Morgunblaðið - 26.02.1993, Síða 10
'iro
gfior aAUHaara .as auoAcruTaöu gicjajhmuoíiom
MORGUNBLAÐIU FOSTUÐAGUR 26. FEBRÚAR 1993
ISMUS 7 Tónmennta-
dagar Ríkisútvarpsins
Ríkisútvarpið efnir til tónvís-
indahátíðar dagana 27. og 28.
febrúar undir heitinu ISMUS -
Tónmenntadagar Ríkisútvarps-
ins. A hátíðinni verða tvennir
tónleikar í beinni útsendingu á
Rás 1, auk þess sem innlendir
og erlendir fræðimenn hljóð-
rita útvarpserindi um tónlist
ólíkra menningarsvæða. Erind-
unum verður útvarpað á Rás 1.
Tónmenntadagamir hefjast með
setningartónleikum í Hallgríms-
kirkju laugardaginn 27. febrúar
klukkan 15 og verður þeim útvarp-
að beint á Rás 1. Sr. Heimir Steins-
son útvarpsstjóri setur hátíðina.
Hörður Áskelsson leikur á orgel
Hallgrímskirkju, Hamrahlíðarkór-
inn syngur undir stjóm Þorgerðar
Ingólfsdóttur og Sinfóníuhljómsveit
íslands flytur verkið „Ruminahui",
eftir Alvaro Manzano frá Ekvador,
undir stjóm höfundar. Öllum er
heimill ókeypis aðgangur.
Síðari tónleikar Tónmenntadag-
Bryndís Halla Gylfadóttir verður
meðal þeirra hljóðfæraleikara
sem fram koma á tónleikum ÍS-
MÚS - Tónmenntadaga Ríkisút-
varpsins.
Eva Evdokimova dansar við Rudolf Nureyev.
Eva Evdokimova
setur upp Coppelíu
EVA Evdokimova ein frægasta
ballerína samtímans er komin til
landsins til að setja upp Coppelíu
með fslenska dansflokknum.
Frumsýning er áætluð í Borgar-
leikhúsinu 7. apríl nk. Auk þess
að stjórna uppsetningu mun Eva
Evdokimova væntanlega einnig
dansa aðalhlutverluð í 2-3 sýn-
ingum.
Ferill Evu Evdokimovu hófst hjá
Konunglega danska ballettinum
1966 en síðan var hún aðaldansari
með Óperuballettinum í Berlín í
mörg ár og var sæmd titlinum
„Prima Ballerina Assoluta". Evdok-
imova var í 15 ár einn helsti mót-
dansari Rudolfs Nureyevs og döns-
uðu þau saman víða um heim. Eva
er bandarísk að uppruna og fékk
nýlega viðurkenningu Hvíta hússins
fyrir störf sín.
Það er íslenska dansflokknum
mikill heiður að fá að vinna með
Evu Evdokimovu við uppsetningu
Coppelíu en flokkurinn fagnar 20
ára afmæli um þessar mundir. Þá
mun einnig taka þátt í uppfærsl-
unni nemendur úr Listdansskóla
íslands en nú eru 40 ár liðin frá
því hann tók til starfa í Þjóðleikhús-
inu. Coppelía var fyrsti ballettinn í
fullri lengd sem settur var upp hér
á landi árið 1978 og eins og nú
tóku nemendur einnig þátt í upp-
færslunni.
(Fréttatilkynning)
anna fara fram í Listasafni íslands
sunnudaginn 28. febrúar klukkan
18. Þeir eru ekki opnir almenn-
ingi, en fyrri hluta þeirra verður
útvarpað beint á Rás 1. Bryndís
Halla Gylfadóttir sellóleikari leikur
verk eftir Kölnarskáldið Alois
Zimmerman, Martial Nardeau leik-
ur verk Þorkels Sigurbjörnssonar,
Kalais, og Anna Guðný Guðmunds-
dóttir Ieikur verk Atla Heimis
Sveinssonar, Mengi I. Á síðari hluta
tónleikanna frumflytur íslenska
hljómsveitin verkið „Luces“, eftir
einn af gestum hátíðarinnar, Mariu
De Alvear. Þessum hluta tónleik-
anna verður útvarpað síðar.
Útvarpserindi gesta
hátíðarinnar
Fjórir erlendir gestir sækja okkur
heim. Maria De Alvear frá Spáni,
Alvaro Manzano frá Ekvador, dr.
Wolfgang Becker frá Þýskalandi
og Guy Hout frá Kanada. I fréttatil-
kynningu segir: Maria De Alvear
þykir einn af áhugaverðari tónsmið-
um samtímans af yngri kynslóð
tónskálda. Hún hefur áður sótt ís-
land heim og samdi í framhaldi af
því hljómsveitarverk þar sem nátt-
úruöflunum er skipað í öndvegi.
Alvaro Manzano er aðalstjórnandi
Þjóðarfílharmóníunnar í Ekvador.
Hann hlaut menntun sína í Moskvu,
lauk prófum í hljómsveitarstjórn
með láði. í væntanlegum þáttum
segir hann frá tónlistarlífi Rúss-
lands og Ekvadors. Eitt af þemum
hátíðarinnar eru tónlistartengsl
borganna Kölnar, Darmstadt og
Reykjavíkur á sjötta og sjöunda
áratug aldarinnar. Dr. Wolfgang
Becker, tónlistarstjóri West-
Deutscher Rundfund í Köln, fjallar
í þáttum sínum um tónlistarhrær-
ingar í Köln og Darmstadt á sjötta
áratugnum, en tónlistarlífið þar
hafði bein og óbein áhrif á samtíma-
tónskáld hér á landi og víðast ann-
ars staðar. Kanadamaðurinn Guy
Hout, framkvæmdastjóri Alþjóða
tónlistarráðsins, starfar á vegum
UNESCO í París. í þáttum sínum
gerir Guy Hout grein fyrir starfsemi
tónlistarráðsins og leikur tóndæmi
úr hljóðritasafni UNESCO er hefur
að geyma þjóðlega tónlist úr öllum
heimshomum og þykir einstakt.
Innlendir fyrirlesarar em dr.
Anna Magnúsdóttir, sem stiklar á
stóru í tónlistarsögu þjóðarinnar,
og Hilmar Þórðarson, sem heldur
fyrirlestra um tónlist í Bandaríkjun-
um á 20. öld. Auk ofangreindra
fræðimanna tekur íslenskt tónlist-
arfólk þátt í hringborðsumræðum
er verða hljóðritaðar til varðveislu
og til þáttagerðar fyrir Ríkisútvarp-
ið.
AS
UM HELGINA
Myndlist
Portið
í Portinu, Hafnarfirði, verður opnuð
sýning á verkum eftir tvo myndlistar-
menn um helgina. Sýnd verða verk
eftir hollenska listamanninn Willem
Labeij, sem búsettur er hér á landi og
olíumálverk, graftkverk og skúlptúrar
eftir Björgvin Björgvinsson.
Norræna húsið
I Norræna húsinu er síðasta sýning-
arhelgi á verkum eftir finnska hönnuð-
inn Kaj Franck. Hann var þekktasti
listamaður hinn^r nýju, finnsku hönn-
unar. Sýningin bregður upp ævistarfi
hans og sýnir vel hve verk hans eru
óháð tima og tísku. Sýningin er opin
klukkan 14-19.
Gallerí 11
í Gallerí 11, Skólavörðustíg 4A,
opnar sýning á laugardag á verkum
Sigurðar Vignis Guðmundssonar. Á
sýningunni eru olíumálverk unnin á
síðasta ári og er myndefnið sótt í bak-
svið veruleika nútímans. Sigurður
Vignir útskrifaðist frá Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1991. Þetta er
fýrsta einkasýning hans. Gallerí 11 er
opið alla daga frá klukkan 14-18. Sýn-
ingin stendur til 11. mars.
Hafnarborg-
Guðjón Bjarnason myndlistarmaður
opnar laugardaginn 27. febrúar sýn-
ingu í Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar. Á sýning-
unni verða hátt á annað hundrað verk,
bæði skúlptúrar unnir í jám og mynd-
ir unnar á pappír.
Guðjón Bjamason fór utan til náms
árið 1981 og lauk námi bæði í mynd-
Iist og arkitektúr. Guðjón hefur sýnt
víða, bæði hér á landi og erlendis.
Sýningin í Hafnarborg verður opin
til 21. mars, alla daga nema þriðju-
daga.
Stöðlakot
Sýningu Kolbrúnar Kjarval í
Stöðlakoti lýkur um helgina. Kolbrún
hefur starfað að leirmunagerð frá 1968
og er þetta hennar fimmta einkasýn-
Óberon og Títanía sættast. Bokki fylgist með. Bogi Örn Birgis-
son, Maria Lovísa Árnadóttir og Þorlákur Lúðviksson.
Draumur á Jóns-
messunótt
Leiklist
Hávar Sigurjónsson
Thalía, Leikfélag Menntaskól-
ans v/Sund: Draumur á Jóns-
messunótt eftir William Shake-
speare. Þýðandi: Helgi Hálf-
danarson. Lýsing: Björn Berg-
steinn Guðmundsson. Leik-
mynd: Lilja Gunnarsdóttir.
Tónlist: Freyr Eyjólfsson. Leik-
stjóri: Þórarinn Eyfjörð.
Þrátt fyrir falleg orð oft og tíð-
um um að leikrit Shakespeare séu
mun auðveldari, aðgengilegri og
skemmtilegri (gamanleikritin þá
fyrst og fremst) en margur held-
ur, er því heldur ekki að neita að
fyrir þá sem á halda, flytjendurna
sjálfa, getur orðsnilld meistarans
orðið að tungubrjót. í áhuga-
mannasýningum er aldrei fyllilega
hægt að komast hjá þessu, tækni-
leg vankunnátta flytjenda kemur
alltaf upp um þá en, og þetta er
hið stóra en, það hefur margsann-
ast að hægt er að komast yfir
þennan þröskuld með því að
leggja alúð við tvennt fyrst og
fremst. Annars vegar við skilning
leikendanna á innihaldi textans
og hins vegar við nákvæma vinnu
við látbragð leikenda svo merking
textans verði ljósari. Draumur á
Jónsmessunótt er reyndar slík
gullnáma hugmynda að alls konar
skopi og skrípaleik, að vandinn
er frekar sá að velja úr og vinna
til fullnustu, en að troða öllu að
sem kemur upp í hugann. Góð
sýning á borð við þá sem nú er í
boði — en lítið hefur farið fyrir —
hjá leikhópi Menntaskólans við
Sund vekur upp slíkar vangavelt-
ur og ætti að hvetja aðra leikhópa
til dáða að takast á við sígild leik-
verk.
Leikhópur MS, Thalía, hefur
undir stjórn Þórarins Eyfjörðs,
náð því takmarki að bjóða áhorf-
endum sínum ljómandi góða
skemmtun á sígildu leikriti, þar
sem leikstjórinn hefur greinilega
lagt mikla alúð við yfirbragð sýn-
ingarinnar svo útkoman er stíl-
hrein og tilgerðarlaus. Lýsing
Bjöms Bergsteins leggur ekki lítið
af mörkum til að gefa sýningunni
fagmannlega áferð. Tónlistin og
leikmyndin gera einnig sitt til að
gæða sýninguna fjöri og þokka.
Þá er greinilegt að leikstjórinn
hefur lagt sig fram við ýmis smá-
atriði hjá eintökum leikendum og
kennt þeim töluvert í þeim efnum.
Textameðferð er misjöfn eins og
við er að búast, en líklega myndu
verstu agnúamir sneiðast af ef
leikendur hægðu bara á sér þar
sem hraðinn er hvað mestur og
leyfðu hveiju orði að hljóma að-
eins lengur. Leikhópurinn í heild
á hrós skilið fyrir frammistöðuna.
ing. Á sýningunni eru verk unnin í
jarð- og steinleir. Henni lýkur sunnu-
daginn 28. febrúar.
Kvikmyndir
Norræna húsið
Norræna húsið sýnir norsku kvik-
myndina „Herman," sunnudaginn 28.
febrúar, klukkan 14.00. Myndin gerist
árið 1961 þegar Zorro er aðalhetjan i
kvikmyndahúsunum og klipping hjá
rakaranum Tjukken kostar 3 krónur.
Herman er 11 ára gamall strákur sem
á mömmu sem vinnur í búð og pabba
sem keyrir kranabíl. Dag einn breytist
líf hans skyndilega því hann veikist
og missir hárið. Krakkamir í skólanum
stríða honum en hann lætur það ekki
mikið á sig fá og er það ekki sist að
þakka Ruby, stelpunni með rauða hár-
ið sem brosir svo fallega til hans.
Myndin er frá árinu 1990 og gerð
eftir samnefndri sögu Lars Saabye
Christiansen. Hún er ætluð bömum frá
10 ára aldri og er rúmlega ein og hálf
klukkustund að leng, með norsku tali.
Aðgangur er ókeypis.
Bókakynning
Norræna húsið
Norskar bækur verða til umfjöllunar
á bókakynningu Norræna hússins á
morgun, laugardaginn 27. febrúar,
klukkan 16.00. Tveir norskir rithöf-
undar kynna þar bækur sfnar, Atle
Næss og Lars Saabye Christensen.
Atle Næss segir frá bókum sem
gefnar voru út í Noregi á síðastliðnu
ári. Ennfremur kynnir hann eigin rit-
verk, meðal annars bókina Islands-
boka, sem hann skrifaði ásamt konu
sinni Önnu Ragnhildi og kom bókin út
í Noregi nú fyrir jólin.
Lars Saabye Christensen er gestur
á bókakynningunni. Hann stundaði
meðal annars nám í listasögu, norsku
og bókmenntafræði. Hann hefur verið
mjög afkastamikill höfundur, sent frá
sér fímm ljóðasöfn, átta skáldsögur,
eitt smásagnasafn, eina barnabók, leik-
rit, nokkur kvikmyndahandrit og texta
við blús-tónlist. Hann hefur hlotið
mörg verðlaun fyrir verk sín og bækur
hans hafa verið þýddar á mörg tungu-
mál.