Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 27

Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 Minning Fríðrik Ami Péturs son frá Norðurgröf Fæddur 3. september 1958 Dáinn 10. febrúar 1993 Elskulegur bróðursonur minn, Friðrik Ami Pétursson, lést skyndilega 10. þessa mánaðar, aðeins 34 ára að aldri. Andlát þessa ljúfa pilts kom okkur öllum, ættmennum hans, í opna skjöldu. Ég hafði hitt Friðrik meira að undanfömu en oft áður vegna áfalla í íjölskyldunni. Afí hans, Pálmi H. Jónsson, lést í október sl. og í janúar féll snögglega frá bróðir minn og föðurbróðir hans, Ámi Jón Pálmason. Þeir frænd- umir höfðu áður farið saman í afdrifarika langferð, þegar Árni fór með Friðrik 15 ára gamlan til London til uppskurðar vegna með- fædds hjartagalla. Þar fékk hann nýjar lokur, sem dugðu honum vel undanfarin 20 ár, enda gætti hann þess vel að láta fylgjast reglulega með sér. Þar til hann nú vildi, eins og honum hafði á sínum tíma ver- ið uppálagt, komast á sjúkrahús þegar hann veiktist með háan hita. En ekki þótti ástæða til að verða við því, þar sem þetta væri bara inflúensa. Þar féll góður drengur í valinn. Friðrik fæddist 3. september 1958, sonur Elínar Þ. Bjamadótt- ur og Péturs Pálmasonar, við- skiptafræðings og starfsmanns á Skattstofunni. Hann ólst upp í fögm og góðu umhverfí á heimili þeirra í Norðurgröf á Kjalamesi í hópi átta systkina. En þau em Jónas, Þómnn, Margrét Björg, Friðrik, Sigrún, Þórdís, Pálmi og Bjami. Þau áttu góða skólavist á Klébergi og síðar í Varmárskóla, þótt stundum væri í vetrarveðram erfítt og fyrirhafnarsamt að koma öllum hópnum í og úr skóla. Frið- rik valdi sér húsgagnasmíði að fagi og vann eftir að því námi lauk hjá Gamla kompaníinu, en á sumrin kaus hann að vera úti í náttúrunni á heimaslóðum undir Esjunni, þar sem hann sagði mér ungur þá staðreynd að jólasvein- amir byggju í nábýli við þau. Á sumrin var hann því um árabil veiðivörður við Leirvogsá, þar sem hanh gat notið kyrrðarinnar gang- andi með ánni. En hann var ávallt ljúfur og kyrrlátur í lund. Einstak- lega elskulegur og-má sem dæmi um það nefna að þegar daufdumhr ur piltur kom til náms í húsgagna- verkstæðið á sínum tíma var það Friðrik sem best skildi hann og hann laðaðist að, svo að sjálfsagt þótti að fela honum að líta til með honum. Friðrik var einstaklega laginn og hafði snemma farið að föndra við bíla, enda heimilið í Norður- gröf háð því að bílnum væri hald- ið í gangi. Þegar samdráttur varð í húsgagnaiðnaðinum fór hann því að vinna í Bílabúð Benna og kom aðeins stuttlega aftur að hús- gagnasmíðinni, áður en hann sneri sér endanlega að starfínu við bíla- viðgerðir í Bílabúð Benna og gerði líka oft við bfla á kvöldin á verk- stæði með félögum sínum. Þar hittumst við síðast, er hann við jarðarför Áma bróður míns heyrði mig aka eins og ég væri á mótor- báti eftir mðninginn á bflastæðum borgarinnar í óveðmm daganna á undan og bauðst af ljúfmennsku til að skipta nú um hljóðdunk hið fyrsta fyrir frænku sína. Þá datt engum í hug að á næstu dögum yrði hann horfínn okkur. Við föðursystur hans, Elín, Sól- veig og Helga, sendum Pétri bróð- ur okkar, sem legið hefur á sjúkra- húsi undanfama mánuði, Elínu mágkonu okkar og systkinum Friðriks samúðarkveðjur við and- lát hans og útför, sem í dag verð- ur gerð frá Lágafellskirkju. Elín Pálmadóttir. Hann Frikki frændi er dáinn. Hann sem var svo góður. Hvemig eigum við krakkarnir að trúa því að hann sé allt í einu farinn. Fyrst og fremst var hann góður vinur okkar. Þegar Frikki kom í heim- sókn var alltaf svo gaman, því að hann var alltaf til í smá prakkara- strik. Hann hafði líka alltaf tíma til að setjast niður og tala við okkur uin allt. Samt var hann allt- af einhvers staðar að vinna, alltaf að hjálpa öllum, því að Frikki gat lagað og gert svo margt. Hann var líka mikill dýravinur og vildi hafa dýr á hveiju heimili. Já, það er svo erfítt að skilja, en samt fínnst okkur að svona góðir menn eins og Frikki frændi var eigi að fá að vera lengur hjá okkur. Elsku Frikki okkar. Við vitum að þú ert núna hjá Guði. Við eigum svo yndislegar minningar um þig, t.d. frá fyrstu Esjugöngunni okkar saman í sumar, þar sem við grill- uðum uppi á Kistufellinu. Þetta var meiriháttar ferð og mikið vor- um við orðin þreytt. Við biðjum Guð að hugga afa og ömmu í sveitinni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Guð geymi þig. Þín frændsystk- ini Guðbjörg, Elín, Halla, Pétur og Jón. Það var sem opnaðist hyldjúpt sár í hjarta mínu, þegar mér var tilkynnt lát vinar míns, Friðriks Áma. Allt kom til baka, sárindin, beiskjan og tómleikinn. Af hveiju Frikki? Hver var tilgangurinn? Hvers vegna er okkur gefíð og tekið jafnharðan af okkur aftur? Aldrei meir, hvorki símhringing né heimsóknir. Tíminn var ekki kominn, svo margt eftir að gera og segja, allt svo tómt og kalt. Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma, og að deyja hefur sinn tíma, segir þar. Frikki sagði einu sinni: Ég lifi fyrir einn dag í einu, því að ég veit að það getur orðið minn síð- asti, og á meðan reyni ég að láta gott af mér leiða, því að þá líður mér sjálfum miklu betur. Frikki var sannur vinur í orðsins fyllstu merkingu. Alltaf var hægt að leita til hans, hvort sem var eftir huggun, uppörvun eða ráð- leggingum. Elsku Frikki, um leið og ég kveð þig hinstu kveðju vil ég þakka þér allt sem við áttum saman, fyr- ir vináttu þína og tryggð. Sveina þakkar þér fyrir allt sem þú varst henni. Við munum geyma þig í hjarta okkar. Betri vin getur eng- inn eignast. Foreldmm og systkinum vottum við okkar dýpstu samúð. Hildur og Sveina. Frikki, eins og við kölluðu hann, okkar besti vinur er dáinn. Við trúum þessu ekki, en verðum að sætta okkur við þetta. Hann kom og var með okkur þegar hann gat og var álltaf kátur og hress. Þá fékk hann flensu og varð mikið veikur. Síðan fréttum við að hann Frikki væri dáinn. Það er sárt að þurfa að kveðja svo góðan dreng í blóma lífsins aðeins 34 ára gaml- an. Við kveðjum hann með söknuði og bæninni Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Guðlmig J. S. Ágústs- dóttir—Minning Helgistef Af fegurð blóms verður aldrei sagt aldrei sagt með orðum né þinni með neinum orðum. (Stefán Hörður Grimsson) Guðlaug J.S. Ágústsdóttir var fædd 12. desember 1915 í Reykja- vík. Foreldrar hennar vora Sigríð- ur Jónsdóttir frá Rútsstaða-Suður- koti í Flóa og Friðrik Ágúst Pálma- son frá Hvammi í Laxárdal. Sirrý, eins og hún var ævinlega kölluð, ólst upp meðal sex systkina. Þau em: Asgrímur (d. 1965), Pálmi Helgi (d. 1991), Kristín Ágústa, Guðrún, Jón Páll og Siguijón Magnús. Mig langar fyrir hönd okkar systra að minnast Sirrýar föður- systur okkar, sem lést 9. febrúar síðastliðinn á Vífilsstaðaspítala. Sirrý var fjórða elsta bam for- eldra sinna sem komst á legg. Á unglingsámm Sirrýar fluttist fyöl- skyldan til Hafnarfjarðar. Fyrst bjuggu þau í Ásbúð og síðar í Flensborgarskólanum, þar sem Friðrik Ágúst starfaði sem hús- vörður síðustu æviár sín. í Hafnar- firði, þeim vinalega bæ, hafa Sirrý og flest hennar systkini búið síðan. Fyrir okkur systur sem áttum heima í Reykjavík var alltaf sér- stök hamingja að fá að heimsækja allt frændfólkið. Það háttaði þann- ig til hjá Sirrý að hún bjó alla tíð í húsum með systkinum sínum. Við minnumst fyrst Siriýar eft- ir að fjölskyldan hafði flust að Holtsgötu 17. Þegar ég var fimm ára gömul og móðir mín var að eignast þriðju dótturina hljóp nú heldur betur á snærið hjá mér. Sirrý bauð mér að koma með sér á Holtsgötuna og dveljast um ein- hvem tíma. Þá bjó Sigríður amma mín í annarri flbúðinni með bömun- um sínum Sirrý, Gunnu og Magga, en Stella föðursystir bjó í hinni með sinni ijölskyldu. Ég mætti svo mikilli hlýju hjá öllu þessu frænd- fólki mínu og slíkar minningar á maður í hjarta sínu alla tíð. Böm og velferð bama hefur alltaf stað- ið nálægt hjarta þessara systkina og var Sirrý þar engin undantekn- ing. Það var svo gaman að fara með henni í heimsókn til vin- kvenna hennar. Það var alltaf stolt og væntumþykja í röddinni þegar hún kynnti mig sem dóttur hans Ása bróður. Alla tíð þegar Sirrý talaði um sitt skyldfólk var það á þessum nótum og ekki hvað síst þegar bömin í fjölskyldunni áttu í hlut. Sirrý var mjög handlagin og vandvirk og saumaði á mig flík- ur og dyttaði að öðmm, svo að ég færi nú ekki verr fötuð en ég kom. Seinna þegar fjölskylduhúsið á Hringbraut 69 hafði verið byggt gistum við Gústa systir oft hjá ömmu og frændfólkinu. Það var rík spilahefð hjá ijölskyldunni og á hátíðum komu allir saman til að spila „púkk“ eða „canasta". Alltaf fengu bömin að ganga fyrir í spilamennskunni. Ef þau voru of ung var bara haldið á þeim við spilaborðið og þannig komust allir upp á lagið. Sirrý var ekki alltaf heima þegar heimsóknir okkar stóðu yfír því að hún vann ámm saman fjarri heimaslóðum. Til að mynda var hún matráðskona hjá ýmsum aðilum. Má þar nefna Hamilton á Keflavíkurflugvelli og Búrfellsvirkjun. Einnig starfaði hún þjá Rafha og ísl. álfélaginu. Þegar hún var heima og við kom- um inn í hennar herbergi myndað- ist alveg sérstök stemmning. Þar var eins og ríki í ríkinu. Hún umgekkst húsgögn og muni með síkri virðingu og vandvirkni að allt sem hún hafði í kringum sig varð eftirsóknarvert að skoða. Sirrý var líka alltaf vel til höfð og klæddist fallegum, vönduðum fötum. Heimsóknimar í Fjörðinn hjá okkur systram urðu færri með ámnum, en önnur frænd- systkini og þeirra böm tóku við. Sirrý og Gunna systir hennar bjuggu saman alla tíð og vom með eindæmum samrýndar. Allt sem þær tóku sér fyrir hendur eftir að þær hættu að vinna úti gerði þær samstiga. Má þar nefna ferðalög til útlanda og að spila bingó. Fyrst og síðast er það samt gestrisni og umönnun bamanna í fjölskyldunni sem hefur einkennt þeirra heimilislíf. Síðastliðin tvö ár urðu Sirrý erfíð vegna lungnasjúkdóms sem hún gekk með. Henni auðnaðist þó að mestu að vera heima og naut hún þar umhyggju Gunnu og allra annarra í húsinu. Elsku Gunna og þið öll á Hring- braut 69. Þið hafíð misst Sirrý ykkar sem búið hefur með ykkur svo lengi. Megi minningin um hana ylja ykkur í sorginni. Þorbjörg Kolbrún, Sigríð- ur Agústa, Ása Margrét og Inga Hlíf. 27 Við sendum aðstandendum samúðarkveðj ur. Ingi, Maríann, Skúli og Matthildur Hiyggð og reiði yfír ranglæti forsjónarinnar fyllti hugá minn þegar sambýliskona mín grét við öxl mér og sagði mér að Friðrik bróðir hennar væri dáinn. Kynni okkar Friðriks urðu hvorki löng né náin. Samt sakna ég hans eins og hann hefði verið minn eigin bróðir. Þótt ég telji mig vera töluverðan mannþekkj- ara treysti ég mér sjaldan til að dæma persónur af fyrstu kynnum. Samt vissi ég frá því að ég fyrst hitti Friðrik að hann væri ei£3> þessara fágætu gimsteina meðal manna sem eru „gegnumgóðir" og ætíð setja hagsmuni annarra ofar sínum eigin. Þess vegna er svo erfítt að sætta sig við að ein- mitt hann skuli vera hrifinn frá okkur svo ungur að áram. En eflaust ætlar skaparinn honum stórt hlutverk hjá sér. Megi það verða okkur öðmm dauðlegum huggun harmi gegn. Innilegustu samúð votta ég for- eldram Friðriks og systkinum ásamt öðram í fjölskyldunni sem nú hefur séð á bak fjórða ástvini sínum á skömmum tíma. Kristinn P. Benediktsson. í dag kveðjum við góðan félaga okkar og samstarfsmann, Friðrik Pétursson, sem lést 10. þessa mánaðar, langt um aldur fram, aðeins 34 ára gamall. Friðrik hafði starfað í rúman áratug með sumum okkar á Vagn- höfða 23. Hann hafði upphaflega numið húsgagnasmíði, en sneri sér síðan að viðgerðum og endurbót- um á vélum og bflum, því að þar naut hann sín. Verk þau er hann vann vom ætíð talin traust og vel unnin, en það segir sína sögu um áreiðanleika og verklag Friðriks. Síðastliðið hálft ár var Friðrik lag- erstjóri. Þar stóð hann sig vel, sinnti starfínu af alúð og var mjög ánægður með þá nýju ábyrgð sem því fylgdi. Friðrik var maður léttur í lund og sá ætíð spaugilegu hliðamar á hveiju máli. Og stundum þurftu menn að hafa gát á þegar Frikki var að segja frá, því að hann var svo hjartahreinn og eðlislega ein- lægur í frásögn sinni. v „ Friðrik var vel liðinn og hefiir nú myndast stórt skarð í sam- starfshópinn. Ein lítil dæmisaga lýsir honum vel: Lítill 3ja ára snáði, sonur eins okkar, komst að því að leikfanga- bfllinn hans hafði bilað og þurfti viðgerðar við. „Pabbi, við fömm á verkstæðið og fáum Frikka til þess að laga bílinn." Hann var sá sem drengurinn treysti best fyrir gullinu sínu. Friðrik hafði haft orð á því að hann tryði að líf væri að loknu þessu jarðlífí, en ekki þannig þó að hann ætlaði sér að fara þangað strax. Hann horfði björtum augum til framtíðarinnar og kom því hið ótímabæra fráfall hans yfír okkur sem reiðarslag. Við þökkum Friðrik fyrir sam- verana og vottum foreldmm hans og systkinum innilega samúð okk- ar. Vinir og starfsfélagar hjá Bílabúð Benna. HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 C

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.