Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 34

Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 fólk f fréttum Strandgötu 30, sími 50249 Gestir á þorrablóti stúkumanna næla sér í kræsingarnar. F.v.: Kol- brún Hauksdóttir, Gunnar Þorláksson, Anna S. Karlsdóttir, Bjarni. R. Þórðarson, Guðlaug Friðriksdóttir og Ragnar Einarsson. Laddi og félagar í Súlnasal Morgunblaöiö/Sverrir Saxi læknir er einn þeirra vina Ladda sem kemur við sögu í „Er það satt sem þeir segja um landann?“ ÞORRABLÓT Blótað án brennivíns Stórstúkan Eining hélt þorrablót fyrir skömmu og var salur Templarahall- arinnar þéttskipaður af stúkumönnum sem gæddu sér á hefbundnum kræsingum á þorra. Ekkert var þó brennivín á borðum enda aðeins bindind- ismenn í salnum en það kom þó ekki í veg fyrir að raddböndin væru þanin. Ógleymanleg skemmtun! 20 ára aldurstakmark Áður en hin eiginlega sýningin hófst iéku Blúsbræður listir sínar í stuttu dans- og akróbatíkatriði. Það reynir talsvert mikið á aðstoðarmenn Ladda í dag- skránni og standa þau vel undir því. Ólafía Hrönn er mögnuð gamanleikkona og senuþjófur kvöldsins. Hjálmar kemst einnig vel frá sínu, einkum var fyrsta atriði sýningarinnar eftirminni- legt en þar náðu hann og Laddi ótrúlega miklu út úr gamalli klisju um þorramat og útlendinga. Haukur Hauksson „ekkifrétta- maður“ á Rás 2 — sem er sjálf- sagt þekktasta hlutverk Hjálmars til þessa — kom einnig við sögu. Laddi bregður sér stundum í sýningunni í gervi karaktera sem fylgt hafa honum árum saman, t.d. Saxa læknis og Þórðar hú- svarðar. Þessir þrautreyndu kar- akterar skiluðu því sem við var að búast við ágætar viðtökur en best náði Laddi sér á flug í „Er það satt.. “ þegar hann gaf þessum gömlu félögum frí og tókst á við nýjar rullur. Haraldur Sigurðsson, Þórhallur Sigurðsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson á sviði Súlnasalarins. I • <r AFUFIOGSAL Skemmta í kvöld Skemmtanir Pétur Gunnarsson Er það satt sem þeir segja um landann" heitir skemmti- dagskrá sem Laddi og félagar frumsýndu í Súlnasal Hótels Sögu um síðustu helgi. Dagskráin kom undirrituðum þægilega á óvart en þó ekki eins þægilega og mat- urinn sem reyndist afbragðsgóð- ur. Gestum Súlnasalarins standa til boða tveir forréttir og eftirrétt- ir en þrír aðalréttir þar á meðal grænmetisréttur. í forrétt var freyðandi humarsúpa tekin fram yfir ferskar laxavefjur, fylltar kryddjurta- og valhnetufrauði. Humarsúpan var lostæti, eins og „ofnsteiktur lambahryggvöðvi gljáður rabarbaracompot" sem valinn var í aðalrétt. Kjötið var mjúkt og hæfilega eldað eins og nýtt grænmetið sem fylgdi með. Hinn aðalkjötrétturinn var hæg- steiktur grísaframhryggur með eplum, smálauk og hvít- arfólk undirritaðs sem prófaði grísahrygginn lét vel af og var samdóma álit að máltíðin væri vel heppnuð og þjónustan viðun- andi þótt verið væri var að bera fram máltíð fyrir talsverðan fjölda. Að vísu dró örlítið úr ánægjunni við eftirréttinn því með gaddfreðnum Grand marnier ís voru bornir fram niðursoðnir ávextir. Laddi aðalmaðurinn Laddi er aðalmaðurinn í „Er það satt sem þeir segja um land- ann“. Honum til aðstoðar er bróð- ir hans, Halli, sem tengir sýning- una saman og er í hlutverki kynn- is, og einnig Hjálmar Hjálmars- son og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hljómsveit hússins undir stjórn Björgvins Halldórssonar sér um tónlist sem gegnir talsverðu hlut- verki í sýningunni. Morgunblaoið/Porkell Á meðal gesta voru þrír landsþekktir bindindismenn, þeir Jón Helga- son, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór frá Kirkjubóli. Vitastíg 3, sími 628585. Laugardagur 20. febrúar Opiðkl. 21-03 í BÍTIÐ ífyrsta skipti opinberlega Nýir og ferskir Hljómsveitina skipa Tómas Malmberg, söngur Magnús Sigurðsson, gítar Jósep Gíslason, hljómborð Árni BJörnsson, bassi, Eðvar Felix Vilhjálmsson, trommur Þeir bjóða upp á gæða popp og rokk STJÖRNUR Fimm ára rokkstjaraa Yngsta núverandi rokkstjama, franski drengurinn Jordy, var rétt tæplega fimm ára þegar hann sló í gegn. Jordy samdi sjálfur lagið með hjálp foreldra sinna og heitir það Dur Dur d’Étre Bébe eða Það er erfitt að vera bam. Lagið lenti í fyrsta sæti á franska vinsældalistan- um og herma fregnir að það sé farið að vekja athygli víðar en í Frakk- landi. Hinn franski Jordy í upptökusal. Iffl® 6- 2 &CcÍa'J'h- BINGO! Hefst kl. 13.30 Aðalvinninqur að verðmæti ________100 þús. kr._______ Heildarverðmæti vinninqa um 300 þús. kr. TEMPLARAHOLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.