Morgunblaðið - 20.02.1993, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.02.1993, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 27 daga verkfall BSRB haustið 1984 7 0% voru til- búnir að hefja verkfallsátök Tæplega 61% félaga í KÍ sam- þykktu verkfallsboðun árið 1988 BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja og kennarar í Kennarasambandi Islands fóru síðast í verkfall 4. október árið 1984 en þá hafði launalið samninga verið sagt upp frá og með 1. september. Stóð verkfallið i 27 daga. Giltu þá önnur lög en nú gilda um kjarasamninga opinberra starfs- manna sem kváðu á um að ríkissáttasemjari þyrfti að leggja fram sáttatillögu þegar verkfall væri boðað og að greidd yrðu atkvæði um tillöguna. Var sáttatillagan felld með 70% greiddra atkvæða og verkfall boðað með 15 daga fyrir- vara. Voru þá bæði kennarar í KÍ og hjúkrunarfræðingar innan vébanda BSRB. Samningsréttur ríkisstarfs- manna var í höndum BSRB árið 1984 en bæjarstarfsmannafélög fóru hvert fyrir sig með samnings- rétt fyrir bæjarstarfsmenn. Lög- unum var breytt árið 1986 þegar samnings- og verkfallsréttur var færður til aðildarfélaganna. í dag tekur því hvert einstakt aðildarfélag ákvörðun um hvort viðhöfð verði atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir. Ákvörðun form- annafundar aðildarfélaga BSRB um að beina því til félagsmanna að viðhafa atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í síðustu viku felur þannig ekki í sér heimild til verk- fallsboðunar. Niðurstaða atkvæða- greiðslu í félögunum þarf að liggja fyrir 15 sólarhringum áður en verk- fall á að hefjast eða í síðasta lagi 6. mars nk. Verkfallsboðun KÍ dæmd ólögmæt 1988 Grunnskóla- og sérskólakennar- ar í Kennarasambandi íslands Heimsklúbbur Ingólfs Operukynn- ing á Hótel Sögn í dag MORGUNBLAÐINU hefur borist eftírfarandi fréttatíi- kynning frá Heimsklúbbi Ing- ólfs: „Nærri eitt hundrað íslendingar hlusta á Kristján Jóhannsson sem Turiddu og Placido Domingo sem Pagliaccio auk annarra heims- frægra söngvara í Grand Metro- politan óperunni í New York hinn 17. mars nk. Þeir ferðast á vegum Heimsklúbbs Ingólfs og ferðaskrif- stofu hans, Prímu hf., en Visa ís- land stendur einnig að ferðinni. Grand Metropolitan er talið kröfuharðasta óperuhús heimsins og hefur í heila öld sópað til sín besta söngfólki heimsins svo að jafngildir hæsta gæðastimpli óperu- söngvara að birtast á sviði þess í aðalhlutverki. í dag kl. 16 fjallar tónlistarmað- urinn Ingólfur Guðbrandsson um óperumar tvær, Cavalería Rustic- ana og I Pacliacci fyrir þátttakendur í ferðinni. Hann rekur bæði sögu hins fræga óperuhúss, sem fjöldi íslendinga sækir nú í fyrsta sinn, jafnframt því að skýra óperumar og rekja söguþráð þeirra með völd- um tóndæmum í flutningi frægustu söngvara sögunnar á fjölum Grand Metropolitan óperunnar." (Fréttatilkynning) greiddu atkvæði um verkfailsboðun í mars 1988. Félagsmenn voru 3.040 og tóku 91% þátt í atkvæða- greiðslunni. Var verkfallsboðun samþykkt með atkvæðum 60,8% félagsmanna, 36,6% vora á móti og 5,5% skiluðu auðu. Ekki kom þó til verkfalls þar sem Félagsdóm- ur úrskurðaði atkvæðagreiðsluna ólögmæta þar sem dagsetning verkfallsdags kom ekki fram á at- kvæðaseðli. Bollu- vertíð- inhafín ,ÞETTA hefst fyrir alvöru á laugardag og sunnudag en aðal salan er svo á sjálfan bolludaginn," sagði Hörður Kristjánsson bakarameistari í Austurveri, aðspurður um undirbúning bolludagsins. Hann sagði að þróunin hefði verið sú að meira væri keypt af bollum á helginni fyrir bolludag- inn. Hörður gerði ráð fyrir að selja um 10 þúsund bollur á mánudag. „Það hefur heldur dregið úr bollu- sölu í gegn um árin. Ég er með þetta skrifað síðan 1976 en árið 1981 var toppurinn hjá okkur. Þá seldum við um 23 þúsund bollur," sagði Hörður. „Annars er búið að skemma bolludaginn fyrir okkur bökurum eftir að stórmarkaðamir komu. Þeir selja bollumar á kostn- aðarverði eða jafnvel undir kostn- aðarverði til að trekkja inn hjá sér.“ Ófylltar og fylltar bollur „Ég veit ekki hvert úmfangið verð- ur núna, við eram ekki alltof bjart- sýnir á ástandið núna,“ sagði Jón Albert Kristinsson bakarameistari hjá Myllunni hf. Hann sagði að sú breyting hefði átt sér stað í gegn um árin að áður hefði fólk keypt meira af ófylltum bollum og fyllt þær sjálft en nú seldist meira af fylltum bollum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bollurnar fylltar BOLLURNAR fylltar með rjóma í bakaríinu í Austurveri. 14-18 milljónir vegna þinghalds starfsstétta FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra upplýstí á þingi á fimmtudag að ríkissjóður greiðir 14-18 milljónir króna vegna þinghalds eða funda einstakra starfstétta. Þar er einkum um að ræða fiskiþing, búnaðarþing, kirkjuþing, prestastefnu, dómsmálaþing og sýslumannafundi. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra og Jón Helgason (F-Sl) for- maður Búnaðarfélagsins bentu á að ríkissjóður bæri ekki kostnað af búnaðarþingi. í fyrirspumatíma á fímmtudag sagði Guðmundur Hallvarðsson að fjölmiðlum hefði orðið tíðrætt um kostnað ríkisins vegna þinghalds eða funda ýmissa starfsstétta. Guð- mundur vildi fá þessi mál betur upp- lýst. Þess vegna hefði hann leitað til Ijármálarráðherra eftir svöram um hve há fjárhæð hefði verið greidd úr ríkissjóði vegna þinghalds eða funda ýmissa starfsstétta síðustu fjögur árin. Fyrirspyijandi vildi einn- ig fá nánari upplýsingar um hvaða reglur giltu um greiðslur til þingfull- trúa eða fundarmanna. Upplýsingar ekki aðgengilegar Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra dró enga dul á að það hefði reynst nokkuð erfitt að gefa eins greinargott svar við þessari fyrir- spurn og vert væri. Upplýsingar um kostnað af þessu tagi væru ekki aðgengilegar á einum stað. Hjá ríkis- bókhaldi, þar sém útlagður kostnað- ur ríkisins væri skráður, væru út- gjöld ekki nægjanlega sundurgreind til að hægt væri með góðu móti að vinna umbeðnar upplýsingar. Fjár- málaráðuneytið hefði því leitað til allra ráðuneyta um upplýsingar. Óskað hefði verið eftir því að fag- ráðuneytin miðuðu við stærri, reglu- bundin þing eða fundi. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra greindi frá því að landbúnaðar- ráðuneytið hefði upplýst hann um að kostnaður við búnaðarþing væri greiddur af hinum félagslega þætti í starfsemi Búnaðarfélags íslands en ekki úr ríkissjóði. Kostnaður við búnaðarþing væri um 4% af veltu félagsins, eða um 4-5 milljónir króna. Kostnaður við þinghaldið var árið 1991 5,3 milljónir og 4,5 millj- ónir árið 1992. Fjármálaráðherra taldi rétt að geta þess að um 75% af tekjum Búnaðarfélagsins væra framlag úr ríkisjóði en sá hluti væri ekki nýttur til félagslegra verkefna eins og búnaðarþings. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ekki veitt félögum eða samtökum styrki til þinghalds. Undantekning frá þessu er Fiskifélag íslands sem heldur árlega fískiþing. Samkvæmt upplýsingum félagsins hefði kostn- aður verið árið 1989 2,9 milljónir króna, 1990 3,5 m.kr., 1991 3,6 m.kr., 1992 3,3 m.kr. Fjármálaráð- herra sagði að í fjárlögum 1993 væri gert ráð fyrir 2 milljóna króna fjárveitingu til Fiskifélagsins til að kosta fískiþing. Það sem upp á kynni að vanta þyrfti félagið að leggja til af öðram tekjustofnum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið greindi íjármálaráðuneytinu frá því að þing eða fundir starfsstétta á þess vegum væru: sýslumannafund- ir, dómsmálaþing, kirkjuþing og prestastefna. Sýslumenn og dómarar hefðu fengið greidda dagpeninga í 2-3 daga og ferðakostnað sam- Kostnaður vegna þinghalds starfsstétta hinghatd Heödarkostn. 1992 Gretðslatil fulttrúa á dag Aðrar greiðslur Jm Búnaðarþing 4,5 millj. kr. 4.500 kr. Dagpen. og ferðakostnaður fMiþing 3,3 millj. kr. 3.600 kr. 3.500-7.200 ídvalaikostn. ferðakostn. greiddur Sýslumannafundir - 0 Dagpen. og ferðakostnaður Dómsmálaþing - 0 Dagpen. og ferðakostnaður Kirkjuþing 3,7 millj. kr. 4.904 kr. Dagpen. og ferðakostnaður Prestastefna 3,9 millj. kr. 0 Dagpen. og feröakostnaður kvæmt gildandi reglum hveiju sinni. Kostnaður vegna þessa væri bókað- ur hjá hveiju embætti fyrir sig ásamt öðram dagpeninga- og ferðakostn- aði, en ekki sérgreindur. Því væri ógerlegt að gera grein fyrir heildar- kostnaði vegna sýslumannafunda sem væra haldnir 1-3 daga á ári og árlegra dómsmálaþinga. Fj ármálaráðherra sagði að í öðr- um fagráðuneytum tíðkaðist ekki að viðkomandi ráðuneyti greiddi beinan kostnað vegna þinghalds eða funda starfsstétta. Þó hefði í sumum tilvikum verið greidd risna við sér- stök tækifæri og færðist sá kostnað- ur í flestum tilvikum á risnukostnað viðkomandi ráðherra. Fleiri en alþingismenn fá dagpeninga Fyrirspyijandi Guðmundur Hall- varðsson þakkaði fjármálaráðherra fyrir þau svör sem honum hefði tek- ist að afla. Hann taldi athyglisvert að nú hefði komið í ljós að það væra fleiri en alþingismenn sem fengju dagpeninga. Hann hvatti til þess að frekari upplýsinga yrði aflað. Hon- um þótti það mjög íhugunarvert hvers vegna kostnaður væri greiddur vegna funda sumra starfsstétta en ekki annarra. Seltjarnames Hraðahindr- un fjarlægð HRAÐAHINDRUN sem sett var upp á Nesvegi í fyrravor hefur nú verið fjarlægð, en um var að ræða hálfkúlur úr stáli sem stóðu 12 sentímetra upp úr götunni. Að sögn Hrafns Jóhannssonar bæjar- tæknifræðings á Seltjarnarnesi tóku kúlurnar að tína tölunni m.a. í snjómokstri í vetur, og voru þær siðustu fjarlægðar nú í vikunni. „Það var búið að ákveða í haust að malbika yfír kúlumar þar sem skarð var komið í hindrunina, en vegna veðurs hefur ekki verið hægt að vinna það verk. Þessi hindran var allt annars eðlis en þær hraðahindr- anir sem hafa verið hérna, og leysti hún meðal annars tæknilegan vanda þar sem hægt er að hafa hana á götum þar sem vatnsrennsli er mikið án þess að gera ráðstafanir með nið- urföll eins og þurft hefur að gera varðandi hefðbundnar hindranir," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.