Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 Guðrún Hallvarðs- dóttir - Minning Fædd 17. október 1888 Dáin 15. febrúar 1993 Langri lífsgöngu er lokið. Lang- amma mín, Guðrún Hallvarðsdóttir, Iést síðastliðinn mánudag, 104 ára gömul. Mig langar að minnast hennar í fáum orðum. Ég sé hana langömmu mína fyrir mér, þegar ég kom að heimsækja hana, þar sem hún situr í rauða stólnum sínum við stofugluggann, ýmist að pijóna ssýte. hekla. Þegar ég var minni fannst mér svo sniðugt að sjá hana drekka mjóikurblandið sitt af undirskál og ég sat við hliðina á henni og horfði á hana. Hún sagði mér oft sögur frá því þegar hún var lítil stelpa, sögur af huldufólki og af því þegar hún og langafí minn voru að kynnast. Ég hafði svo gaman af þessum sögum og ég bar mikla virðingu fyrir henni, hún vissi svo margt. Langamma var alveg óþreytandi að horfa á mig og Sigríði frænku leika leikrit fyrir hana, hún hló allt- af á réttum stöðum og var alltaf _svo þolinmóð við okkur. ^ Langamma var alla tíð mjög hraust og sést það best á því að hún var ekki til í læknaskýrslum fyrr en í tíræðisaldri. Einhvem veginn fannst mér að hún langamma mín ætti að vera alltaf héma hjá okkur og fylgja okkur í gegnum lífíð, en hún er svo sannarlega búin að ljúka sínu hlut- verki hér með sóma og hefur hvfld- in því verið henni kærkomin. Ég kveð elsku langömmu mína og mun minnast hennar með þakk- læti og hlýju. Andrea Inga. Hversu auðvelt það ævinlega er, að kalla fram í hugann sólríka, glað- væra sumardaga austur á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Þar sem við fetuðuðum fyrstu skrefín á sjötta og sjöunda áratugnum í skjóli lítill- ar húsaþyrpingar og sérstæðs mannlífs austast á Heimaey. Þar sem amma var miðdepill alls, klett- ur í einstakri tiivem, fyrirmynd okkar og skjól. Lágvaxin, hnellin, með gráar fléttur vafðar um höfuð- ið. Létt í lundu, hláturmild og hlý. __ Þannig munum við ömmu okkar, fyjúðrúnu Hallvarðsdótur, sem sofn- uð er svefninum langa, á 105. ald- ursári. Hún fæddist 17. október 1888 á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, ein tíu systkina, og taldist til tíðinda, að hún vó aðeins átta merkur. Nokk- urra vikna var hún send í fóstur og löngu síðar sagði hún okkur krökkunum af fóstru sinni á Ketils- stöðum í Mýrdal, sem henni þótti svo afar vænt um. Amma kom til Vestmannaeyja í fyrsta sinn 1916 og kynntist manni sínum og afa okkar, Jóni Valtýs- syni frá Önundarhomi undir Eyja- fjöllum. Þau hófu búskap í Eyjum 1918 og tveimur árum síðar keyptu þau gamalt hús á Kirkjubæjum fyr- ir þrettán hundruð krónur og áttu þá næstum ekkert annað. En nokkr- um árum síðar eignuðust þau fyrstu kúna og sama ár fæddist fyrsta bamið. Smátt og smátt fjölgaði í heimilinu og búið stækkaði. Þegar afí dó, 1958, hélt amma búskapnum áfram með aðstoð bama sinna. Allt þar til gosið hófst í Heimaey fyrir tuttugu ámm. Á fyrstu dögum gossins hvarf Kirkju- bæjarbyggðin undir hraun og hálfr- ar aldar búskap ömmu lauk. Eins og fleiri Vestmannaeyingar bjó amma í Reykjavík um nokkurt skeið. En hún sneri aftur til Eyja og keypti hús á Strembugötu, ásamt bömum sínum. Þar tók hún á móti gestum á hundrað ára af- mælinu sínu. Þá pijónaði hún enn, þurfti ekki gleraugu og fylgdist með daglegu lífí. Ekkert okkar hafði nokkm sinni efast um að amma yrði hundrað ára. Og ekkert okkar gat hugsað sér veröldina áji hennar. Við komum og fómm í áranna rás, en amma var þar alltaf. Hún leiddi okkur fyrstu skrefin og miðlaði okkur af lífsspeki sinni. Hún lagði okkur lífs- reglumar; samviskusemi, iðjusemi, heilindi. En einkum þó að bera virð- ingu fyrir öllu sem lifír og útiloka aldrei nöguleikann á tilvist annars, þó að ekki sæist bemm augum. Sjálf var hún fordæmið og beitti mildri leiðsögn. Þá var líflegt á Kirkjubæjum. Mas fullorðna fólksins, tilfíð í pijón- unum hennar ömmu. Sagan hennar af Álfhildi álfkonu. Danssporin okk- ar ömmu á eldhúsgólfínu. Amma í fjósinu með skupluna sína og við að vappa í kring, að trúa henni fyrir leyndarmálum. Mild sumar- kvöldin í eldhúsinu hennar ömmu og þessir dagar þegar sólin skein skærar en nokkm sinni. Glettnin í augunum hennar ömmu, gleðin í hjörtum okkar. Minningin um þessa yndislegu bemskutíð í Eyjum. Það er eins og ekkert lýsi henni betur en tónar og tal Oddgeirs og Ása í Bæ: Sólbrúnir vangar, siglandi ský og sumar í augum þér. Angandi gróður, golan hlý og gieðin í hjarta mér. Elsku amma, við emm fullorðin og búum að veganestinu þínu. En rétt eins og áður er erfítt að hugsa sér veröldina án þín. Það haustar í sálinni, eins og þegar við kvöddum þig síðsumars forðum. Nú verður minningin um þig að verða okkur haldreipi í lífsins ólgusjó, eins og viska þín og gæska áður. Hafðu þakkir fyrir allt. Eddi og Gunnar. Hún amma er dáin. Á 105. ald- ursári yfírgaf hún þennan heim. Smám saman var eins og hún fjar- lægðist uns lífíð slokknaði og yfír andliti hennar hvíldi friður, friður sem manni fannst reyndar einkenna allt hennar líf þó að margt hefði hún mátt reyna. Hún var ekki bara góð amma, hún var góð og mikil mannkosta- kona, sem maður gjaman vildi líkj- ast. Hún hélt alltaf sínu jafnaðar- geði á hveiju sem gekk, hvort sem voru veikindi eiginmanns hennar, dauðsföll, eldgosið á Heimaey þar sem hún missti heimili sitt og lífs- starf allt. Hún stóð af sér allar raun- ir eins og klettur. Þessi kona var Guðrún Hallvarðs- dóttir frá Kirkjubæ í Vestmannaeyj- um. Guðrún fæddist 17. október 1889 á Eystri-Sólheimum í Mýrdal. Foreldrar hennar vom Hallvarður Ketilsson frá Bólstað í Mýrdal og Þómnn Sigurðardóttir frá Raufar- felli undir Eyjafjöllum og var hún ein tíu bama þeirra og sú eina sem átti afkomendur. Hún var aðeins sjö vikna gömul þegar henni var komið í fóstur, fyrst á Hvoli í Mýrdal hjá Jóni Ein- arssyni hreppstjóra og konu hans, Gróu Árnadóttur, síðan á Ketils- stöðum í Mýrdal hjá Guðmundi Snorrasyni og Friðbjörk Eiríksdótt- ur konu hans, sem var henni eins og besta móðir og var því sárt að missa hana, en þá var amma aðeins átta eðá níu ára g ömul. Þegar hún var fjórtán ára fór hún aftur að Hvoli, en þá var Guð- mundur Þorbjamason, tengdasonur Jóns Einarssonar hreppstjóra, orð- inn bóndi þar. Með þeim fluttist hún síðan að Stóra-Hofí á Rangárvöll- um. Amma var svo lánsöm að vera alltaf á góðu heimilu á uppvaxtarár- um_ sínum. Árið 1916 fór hún í fyrsta sinn til Vestmannaeyja, þá 28 ára. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Jóni Valtýssyni frá Önundahorni undir Eyjafjöllum. Veturinn 1918 settust þau að í Eyjum fyrir fullt og allt. Arið 1920 keyptu þau gam- alt hús á Kirkjubæ, sem þau stækk- uðu svo seinna með því að byggja utan um gamla húsið. Amma og afi áttu fjögur böm: Aðalheiði, fædda 20. ágúst 1918, Jóhann Valtý, fæddan 1922 en hann lést aðeins nokkurra vikna gamall, Sigurberg, fæddan 19. maí 1923, dáinn 17. júní 1992, og Jó- hönnu Svövu, fædda 19. febrúar 1927. Bamabömin urðu fímm en eitt þeirra er nú látið. Bamabamaböm- in eru 11 og langalangömmubömin em tvö. Amma og afí vom með kúabú og einnig höfðu þau kindur. Vegna veikinda afa varð hún oft ein síns liðs að hugsa um börn og bú, en var þó alltaf tilbúin að rétta öðmm þjálparhönd þegar þess þurfti með. Afí dó árið 1958, en hann var þá aðeins 69 ára gamall. Það var oft mannmargt á heim- ili ömmu, samt gat hún alltaf bætt við sig. Á sumrin tók hún á móti okkur barnabömum úr Reykjavík. Það var gott að vera hjá ömmu. Hún hafði létta lund og var oft gaman að sitja með henni við eld- húsborðið, þá var oft hlegið dátt, hún gat bókstaflega grátið af hlátri. Hún hafði líka frá mörgu að segja og var gaman að hlusta á hana segja frá. Það var mikið líf í húsinu hennar á Kirkjubæ. Daglega kom fólk að sækja til hennar mjólk og nágrann- arnir af bæjunum í kring sátu oft yfír kaffibolla í stóra eldhúsinu hennar, sem var virkilega alvöru eldhús þar sem bakaðar vom heims- ins bestu skonsur, kleinur og jóla- kökur og amma bjó líka til mjög góðan mat. Amma hlustaði á mess- ur í útvarpinu og tók undir sálma- sönginn og get ég enn heyrt raddblæinn þegar hún söng „Hærra minn Guð til þín“, hún hafði gott lag. Hún var trúuð kona. Nítján ára gömul settist undirrit- uð að í Eyjum og var þá gott að eiga ömmu að. Þó að aldursmunur væri mikill var alltaf hægt að tala við hana og trúa henni fyrir gleði sinni og áhyggjum. Hún fylgdist vel með þegar ég gekk með börnin mín, gaf góð ráð í sambandi við meðgönguna og spáði í hvort yrði nú stelpa eða strákur eftir vaxtar- laginu, og oft sagði hún: „Elskan mín, farðu vel með þig.“ Meðan hún var með kindurnar naut ég góðs af því að vera með henni í sláturgerð á haustin. Þar var hún góður kennari eins og á öðrum sviðum. Hanni féll aldrei verk úr hendi, var sípijónandi og sá til þess að afkomendumir ættu alltaf nóg af vettlingum og sokkum. Hún var mikill dýravinur og áttu heimilislausar kisur þar hauk í homi. Hún lagði á sig vökunætur þegar kýmar í fjósinu vom að bera og störf dýralæknisins voru jafn hátt metin hjá henni og störf ann- arra lækna. Amma vildi fylgjast með afkom- endum sínum og bar hag þeirra allra fyrir bijósti. Sá lánar Drottni, sem líknar fátækum og hann mun launa honum góðverk hans. (Ok.l9:17) Þessi orð eiga vel við um líf henn- ar, hún vildi öllum vel. Það var dýrmætt að þekkja hana svo náið og njóta hennar svona lengi. Ég _______________________________ t og fjölskylda mín þökkum henni fyrir allt sem hún var okkur. Guð blessi minningu hennar. Jóna Andrésdóttir. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lðgðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjl (H. Andrésd.) Með nokkram orðum langar mig að minnast elskulegrar ömmu minnar sem lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 15. febrúar síðastliðinn, í hárri elli eða á 105. aldursári. Amma fæddist á Eystri-Sólheimum í Mýrdal 17. október 1888. Foreldr- ar ömmu vora Hallvarður Ketilsson og Þórann Sigurðardóttir frá Reyn- isholti í Mýrdal. Amma fluttist til Vestmannaeyja 1916 og kynntist þar manni sínum Jóni Valtýssyni og hófu þau búskap árið 1920 á jörðinni Mið-Hlaðbæ. Eignuðust þau fjögur börn, Aðalheiði, Sigurð (dó nokkurra vikna), Sigurberg (lést 1992) og Svövu. Éftir að afí lést 1958 bjó amma áfram á jörðinni' með tveim bömum sínum, Sigur- bergi og Aðalheiði, og ráku þau búið fram að eldgosínu 1973. Amma hafði lifað tímana tvenna en það var henni mikið áfall að þurfa að horfa á allt lífsstarf verða að engu á einni nóttu. En með róleg- heitum sínum og góða skapi komst hún yfír þessa erfiðleika og þakk- aði hún Guði fyrir að allt mannfólk skyldi komast heilt frá þeim hörm- ungum sem urðu nóttina 23. janúar 1973. Amma fluttist aftur ásamt fjöl- skyldunni til Eyja í nóv. 1974 í nýtt hús og nýtt umhverfí og undi amma sér vel þrátt fyrir miklar breytingar. Aldrei sat amma auðum höndum og stytti hún sér stundir við að pijóna og hekla. Vettlinga, sokka og peysur skorti aldrei og hekluðu dúkarnir eru orðnir margir sem amma gerði og gleraugnalaus. Ógleymanlegar era flatkökumar og kleinumar sem amma bakaði. Amma var alla sína ævi hraust sem sést best á því að þegar hún leitaði læknis fyrst á 101. ári, þá fannst ekki stafkrókur um þessa öldraðu konu á Heilsugæslustöðinni í Eyjum. Eftir þetta dvaldi amma á öldranardeild sjúkrahússins í góð- um höndum starfsfólks. Fyrir hönd aðstandenda ömmu vil ég koma á framfæri innilegum þökkum til lækna og hjúkranarfólks sjúkrahússins sem önnuðust hana af einstakri natni og kærleika í þessi þijú ár. Umhyggja þeirra fyr- ir velferð hennar og sú aðhlynning sem þau veittu henni verður seint fullþökkuð. Guð blessi ykkur öll. Áð lokum þakka ég elsku ömmu minni fyrir allt það sem hún var mér og minni fjölskyldu. Góðar minningar um hana mun ég varð- veita í hjarta mínu. Blessuð sé minning hennar. Marý og fjölskylda. Minning Guðrún Þórðardótt- irfrá Ranakoti Fædd 25. nóvember 1906 Dáin 30. janúar 1993 Hún Gunna í Ranakoti er dáin. Mér kom það ekki á óvart því hún var búin að verða fyrir hveiju áfall- inu á fætur öðra. Á tíu mánuðum var hún búin að missa báðar dætur sínar og tengdadóttur. Varla er hægt að leggja meira á 87 ára gamla konu. Ég kynntist henni Gunnu fyrir 22 áram þegar hún sendi mér fyrstu sængurgjöfina. Maðurinn hennar kom þá með pakka og sagði: „Kon- an bað mig að færa þér þetta." Þetta var bara byijunin. Það var óskaplega gott að koma í Ranakot. Þar var alltaf einhver heima og kaffi á könnunni, vöfflur og ijómi eða eitthvað nýbakað. Þó að hús- móðirin væri með annan fótinn í rúminu var alltaf nýbakað kaffí- brauð. Gunna var oft lasin og þurfti oft að dvelja á sjúkrahúsi en hún var alltaf hress og ekkert uppgjafar- hljóð í henni. Hún átti mjög sterka trú og bjó yfír miklum styrk og hjálpaði þannig mörgum sem höfðu misst ástvini eða áttu við veikindi að stríða. Þótt kveðji vinir einn og einn • og aðrir týnist mér, ég á þann vin sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þótt styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós er aldrei deyr. Þótt hverfí árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit að yfír dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. Hún var mjög þakklát fyrir það sem var gert fyrir hana. Hún dáði Sísí, tengdadóttur sína. Sísí var ein- staklega góð við gömlu hjónin. Hún hefði ekki getað verið þeim betri þótt hún hefði verið dóttir þeirra. Gunna var alltaf fín og vel til höfð, hún hafði gaman af að fara í fallegan kjól og búa sig uppá. Sísí hjálpaði henni með föt, hún saumaði og lagfærði fyrir hana svo hún gæti skartað sínu fegursta. Ég kynntist sjálf hjálpsemi Sísíar, ósjaldan hjálpaði hún mér með saumaskap, með einu símtali gat hún leyst úr hveijum vanda á því sviði. Gunna sagði líka oft: „Hún Sísí mín saumaði þetta fyrir mig.“ Það var því mikið áfall þegar Sísí veiktist og ég held að þegar hún dó 18. janúar sl. þá hafí Gunna mín misst lífslöngunina. Hún hafði mikið yndi af söng, hún var í kór Stokkseyrarkirkju í fjölda ára. Eftir að hún missti hann Jón sinn bjó hún ein í Ranakoti. Valli sonur hennar og Sísí komu til hennar á hverjum degi og stundum oft á dag. Gunnu fannst erfitt að fara frá Ranakoti því þar vildi hún vera, en það kom að því að hún gat ekki verið þar ein og fór þá á Hrafnistu. Ég spurði hana af hveiju hún vildi ekki bara vera hjá Sísí og Valla því að ég vissi að þau vora margbúin að bjóða henni það. Þá sagði hún: „Ég get ekki hugsað mér að horfa á Ranakot án þess að mega vera þar.“ Ég hef oft sagt að Gunna og Jón í Ranakoti hafí komið í staðinn fyrir ömmu og afa hjá mér. Það var svo gott að koma til þeirra, þau umvöfðu mann í orðs- ins fyllstu merkingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.