Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 31

Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 31 Þau voru mjög ánægð með þessa ráðstöfun og þótti vænt um hve jörð- in var vel setin. Eftir að til Hvammstanga kom var mjög gestkvæmt hjá þeim mömmu og Pétri og var mikið um það að fjölskyldufólkið fengi þar næturgistingu. Pétur vann við bókband og þá var það títt að móðir mín sat hjá honum og las fyrir hann úr blöðum og bókum. Mamma var mikill andstæðingur áfengisneyslu og e.t.v. hefur það fordæmi orðið okkur systkininum sá skóli sem hefur losað okkur við að lenda í því böli sem alltof marga hendir. Mamma lagði ekki illt til fólks heldur hið gagnstæða. Hún mat mikils heiðarleika og mann- gæsku. Hún vildi öllum gott eitt. Bömin voru oft tekin til sumardval- ar og var hún þeim góð og nærgæt- in. I æsku hefur hún e.t.v. fundið til þess hvað það var að koma ókunnug á heimili og því skilið bet- ur hinar ungu og ómótuðu barnssál- ir og hvers þurfti með. Og alla jafna hélst góð vinátta við þetta fólk síðar. Síðustu árin var mamma sjúk. Pétur hugsaði um hana heima eins lengi og fært var en árið 1985 fór hún á sjúkrahúsið á Hvammstanga. Pétur heimsótti hana dag hvem sem veður leyfði. Sjálfur fór hann á sjúkrahúsið haustið 1988 og þar andaðist hann 24. ágúst 1991, 96 ára að aldri. Mamma naut hinnar bestu umönnunar á sjúkrahúsinu og vil ég flytja starfsfólkinu innilegar þakkir fyrir hjálpsemi og hlýhug í hennar garð. Alltaf sagði hún að sér liði vel og kvartaði ekki yfir neinum hlut. Það var gott að vita af henni í góðum höndum. Við bömin og fjölskyldur okkar kveðjum góða móður, tengdamóður og ömmu. Afkomendur hennar eru orðnir 112. Það er stór hópur. Hóg- vær, traust og hlý kona kveður, kona sem ekki barst á heldur skil- aði lífsstarfi af skyldurækni og trú- mennsku. Hún vann mikið og lét ekki sinn hlut eftir liggja. Hún hafði reisn, vildi standa á eigin fótum og tókst það á meðan heilsan entist. Hún mætti þungri sorg þegar hún missti fyrri mann sinn ung að ámm og við bættist óttinn við að þurfa að láta börnin frá sér. En hún stóð sterk þá og á öllum erfiðum stund- um langra lífdaga. En hún átti líka margar gleði- stundir og naut þeirra í ríkum mæli. Hún bjó yfír þeim innri krafti að láta ekki bugast. Þar stóð trúin henni nærri og var bjargið sem hún byggði á. Við þökkum henni og biðj- um henni blessunar guðs á nýjum vegum. Páll V. Daníelsson. heldur ófeimin að ganga að hvetju einu er gera þurfti með því verk- færi, er við átti, hvort sem það var sleif, hamar eða reka. Anna Sigutjónsdóttir var rækt- unarmaður í öllum skilningi. Hjá sjálfri sér ræktaði hún ögun huga og handar, með börnum sínum og vandafólki hlúði hún að og þroskaði þá eðlisþætti, er sameinaðir birtast í því sem heitir uppeldi og manns- bragð, og þær stundir sem hún gat af séð frá öðru þá ræktaði hún jörð- ina. í sambandi Önnu við moldina birtust tengsl hins sanna búanda við umhverfi sitt og eilífðina; hennar tími var gróandinn. í Blöndudalshól- um braut hún land með sínu fólki undir ræktun hvers kyns matjurta til heimaneyslu og fyrir markað, hún hlúði að og ræktaði blómplöntur úti og inni, og svo ræktaði hún heilan skóg. A gróðurlitlum melhól fyrir ofan bæinn, sem sýnt var að yrði ekki nýttur nema þá sem stöðull og þar sem blása allir vindar sem leggja leið sína út og suður með Blöndu, þar hóf Anna Siguijónsdóttir að rækta skóg fyrir fímm áratugum. Þótt búið væri að friða hólinn kost- aði það langa viðureign við höfuð- skepnurnar uns hann fór að fá á sig hinn varanlega dökkgræna lit furu og grenis auk hinna árstíma- bundnu skartklæða lauftijánna. All- an þann tíma barðist Anna daglega fyrir lífí seinvaxta nýgræðingsins, 61 upp tijáplöntur, plantaði, flutti, snyrti og skýldi, bætti við nýjum bar sem aðrar höfðu gefíst upp, og Minning Jón Guðjónsson Tengdamóðir mín, Vilborg Áma- dóttir frá Bergsstöðum á Vatns- nesi, lést í sjúkrahúsinu á Hvamms- tanga að morgni 11. febrúar sl. og var þá komin hátt á áttunda árið yfír nírætt, _en hún var fædd 30. mars 1895. Á sjúkrahúsinu var hún búin að dvelja í nokkur ár og njóta hjúkrunar og umhyggju starfsfólks- ins þar. Erum við aðstandendur mjög þakklátir fyrir það. Vilborg var sönn heiðurskona og miklum mannkostum búin. Hún var sérlega myndarleg húsmóðir. Öll hennar störf vitnuðu um hagsýni, hreinlæti og verklagni. Má nærri geta hvers virði þetta hefur verið þar sem marga þurfti að fæða og klæða af litlum efnum. Þau voru mjög samrýnd Bergs- staðahjónin, Pétur og Vilborg, og studdu hvort annað í blíðu og stríðu. Með viljastyrk og dugnaði tókst þeim að koma bamahópnum til manns, þótt oft væri þungt fyrir fæti og það átti eftir að sannast, að oftar vom þau veitendur en þiggj- endur í gegnum lífíð. Það hefur þurft mikla eljusemi og þrifnað- arhvöt hjá húsmóðurinni á Bergs- stöðum að halda gamla torfbænum jafn snyrtilegum innan dyra eins bg raun var á þau tæp 30 ár, sem Vil- borg gegndi þar húsmóðurstörfum, en þá var nýtt hús byggt. Það vakti athygli mína og undrun, er ég kom sem gestur að Bergsstöðum, að sjá hversu gamla baðstofan var alltaf vistleg, snyrtimennskan, reglusemin og hreinlætið blasti við hvar sem á var litið. í þessari baðstofu ólst upp allur bamahópurinn hennar Vil- borgar, samtals átta börn frá báðum hjónaböndum hennar, og enginn efast um að hjartarými hafí verið þar nóg til að bæta upp hið knappa rými húsakynnanna. En hún Vilborg átti eftir að sjá önnur átta böm vaxa úr grasi á Bergsstöðum. Það vóru dótturböm hennar og ekki bar á öðru en um- hyggja ömmunnar væri vel vakandi. Viíborg var dagfarsprúð kona og jafnlynd. Hún var mjög söngelsk og kunni mikið af ljóðum og lögum og gat brugðið því fyrir sig allt til æviloka að fara með vísu og raula lag. Þetta sat eftir þótt flest annað virtist horfíð í gleymsku hin síðustu árin. Hún tengdamóðir mín hefur áreiðanlega ekki þurft að kvíða vistaskiptunum og ég sé fyrir mér, að þar hafí beðið vinir í varpa sem von var á gesti. Eg lýk svo þessum fátæklegu orðum og ber fram, fyrir mína hönd, konu minnar og bama okkar, hjart- ans þakkir fyrir órofa velvild og vináttu gegnum árin. Guð blessi minningu góðrar konu. Pálmi Jónsson. stækkaði skógræktarsvæðið. Nú er skógurinn í Blöndudalshólum, sem Anna ræktaði með fjölskyldu sinni, einn hinna sjálfsögðu en óvæntu þátta í náttúm norðlenskra sveita og vekur athygli hvers ferðamanns er leið á með Blöndu, hvort sem er Kjalveg eða.að austanverðu. Honum er nú sinnt af alúð og kostgæfni og við hann aukið af Jónasi og Ásdísi í Hólum og sonum þeirra, og mun áfram standa sem órækur og eftirminnilegur minnisvarði um fmmkvæði, þor og seiglu Önnu. Gömlu Blöndudalshólahjónin áttu langa samleið og fá ef nokkur þrætuepli um dagana. Sambúð þeirra einkenndist af væntumþykju, einstöku samlyndi og rótgróinni virðingu hvors fyrir öðru. Lengstum var Anna húsfreyja á mannmörgu heimili þar sem bjó fólk á öllum aldri, gestakomur miklar og far- skóli oft og tíðum með tilheyrandi gistingu og mötuneyti nemenda. Síðan náðu þau hjón hárri elli í búskap tvö ein saman. Bjama fór fyrr aftur og Anna sinnti honum svo sem henni var framast unnt. Eftir að hann féll frá 1984 var auðfundið að henni fannst lífsverki sínu að mestu lokið, og í bjargfastri vissu um heimvon sína beið hún þess að hverfa til þeirrar moldar er þegar geymdi Bjarna. Anna Siguijónsdóttir lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi aðfara- nótt 5. febrúar og útför hennar er gerð frá Bólstaðarhlíðarkirkju í Húnaþingi í dag. Hinrik Bjarnason. Fæddur 7. apríl 1904 Dáinn 3. febrúar 1993 Gamli maðurinn með ljáinn hefur kallað Jón Guðjónsson frá okkar blessaða jarðlífi. Jón hafði átt við heilsubrest að stríða síðustu misser- in, en hefur nú öðlast þann eilífa frið sem hann átti svo skilið. Ég kynntist Jóni Guðjónssyni fyrst þegar við komum til íslands 1975. Hann var nágranni okkar í Sólheimum 23 og varð fljótt góður fjölskylduvinur. Það voru þó blendn- ar tilfínningar sem bærðust með okkur þegar við fréttum að tengda- móðir mín og Jón hefðu ákveðið að giftast, bæði komin á efri ár ævi sinnar. Hver var þessi maður sem ætlaði að koma í stað tengda- föður míns sáluga, sem látist hafði um aldur fram? Við fundum fljótt að Jón var orðinn hluti af okkar fjölskyldu og var tengdamóðir minni góður eiginmaður. Finney Halldóra Kjartansdóttir og Jón vóru saman í fjórtán ár þótt veikindi bæri oft að garði. „Eyja“ var kölluð á braut árið 1990. Jón hafði mikla unun og yndi af hestamennsku. Áhugi hans á hest- unum sínum og íslenskri náttúru var einlægur, eitthvað sem bara er að finna hjá gömlum bónda sem hefur séð erfítt líf sveitafólksins í byijun aldarinnar breytast í ys og þys nútímans, þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Sögurnar sem hann hefur sagt mér frá bamæsku sinni, lífí sínu sem smala og ferða sinna til Reykjavíkur á hestaki hafa skap- að mynd af harðduglegum, heiðar- legum og traustum manni. 23. sálmur Davíðs er viðeigandi eftir- mæli um Jón: Drottinn er minn hiiðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vðtnum, þar sem ég má næðis njðta. Hvíli Jón vinur okkar í friði. Eric, Edda og fjölskylda. Það er einkennilegt hve mikið ég hef elst síðan ég frétti um lát hans Nonna míns. Síðan 3. febrúar sl. hef ég verið að hugsa um æskuárin mín. Ég er aðeins fertug, en þrátt fyrir það kynntist ég í Reykjavík heyskap og ýmsum öðrum verkum sem eingöngu tilheyra sveitastörf- um. Þar sem Jón og Lilja ráku hænsnabú og höfðu auk þess hesta þá var þetta mjög frábrugðið því starfí sem aðrar fjölskyldur í Bú- staðahverfínu höfðu að starfi til að hafa ofan í sig og á. Heimili vinkonu minnar var sem mitt annað heimili og þar var ýmis- legt sem hafði mikið aðdráttarafl á okkur vinkonurnar. Við eyddum mun meiri tíma á heimili Jóns og Lálju heldur en mínu heimili. Þar sem Lóla var einkabarn og þurfti ekki að deila herberginu sínu með öðrum eins og ég, þá var það betri kostur að vera heima hjá henni. Þar var einnig búrið sem var einn helsti leikvöllurinn okkar. Búðarleikur í búrinu var það skemmtilegasta sem við tókum okkur fyrir hendur. Það mátti borða matinn í þessum búðar- leik. Þetta var enginn leikur. Þar var ýmislegt gómsætt að fá sem nýlega hafði Verið keypt í pöntunar- félaginu hjá Mjólkursamsölunni. Jólakakan hans Nonna komst þó aldrei inn í búr þar sem hún var þvilíkt hnossgæti að hún hvarf á augabragði ofan í svanga maga. Eftir að ég fór að búa hef ég oft spurt hann Nonna minn um leynd- armálið varðandi jólakökuupp- skriftina. Þá sagði þessi elska: „Edda mín, þú manst nú hve góðar varphænur ég átti og aðalatriðið er að setja nógu mörg egg í deig- ið.“ Síðan hélt hann áfram og sagði: „Það var ekki hægt að fá jólaköku ef þú og Lóla fóruð í hænsnahús- ið.“ Við vorum prakkarar og skemmtum okkur við það að hræða hænsnin. Minna varð um varp næstu daga og hegningin var engin jólakaka. Allt sem gert var fyrir Lólu var einnig gert fyrir mig. Ef Lóla fékk að fara með afa sínum í bæinn fékk ég að fara líka. Ég fann ekki fyrir nokkrum mun hvor okkar var stelp- an hans. Það sama átti við hana Lilju. Bæjarferðimar vom eitt af því skemmtilegasta sem ég man eftir. Jón fór víða um Reykjavík til að keyra út eggin. Hann seldi egg til veitingahúsa og þar duttum við heldur betur í lukkupottinn. Jón fékk kaffíbolla, en við Lóla fengum ís eða gosflösku. Þessar ferðir tóku oft 2-3 klst. og við sungum hástöf- um í bílnum milli staða. Ég man ekki eftir að hann sýndi nein þreytu- merki að vera alltaf með okkur tvær í eftirdragi, en það hljóta að hafa komið þær stundir sem hann fékk nóg af okkur. Síðan var komið við í pöntunarfélaginu. Það var stór- merkilega verslun. Ég man ég spurði mömmu mína oft hvort við gætum ekki verslað í skrítnu búð- inni. Á sumrin var Lóla í sveit hjá föðurfólki sínu. Þá fór ég ein með Nonna í útkeyrslu og hjálpaði hon- um með heyskap og ýmislegt ann- að. Þetta var lærdómsríkt fyrir mig þar sem ég var aldrei send í sveit. Nonni smíðaði lítið hús á lóðinni fyrir okkur vinkonumar. Hæðin á því var á stærð við okkur og þarna sváfum við stundum í svefnpokum. Við elduðum fískibollur og kjötboll- ur á prímus inni í húsinu okkar. Við gátum alltaf fengið Lilju til að gefa okkur pening fyrir mat eða nálgast eitthvað úr búrinu góða. Næst á eftir móður minni var hún Lilja sú kona sem ég mat hvað mest. Ég vildi óska þess að við hefðum fengið að njóta hennar lengur. Hún tók mér alltaf sem væri ég dóttir hennar. Það sama gerði Nonni. Það var ekki nóg með að Nonni smíðaði eitt hús fyrir okk- ur. Hann útbjó hluta af hesthúsinu fyrir okkur vinkonumar, því að þar vildum við setja upp verslun. Þar var síðan selt ýmislegt sem Lilja og Nonni gáfu okkur og pönnukök- ur með sykri eða tjóma frá mömmu minni. Verslunin gekk bærilega og við vorum hamingjusamar með þetta nýja hús okkar. Hann Nonni var okkur svo góður. Það var ekk- ert sem hann vildi ekki fyrir okkur gera. Jón og Lilja vora með stóran kartöflugarð. Við stöllur voram ekki þær allra duglegustu að að- stoða við kartöfluuppskera að hausti. Nonni hafði nú orð á því að við væram frekar latar. Hann var bakveikur alla tíð frá því að ég man eftir og því var kartöfluupp- taka ekki heppilegt starf fyrir hann. Aldrei var þó kvartað. Hann Nonni var langt á undan sinni samtíð. Hann sá um innkaup og eldaði oft fyrir litlu fjölskylduna á Sogamýrarblettinum. Á mínu heimili sá móðir min alfarið um þessi mál ásamt bamauppeldi og þrátt fyrir það fannst mér ósköp eðlilegt að Nonni væri við eldhús- störfin. Matreiðslan var einnig öðruvísi en á mínu heimili. Ég útbý oft lambakjötið og ýsuna eins og Nonni og IÍlja gerðu, en jólakakan verður ekki eins. Við Lóla eyddum miklum tíma með afa hennar. Við voram heppn- ar að fá að vera með honum í vinn- unni. í dag sé ég að það vora for- réttindi að fá að vera með honum meðan hann sinnti störfum sínum. Enda litu krakkamir í hverfínu okkur öfundaraugum. Hestastúss, eggjaútkeyrsla, heyskapur, kart- öfluuppskera, kofasmíði o.fl., o.fl. var allt gert með Nonna. Það er mér afar dýrmætt að hafa kynnst þessum störfum og ég vil þakka honum Nonna mínum fyrir að hafa haft þolinmæði til að hafa okkur stöllur með sér. Hugul- semi Lilju og Nonna í minn garð á mínum uppvaxtarárum var alveg einstök. Það var eins og þau ættu í mér hvert bein. Þetta var yndis- legt líf með Jóni, Lilju og Lólu. Edda Jónasdóttir. Jón Guðjónsson lést 3. febrúar sl. Að leiðarlokum er margs að minnast og fyrir margt að þakka. Jón var giftur frænku minni Lilju Túbals og voru þau mér alltaf af- skaplega góð. Lilja dó árið 1975, en Valgerður dóttir þeirra lést í bílslysi aðeins 25 ára gömul árið 1961. Þá tóku þau .að sér dóttur hennar, Halldóru Lilju, aðeins 7 ára gamla, og ólu hana upp. Er ég kom unglingur í heimsókn til Reykjavíkur var ég alltaf boðin velkomin að Sogamýrarbletti 56. Heimili þeirra var eins og vin í eyði- mörkinni. Þau höfðu smá jarðars- kika kringum húsið þar sem Jón gat heyjað handa hestunum sínum og eins vora þau með hænsni. Þama var friðsælt og gott að vera. Er ég fór skiptinemi til Banda- ríkjanna aðeins 16 ára gömul hjálp- uðu þau mér mikið. Ég bjó hjá þeim dagana á undan og margar ferðir fóru þau með mér í bæinn til að útrétta ýmislegt. Að skilnaði gáfu þau mér bæði föt og peninga. Allan tímann er ég dvaldist erlendis fékk ég reglulega bréf frá þeim og oft voru nokkrir dollarar faldir í kalki- pappír í umslaginu. Eg minnist hve barngóður Jón var og hve öll böm hændust að honum. Vinir Halldóra og annað ungt fólk var alltaf velkomið á heimilið og það var látið finna að það væri einhvers virði. Ég minnist einnig að ég fór með Jóni á skemmtanir í skólann hennar Halldóra, því að alltaf vildi hann fylgjast með því sem hún var að gera. Halldóra var augasteinninn hans og það var ekki fyrr en hún sjálf eignaðist dóttur, Jónu Lilju, að hún eignaðist keppinaut um hylli hans. Jón var myndarlegur maður, hár og svarthærður og fram á síð- asta dag hélt hann sínu þykka og svarta hári og því virkaði hann allm- iklu yngri en hann var. Hann var mikill gæfumaður í einkalífinu. Fyrri konan hans, hún Lilja, var einstök kona og var að- dáunarvert hve vel hann annaðist hana í veikindum hennar, en hún lést 1975. En gæfan var honum hliðholl er hann kynntist seinni konu sinni Finneyju Kjartansdóttur. Hún var afskaplega góð kona og reyndist hún og fjölskylda hennar Jóni sérstaklega vel. Það var alltaf mjög ánægjulegt að heimsækja þau baeði í Sólheimana og á Austur- brún. Finney lést árið 1990. Síðustu árin var Jón mjög heilsu- h'till og var hann oft á sjúkrahúsum. Nú síðast dvaldist hann á Elliheimil- inu Grand þar sem hann lést. Ég kom til hans síðast nú um jólin og var hann þá málhress. Hann sagði mér þá frá ferð þeirri er hann og Lilja fóra ríðandi frá Svanavatni í Landeyjum yfír Þverá að Múlakoti til að dveljast yfír jólin með fjölskyldu hennar. Þau lentu í miklum svaðilföram, en náðu loks alla leið seint á aðfangadagskvöld. Ég fann að hugur hans var fyrir austan og þar fær hann nú að hvíl- ast. Hann verður jarðsettur í heima- grafreit í Múlakoti í Fljótshlíð við hlið fyrri konu sinnar, Lilju og Val- gerðar dóttur þeirra. Halldóra og fjölskyldu hennar sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Dýrmætar minn- ingar um góðan mann munu lifa. Hrefna. Scifræðingar i blóniaskrcytiiiguni vió öll Hckilicri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.