Morgunblaðið - 20.02.1993, Síða 42

Morgunblaðið - 20.02.1993, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 SKIÐI / HM I FALUN Valbe varði títilinn Japanireignuðustlyrsta HM-gullið ELENA Valbe frá Rússlandi vann fyrstu gullverðlaunin sem í boði eru á heimsmeistaramótinu í Falun í Svíþjóð í gær er hún sigraði í 15 km göngu kvenna. Ogiwara vann fyrstu gullverðlaun Japana á heimsmeistaramóti í norrænum greinum — sigraði í norrænni tvíkeppni. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Þessir leikmenn Portlands komu við sögu í fyrrinótt. Robinson, Porter og Duckworth. Dómarinn er Ed T. Rush. Sigurganga Spurs heldur áfram Þriðja þrennan í vetur hjá Charles Barkley Rússneska göngukonan Elena Valbe varði heimsmeistaratit- ilinn í 15 km göngu með hefðbund- inni aðferð. „Eftir fyrsta metrana leið mér vel og eftir sjö kílómetra var ég viss um sigur. Eg kann vel við hefðbundnu aðferðina og eins nýfallinn snjó svo aðstæður voru eins og best verður á kosið fyrir mig,“ sagði Velbe, sem varð þriðja í öllum göngugreinunum á Ólymp- íuleikunum í Albertville. Valbe var 49,9 sek. á undan hinni gamalreyndu, Mariu-Lisu Kirvesni- emi frá Finnlandi, sem varð önnur. Finnar hrepptu einnig bronsverð- tatfnin sem fóru til Maijut Rolig. Kirvesniemi, sem er 37 ára og vann m.a. þrenn gullverðlaun á Ólympíu- leikunum I Sarajevo 1984, sagðist vera mjög undrandi á frammistöðu sinni. „Ég var ekki ánægð með mig í þessari göngu því ég kann illa við mig í mjúkum snjó.“ Fyrsta HM-gull Japana Kenji Ogiwara frá Japan (23 ára) sigraði í norrænni tvíkeppni og vann ■ ARGENTÍNA og Brasilía skildu jöfn, 1:1, í vináttulandsleik í knattspyrnu fyrir framan 70 þús- und áhorfendur á River Platte leik- vanginum í Buenos Aires. ■ DIEGO Maradona lék fyrsta leik sinn fyrir Argentínu síðan í HM 1991 og virkaði þungur og sýndi ekki neina snilldartakta en *mi fallegar sendingar inn á milli. ■ OSCAR Ruggieri, varnarmað- ur Argentínu og Valdo, miðvallar- leikmaður Brasilíu, voru reknir útaf á 75 mínútu fyrir slagsmál. ■ ALLT bendir til að Skotinn Ally McCoist, miðheiji Glasgow Rangers, verði markakóngur Evr- ópu annað árið í röð. Hann hefur nú skorað 34 deildarmörk, en næstu menn á blaði koma með 22 og 21 mark, Weber hjá FC Briigge og Cowan hjá Poritadown. ■ FRANCI Petek 20 ára frá SIó- veníu, sem varð heimsmeistari í skíðastökki fyrir tveimur árum, getur ekki varið titilinn á HM í Ealnn. Hann kom illa niður á bakið er hann datt eftir 72 metra stökk á æfíngu í Falun í gær og var flutt- ur á sjúkrahús og verður þar næstu daga. þar með fyrstu HM-gullverðlaun Japana í norrænum greinum. Ogiw- ara hafði góða forystu eftir skíða- stökkið, sem fram fór á fimmtudag og lét forystuna ekki af hendi í 15 km göngunni og tryggði sér örugg- an sigur og var 1,34 mín. á undan næsta manni. Norðmenn röðuðu sér í næstu þijú sætin. Knut-Tore Ape- lend, sem var í níunda sæti eftir stökki og startaði 2,46 mín. á eftir varð annar. Heimsmeistarinn frá því 1989, Trond-Einar Elden, sem var 15. í stökkinu, náði besta tíman- um í brautinni og nældi í bronsið. Ólympíumeistarinn frá þvf í Albert- ville, Fabrice Guy, varð að sætta sig við-16. sætið. Snjóað hefur í Falun síðustu tvo daga til mikillar gleði fyrir móts- haldara sem voru orðnir vonlitlir um snjó og búnir að undirbúa braut- imar með því að sprauta í þær gervisnjó. íslensku keppendurnir, Haukur Eiríksson frá Akureyri og Sigurgeir Svavarsson frá Ólafsfírði, keppa í 30 km göngu á HM í dag. Þeir keppa einnig í 10 km göngu ásamt Daníel Jakobssyni á mánudag. Reuter Elana Velbe vann fyrstu gullverð- launin í HM í Svíþjóð. ÚRSLIT HMíFalun 15 km ganga kvenna (Hefðbundin aðferð) mín, Elena Valbe (Rússlandi)......44.49,1 Maija-Lisa Kirvesniemi (Finnl.) ..45.39,0 Maijut Rolig (Finnlandi).....45.41,9 Larissa Lazutina (Rússlandi).46.06,3 Manuela Di Centa (Ítalíu)....46.10,4 Stefania Belmondo (Ítalíu)...46.13,3 Pirkko Maata (Finnlandi).....46.41,8 Olga Danilova (Rússlandi)....46.46,1 AnitaMoen (Noregi)...........46.51,5 Trude Dybendahl (Noregi).....46.52,1 Norræn tvíkeppni (stökk og 15 km ganga): Kenji Ogiwara (Japan) (stökk stig 222.2, tími í göngu 46.47,5 ) Knut-Tore Apeland (Noregi) ........................(197.3, 46:36.1) Trond-Einar Elden (Noregi) .....:..................(176.5, 44:16.2) Bjarte-Engen Vjk (Noregi)(192.3, 46:06.8) Takan o ri.. Kom. (J apan).... ........................(213.3, 48:29.8) Masashi Abe (Japan) ........................(218.2, 49:36.1) Robert Stadelmann (Austurr.) .........................(206.0, 48:1.5) Bard-Joergen Elden (Noregi) ........................(170.7, 44:54.7) Körfuknattleikur NBA-deildin: Leikir fimmtudag: Minnesota — Sacramento.....121:114 Houston — Boston...........119: 84 Milwaukee — Utah Jaz.......94:105 San Antonio — Philadelphia.103: 98 Phoenix — Atlanta..........131:119 L.A. Clippers — Washington.108: 95 Portland — L.A. Lakers.....105:103 Golden State — Seattle.....116:131 SAN Antonio Spurs sigraði Philadelphiu 103:98 í NBA- deildinni ífyrrakvöld og hefur unnið níu af síðustu tiu leikjum sfnum. Charles Barkley náði þriðju þrennunni ívetur er hann gerði 25 stig, tók 16 frá- köst og átti 12 stoðsendingar er Phoenix Suns vann 18. heimasigurinn í röð. Dale Ellis var hetja San Antonio Spurs er hann gerði fjórar þriggja stiga körfur í fjórða leik- hluta gegn Philadelphiu og lagði grunninn að sigrinum, 103:98. Ellis gerði samtals 24 stig i leiknum. David Robinson lék einnig mjög vel, gerði 19 stig, tók 13 fráköst, átti sex stoðsendingar og „blokk- aði“ fjögur skot. Hersey Hwkins var stigahæstur Philadelphiu, sem hefur nú tapað átta af síðustu níu leikjum, með 33 stig. Charles Barkley var mikið í sviðs- ljósinu er Phoenix vann Atlanta Hawks, 131:119. Þettavar 18. sig- ur Phoenix á heivelli í röð, en árang- ur Atlanta er ekki eins góður — tapaði þriðja leiknum í röð. Eins og áður segir gerði Barkley þriðju þrennuna í vetur (25 stig, 16 frá- köst og 12 stoðsendingar). Richard Dumas gerði 32 stig og Tom Cham- bers 22 fyrir Suns. Dominique Wilk- ins var atkvæðamestur í liði gest- anna með 27 stig, Mookie Blaylock kom næstur með 25 stig. Terry Porter gerði sigurkörfu Portlands á heimavelli gegn Los Angeles Lakers er 26 sekúndur voru eftir, 105:103. Lakers fékk reyndar tvö tækifæri til að jafna á síðustu sekúndunum en allt kom fyrir ekki. Cliff Robinson gerði 21 stig og Clyde Drexler 20 fyrir Port- land, en James Worthy var stiga- hæstur gestanna með 26 stig. Los Angeles Clippers vann Wash- ington í fyrsta sinn í átta ár, 108:95. Stanley Roberts gerði 21 stig fyrir Clippers og Pervis Ellison og La- Bradford gerðu 17 stig hvor fyrir Washington, sem hefur tapað fimm síðustu leikjum sínum. Derrick McKey setti eigið stiga- met er hann gerði 30 stig er Se- attle vann Golden State Warriors í Oakland, 131:116. Sarunas Marc- iulionis var stigahæstur hjá Golden Stat, sem tapaði fjórða leiknum í röð, með 26 stig. UM HELGINA KÖRFUBOLTI Úrvalsdeild: Laugardagur: Strandgata: Haukar-Valur.......kl. 14 Sunnudagur: Digranes: UBK-Snæfell..........kl. 16 Keflavík: ÍBK-Skallagr.........kl. 16 Njarðvík: UMFN-UMFG............kl. 20 Sauðárkr.: UMFT-KR.............kl. 20 1. deild karla: Laugardagur: Hagaskóli: ÍS - Umf. Ak........kl. 17 Bolungarv.: Umf. Bol.-Þór......kl. 14 Sunnudagur: Seljaskóli: ÍR-Umf. Ak.........kl. 15 FRJÁLSÍÞRÓTTIR fslandsmeistaramótið í fijálsíþróttum 22 ára og yngri fer fram um helgina og hefst kl. 10.00 í dag_ í Seljaskóla og kl. 15.00 í Baldurshaga. Á morgun hefst keppni kl. 10.00 í Baldurshaga og kl. 17 í stangar- stökki í Kaplakrika. Frjálsíþróttadeild Ár- manns sér um framkvæmd mótsins. SKÍÐI Fyrsta bikarmót SKÍ í alpagreinum í vetur fer fram á Seljalandsdal við ísaflörð um helgina. Unglingar 15 ára og eldri og fullorðnir keppa saman og er það nýlunda í bikarkeppni SKf. Keppt verður í stórsvigi og tveimur svigmótum. Mótið hófst í gær, föstudag, og verður framhaldið í dag og á morgun. BADMINTON íslandsmótið i öðlingaflokki, æðsta- og heiðursflokki í badminton fer fram í TBR- húsinu um helgina og hefst keppni kl. 13.30 í dag, laugardag. ÍSHOKKI fslandsmótið í íshokkí barna og unglinga verður á skautasvæði Skautafélags Akur- eyrar um helgina. Keppt verður í fjórum aldursflokkum. Þátttakendur verða um hundrað frá þremur félögum. Mótið hefst kl. 09.00 í dag og verður framhaldið kl. 10.00 á morgun. SA og Björnin leika í Bauer-deildinni á Akureyri í dag, laugar- dag, kl. 13.00. BORÐTENNIS Reykjavíkurmeistaramótið í borðtennis fer fram í Víkinni á morgun, sunnudag, og hefs kl. 10.00. PÍLUKAST íslenska pílukastfélagið gengst fyrir opnu móti i 501 í Valsheimilinu að Hlíðarenda ( dag, laugardag. Mótið hefst kl. 13, en mæting er kl. 12.30. GOLF Púttmót verður haidið í Gullgolfi við Stór- höfða f dag milli kl. 10 og 18. Jordanfékk flest atkvæði Stjörnuleikur NBA-deildarinnar í Utah á morgun lichale Jordan fékk flest at- kvæði í útnefningu í stjörnuleik NBA-deildarinnar, sem fer fram í Utah annað kvöld. Hann fékk eina milljón atkvæða og 36 þús. framyfir það. Þetta er sjöunda árið í röð sem Jordan fær flest atkvæði. Úrvals Austur- og Vesturdeild- ar mætast í hinni glæsilegu nýju íþróttahöll í Utah, sem tekur 20.000 áhorfendur í sæti. Troðslu- og þriggja stiga keppnin fer fram í dag. Stjömuliðin eru þannig skipuð: Austurdeild: Scottie Pippen, Chicago og Larry Johnson, Charl- otte, eru framherjar. Shaquille O’Neal, Orlando, er miðherji og bakverðir eru Michael Jordan, Chicago og Isiah Thomas, Detroit. Varamenn eru: Brad Daug- herty, Cleveland, Patrick Ewing, New York, Joe Dumars, Detroit, Larry Nance, Cleveland, Mark Price, Cleveland, Þjóðveijinn Detl- ef Schrempf, Indiana og Dom- inique Wilkins, Atlanta. Isiah Thomas leikur sinn tólfta stjörnuleik. Vesturdeild: Charles Barkley, Phonix og Karl Malon, Utah, eru framheijar. David Robert, San Antonio Spurs, er miðheiji og hakverðir eru Clyde Drexler, Port- land og John Stark, Utah. Varamenn eru: Sam Elliott, San Antonio Spurs, Tim Hardaway, Golden State, Shawn Kemp, Seattle, Dan Majerle, Pho- enix, Daniel Manning, Los Angel- es Clippers, Hakeem Olajuwon, Houston og Terry Porter, Port- land, en hann kom inn fyrir Chris Muliin, Golden State, sem er meiddur. Los Angeles Lakers á engan fulltrúa að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.