Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993
33
Helga Magnúsdóttir,
Dölum - Minning
Fædd 6. september 1906
Dáin 12. febrúar 1993
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar, Helgu Magnúsdóttur
frá Dölum í Hjaltastaðaþinghá, sem
verður jarðsett frá Egilsstaðakirkju
I dag, 20. febrúar. Helga lést 12.
febrúar í sjúkrahúsinu á Egilsstöð-
um eftir rúmlega þriggja ára dvöl
þar. Helga fæddist 6. september
1906 í Grófarseli í Jökulsárhlíð. Hún
var eitt þriggja barna hjónanna Þór-
dísar Pálsdóttur frá Jórvík í Álfta-
veri og Magnúsar Eyjólfssonar frá
Ytri-Ásum í Skaftártungu. Þórdís
móðir hennar var dóttir Páls Bjöms-
sonar frá Jórvík í Álftaveri og Krist-
ínar Bjömsdóttur frá Kerlingardal í
Mýrdal. Magnús faðir hennar var
sonur Eyjólfs Eyjólfssonar og Mar-
grétar Oddsdóttur, sem bæði vom
frá Mörtungu á Síðu, svo Helga var
Vestur-Skaftfellingur í báðar ættir.
Foreldrar hennar komu austur á
Hérað um 1902.
Þegar Helga var á fyrsta ári dó
faðir hennar úr tæringu. Leystist
þá heimilið upp og Þórdís fór sem
vinnukona með elsta bamið með
sér, sem hét Kristbjörg, en hin, Sig-
urð og Helgu, setti hún í fóstur.
Fósturforeldrar hennar vom Lukka
Kjartína Adamsdóttir og Gísli Áma-
son, sem vom Skaftfellingar, bjuggu
þau á Kleppjámsstöðum í Hróars-
tungu. Þegar Helga var níu ára dó
Kjartína fóstra hennar úr mislingum,
var Gísli þá dáinn. Vom þær þá á
Steinsvaði í Hjaltastaðaþinghá, hjá
Hallfríði Björnsdóttur og Pétri Rusti-
kussyni.
Helga talaði oft um fóstm sína,
hvað hún hefði verið henni góð og
verið henni sem besta móðir. Við
fráfall Kjartínu verður Helga mun-
aðarlaus, því að Þórdís móðir hennar
getur ekki tekið hana að sér. Verður
það úr að hún verður áfram á Steins-
vaði hjá þeim hjónum Hallfríði og
Pétri og á þar heimili til tvítugs og
talaði hún um það hvað þau hefðu
vprið henni góð.
Helga var fríð kona. Hún var með
mikið svart hár og dökk yfírlitum.
Ég man eftir því þegar ég sá hana
fyrst, hvað mér fannst hún vera
suðræn. Helga kunni heil ósköp af
ljóðum og þulum, sem hún fór oft
með þegar hún var með bamabömin
í fanginu. Hún var mikið fyrir söng
og tónlist og hafði gaman af þegar
bömin hennar spiluðu á orgelið sem
var í stofunni í Dölum.
Árið 1928 urðu þáttaskil í lífi
hennar þá kynntist hún lífsförunaut
sínum, Ingvari Guðjónssyni frá Upp-
sölum í Eiðaþinghá. Fyrstu árin
bjuggu þau á ýmsum bæjum í Eiða-
þinghá, lengst í Finnsstaðaseli. Árið
1936 fluttu þau í Dali í Hjaltastaða-
þinghá og bjuggu þar til ársins 1980.
Árið 1971 brann íbúðarhúsið þeirra.
Það var mikið áfall fyrir Helgu. Eft-
ir það bjuggu þau hjá sonum sínum,
fyrst hjá Ingva Dal og síðar hjá
Gísla sem byggði íbúðarhús á jörð-
inni. Helga var mikilhæf móðir og
húsmóðir. Má segja að hún hafi lifað
fyrir fólkið sitt fyrst og fremst. Mér
er það minnisstætt þegar ég var að
koma með fjölskyldu mína í heim-
sókn í Dali, hvað hún tók vel á
móti manni og hvað hún var góð
við bömin. Þau hændust að henni
og vil ég þakka henni alla þá hlýju
og umhyggju sem hún sýndi okkur.
Hún var sérlega bamgóð og gleymi
ég ekki dreng sem var hjá henni sjö
sumur. Hann kallaði hana alltaf
mömmu og sýnir það hvað hún gaf
honum mikla hlýju og umhyggju.
Helga og Ingvar eignuðust sex
böm: Gunnar Hafdal, hann fórst
með mb. Hrönn 1989; Kjartan Þór,
hann býr á Egilsstöðum; Siguijón
Sævar, hann varð bráðkvaddur
1987; Gísla Heiðmar, hann er bóndi
í Dölum; Ingva Dal, býr í Svínafelli
í Hjaltastaðaþinghá, og Daldísi, sem
er húsfreyja í Hlégarði í Hjaltastaða-
þinghá.
Arið 1980 fluttust Helga og Ing-
var upp í Egilsstaði í litla íbúð í
Dvalarheimili aldraðra og áttu þau
rólegt og notalegt ævikvöld þar sam-
an þar til Helga þurfti að fara á
sjúkrahúsið vegna vanheilsu. Nú
þegar komið er að leiðarlokum vil
ég þakka henni fyrir alla þá vinsemd
sem hún sýndi mér.
Ég bið algóðan guð að blessa
minningu Helgu tengdamóður
minnar og gefa Ingvari tengdaföður
mínum styrk til að bera þennan
missi.
Bjarndís Helgadóttir.
Minning
Rúnar Skúlason
Fæddur 7. febrúar 1959
Dáinn 7. febrúar 1993
„Hann Rúnar bróðir þinn er dá-
inn.“ Þessa frétt fékk ég, sunnu-
dagskvöldið 7. febrúar, á afmælis-
degi tvíburabræðra minna, þeirra
Rúnars og Eiríks.
Þrátíu og fjögur ár er ekki hár
aldur. Því í ósköpunum er drengur
í blóma lífsins kallaður í burtu frá
þeim sem elska hann? Því er honum
ekki ætlað lengra líf hér á jörðu?
Þessari spumingu fáum við víst aldr-
ei svarað hversu oft sem við spyijum.
Mig langar að skrifa nokkur orð
um hann Rúnar bróður minn sem
lést í bílslysi í Flórída, aðfaranótt
sunnudagsins 7. febrúar, kl. eitt að
íslenskum tíma, svo hann fór á af-
mælisdaginn sinn. Slysin gera aldrei
boð á undan sér.
Rúnar var sonur foreldra okkar,
Skúla Vigfússonar, d.l. júlí 1982,
og Ingu Ingólfsdóttur, d.17. ágúst
1983. Við vorum níu systkinin. Elst
var Anna, d.l. febrúar 1990, síðan
kom Siguijón, kvæntur, býr í Garði;
Ingólfur, kvæntur, býr í Linwood í
Bandaríkjunum; Guðrún Kristín,
gift, býr í Eureka Springs Bandaríkj-
unum; Ólafur Teodór, kvæntur býr
í Reykjavík; Valdís, gift, býr í Vog-
unum, Eiríkur, kvæntur, býr í Kefla-
vík, og Kolbrún, í sambúð, býr í
Keflavík.
Rúnar fór til Bandaríkjanna fyrir
13 árum og bjó hjá Stínu systur
okkar. Hann kom alltaf heim annað
slagið og vann hér ýmis störf í landi
og á sjó. Um tíma var hann á tog-
ara hjá Ingólfi bróður í Alaska.
Minningarathöfn um Rúnar fór fram
í Eureka Springs sl. laugardag. Þrír
bræður okkar fóru út til að sækja
jarðneskar leifar hans. Rúnar verður
jarðsettur i dag hjá mömmu og
Önnu systur.
Við vorum stór fjölskylda en á
stuttum tíma höfum við þurft að
kveðja fimm fjölskyldumeðlimi, þau
pabba og mömmu, Önnu og Billý,
son Önnu, og nú Rúnar.
Minningarnar streyma fram í
huga stóru systur. Þegar tvíburarnir
fæddust og ég passaði þá í tvíbura-
vagninum sem var svo hár að ég sá
aðeins til hliðanna. Ég mátti þá bara
aka vagninum á götunni okkar,
Sunnubrautinni í Keflavík. Ég minn-
ist lítils hrakfallabálks sem oft þurfti
að hjálpa. Rúnar var mikill dýravin-
ur og stöðugt að koma heim með
særða fugla. Margar voru ferðirnar
sem pabbi ók til „Nikka á Berginu"
með særð dýr sem þurfti að lækna.
Mamma sagði oft að ekki yrðu hún
hissa „þótt Rúnar kæmi einhvem
tímann heim með særða geit“.
Rúnar hringdi í mig fyrir þremur
til fjórum vikum svo kátur og spurði
mig hvort ég væri nokkuð búin að
gleyma því að ég ætti góðan bróður
í Ámeríku sem elskaði mig. Við
ákváðum þegar hann var að fara
út aftur, 17. febrúar 1984, að láta
hvort annað alltaf vita að okkur
þætti vænt um hvort annað. Þegar
við heyrðum hvort í öðru sögðum
við því alltaf „Ég elska þig, systir
(bróðir). Oft minntist Rúnar Iíka á
að hann þyrfti að fara að koma heim
og sjá „liðið“ því landið hans og
systkini voru honum kær.
ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
ísland í huga þér hvar sem þú ferð.
ísland er landið, sem ungan þig dreymir.
ísland í vonanna birtu þú sérð.
ísland í sumarsins algræna skrúði,
ísland með blikandi norðljósa traf.
jsland, er feðranna afrekum hlúði.
ísland er foldin sem lífið þér gaf.
íslensk er þjóðin, sem arfinn þinn geymir.
íslensk er tunga þín skír eins og gull.
íslensk sú lind, sem um æðar þér streymir.
íslensk er vonin að bjartsýni full.
íslensk er vomóttin albjört sem dagur.
íslensk er lundin með karlmennsku þor.
íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
íslensk er trúin á frelsisins vor.
ísland er land þitt því aldrei skal gleyma.
íslandi helgar þú krafta og starf.
íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma.
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
ísland sé blessað um aldanna raðir.
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
ísland sé falið þér, eilífí faðir.
ísland sé fijálst meðan sól gyllir haf.
(Margrét Jónsdóttir.)
Ég þakka ástkærum bróður dýr-
mætar stundir sem við áttum saman
og bið að Guð gefi honum góða heim-
komu. Dýrmætar ihinningar munu
lifa um góðan dreng sem ég elska.
Guð geymi þig elsku Rúnar minn.
Þín systir Valdís.
t
Faðir okkar,
ÞÓRÐURÞÓRÐARSON,
Kríuhólum 2,
lést 4. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram.
AuðurStella Þórðardóttir,
Þórey Þórðardóttur,
t
Elskuleg konan mín,
BJARNVEIG ÞORGERÐUR SVEINSDÓTTIR,
Reykhólum,
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 17. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Markús Guðmundsson.
t
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
JÓFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Melgerði 30,
Kópavogi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 18. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Hulda Óskarsdóttir,
Ágústa Eygló Óskarsdóttir,
Sigríður Magnea Óskarsdóttir,
Friðbjörg Óskarsdóttir,
Guðmundur Rafnar Óskarsson
og tengdabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN TRYGGVI SVEINBJÖRNSSON,
Háaleitisbraut 24,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 22. febrúar
kl. 15.00.
Ingunn Sigurðardóttir,
Guðrún Tryggvadóttir, Sturla Friðriksson,
Gautur Sturluson,
Tryggvi Steinn Sturluson.
t
Hjartkær systir okkar, mágkona og frænka,
GUÐLAUG J.S. ÁGÚSTSDÓTTIR,
Hringbraut 69,
Hafnarfirði,
andaðist í Vffilsstaðaspítala aðfaranótt 9. febrúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir eru færðar læknum og hjúkrunarfólki fyrir frá-
bæra umönnun.
Guðrún Ágústsdóttir,
Magnús Ágústsson, Valgerður Ágústsdóttir,
Kristín Ágústsdóttir, Magnús Ögmundsson,
Jón Páll Agústsson, Svandís Guðmundsdóttir,
Helga Þórarinsdóttir, Margrét Ingimundardóttir
og systkinabörn.
t
Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SNJÓLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hafgrfmsstöðum.
Guð blessi ykkur öll.
Systkinin frá Hafgrímsstöðum
og fjölskyldur þeirra.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför föður míns og bróður,
JÚLÍUSAR SNORRASONAR
frá Hlíðarenda,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til knattspyrnufélagsins Týs.
Jarþrúður Júliusdóttir,
Ósk Snorradóttir.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- '
för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓSKARS GUÐMUNDAR JÓHANNESSONAR
frá Dynjanda,
Fjarðarstræti 57,
ísafirði.
Guð blessi ykkur öll.
Lydía Rósa Sigurlaugsdóttir,
Einar Rósinkar Óskarsson, Jónfna Ó. Emilsdóttir,
Albert Óskarsson, Sigfríður Hallgrímsdóttir,
Lydía Ósk Óskarsdóttir, Kristján M. Ólafsson
og barnabörn.