Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 11 Núlistabókverk List og hönnun Bragi Ásgeirsson Það er rétt, að bókverk eiga sér langa og merkilega sögu, og má telja miðaldir blómatími þeirra er hvers konar þrykktækni komu til sögunn- ar. En til eru enn eldri og undur- fagrar útgáfur bóka, sem í einu og öllu eru unnar í höndunum. Því er líkt farið og með sköpunar- kraftinn, sem minnkar hjá baminu er það lærir að lesa, að er prenttækn- in fullkomnaðist hrakaði bókagerð og sú hlið, er sneri að fegurðargildi bóka hvarf um tíma nær með öllu, þannig hurfu jafnvel einfaldar mynd- skreytingar úr bókum, eins og t.d. „vignettur“ og hið eina sem eftir var af upprunalegri kennd fyrir bókinni sem handveri á æðra stigi varð hlífð- arkápan og titilsíðan, en allt annað einungis eintóna prentletur. Á seinni tímum hefur orðið nokkur breyting á og bókverkið hafíð á stall, sem sérstök og fullgild listgrein, og er orðið að fagi í fagurlistaskólum við hlið annarra geira ftjálsrar list- sköpunar. Ymsir íslenzkir núlistamenn hafa reynt fyrir sér við gerð bóka á undan- fömum áratugum og þá öðru fremur fyrir áhrif frá Diter Rot, sem fékkst svo tii eingöngu við þá hlið myndlist- ar um langt skeið. En sú árátta, að víkja út frá hefð- bundinni gerð bóka, er með sanni ekki nú og hefur verið iðkuð í margri mynd víða um heim, en sem hnitmið- uð og viðurkennd listgrein verður fagið að teljast tiltölulega nýtt. Hvort bókaútgáfa í sjálfu sér uppskeri ávinning af því verður tíminn að leiða í ljós, en það er þó ekki meginveigur- inn heldur listgildi þeirra tilrauna og rannsókna sem eiga sér stað. Annað mál er, að nýtækni í prent- un bóka og stóraukin myndgæði hefur valdið byltingu í allri bókagerð og þær eru mun meira sjónræn opin- berun en fyrir aðeins áratug, hvað þá ef til lengri tíma er litið. Það er mikill fjöldi íslendinga við myndlistarnám erlendis og ekki Námsgagna- stofnun gefur út Skáldatal NÁMSGAGNASTOFNUN hefur gefið út Skáldatal í samantekt Sigurborgar Hilmarsdóttur. Bók- in er stuðningsrit með ljóðasafni Námsgagnastofnunar, Ljóðsprot- um, Ljóðsporum og Ljóðspeglum, og er hugsuð sem uppflettirit fyr- ir nemendur og kennara sem vilja lesa eða fjalla um fleiri ljóð ein- stakra höfunda en birt eru í ljóða- safninu. Hún geymir upplýsingar um tvö hundruð ljóðskáld. Við samantekt Skáldatals hef- ur verið lögð aðaláhersla á að vísa á ljóðabækur skáldanna. Um önnur ritstörf er stiklað á stóru. Sums staðar er bent á bækur og greinar um skáldin og verk þeirra og þá einkum haft í huga að það efni sé aðgengilegt ungum les- endum. í Skáldatali er engan veg- inn um tæmandi upptalningu að ræða. Kverið er ætlað nemendum í 3.-10. bekk grunnskóla og hent- ar hvort tveggja til notkunar í skólasafni og í skólastofu, segir í fréttatilkynningu frá Náms- gagnastofnun. Bókin er 112 blað- síður. Gestasýning í FIM-salnum OPNUÐ verður gestasýning FÍM laugardaginn 20. febrúar kl. 14 á verkum Majgrétar Jónsdóttur listmálara í FÍM-salnum, Garða- stræti 6. Sýningin er kynning Félags íslenskra myndlistar- manna á einum félagsmanna sinna. Margrét Jónsdóttir á fjölbreytt- an náms- og listaferil að baki. Hún hefur haldið fjölmargar sýn- ingar hér heima, en einnig i Bandaríkjunum, Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi, Póllandi og á Italíu. Hún var einn af stofn- nema eðlilegt að einhverjir frá bóka- þjóðinni laðist að þessu nýja fagi innan listaskólanna. Það hefur ung kona Brynja Baldursdóttir að nafni gert, er valdi þessa listgrein eftir að hafa lokið námi frá grafíkderild MHÍ árið 1986. Hún innritaðist árið eftir í myndskreytingardeild konunglega fagurlistaskólans í London og lauk meistaragráðu þaðan vorið 1989. Á sl. ári, nánar tiltekið 12. desem- ber, gaf hún út bókverk, sem í útliti er all frábrugðin þeim bókum sem menn eiga að venjast í bókabúðum hér, bæði um formrænt útlit og hönn- un. Bókin er þannig hálfmánalaga og bandið er 1,6 millimetra zinkplata, sem er prýdd rúnaletri yfir allan bogalaga hluta jaðarins. Rúnaletrið á zinkplötunni minnir á það, sem til fpma nefndist ritlist og höfðaði til aðferðarinnar við að grafa í skildi. Á sínum tíma vildu ýmsir málfræðingar meira að segja íslenzka orðið grafík sem ritlist, en það vildi ekki festast í málinu og var fljótlega hafnað. Bækur sem slíkar höfða mun meira til form- og snertiskynsins en venjulegar bækur og eru að auk dýpri sjónræn lifun. Fyrir margt má einnig telja þetta hreint grafískt verk, a.m.k. ber það með sér grafískt og hönnunarlegt svipmót. Textinn inni í bókinni er frá „The Old English Rune Poem“, sem þær Marijane Osborn og Stella Longland hafa útlagt, en öll bókin ber með sér að hún er öðru fremur ætluð enskum markaði. Bókin sjálf stendur full- komlega fyrir tilgangi sínum og myndlýsingamar eru fagmannlega þrykktar, en í útfærslu margar svip- litlar og ekki alltaf í samræmi við form bókarinnar og einkum telst það til lýta er skreytingarnar skerast af kjölnum og raska heildarforminu, sem gerist þó ekki í öllum tilvikum, t.d. miðopnu. En sjálf útkoma þessarar bókar kann að marka tímamót, en hún mun að því er mér skilst vera áfangi til doktorsgráðu (Doctor of Philosophy), sem gerandinn hefur unnið að sl. tvö endum og eigendum Gallerí Suð- urgötu 7 sem starfaði árin 1977- 1981 og einn af eigendum Gallerí Gangskör 1988-1989. Hún stundaði myndmenntakennslu í fimm ár og hefur setið í stjórn SÍM, er félagi í Grafíkfélaginu og Nýlistsafninu og er nú í stjórn FIM. Ekki eru send út boðskort á sýninguna, en allir eru velkomnir. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 14-18. * Dönsk bókakynning og kvikmynd DANSKI rithöfundurinn Ib Mic- haels segir frá bókaútgáfu í heimalandi sínu á síðasta ári og eigin ritstörfum í Norræna húsinu í dag klukkan 16. Á morgun verð- ur danska kvikmyndin Skyggen av Emma sýnd í húsinu klukkan 14. Greint var frá bókakynning- unni í Morgunblaðinu í gær, að- gangur að henni er ókeypis eins og á kvikmyndasýninguna á morgun. Kvikmyndin um Emmu var gerð af Sören Kragh Jacobsen 1988 og er ætluð eldri börnum og fullorðnum. Emma er ellefu ára og elst upp í heldri manna fjölskyldu í Kaupmannahöfn um 1920. Hún fær allt til alls nema athygli foreldra sinna. Dag einn heyrir hún talað um barnsrán og ákveður að láta sig hverfa. Á leið hennar verður maður sem er hálf utanvelta í lífinu og milli þeirra myndast traust vinátta. Síðasta aurasálin SÍÐÁSTA sýning Hala-leikhóps- ins á Aurasálinni verður á morg- un. Leikrit Moliérs er sýnt í Risinu að Hverfisgötu 105 og hefst loka- sýningin á morgun, sunnudag, klukkan 14. ár fýrir orð lærimeistara sinna. Framhlið bókarinnar er gerð af Neil Misrami við Bloch studio í Lond- on og Alan Smith við RCA, London. Prentletur er 10 eftir Ron Hart við RCA og Önnu Svövu Sverrisdóttur við Grafít. Pappír; Riverley 250 GMS. Filmuvinna og plötur eru gerðar hjá Scenecio Press í Charlbury, Eng- landi, og Odda í Reykjavík. En um prentun og bókband hefur Oddi séð og farist það nær óaðfínnanlega úr hendi. Leiðrétting I listdómi mínum um sýningu Hólmfríðar Sigvaldadóttur í listhomi Sævars Karls misritaðist föðumafn- ið. Em hlutaðeigendur beðnir velvirð- ingar. RENAULT 19 Frískur og fallegur fólksbíl á fínu verði Hinn nýi Renault 19 endurspeglar þá fersku vinda sem hafa blásið hjá Renault síðustu árin. Áhersla er lögð á gæði, langan endingartíma og fallegt útlit. Renault 19 er frískur, fallegur og vel búinn fólksbíl í millistærðarflokki. Hann er fáanlegur með fimm gíra beinskiptingu eða fjögurra þrepa sjálfskiptingu og búinn lúxus innréttingu, rafdrifnum rúðum, fjarstýrðum samlæsingum og mörgu fleiru. Renault 19 er á fínu verði eða frá kr. 1.119.000,- og í boði eru greiðslukjör til allt að 36 mánaða. RENAULT Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1-110 Reykjavík - Sími 686633 Gullna stýrið ' J 1991 1992 1993 Foimula I WILLIAMS -RENAULT HEIMSMEISTARI 1992 RENAULT ..fer á kostum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.