Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 44
MICROSOFT, einar j.
WINDOWS. SKÚLASONHF
MORGUNBLAÐW, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1005 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 80
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Lands-
leikjamet í
sigurleik
GEIR Sveinsson, fyr-
irliði landsliðsins í
handknattleik, setti
nýtt landsleikjamet í
sigurleik gegn Sviss á
móti í Frakklandi í
gær. Geir lék sinn
239. landsleik og
bætti þar með fyrra
met Kristjáns Arason-
ar. Geir hefur á þeim
rúmu 8 árum sem
hann hefur verið í
landsliðinu, eytt
samtals einu ári í
keppnisferðir til út-
landa, auk leikja og
æfinga hér heima.
Sjá bls. 43: „Geir
skaut...“
Fyrsti þýski togarinn landar í Hafnarfirði eftir helgi
Fær hærra fiskverd
hér en í Þýskalandi
ÞÝSKI togarinn Dresden mun landa afla í Hafnarfirði á mánu-
dag og þá verða boðin upp um 70 tonn af ísuðum fiski úr togar-
anum hjá Fiskmarkaði Hafnarfjarðar. Þetta er í fyrsta sinn sem
þýskur togari landar í Hafnarfirði. Aflinn er úr Barentshafi en
eigendur togarans, Deutsche Fischfang Union, ákváðu að láta
togarann sigla til íslands þar sem verð er í lágmarki nú á mörk-
uðum í Englandi og Þýskalandi.
Eyjólfur Eyjólfsson, skrifstofu-
stjóri Fiskmarkaðar Hafnarfjarðar,
segir að þeim hafí borist fyrirspurn
frá togaranum í vikunni um það
verð sem stæði til boða fyrir fískinn,
en um er að ræða 50 tonn af þorski
og 20 tonn af ýsu, ufsa og karfa.
Fyrir þorskinn var gefíð upp verð
milli 70 til 110 krónur kílóið eftir
stærð hans og gæðum.
Viðræður um samstarf
„Útgerð togarans er í Cuxhaven
sem er vinabær Hafnarfjarðar og
viðræður hafa verið í gangi milli
forráðamanna beggja bæjarfélag-
anna um hugsanlegt samstarf í sjáv-
arútvegi. Þetta er kannski fyrsta
skrefíð," segir Eyjólfur. „Þess má
þar að auki geta að forráðamenn
Deutsche Fischfang Union hafa
komið hingað til Hafnarfjarðar og
kynnt sér starfsemi fískmarkaðar-
ins.“
Samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ
var meðalverð á mörkuðum í Eng-
landi þessa viku um 94 krónur fyrir
kílóið sem er mjög lágt þar sem það
hefur yfírleitt legið á bilinu 140-150
krónur og í stöku tilfellum farið í
um 200 krónur. í Þýskalandi var
meðalverð tæplega 111 kr. en hefur
að jafnaði verið 130-140 krónur.
Ástæða þessa lága verðs er mikið
framboð af físki á mörkuðum ytra.
Orkuskattur í
Bandaríkjunum
Styrkir
ályinnslu
á Islandi
ÞAÐ er mat Jóns Signrðssonar
iðnaðarráðherra að sú ákvörð-
un Alumax að draga úr árs-
framleiðslu í verksmiðju sinni
í Mt. Holly um 20% hafi ekki
neikvæð áhrif á þróun Atlant-
sálverkefnis Alumax, Hoog-
vens og Granges hér á landi.
Hann telur að boðaður orkuskajt-
ur í Bandaríkjunum styrki stöðu Is-
'ítófctíds sem álframleiðslulands, þegar
horft sé til framtíðar. Alumax sé ein-
faldlega að draga úr framleiðslu
sinni, þar sem orkukostnaðurinn er
hæstur. „Orkuverðið sem þeir eru
að greiða í Mt. Holly er miklu hærra
en það væri á íslandi," sagði iðaðar-
ráðherra í samtali við Morgunblaðið
í gær.
„Þeir eru að færa framleiðslu sína
meira yfír í sitt nýja framleiðslutæki
í Kanada, þar sem orkuverðið er
lægra og framleiðslutæknin á enn
hærra stigi en hún er í Mt. Holly
verksmiðju Alumax," sagði iðnaðar-
ráðherra.
Vænlegur kostur
,.Með því að við vitum að nú á
að fara að leggja á orkuskatt í
Bandaríkjunum, þá býst ég við því
að við munum sjá meira af þessu í
framtíðinni. Það styrkir stöðu Islands
sem álframleiðslulands í framtíðinni,
en veikir hana ekki, það sem þama
er að gerast. Ég tel þetta vera vís-
bendingu um það hvers vegna ísland
er vænlegur staður til álframleiðslu
þegar horft er til framtíðar," sagði
Jón Sigurðsson.
-----».♦ »---
Rólegt næturlíf
fmiðborginni
FÁIR voru í miðbæ Reykjavíkur
fram yfir miðnætti í nótt og lítið
hefur verið um að fólk safnaðist
þar saman frá áramótum að sögn
lögreglu.
Yfírleitt er fámennt í bænum þar
skemmtistöðum lokar og fólk
, /,’rpist út á götumar í leit að leigu-
bíl. Er þá oft margt um manninn.
Morgunblaðið/Kristinn
Konudagur
NÚ hillir undir lok þorra og góa hefur göngu sína á sunnudaginn. Þessar blómum prýddu yngismeyjar minna
eiginmenn um allt land á að konudagurinn markar upphaf góu og sól hækkar á lofti með hverjum deginum.
Greiðslur ríkissjóðs
526 millj.
í dagpen-
inga 1991
Heildargreiðslur A-hluta
ríkissjóðs vegna risnu, ferða- og
dvalarkostnaðar og aksturs-
kostnaðar voru rúmir tveir millj-
arðar kr. á árinu 1991. Ríkissjóð-
ur greiddi 338 milljónir kr. í
dagpeninga I utanlandsferðum á
árinu og 189 milljónir vegna
ferðalaga innanlands. Samtals
námu dagpeningagreiðslur
stofnana í A-hluta ríkissjóðs því
526 milljónum kr.
Greiddar voru 466 milljónir fyrir
afnot ríkisins af starfsmannabif-
reiðum. Samtals námu greiðslur
ríkisins til einstaklinga, einkum
starfsmanna, vegna dagpeninga,
aksturs, fæðisfjár o.fl. rúmum
milljarði króna á árinu 1991.
Sjá bls. 22. „Milljarður í ..."
Dómur í Héraðsdómi Suðurlands vegna líkamsárásar
45 daga varðhald fyrir að
misþyrma sambýliskonu
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur
kveðið upp 45 daga varðhaldsdóm yfir
29 ára gömlum manni fyrir að hafa
gengið á fólskulegan hátt í skrokk á
sambýliskonu sinni og veitt henni um-
talsverða áverka. Maðurinn var ákærð-
ur fyrir tvær líkamsárásir í Vestmanna-
eyjum með því að hafa veist að sambýlis-
konu sinni í ágúst 1991 og aftur í ágúst
1992, en hann var einungis dæmdur til
refsingar fyrir fyrra brotið þar sem
ágallar þóttu vera á málsmeðferð í síð-
ara tilfellinu og skortur á sönnunum.
í dómkröfum ákæruvaldsins á hendur mann-
inum kemur fram að hann hafí aðfaranótt laug-
ardagsins 3. ágúst 1991 á heimili sambýliskonu
sinnar gripið um kverkar hennar, slegið hana
hnefahögg á hægri vanga, skellt henni í gólfíð,
slegið hana liggjandi mörg högg í andlitið með
olnbogum og sparkað í hana með þeim afleið-
ingum að hún marðist á kálfum, hálsi og und-
ir höku og marðist og bólgnaði yfir kinnbein-
um. Þá hafí hann aðfaranótt sunnudagsins 2.
ágúst 1992 veist að henni á heimili þeirra með
höggum og spörkum, tekið um hár hennar og
dregið hana niður á gólfíð, og þegar henni tókst
að hlaupa út úr húsinu, sparkað í hana svo að
hún féll í jörðina, og slegið höfði hennar utan
í hurðarkarm útidyra, með þeim afleiðingum
að hún marðist á öllum útlimum, baki, öxlum,
maga, lendum, lærum og hársverði.
Engin merki iðrunar
Vegna ágalla á málsmeðferð og skorts á
sönnunum í síðara tilfellinu var ákærði sýknað-
ur af þeirri háttsemi sem hann var af ákæru-
valdinu sakaður um að hafa framið, og verður
ákærða því aðeins refsað fyrir fyrri ákærulið-
inn. í dómnum yfir honum kemur fram að
hann hafí ekki sýnt nein merki iðrunar eftir
brotið, og því þyki refsing hans hæfilega ákveð-
in varðhald í 45 daga. Þá var hann dæmdur
til að greiða helming alls sakarkostnaðar á
móti ríkissjóði, þar með talin saksóknarlaun í
ríkissjóð 70 þúsund krónur og málsvamarlaun
skipaðs vetjanda ákærða 70 þúsund krónur.
Málið dæmdi Jón Ragnar Þorsteinsson héraðs-
dómari.