Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993
mkft/m
Með
morgunkaffínu
... hápunktur lífsins.
TM Rea. U.S Pat Ofl.—all rights reserved
* 1992 Los Angeles Times Syndicate
Staðsetningin er frábær,
steinsnar frá leikskóla og
barnaskóla!
HÖGNI HREKKVÍSI
„ HIBVLAFaÆp/NGNCVtl ÚST BKKEK.T 'a H AWA •“
BRÉF TIL BI.ADSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Vanmetin bók
Frá Baldrí Ingólfssyni:
Líklega er símaskráin sú nytja-
bók sem flestir taka sér í hönd og
hún er gefin út árlega í upplagi
sem er talsvert á annað hundrað
þúsund, enda munu símhafar vera
um 130.000. Samt minnist ég þess
ekki að hafa séð umsögn eða rit-
dóm um þetta bráðnauðsynlega
uppsláttarverk, en kannski stafar
það af því að það telst ekki til jóla-
bóka og er samið af ónefndum
höfundi eða höfundum.
Símaskráin er stór bók, 22X30
cm, og röskar þúsund blaðsíður
auk korts af Reykjavík og ná-
grannabyggðum. I bókina vantar
titilblað, en á 3. bls. stendur að
útgefandi sé Póst- og símamála-
stofnunin. Það nafn vantar hins
vegar í skránni þó að gera verði
ráð fyrir að stofnunin hafi síma.
Efni símaskrárinnar er miklu
fjölbreyttara en margir halda, en
það er óhægt um vik að átta sig
á því vegna þess að eiginlegt efnis-
yfírlit er ekkert. Meginefnið er að
sjálfsögðu skrá um símahafa og
skiptist hún í 8 kafla. í upphafí
hvers kafla er númer viðkomandi
svæðis og kort yfir það, en þó er
því sleppt í upphafí 1. kafla um
svæði 91. Leiðbeiningar um notkun
bókarinnar, sem samkvæmt venju-
um uppsláttarverk ættu að vera
fremst, eru á ýmsum stöðum. Á
blaðsíðu 2 er til dæmis yfirlit um
svæðaskiptingu og fleira, en til-
heyrandi kort er að finna á 37.
blaðsíðu. Leiðbeiningar um notkun
símans eru m.a. á bls. 24 til 29,
skýringar skammstafana hafa lent
á bls. 887 og á bls. 889-890 eru
ábendingar um hvemig hringt er
milli landa.
Lengsti kafli símaskrárinnar er
um svæði 91 og nær yfir níu sveit-
arfélög. Það er bagalegt að ekki
er gefið til kynna í hvaða sveitarfé-
lagi símnotandi er, en til þess hefði
tveggja stafa skammstöfun nægt,
t.d. Re=Reykjavík, Be=Bessa-
staðahreppur o.s.frv. Það myndi
auka gildi símaskrárinnar sem adr-
essubókar.
Upplýsingar um póstþjónstu er
að fínna á ýmsum stöðum, en taf-
samt er að henda reiður á þeim. Á
bls. 3-23 er ýmiss konar rusl sem
er vandséð að eigi þar heima og í
heild verður að segja að efnisskip-
an sé harla ruglingsleg. Það þyrfti
að stokka efnið upp fyrir næstu
útgáfu, en það er naumast á færi
annarra en manna sem era vanir
orðabókarvinnu eða gerð annarra
uppsláttarverka.
Prentun er góð og leturgerð vel
valin (steinskrift). Fimm og sex
stafa númeram er skipt í þrennt,
en sumir auglýsendur skipta þeim
í tvo hluta. Með því verða þau mun
Frá Ásmundi U. Guðmundssyni:
Athugasemd
Það skal tekið fram, að yfirlits-
kort það sem Ásmundur gerir að
umræðuefni, var gert í kortadeild
Morgunblaðsins og eru mistökin
við vinnslu þess Morgunblaðsins
en ekki Kristjönu, fréttaritara þess
í Búðardal.
Hinn 9. febrúar 1993 las ég
undirritaður í blaðinu pistil, undir
fyrirsögninni „Bæir í Haukadal
sambandslausir“. Skrifaður af
fréttamanni Morgunblaðsins í Búð-
ardal, Kristjönu, með þessu grein-
arkomi fylgdi yfírlitskort af stað-
háttum í mælikvarðanum 0-10 km.
Þó burtfluttur sé þekki ég ennþá
staðhætti og ömefni á því svæði
sem kortið nær til. Ekki trúi ég
því að óreyndu að fréttaritari Morg-
unblaðsins, Kristjana, flaski svo
hastarlega á örnefni við hennar
eigin bæjardyr, að hún nefni og
setji á blað að Hvammsfjörður sé
Gilsfjörður, eins og tilfært er á
kortinu.
Það er óhrekjanleg staðreynd að
Gilsfjörður liggur á sýslumörkum
Dalasýslu og Austur-Barðastrand-
skýrari og fljótlegra og auðveld-
legra að segja þau og skrifa.
Dæmi: 234 567, tveir þrír fjórir -
fímm sex sjö, þ.e. 6 orð, 7 at-
kvæði. Ef sama númer er lesið í
þrennu lagi verða orðin 9 og at-
kvæðin 18: tuttugu og þrír - fjör-
tíu og fímm - sextíu og sjö. Það
er miklu meiri hætta á raglingi ef
þessi gamla aðferð er notuð, enda
gerist æ algengara að fólk fari
styttri leiðina og skipti löngum
númeram í tvennt.
Hér hefur verið tínt til sitthvað
sem þyrfti að laga áður en næsta
útgáfa kemur út og ég held að
gagnlegt væri ef útgefandi leitaði
til símnotenda um það sem betur
mætti fara.
BALDUR INGÓLFSSON,
Fellsmúla 19, Reykjavík.
arsýslu, samkvæmt vasabók Fjölva
í 114 km fjarlægð frá þéttbýlis-
kjarnanum í Laxárdal, Búðardal.
Það er hvergi til fyrirmyndar að
rangfæra ömefni sem annað, af
misvitru liði sem telur sig vita allt
betur en þeir sem era og hafa ver-
ið á svæðinu blómann úr lífshlaupi
sínu.
í framhaldi af þessu má enn og
aftur minna á rangfærslu Vega-
gerðar ríkisins, sem og fjölmiðla,
þegar fjallað er um veginn um
Bröttubrekku. Það hefur aldrei ver-
ið lagður bílfær vegur um Bröttu-
brekku, heldur um Merkihrygg,
með Sellandið og Banaflatir Dala-
megin, en Staðarmúla og Miðdal
Mýramegin. Þeir sem vinna hjá
vegagerðinni, sem og aðrir, mættu
að skaðlausu prófa að aka hina
raunveralegu Bröttubrekku og láta
alþjóð fylgjast með hvernig gangi.
Með fyrirfram þökk fyrir birting-
una.
ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDS-
SON,
Suðurgötu 124,
300 Akranesi.
Hafa skal það
sem sannara reynist
Víkverji skrífar
að er langt síðan eitt einstakt
mál hefur fengið jafn mikla
umfjöllun í brezkum fjölmiðlum og
morðið á tveggja ára dreng í Li-
verpool, James Bulger. Svo virðist
sem unglingspiltar hafi lokkað
drenginn út úr verzlunarmiðstöð,
misþyrmt honum hroðalega og loks
myrt hann. Svona hræðilegur
verknaður er óskiljanlegur öllu
venjulegu fólki. Getur verið að lang-
varandi atvinnuleysi og fátækt
brengli fólk svona gjörsamlega?
Þetta mál er íhugunarefni fyrir alla.
xxx
Islenzka landsliðið í handknattleik
byijaði afar illa á móti sem
hófst í Frakklandi í fyrradag. Liðið
tapaði fyrir Tékkum í fyrsta leik
sínum 26:33 og hefur landsliðið
ekki fengið á sig jafn mörg mörk
í landsleik síðan Þorbergur Aðal-
steinsson hóf að þjálfa það.
Þrátt fyrir þessar hrakfarir í
Frakklandi er ástæðulaust að fyll-
ast örvæntingu fyrir Heimsmeist-
aramótið sem hefst í Svíþjóð eftir
tæpar þrjár vikur. íslenzku landsl-
iðsmennirnir hafa sýnt það og sann-
að að þeir standa sig þegar á hólm-
inn er komið. Auk þess er Þorberg-
ur landsliðsþjálfari afar farsæll í
starfí, „bom winner" eins og Bret-
inn myndi kalla það, svo Víkveiji
leyfir sér að vera bjartsýnn fyrir
HM í Svíþjóð.
xxx
Mjög athyglisverðar fréttir bár-
ust frá Danmörku í vikunni.
Niðurstöður viðamikillar rannsóknir
danskra lækna staðfesta það að
hóflega drakkið vín dragi úr hætt-
unni á dauða vegna hjartasjúk-
dóma. Mælt er með því að fólk í
áhættuhópum drekki allt að þijá
einfalda sjússa af áfengi á dag. Því
hefur löngum verið haldið fram að
hóflega drukkið vín gleðji mannsins
hjarta en það era nýjar fréttir að
vínið styrki hjartað. Loks segir í
niðurstöðum dönsku læknanna að
þúsundir Dana séu í lífshættu vegna
bindindis!
xxx
Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir
bjóða viðskiptavinum sínum
nú orðið upp á að hringja í svoköll-
uð græn símanúmer og tryggja
þannig á vissan hátt að þeir sitji
allir við sama borð, óháð búsetu,
og þurfí ekki að greiða mismikið
fyrir upplýsingar eða þjónustu við-
komandi aðila. Sá sem hringir í
grænt símanúmer greiðir alltaf
samkvæmt staðartaxta, en rétthafi
græna númersins greiðir hins vegar
meðallanglínugjald fyrir öll innkom-
andi langlínusamtöl.
Athygli Víkveija var vakin á því
að í gjaldskrá og reglum fyrir síma-
þjónustu, sem gefín er út af sam-
gönguráðuneytinu og birt er í síma-
skránni, kemur meðal annars fram
að fyrir innkomandi staðarsamtöl
greiðir rétthafí græns símanúmers
samkvæmt staðartaxta, og sam-
kvæmt þessu virðist Póstur og sími
því fá greitt tvisvar fyrir þau sam-
töl sem eiga sér stað innan sama
gjaldsvæðis. Líklega er mest um
það að hringt sé í grænu númerin
frá öðrum gjaldsvæðum en þeim
sem viðkomandi fyrirtæki eða
stofnun er staðsett á, en engu að
síður telur Víkveiji það orka tví-
mælis að Póstur og sími geti rukk-
að tvisvar fyrir símtöl af þessu tagi
innan sama gjaldsvæðis.