Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRUAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRUAR 1993 23 pltrgii Útgefandi mÞIafeife Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, , - Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, siml 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskrlftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. elntaklð. Stefnuræða Bandaríkjaforseta Bill Clinton forseti boðaði í stefnuræðu sinni, er hann flutti aðfaranótt fimmtudags, einhver mestu umskipti í Banda- ríkjunum frá því um miðjan sjö- unda áratuginn er Lyndon B. Johnson hratt í framkvæmd mannréttindaumbótum og vel- ferðarhugmyndum bandarískra demókrata. í ræðu sinni vék hinn nýkjömi forseti Bandaríkj- anna margoft að nauðsyn þess, að samstaða ríkti um að koma á varanlegum breytingum í bandarísku þjóðlífí og hann lagði ríka áherslu á, að ríkisvaldið hefði þar einnig miklu hlutverki að gegna ekki síst hvað varðaði spamað og aðhald í opinberum rekstri. Ljóst er, að Clinton for- seta mun ekki takast að fá bandarísku þjóðina til að sætta sig við stórauknar skattálögur verði ekki jafnframt staðið við fyrirheit um niðurskurð og að- hald í rekstri hins opinbera. Við blasir einnig að þessar breyting- ar ásamt umbótum þeim, sem Clinton hefur boðað á vettvangi heilbrigðismála munu ráða mestu um það mat sem lagt verður á frammistöðu hans í embætti. í kosningabaráttunni hafði Clinton heitið bandarísku milli- stéttinni skattalækkunum. Þótt erfítt sé að skilgreina með full- nægjandi hætti hugtakið „milli- stétt“ í Bandaríkjunum liggur þó fyrir, að skattahækkanir þær sem forsetinn boðaði, að hinum efnamiklu í bandarísku þjóðlífí yrði gert að bera, munu í reynd koma niður á flestöllum tekju- hópum þó svo réttnefndu lág- launafólki verði hlíft. Forsetinn vísaði til þess, að fjárlagahallinn gífurlegi hefði reynst enn meiri en talið var og hann hafnaði því sjónarmiði, sem m.a. hefur kom- ið fram í forystugrein hins virta tímarits The Economist að efna- hagslífíð í Bandaríkjunum sé í þvílíkri uppsveiflu um þessar mundir, að aðgerðir af hálfu rík- isvaldins séu við þessar aðstæð- ur ekki einungis óþarfar heldur beinlínis skaðlegar. Forsetinn sagði efnislega, að vissulega væri ástæða til að vona að efna- hagsbatinn reyndist raunveru- legur en hins vegar væri það óumdeilanleg staðreynd að störfum hefði ekki fjölgað. Efnahagsbati sem ekki kæmi almenningi til góða, í formi nýrra starfa væri í reynd ekki mikils virði. Voru þessi ummæli Bill Clintons í samræmi við yfír- lýsingar hans í kosningabarátt- unni þess efnis, að tímabært væri að stjórnvöld í Bandaríkj- unum settu hagsmuni alþýðu manna á oddinn. Á móti þeim skattahækkun- um sem forsetinn kvað nauðsyn- legar boðaði hann meðal annars niðurskurð á sviði vamarmála og sparnað í hinu risavaxna og óskilvirka heilbrigðiskerfí Bandaríkjanna. Jafnframt lagði hann áherslu á, að stjómvöld gerðu sér ljóst að þeim bæri að ganga á undan og gefa fordæmi í þessu efni. Forsetinn vék að því, að hann hefði þegar ákveð- ið að skera útgjöld forsetaemb- ættisins niður um fjórðung, sem spara myndu tíu milljónir Bandaríkjadala. Að auki hefði verið ákveðið að skera niður í ríkiskerfinu öllu og myndi störf- um á þeim vettvangi fækka um 100.000 á næstu fjórum árum. Þá lýsti Bill Clinton yfír því, að laun starfsmanna alríkisstjóm- arinnar yrðu fryst næsta árið og launahækkanir að þeim tíma liðnum myndu ekki fylgja vísi- töluhækkunum. Almenningur í Bandaríkjun- um hefur, líkt og víðar, andúð á skatthækkunum og þar em einnig landlægar efasemdir um heilindi stjórnvalda í Washing- ton á hverjum tíma. Clinton for- seta hefur tekist að höfða til alþýðu manna með því að boða aðhald í ríkisrekstri, stórauknar álögur á efnafólk og herferð gegn bmðli og óeðlilegum fríð- indum jafnt í einka- sem ríkis- geiranum. Erfítt verður fyrir þingheim að leggjast gegn þess- um þáttum í efnahagsstefnu forsetans og því er sérlega mikil- vægt fyrir Clinton að nýta sér það svigrúm sem hann hefur nú í upphafi forsetatíðar sinnar. Því verður tæpast á móti mælt, að það kveður við nýjan tón í bandarísku stjómmálalífí um þessar mundir. Bill Clinton freistar þess að höfða til fómar- lundar bandarísku þjóðarinnar en jafnframt gætir hann þess jafnan að leggja áherslu á að fullrar sanngimi verði gætt. Þessi tvö hugtök, „fórnir“ og „sanngirni“ rista djúpt í banda- rískri þjóðarsál og almenningur virðist upp til hópa vera tilbúinn til að taka á sig auknar álögur í trausti þess að verið sé að leggja grunn að velferð komandi kynslóða. Takist Clinton forseta ekki að hrinda í framkvæmd þeim umskiptum og þeim niður- skurði sem hann íjallaði um í ræðu sinni mun enginn friður ríkja um stefnu hans. Sú „þjóð- arsátt um umbætur“, sem for- setinn kveðst vilja tryggja og er hinn hugmyndafræðilegi kjami stefnu hans, verður þá í huga margra Bandaríkjamanna enn eitt hugtakið úr blekkingar- smiðju hinna úrræðalausu. Kostnaður ríkissjóðs vegna risnu, aksturs og ferða á vegum ríkisins Milljarður í akstur og dagpeninga RÍKISSJÓÐUR greiddi 338 milljónir kr. í dagpeninga í utanlandsferðum á árinu 1991 og 189 milljónir vegna ferðalaga innanlands. Samtals námu dagpeningagreiðslur stofnana í A-hluta ríkissjóðs því 526 milljónum kr. Greidd- ar voru 466 milljónir fyrir afnot ríkisins af starfsmanna- bifreiðum. Samtals námu greiðslur ríkisins til einstakl- inga, einkum starfsmanna, vegna dagpeninga, aksturs, fæðisfjár o.fl. kr. rúmum milljarði kr. Heildargreiðslur A-hluta ríkis- sjóðs vegna risnu, ferða- og dvalar- kostnaðar og aksturskostnaðar voru rúmir tveir milljarðar kr. á árinu 1991, eins og fram kemur á með- fylgjandi töflu. Reikningar frá veitingahúsum Risnan skiptist í fasta risnu og aðra risnu og var kostnaðurinn sam- tals tæpar 176 milljónir á árinu 1991. Fasta risnan, tæpar 22 milljónir kr., er greidd ýmsum embættismönnum með launum þeirra. Ráðstafa þeir risnufénu að vild og þurfa ekki að leggja fram reikninga. Meginhluti annars risnukostnaðar, sem nam 154 milljónum kr., er vegna reikninga frá veitingahúsum og ÁTVR, oft í tengslum við opinberar heimsóknir eða viðskiptaheimsóknir, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um athugun á risnukostn- aði áranna 1989 og 1990. Að nokkru leyti er einnig um að ræða hóf fyrir starfsfólk ráðuneyta og stofnana. Ekki hefur fengist sundurliðun á öðrum risnukostnaði, til dæmis hvað boð ráðherra fyrir ýmis félagasam- tök og starfshópa kosta. Embættis- menn fjármálaráðuneytisins vísa á ráðuneytin með það. Þeir telja að dregið hafí úr slíkum boðum með lækkun fjárveitinga til risnu. Lausleg athugun Ríkisendurskoð- unar á reikningum frá veitingahús- um á þessum árum leiddi í ljós að um 30% af heildarkostnaði var vegna áfengiskaupa. í risnutölunum í töfl- unni sem hér birtist eru viðskipti við ÁTVR færð á kostnaðarverði. Miðað við árið á undan má áætla að þau séu á bilinu 8-10 milljónir kr. og til að fá útsöluverðið má margfalda þá tölu með 4-5. Má því reikna með að útsöluverðið þess áfengis sem ríkið fær á kostnaðarverði sé um 40 millj- ónir kr. Ríkisendurskoðun hefur vilj- að láta færa verð á áfengi frá ÁTVR á útsöluverði og talið að það myndi efla kostnaðarvitund forsvarsmanna ríkisstofnana og leiða til aukins að- Risnu- og ferða- og aksturkostnaður ríkÍSÍnS* 1991 Iþús. króna ‘Ahluti RiSNA: Föstrisna 21.591 Önnur risna 154.280 Risnasamtals: 175.871 FERÐA-OG DVALARKOSTNAÐUR innanlands Ertendis Samtals Fargjöld 81.154 256.306 337.460 Dagpeningar 188.691 337.713 526.404 Dvalarkostnaður 120.314 50.024 170.338 Fæðlsfé 51.874 51.874 Samtals ferða- og dvalark.: 442.033 644,043 1.086.076 Leigubílar 45.804 Bílaleigubílar 33.735 Einkaleigubílar 4.658 Starfsmannabílar 465.925 Hópferðabllar 46.582 Snjósleöar 33 Annarakstur 182.962 Samtals: 779.699 halds á þeBSum útgjaldalið. Ríkis- stjórnin hefur ekki talið ástæðu til að láta færa þetta þannig. Ríkisendurskoðun hefur lagt til að settar verði reglur um risnukostn- að opinberra stofnana og fyrirtækja. Hún hefur sagt að ríkisstofnunum beri að gæta aðhalds í þessu efni og að það ætti að vera meginreglan að halda risnukostnaði í lágmarki. Við fíárlagagerð undanfarin tvö ár hefur þessi kostnaðarliður verið lækkaður sérstaklega og þar með hafa heimildir forsvarsmanna stofn- ana til að ákveða útgjöld vegna risnu verið skertar. Nýlega samþykkti ríkisstjómin reglur um risnuhald hjá ríkisstofnun- um og sendi fjármálaráðuneytið þær út til stofnana. Þar er risna skil- greind þannig: Með risnu er átt við kostnað sem stofnun eða embætti efnir til í þeim tilgangi að sýna þeim er risnunnar njóta, gestrisni, þakk- læti eða viðurkenningu. Tekið er fram að fullnægjandi tilefni skuli ávallt vera til þess að risna sé veitt, sem og fjárheimild og skrifleg heim- ild yfirmanns stofnunar eða hlutað- eigandi ráðuneytis. Síðan eru ákvæði um frágang risnureikninga, af- greiðslu þeirra og endurskoðun. Utanlandsferðir Ferða- og dvalarkostnaður A- hluta ríkissjóðs nam 1.086 milljónum kr. 1991, eins og fram hefur komið. Ferða- og dvalarkostnaður erlendis var 644 milljónir kr., ferðakostnaður innanlands um 390 milljónir kr. og fæðisfé 52 milljónir tæpar. Dvalarkostnaðurinn skiptist í dag- peninga sem ríkisstarfsmennirnir fá í peningum til að standa straum af dvalarkostnaði og svo dvalarkostnað sem greiddur er samkvæmt reikning- um frá hótelum og veitingahúsum. Samkvæmt upplýsingum Nökkva Bragasonar í fjármálaráðuneytinu er frekar mælst til þess að ríkis- starfsmenn framvísi reikningum fyr- ir ferðakostnaði sínum innanlands en dagpeningar eru þó mun algeng- ari eins og sést á töflunni. Ríkisstarfsmenn innan BHMR og BSRB, sem ekki hafa aðgang að mötuneyti ríkisins á vinnustað sín- um, fá 160-170 kr. í fæðisfé fyrir hvern vinnudag, með vissum skilyrð- um, og samtals hefur ríkið greitt tæpar 52 milljónir fyrir það á um- ræddu ári. Starfsmannabifreiðir Heildaraksturskostnaðurinn var tæpar 780 milljónir kr. en að við- bættum rekstri á bílum ríkisins var kostnaðurinn mun hærri, eða 1,8 milljarður kr. hjá A-hluta ríkissjóðs eins og fram hefur komið í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Aksturskostnaðurinn er sundurlið- aður í töflunni og skýra liðimir sig að mestu sjálfir. Lang stærsti kostn- aðarliðurinn er vegna aksturs starfs- mannabifreiða, 466 milljónir kr. Það er greiðsla ríkisins fyrir afnot af bíl- um starfsmanna sem greitt er fyrir samkvæmt sérstökum aksturstaxta. Þar af eru 200 milljónir vegna heil- brigðisráðuneytisins. Liðurinn einka- leigubifreiðir er aðallega vegna akst- urs starfsmanna verktaka hjá Vega- gerð ríkisins á eigin bílum til og frá vinnustað. Meirihluti þess kostnaðar sem færður er undir annan akstur er sjúkraflutningur fyrir heilbrigðis- ráðuneytið. Ríkisendurskoðun gerði athuga- semdir við mikinn bílakostnað ríkis- ins í skýrslu sem út kom í nóvem- ber. Nýlega ákvað ríkisstjórnin að stefna að lækkun þessa kostnaðarlið- ar um 5-10% og hefur verið óskað eftir tillögum forstöðumanna allra ríkisstofnana um það hvemig það verði best gert. Sportklúbburínn að Borgartúni 32 brann fyrir rúmlega árí Dómur í íkveíkjuákæru fljótlega Flutningi málsins lauk í gær fyrír Héraðsdómi Reykjavíkur MÁLFLUTNINGI lauk í gær fyrir héraðsdómi Reykjavík- ur í máli ákæruvaldsins gegn manni, sem ákærður er fyrir að hafa kveikt í Sportklúbbnum við Borgartún í febrúar á síðasta ári. Dóms er að vænta í málinu innan hálfs mánaðar, en dómari er Sverrir Einarsson. Eldurinn í Sportklúbbnum að Borgartúni 32 uppgötvaðist um 25 mínútum eftir miðnætti aðfaranótt mánudagsins 3. febrúar í fyrra. Heildartjón á húsinu, eins og það var metið fyrir Húsatryggingar rík- isins, nam 90 milljónum króna. Kveíkt í á þremur stöðum í ræðu sækjandans, Jóns H. Snorrasonar, deildarstjóra hjá RLR, kom fram að sannað væri að kveikt hefði verið í húsinu á þremur stöð- um og eldurinn örvaður með eld- fímu efni. Til dæmis hefði komið í ljós við rannsókn að teppabútur, sem rannsakaður var, var mettaður af terpentínu. Sækjandi sagði að hringt hefði verið til hin ákærða, sem átti rekst- urinn í húsinu, sex mínútum eftir að tilkynning um eldinn barst lög- reglu. Þá hefði hann sagst vera nýkominn heim. Hann hefði farið frá Borgartúni 32 skömmu eftir miðnætti og komið heim um tíu mínútur yfir miðnætti. Hann væri því búinn að vera um 15 mínútur heima. Þegar böndin. hefðu farið að berast að honum hefði hann breytt framburði sínum á þann veg, að hann hefði verið kominn heim fyrir miðnætti. Framburður konu hans hefði einnig tekið breytingum í sömu átt, frá því sem fyrst var hjá lögreglu. Sækjandi benti á að ákærði hefði lýst yfír áhyggjum af því að ein- hver gæti verið inni í brennandi húsinu, enda hefði það komið fyrir áður að brotist hefði verið inn. Lög- reglumenn hefðu hins vegar ekki séð nein merki um innbrot og fram- burður vitna, sem hefðu talið sig sjá opnar dyr, væri ekki trúverðug- ur. Þegar mikinn reyk legði út með dyrum virtist oft sem þær væru opnar, enda hefðu allar dyr reynst lokaðar þegar lögreglumenn og slökkvilið komu á staðinn. Ákærði hefði verið síðastur á staðnum, áður en eldurinn kom upp og því vaknað grunur um að hann væri valdur að honum. Keypti tryggingu skömmu fyrir brunann Sækjandi benti á, að ákærði hefði tryggt reksturinn og Iausafjármuni fyrir 30 milljónir aðeins 16 dögum fyrir brunann. Sú trygging hefði ekki verið í neinu samræmi við það verðmæti, sem tíundað hefði verið í kaupsamningi um reksturinn. Rekstraráætlun hans hafí gert ráð fyrir 5,8 störfum á ári og hann hafí gert ráð fyrir 2 milljón króna gróða árið 1992. Augljóst sé hins vegar að tekjur af rekstrinum hafí ekki hrokkið fyrir húsaleigu. Þá hafí iðgjaldið af þessum miklu tryggingum verið íþyngjandi fyrir reksturinn. Sækjandi sagði að þegar leitað væri að þeim, sem ábyrgð bæri á íkveikjunni, væri ákærða einum til að dreifa og væru gögn málsins nægileg til sakfellingar. Þá bæri við refsiákvörðun að taka tillit til þess hvað hefði gerst ef húsið hefði orðið alelda og slökkvistarf ekki komið til, þar sem húsið við Borgar- túni 34 hefði þá verið í hættu. Þá bæri einnig að dæma ákærða fyrir tilraun til að komast yfír trygginga- féð. Við mat á refsingunni ætti að líta til þess, að brot hans beindist gegn miklum hagsmunum og ollí gífurlegu tjóni. Ekkert efni væri til refsilækkunar. Ekki rannsakað hver var á ferð Magnús Thoroddsen, veijandi ákærða, sagði að sýkna bæri hann og fella sakarkostnað á ríkissjóð. Hann reifaði ýmis atriði, sem bentu til þess að ákærði hefði verið farinn fyrr úr húsinu en hann bar upphaf- lega. Til dæmis hefði lögregluþjónn, sem ók framhjá húsinu skömmu fyrir miðnættið, ekki séð til bifreið- ar ákærða við húsið. Það sannaði að hann hefði verið farinn um kl. 23.50. Þá yrði að horfa til þess, að tveir vegfarendur hefðu séð til ferða manns við húsið um miðnætti og ekki hefði komið fram hver þar hefði verið á ferð, enda það ekki rannsakað nægilega. Þá hefði vitni borið að mikinn reyk hefði lagt út um opnar dyr á vesturhlið hússins, skömmu áður en lögregla og slökkvilið komu á vettvang. Vind- hviða hefði hæglega getað lokað hurðinni. Hurð á norðurhlið hafi einnig opnast viðstöðulaust þegar slökkviliðsmaður tók í hana, þ.e. hún hafí ekki verið læst. Ef húsið hafi verið opið, áður en eldurinn kom upp, þá sé alls ekki sannað að ákærði hafí átt hlut að máli. Áður hefði verið brotist þar inn. Tryggingasalinn ýtinn Veijandinn sagði að ákærði hefði alls ekki ætlað að kaupa svo viða- mikla tryggingu og raunin varð, heldur aðeins lausafjártryggingu til að uppfylla skyldur sínar sam- kvæmt kaupsamningi. Trygginga- salinn hefði bent honum á að hag- stæðara væri að kaupa viðameiri tryggingar í einum pakka. Frum- kvæðið hefði verið tryggingasalans, enda væru tryggingasalar ýtnir. Veijandinn sagði að ef ákærði hefði kveikt í, þá kæmi það spánskt fyrir sjónir að hann hefði aðeins fjarlægt áfengi, myndavél og sjón- varpsskjá úr húsinu. Áfengið hefði hann að venju ætlað að skila til ÁTVR eftir helgina og myndavélina og skjáinn hefði hann ákveðið að fjarlægja þar sem búnaðurinn þjón- aði ekki tilgangi sínum. Þetta væri stutt af framburði starfsmanna. Ef hann hefði kveikt í, hvers vegna hefði hann þá haft fyrir því að skipuleggja billjardmót og kaupa verðlaunagripi, gera við mynd- varpa, laga plötuspilara á laugar- deginum fyrir brunann og þrífa þriðju hæðina kvöldið fyrir brun- ann? Þá hafí ákærði orðið fyrir tjóni, en eigendur hússins hins vegar hagnast. Loks væri vert að benda á, að þrátt fyrir rannsóknir á fatn- aði ákærða fundust engin eldfím efni, t.d. terpentína, í þeim. Veijandinn sagði að málið snerist fyrst og fremst um sönnun. Ef sannað teldist að kveikt hefði verið í húsinu, væri þá sannað að ákærði hefði gert það? Sönnunarbyrðin hvíldi á ákæruvaldinu og vafa bæri að túlka ákærða í hag. „Barnsránsmálið“ bíður nú dóms eftir málflutning Sækjandi segir brottnám- ið sýna skeytingarleysi „BARNSRÁNSMÁLIÐ" var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi að loknum málflutningi. Veijendur hinna ákærðu, James Brian Grayson og Donald Michael Feeney, kröfðust sýknu fyrir skjól- stæðinga sína en ákæruvaldið krefst refsingar. í máli Þóris Oddsson- ar sækjanda málsins kom fram að þótt finna mætti málsbætur og ástæður til að dæma James Brian Grayson til vægara refsingar sé engu slíku tU að dreifa með Donald Michael Feeney heldur aðeins ástæðum til refsiþyngingar. í ræðu sinni rakti Þórir sérstaklega hve mennirnir hefðu lítið skeytt um hvað börnunum þætti um þessar aðgerðir. Einkum hefði litið tillit verið tekið til eldri telpunnar, Elísa- betar. Viðbrögð barnsins við því þegar lögregla í Lúxemborg greindi henni frá hinum raunverulega tilgangi með flugferðinni tækju af öll tvimæli um hver vilji hennar væri. Rétt eins og fyikisdómstólar í Bandaríkjunum helgi sér lögsögu í málum barna sem dveljast leng- ur en sex mánuði í hverju fylki þyrftu íslensk stjórnvöld að standa vörð um réttindi og hag þeirra barna. í máli bæði sækjanda og veijenda kom fram að Brian Grayson segði að kostnaður Grayson-fólksins vegna vinnu CTU ætti að nema allt að 40 þúsund bandaríkjadölum eða u.þ.b. 2,4 milljónum íslenskra króna. RLR hefði komist yfir reikninga vegna útlagðs kostnaðar fyrir um það bil 28 þúsund dollara og væri þá t.d. kostnaður vegna ferðalagsins til Sviss og fyrirhugaðs ferðalags frá Lúxemborg til Bandarílq'anna und- anskilinn. Hvorki sækjandi né veijendur röktu að heitið gæti bakgrunn máls- ins og þær forsjárdeilur sem fylgt hefðu skilnaði Emu Eyjólfsdóttur og Brians Graysons en í máli sækjand- ans kom fram að hjónaband þeirra sem stóð frá 1987 til 1991 hefði verið samfelld raunasaga, sem hvor- ugu hefði orðið til gæfu. Eftir að Ema hefði í trássi við dómsúrskurð farið frá Florída til íslands og tilraun- um til að hafa samband við bömin hefði verið mætt af tregðu hafí fjöl- skylda Graysons snúið sér til CTU. í framburði Graysons hefði komið fram að hann hefði talið sig í rétti og i framburði Feeneys hefði komið fram að hann teldi að bandarísk stjómvöld þekki starfsemi fyrirtæk- isins CTU og láti hana óáreitta þótt „þau neyðist til að senda afsökunar- bréf til þeirra þjóða þaðan sem böm væm numin á brott“. Þórir rakti að þar sem ákveðið hefði verið að Grayson fengi ekki að vita um ráðagerðir fyrirtækisins benti það til þess að tilgangurinn hefði verið annar en hinn yfirlýsti, sem var að semja við móðurina um það að hún léti bömin af hendi. Saga Feeneys um það að Ema Eyjólfsdótt- ir hefði verið reiðubúin að afhenda dætur sínar gegn gjaldi og sviðsetn- ingin hefði verið til að blekkja for- eldra hennar væri ótrúverðug — ekki einungis vegna þess að Ema hefði harðneitað öllu slíku og viðbrögð hennar við því að uppgötva bamsrán- ið hafi verið þau að gera strax ráð- stafanir til að hafa upp á börnunum — heldur einnig vegna þess þegar tekið væri tillit til þess að í hve mik- inn kostnað var lagt við hina flóknu aðgerð þá hafí það aðeins verið smá- peningar sem greiða hafí átt Emu fyrir bömin, 5 eða 6 þúsund dollarar og þjark um 1.000 dali hefði sam- kvæmt sögu Feeneys staðið í vegi fyrir þvf að samkomulag næðist. Fram kom að þegar haft var sam- band við CTU í upphafi hafði móðir Brian Graysons lagt 25 þúsund bandaríkjadali inn á reikning fyrir- tækisins og síðar hafí upphæðin ver- ið hækkuð í 30-35 og jafnvel 40 þúsund dali. Þórir kvaðst telja að með brott- námi bamanna hafi Grayson og Fe- eney sýnt skeytingarleysi um hag bamanna, einkum Elísabetar. Allt hefði verið þaulskipulagt nema það hvemig ætti að gera henni grein fyrir því hvað raunverulega væri á ferðinni. Glögglega hefði komið í ljós í Lúxemborg hver afstaða Elísabetar væri. Hún hefði sagt að hún væri í för með vinum mömmu sinnar á leið til London þar sem mömmu hennar hefði boðist vinna. Þegar lögreglu- menn í Lúxemborg hefðu sagt henni hver tilgangur fararinnar væri eftir að hafa fengið að heyra um hann hjá Judy Feeney hefði bamið brostið í mikinn grát og sagst hvergi vilja vera nema hjá mömmu sinni. Þar sem bamið hefði bæði haft bandarískt og íslenskt ríkisfang og hafi ekki verið í fylgd forráðamanns síns hafi yfír- völd í Lúxemborg ákveðið að senda bamið til baka en fylgdarmönnum þess, Judy Feeney, Jacquie Davis og Lawrence Canavan hafi verið sleppt eftir að hafa verið í haldi í sjö klukku- stundir enda hafí þá ekki borist al- þjóðlega handtökuskipun eða fram- salsbeiðni. Þórir sagði að þessar fyrstu klukkustundir hefði ýmislegt verið óljóst í málinu og meðal annars þess vegna hefði flugvél fólksins ekki verið stöðvuð í Keflavík heldur látin halda áfram til Lúxemborgar þar sem ekki hefðu þótt nægilegar upplýsingar liggja fyrir til að snúa við vél sem þegar var komin út á flugbraut. Hins vegar hefði rann- sóknarlögreglan nýtt sér persónuleg sambönd við lögreglumenn í Lúxem- borg til að fá vinnu í gang í málinu þótt opinber plögg skorti. Donald Feeney hefði sagst bera ábyrgð á starfsfólki sínu hjá CTU og hin mikla skipulagning sem búið hefði að baki aðgerðum þess fyrir- tækis í málinu og tekið hefði nokkr- ar vikur ætti að verka til refsiþyng- ingar fyrir Feeney. Hann hefði engar hugsanlegar málsbætur eins og Brian Grayson sem hefði haft í hönd- um úrskurð bandarísks dómstóls. í ræðu Óskars Magnússonar veij- anda James Brian Grayson vék hann m.a. að því að í dómsmáli því sem Brian hefði talið sér tapað og flúið frá hefðu bæði hún og Grayson mætt hvort með sinn lögfræðing og bæði leitt fram vitni til að bera í sína þágu. Þegar Ema hefði talið málið tapað hefði hún virt að vettugi bann dómstóls og flúið Bandaríkin og þar væri hún nú eftirlýstur afbrotamað- ur. Hér á landi hafi hún ekki sótt um formlegt forræði bamanna og ýmis vilyrði um að leyfa feðmnum um að hafa samband við þau og fá upplýsingar um líðan þeirra hafi ver- ið svikin. Áður en lögfræðilegar til- raunir til að leysa málið hefðu verið hafnar að marki hér á landi hafi móðir Graysons séð mynd um CTU og þar með hefði það fyrirtæki kom- ið til sögunnar. Grayson-fíölskyldan hefði talið þetta lögmætt fyrirtæki enda hefði það hlotið lof í fjölmiðlum fyrir störf sín í þágu bandarískra fjölskyldna. Fyrirtækið hefði tekið að sér málið en kosið að haga málum svo að viðskiptavinurinn yrði ekki upplýstur um framkvæmdaatriði heldur yrði hann einungis til taks þegar eftir yrði kallað og afhenda ætti börnin. Þegar kallið hafi borist hafi Gray- son komið til Reykjavíkur og mætt á tilsettum tíma fyrir utan Hótel Holt þar sem honum hafi verið færð dóttir hans og hefðu þar orðið fagn- aðarfundir. Brian Grayson hefði aldr- ei ætlað að bijóta gegn íslenskum lögum og skýrslur hans og Feeneys væru samhljóða um þátt hans í mál- inu. Því væri rangt að-ákæra hann fyrir að hafa í samvinnu við starfs- menn CTU beitt blekkingum til að nema bömin i heimildarleysi á brott frá móðurinni. Hann hafí ráðið fyrirtækið CTU til að annast samninga við Emu Eyjólfsdóttur og ekki vitað um nein- ar blekkingar eða heimilað beitingu þeirra aðferða sem ákæmvaldið telji að hafí verið framin. Því fari fjarri að tekist hafi að sanna ásakanir ákæmvaldsins. Óskar sagði að hann krefðist aðallega sýknu fyrir Grayson á þeirri forsendu að hans aðgerðir hér hefðu verið honum refsilausar. Hann kvaðst m.a. bera brigður á að foreldri bams gæti gerst sekt um bamsrán skv. 193. grein hegninga- laganna sem ákært er fyrir, og vitn- aði til fræðimanna því til stuðnings. Hann sagði að þótt Hæstiréttur hafí sagt að móðirin hefði umsjá bamanna á íslandi hefði ekki falist í því neitun á að viðurkenna hina bandarísku dómsúrskurði og gildi þeirra í refsimáli þótt menn gætu ekki á grundvelli þeirra krafíst at- beina stjómvalda til að ná rétti sínum þar sem á skorti að ríkið hefði viður- kennt alþjóðasáttmála. Þá kvaðst hann einnig vísa til þess sem Feeney héldi fram að CTU hefði náð samn- ingum við Emu um afhendingu bam- anna og þvf hefði ekki verið um neitt bamsrán að ræða. Einnig hefði hann verið haldinn þeirri afsakanlegu van- þekkingu að halda, skv. skriflegri ráðleggingu bandarísks lögmanns, að hann hefði sterka réttarstöðu á íslandi. Teldi hins vegar dómurinn ástæðu til að sakfella Brian Grayson kvaðst Óskar Magnússon gera kröfu um að dæmd yrði vægasta refsing sem lög leyfa, sekt eða skilorðsbund- in refsivist þar sem gæsluvarðhald kæmi til frádráttar. Öm Clausen hrl, veijandi Donald Feeneys, krafðist sýknu fyrir skjól- stæðing sinn. Fyrirtæki hans hefði tekið að sér milligöngu í samningum við Emu Eyjólfsdóttur en eins og fram hefði komið hjá bæði Feeney og Emu hefðu þau tvö aldrei átt neinar viðræður um málefni bam- anna og þvf hefði Feeney aldrei beitt hana neinum blekkingum. Jafnvel þótt menn kunni að álíta að Judy Feeney og Jacquie Davis hafí blekkt Emu verði Feeney ekki refsað fyrir það þvf hann hafi ekkert vitað um málið og ekki tekið þátt í aðgerðinni heldur einungis komið hingað til lands þegar hann hafí haldið að samningar hafí náðst og þá til að verða samferða hópnum vestur um haf. Judy og Jacquie hafí fengið fijáls- ar hendur um það hvemig þær ætl- uðu að standa að aðgerðinni. Leggja yrði sögu Feeneys og Graysons, sem neitað hefði einnig vitneskju um brottnám, til gmndvallar, þar sem sögur annarra sem að málinu kæmu miðuðu einungis að því að geta í eyðumar og í málum sem þessu yrði að gera sérstakar kröfur til þess að ekki yrði vikið frá þeim meginreglum að láta allan vafa í máli koma sökuð- um manni í hag. Feeney og Grayson hafí ekki gerst sekir um neitt nema í mesta lagi það að hafa í góðri trú orðið samferða starfsmönnum CTU og dætrum Ernu frá Hótel Holti og á Keflavíkurflugvöll. Alla sönnun um ásetning þeirra til að bijóta af sér skorti. Örn og veijendumir báðir gagn- rýndu harðlega skýrslu þá sem lög- reglan í Lúxemborg sendi hingað til lands um aðgerðir sínar í málinu. Hvorki þeir erlendu lögreglumenn sem vitnað væri til í skýrsluni hefðu komið fyrir dóm né það fólk, Judy Feeney og fleiri sem þar væri vitnað til. Það eina sem tekist hefði að stað- festa um efni skýrslunnar hefði verið að íslensk stjómvöld hefðu ranglega sent úr landi fullyrðingar um að unnt yrði að sýna fram á að móðir telpnanna hefði forræði þeirra hér á landi. Hvað ættu menn þá að halda um afganginn af þessari skýrslu. Teldi dómurinn hins vegar efni til að refsa Feeney fyrir það að vera forstjóri fyrirtækis sem sendi fólk milli landa í verkefni þá væri aug- Ijóst að slíkt gæti ekki varðað fang- elsisvist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.