Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993
17
Clínton reynir að fá
almenning á sitt band
Chillicothe, Ohio. Reuter.
BELL Clinton Bandarikjaforseti ferðast nú um Bandaríkin til
að kynna efnahagsstefnu sína og afla henni stuðnings meðal
almennings. „Við skulum hætta að tala um hverjum sé um að
kenna og takast sameiginlega á við framtíð okkar,“ sagði hann
á fundi í borginni St. Louis í Missouri í fyrradag. „Mér er
sama hveijum árangurinn verður þakkaður, ég sækist einung-
is eftir því að okkur miði áfram.“ í ræðu á Bandaríkjaþingi á
miðvikudagskvöld boðaði forsetinn miklar skattahækkanir,
víðtækan niðurskurð og aðgerðir til að auka atvinnu.
Ráðherrar
segja af
sér á Italíu
Guiljano Amato, forsætisráð-
herra Ítalíu, varð fyrir enn einu
áfallinu í gær þegar tveir af
ráðherrum hans sögðu af sér
eftir að hafa verið sakaðir um
spillingu. Þeir eru Giovanni
Goria fjármálaráðherra og
Francesco De Lorenzo heil-
brigðisráðherra.
Fólk sem komst af í sjóslys-
inu við Haiti.
Fórnarlamba
leitað á Haiti
Bátar og flugvélar banda-
rísku strandgæslunnar tóku í
gær þátt í leit að fómarlömbum
sjóslyssins við Haiti á þriðju-
dagskvöld. 141 lík hafði fundist
og Rauði krossinn sagði að 285
manns hefðu komist af. Enn er
ekki vitað með vissu hversu
margir voru um borð í skipinu
en þó er ljóst að hundruð manna
fórust.
Uppsagnir
hjá Boeing
Stærsta flugvélafyrirtæki
heims, Boeing, hyggst fækka
starfsmönnum sínum um
28.000, eða hartnær 20%, fyrir
mitt næsta ár. Pöntuniim hefur
fækkað mikið og fyrirtækið til-
kynnti í janúar að það myndi
draga úr framleiðslunni um
þriðjung á næstu 18 mánuðum.
Kjálkar Hitl-
ers fundnir
Yfirmaður Rússneska ríkis-
skjalasafnsins í Moskvu stað-
festi í gær að hluti af höfuð-
kúpu Adolfs Hitlers væri
geymdur í safninu. Dagblaðið
Izvestía hafði skýrt frá því að
líkamsleifar Hitlers hefðu verið
eyðilagðar fyrir að minnsta
kosti tuttugu árum. Það eina
sem væri eftir væru „kjálkam-
ir, fullir af tannkrónum og
brúm, sem gerðu sérfræðingum
kleift að bera kennsl á lík Hitl-
ers árið 1945“.
Sljómlaga-
viðræður í
S-Afríku
Stjórn Suður-Afríku, Afríska
þjóðarráðið (ANC) og Inkatha-
frelsisflokkurinn samþykktu í
gær að efna til fyrstu fjölflokka-
viðræðnanna frá því samninga-
viðræðurnar um nýja stjómar-
skrá mnnu út í sandinn í maí.
Fulltrúar flokkanna koma sam-
an 5. og 6. mars til að skipu-
leggja frekari stjómlagaviðræð-
ur síðar í mánuðinum.
Chirac sigur-
stranglegur
Gaullistinn Jacques Chirac
myndi fara létt með að sigra
Michael Rocard, frambjóðanda
Sósíalistaflokksins, ef forseta-
kosningar fæm nú fram í
Frakklandi, samkvæmt skoð-
anakönnun sem dagblaðið Le
Figaro birti í gær. Chirac myndi
fá 55% atkvæða í síðari umferð
kosninganna en Rocard 45%.
Nýr forseti verður kjörinn árið
1995.
Clinton hélt frá Missouri til
Ohio þar sem hann hélt fund með
íbúum bæjarins Chillicothe um
efnahagsmál en í bænum búa 25
þúsund manns. Þaðan hélt hann
til Hyde Park í New York-ríki og
Nóbelsverðlaunahafar
Búrmasé
svipt sæti
sínu í SÞ
Chiang Mai. Reuter.
FEVIM menn og fulltrúar
tvennra samtaka, sem fengið
hafa friðarverðlaun Nóbels,
skoruðu í gær á Sameinuðu
þjóðirnar að svipta herfor-
ingjastjórnina í Búrma sæti
hjá samtökunum leysti hún
ekki úr haldi friðarverð-
launahafann Aung San Suu
Kyi. Hefur hún verið í stofu-
fangelsi frá 1989.
Oscar Arias Sanchez, forseti
Costa Rica, hafði orð fyrir hópnum
á blaðamannafundi í Chiang Mai í
Tælandi en aðrir vom Desmond
Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku,
Adolpho Perez Esquivel, mannrétt-
indafrömuður í Argentínu, Betty
Williams og Mairead Maguire á
Norður-írlandi, Ross Daniels, full-
trúi Amnesty Intemational, og
Donna Anderton, fulltrúi banda-
rísku samtakanna Friends Service
Committee en þau fengu friðarverð-
launin árið 1947.
Verðlaunahafarnir skomðu einn-
ig á Suðaustur-Asíu-bandalagið að
beijast fyrir frelsi Aung San og
sögðu, að Búrma væri „Bosnía-
Herzegovína" Asíu, þar væm hinir
nýju „blóðvellir".
kynnti stefnu sína áður en hann
flaug aftur til Washington í gær-
kvöldi.
Þegar forsetinn kom til Chilli-
cothe flykktust bæjarbúar út á
götur til að hylla hann þrátt fyrir
mikið frost og gekk Clinton á milli
fólks og tók í höndina á því.
Repúblikanar hafa hins vegar
ekki lýst yfir mikilli hrifningu
vegna fundaherferðar Clintons.
Bob Michel, leiðtogi Repúblikana-
flokksins í fulltrúadeild þingsins
sagði þetta vera umfangsmestu
„áróðursherferð“ undanfarinna
ára og að Hvíta húsið væri orðið
að einu stóra flokkspólitísku gjall-
arhomi. „Kynningarherferðir með-
al almennings geta aldrei komið í
stað almennilegrar stefnu,“ sagði
Michel.
Bandaríkjamenn
sameinist
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, er nú á ferð um Bandarík-
in til að afla efnahagsstefnu sinni
stuðnings. „Við skulum hætta að
tala um hverjum sé um að kenna
og takast sameiginlega á við
framtíð okkar,“ sagði hann á
fundi í borginni St. Louis í Misso-
un.
TIL HAMINGJU
MEÐ SIGURINN
SVEIT GLITNIS!
I brids tryggir skýr hugsun og góð samvinna árangur.
Sigursveit Glitnis á alþjóðlegu Flugleiðamóti Bridshátíðar. Frá vinstri eru Björn
Eysteinsson, Ragnar Alagnússon, Fielgi Jóhannsson, Guðmundur Sv. Flermannsson og
Aðalsteinn Jórgensen.
r '
UthugsuðJjárJesting og góð samvinna við réttan
Jjármö'gnunaraðila tryggir að sama skapi árangur.
Glitnirhf
DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLÁNDSBÁNKA
Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 60 88 00. Myndsendir 60 88 10.
raftækjum og eldhúsáhöldum
AFSLATTUR ALLT AÐ 70%!!
***■&?«“«■13
Einar Farestveit & Co hf.
Borgartúni 28 - 622901 og 622900