. Kaupir þú notaðan bíl í eigu Globus hjá Bílahöllinni i febrúar áttu möguleika á þægilegri helgarferö fyrir tvo á Hótel Örk. Helgardvöl miðasl við tvo daga og eina nótt. NOTAÐIR BILAR N O T A Ð I R SIMI: 674949 ÞAÐ ER OPK> HJÁ OKKUR: mánudaga til föstudaga kl. 9.00 - 18.30 laugardaga kl. 10.30 - 17.00 sunnudaga kl. 13.00 - 16.00 NOTAÐIR BÍL.AR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.