Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 2

Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 Viss um að ég verð sýknaður - segir James Brian Grayson „ÉG held að þetta hafi verið sanngjörn réttarhöld. Þetta virðist vera svipað kerfí og í Bandaríkjnunum þótt hér sé ekki kviðdómur. Ég er viss um að ég verð sýknaður og þá verður strax höfðað forræðismál þar sem ég mun berj- ast fyrir forræði dóttur minnar,“ sagði James Brian Gray- son í samtali við Morgunblaðið við lok málflutnings í svo- kölluði barnsránsmáli í gærkvöldi. Aðspurður kvaðst James Brian hann næði þeim rétti. Nánar vildi Grayson, sem verið hefur í far- banni síðan hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi þann 12. febr- úar, þó ekki myndu dveljast hér á landi lengur en farbannið héldi gildi sínu. „En ég mun koma hing- að þegar ég þarf að mæta fyrir dómstól vegna málsins." Aðspurður um gæsluvarðhalds- vistina sem hann sætti í einangrun hér í rúmar tvær vikur sagðist Grayson alltaf hafa talið sig í fullum rétti sem löglegur forráða- maður bamsins og ekki hafa gert sér í hugarlund að íslensk stjóm- völd myndu standa í vegi fyrir að hann ekki tjá sig um gæsluvarð- haldstímann. Með James Brian Grayson við réttarhöldin hér á landi var eigin- kona hans, Ginger. Þau gengu í hjónaband 18. janúar síðastliðinn. Að loknum málflutningi í Hér- aðsdómi nýtti Grayson sér rétt sinn til að ávarpa Hjört 0. Aðal- steinsson héraðsdómara og sagði að hann hefði talið sig í rétti og enga grein gert sér fyrir og aldr- ei ætlað að taka þá áhættu að baka sér refsiábyrgð að íslenskum lögum. Sjá einnig bls. 23 Morgunblaðið/Þorkell Fjölmenni á tónleikum Kris HINN heimskunni söngvari og lagasmiður Kris Kristofferson hélt tónleika á Hótel íslandi í gærkvöldi. Húsfyllir var og var söngvaranum ákaft fagn- að. Seinni tónleikar Kris verða á Hótel íslandi í kvöld og er nánast uppselt. Spurst fyrir um flug til Evrópu MAKGIK aðilar, einkum í sjávarútvegi, hafa haft samband við forsvarsmenn íslandsflugs hf. og innt þá eftir því hvort þeir hyggist hefja beint fraktflug tíl Evrópu, I tengslum við samning- inn um Evrópska efnahagssvæðið, að sögn Gunnars Þorvaldsson- ar, framkvæmdastjóra Islandsflugs. Gunnar sagði að menn byndu erum aðeins í innanlandsrekstri. miklar vonir við EES-samkomulag- ið og tollfríðindi af fiski sem því fylgdi. „En það hefur engin ákvörðun verið tekin um þetta hjá okkur. Við Við hugsum að sjálfsögðu um alla hluti sem hingað berast og leitum stöðugt að tækifærum. Því er ekki að leyna að innanlandsflugið er ekki mjög beysið og smjörið drýpur ekki af hveiju strái,“ sagði Gunnar. í dag Ótímabært kennaraverkfall Haukur Helgason skólastjóri segir að mjög margir kennarar efíst um að það sem næðist fram með verk- falli svaraði kostnaði 12 Spánverjar óánægðir með EES Telja tvíhliða samninga við EFTA betri kost 16 Milljarður i akstur og dagpeninga Kostnaður ríkissjóðs vegna dagpen- inga nam 526 millljónum og vegna bifreiðaafnota 466 milljónir 22 Leiðari__________________________ Stefnuræða Bandaríkjaforseta 22 Lesbók ^ Forsíðumynd úr ísl óperunni -Nýskólastefnan í umfjöllun Helgu - Tónskáldið Edvard Grieg - Húsaviður af hafi jarðskjálfta- sumariðl896. Morgunblaðið/Þorkell Fögnuður á furstaynju ÍSLENSKA óperan frumsýndi í gærkvöldi óperettuna Sardasfurstaynjuna eftir Emmerich Kálmán við mikinn fögnuð óperugesta sem hylltu flytjendur með langvinnu lófataki að lokinni sýningu. Heijólfsdeilan er í alvarlegnm hnút FUNDUR forsvarsmanna útgerðar Heijólfs með sjómanna- félaginu Jötni í Vestmannaeyjum þjá ríkissáttasemjara varð árangurslaus og hefur annar fundur ekki verið boðað- ur í deilunni. Stj órnarformaður úgerðarinnar segir að deil- an sé í óleysanlegum hnút. VerkfaJl tveggja stýrimanna um borð í Herjólfi hefur staðið frá því 3. febrúar. Á fundi í stjórn Heijólfs í gærkvöldi var ákveðið að boða starfs- menn til fundar fyrir hádegi í dag, þar sem þeim yrði greint frá hvernig stjórnin hyggðist bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp í deilunni. Grímur Gíslason, stjómarfor- maður útgerðar Heijólfs, sagði í samtali við Morgunblaðið að full- trúar sjómannafélagsins Jötuns hefðu ekki verið til viðræðu um að eiga aðild að heildarkjarasamn- ingi þeirra sextán starfsmanna sem vinna um borð í Heijólfi en þeir tilhe_yra nokkrum stéttarfé- lögum. An aðildar sjómannafé- lagsins sé tómt mál að tala um heildarsamning. Málið sé í injög alvarlegum hnút og hann telji það ábyrgðarleysi af sjómannafélaginu að ljá ekki máls á þessari leið, þannig að hægt væri að byija að ræða hana hver svo sem niðurstað- an yrði. Fulltrúar Jötuns hefðu hins vegar lýst sig reiðubúna til þess að framlengja núgildandi samning og á því strandaði málið. Ekki von á fundi Á fundi í fyrradag höfðu önnur stéttarfélög starfsmanna um borð í Heijólfí tjáð sig reiðubúin til að eiga aðild að viðræðum um heild- arkjarasamning. Grímur sagðist ekki eiga von á því að boðað yrði til annars samningafundar næstu daga, en annars væri deilan í höndum ríkissáttasemjara. Brotist inn í fjóra sum- arbústaði ÁTTA innbrot voru tilkynnt til Iögreglunnar í Reykjavík á föstu- dagsmorguninn en þessi fjöldi inn- brota er með því sem mest gerist á einni nóttu í höfuðborginni. Auk annars var brotist inn í fjóra sum- arbústaði að Eyjum í Kjós, nokkr- ar skemmdir unnar en engu stolið. Af öðrum innbrotum þessa nótt má nefna að farið var inn í vinnu- skúr við Eggertsgötu en engu stolið. Úr húsnæði íslenska dansflokksins við Engjateig var stolið myndbands- tæki og hljómflutningstækjum. Úr vinnuskúr i Laugardal var stolið verkfærum og í innbroti í Skipholti 70 var engu stolið en nokkrar skemmdir unnar. Seðlabankastjóri um lægrí bindiskyldu Greiðir fyrir frek- ari lækkun vaxta SEÐLABANKINN ákvað í gær að framlengja timabundna 1% lækk- un á bindiskylduhlutfalli innlánsstofnana um einn mánuð til viðbót- ar. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri sagði að þetta hefði verið ákveðið til að koma í veg fyrir lausafjárþrengingar á markaðinum og til að greiða fyrir að vextir héldu áfram að síga niður á við en þeir hafi verið á niðurleið frá áramótum. WUtgMmM«M>_ _ —ff - ■ ^------ MINNING UM ANDBLÆ Menning/Listir ► Minning um andblæ — LLstin að skynja án þess að skilja — Græskulaus lifsgleði — Stóri Rób- ert — Auðvitað um ástina — Villt bam — Rómantískur blær Bindihlutfallið er nú 5% en það var lækkað í tvígang á síðasta ári úr 7% eða um 1% 1. nóvember og aftur 1. desember. Jóhannes sagði að lækkun bindi- hlutfallsins á undanfómum mánuð- um hefði haft jákvæð áhrif á lausa- flárstöðu bankanna og vaxtaþróun- ina. Skammtímavextir hefðu t.d. far- ið lækkandi á undanfömum vikum. Viðskiptabankar og sparisjóðir höfðu ekki tilkynnt neinar breytingar á innláns-og útlánsvöxtum til Seðla- bankans í gær vegna næsta vaxta- ákvörðunardags sem er 21. febrúar. Er ekki búist við neinum vaxtabreyt- ingum fyrr en hugsanlega um næstu mánaðamót.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.