Morgunblaðið - 26.02.1993, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993
35
Vilhjálmur Ámason
Burstafelli — Mimiing
Fæddur 19. febrúar 1921
Dáinn 19. febrúar 1993
Elskulegur tengdafaðir minn er
látinn, látinn þótt það virðist fjar-
stætt, hann sem var svo elskulegur
og ástúðlegur. Við sjáum hann ekki
aftur. Og litla dóttir mín fær aldrei
að kynnast hve yndislegur hann
var. Tengdapabbi lætur eftir sig
eiginkonu og fimm uppkomin börn,
sem öll sakna nú eiginmanns og
pabba sárt. Aldrei heyrði ég að
honum væri í nöp við nokkurn.
Elsku tengdamamma, Óli, Þór,
Sæmi, Bogga og eiginmaður minn.
Það er sár söknuður hjá okkur öll-
um. Guð veri með ykkur.
Sjáðu, sjáðu, faðir fríði,
feikna pínu sonar þíns,
sjáðu, sjáðu kvöl og kvíði
kremur hjarta Jesú míns.
Seku bami þyrmdu þínu,
þessa er fyrir leið hann pínu.
Guð, þitt minnstu’ á orð og eið
árnan fyrir hans og deyð.
(Okunnur höfundur.)
Ragnhildur Svansdóttir.
Þær eru ljúfar minningarnar er
leita á hugann er ég sting niður
penna og minnist afa míns, Villa á
Bustó, eins og hann var ætíð kallað-
ur. Afi var fæddur á Burstafelli í
Vestmannaeyjum 19. febrúar 1921
og lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja
á afmælisdegi sínum eftir langvar-
andi veikindi.
Afi var sonur hjónanna Arna
Oddssonar frá Oddsstöðum í Vest-
mannaeyjum og Sigurbjargar Sig-
urðardóttur frá Stuðlum í Norð-
fírði. Árið 1938 varð afi fyrir mik-
illi sorg þegar Burstafell brann og
missti hann föður sinn, bróður og
systurson í þeim harmförum.
Árið 1940 fór afi minn austur á
Norðfjörð að róa og kom til baka
með ömmu mína sem var honum
ekki bara eiginkona heldur líka
sannur vinur. Eignuðust þau fimm
börn, fjóra drengi og eina stúlku,
móður mína. Minnist ég þess að
þegar ég var lítil stelpa og fór í
sunnudagsbíltúr með afa mínum
sungum við mikið af Eyjalögum.
Sagði afi minn þá að bíllinn gæti
flogið ef allar hurðir yrðu opnaðar
og trúði ég því þá.
Afi minn og amma ráku þvotta-
og efnalaug í Vestmannaeyjum í
25 ár og fékk ég oft að fara með
honum að sækja og skila taui, þar
á meðal upp á elliheimili. eitt sinn
þegar ég fór með honum upp á elli-
heimili var þar kona nokkur með
dálítið skegg og labbaði ég að henni
og sagði: „Afi, afí, hún er með
skegg.“ Eftir það fékk ég ekki að
fara með honum oftar á elliheimilið.
Afi minn var mikið fyrir íþróttir
og þegar hann kom heim eftir hand-
boltaleik hljóp ég alltaf í fangið á
honum af gleði yfir að sjá hann.
Það er hægt að skrifa endalaust
um hann afa minn. í ágúst 1991
veiktist hann og náði sér aldrei.
Hann var því örugglega hvíldinni
feginn.
Elsku amma mín, mamma mín,
Óli, Þór Sæmi og Villi. Sorg ykkar
er mikil, en nú vitum við að honum
líður vel.
Elsku afi minn, hvíl þú í friði.
Bryndís Muggs.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum tengdaföður míns
Vilhjálms Árnasonar frá Burstafelli
í Vestmannaeyjum. Vilhjálmur var
fæddur 19. febrúar 1921 og lést á
72 ára afmælisdaginn sinn í sjúkra-
húsi Vestmannaeyja eftir erfið veik-
indi.
Foreldrar hans voru hjónin Árni
Oddsson frá Oddsstöðum í Eyjum
og Sigurbjörg Sigurðardóttir frá
Stuðlum í Norðfirði.
Villi, eins og hann var jafnan
kallaður, ólst upp við leik og störf
í stórum systkinahópi á Burstafelli,
en þau eru: Guðfinna, gift Elíasi
Sigfússyni; Sigríður, gift Óskari
Lárussyni; Aðalheiður, látin, var
gift Ágústi Björnssyni sem einnig
er látinn; Pálína, gift Jónasi Sig-
urðssyni; Lára, gift Baldri Jónas-
syni; Helga, gift Guðjóni Jónssyni:
og Oli ísfeld, látinn.
Árið 1930 varð fjölskyldan fyrir
miklu áfalli er íbúðarhúsið Bursta-
fell brann og fórust í eldsvoðanum
faðir Vilhjálms, bróðir hans Óli ís-
feld og Ámi, systursonur hans.
Það var því þung raun fyrir Villa
að sjá á eftir ástvinum og vænting-
um um áframhaldandi skólanám
eins og hugur hans stóð til.
Villi var móður sinni einstakur
sonur og bjó hún hjá honum á Bur-
stafelli alla tíð þar til hún vegna
veikinda lagðist á sjúkrahús Vest-
mannaeyja og lá þar í átta ár. Leið
ekki sá dagur að Villi heimsækti
hana ekki.
Árið 1940 kom stóra ástin í lífi
Villa. Hún María Gísladóttir sem
hann sótti austur á Norðfjörð.
Gengu þau í hjónaband 22. febrúar
1941 og bjuggu allan sinn búskap
að Burstafelli sem þau byggðu upp.
Þau eignuðust fímm börn, 13
bamabörn og tvö barnabarnabörn.
Börn þeirra eru: Óli Árni, kvæntist
Jenný Johnson. Þau slitu samvist-
um; Þór Isfeld, kvæntur Sólveigu
Adolfsdóttur; Sæmundur, kvæntur
Fríðu Jónu Ágústsdóttur; Sigur-
björg, gift Mugg Pálssyni; Vilhjálm-
ur, kvæntur Ragnhildi Svansdóttur.
Villi tók virkan þátt í félagsmál-
um. Ungur að árum gekk hann til
fylgis við jafnaðarstefnuna og
gegndi fjölmörgum trúnaðarstörf-
um fyrir Alþýðuflokkinn í Vest-
mannaeyjum.
Villi hóf ungur að stunda íþróttir
og áttu þær hug hans allt hans líf.
Starfaði hann með íþróttafélaginu
Þór í Eyjum, sat í stjórn félagsins
um árabil og var gerður að heiðurs-
félaga á 70 ára afmæli félagsins
1983. Þá var hann virkur félagi um
langt skeið í félaginu Akóges í
Eyjum og var heiðursfélagi þess.
Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur
við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst
um í fari hans getur orðið þér Ijósara í fjar-
veru hans, einsog fjallgöngumaðurinn sér
fjallið best af sléttunni. (Spámaðurinn -
Kahlil Gibran).
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
Villa fyrir það sem hann var mér
bæði fyrr og síðar. Ég vil fyrir hönd
fjölskyldu Villa nota tækifærið og
færa starfsfólki Sjúkrahúss Vest-
mannaeyja, A-deild, þakkir fýrir
góða aðhlynningu og umönnun í
hans erfíðu veikindum.
Fari Vilhjálmur Árnason í friði.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Sólveig Adólfsdóttir.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm i nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo éjg sofi rótt.
(Ur þýsku. Sv. Egilsson.)
Okkur langar til að minnast afa
okkar, Villa afa eins og við kölluð-
um hann alltaf. Fyrir okkur sem
erum svo ung að árum er hugsunin
um dauðann svo fjarlæg. En allt í
einu erum við óþyrmilega minnt á
tilvist hans. Þrátt fyrir hans erfíðu
veikindi undanfarið eitt og hálft ár
kom andlát hans okkur í opna
skjöldu. Maður skilur ekki fýrr en
eftir á hversu mikil gæfa það er
að hafa fengið að alast upp við að
hafa afa sem maður getur verið í
daglegum samskiptum við. Hann
sem var okkur alltaf svo hlýr og
góður.
Það er erfitt fyrir okkur sem er-
um að alast upp í dag við þau skil-
yrði sem þjóðfélagið býður okkur
upp á að setja okkur í þau spor sem
hann var í þegar hann var ungur.
Þorgerður Sveinsdóttir
Reykhólum — Minning
Fædd 30. maí 1907
Dáin 17. febrúar 1993
í dag er gerð útför Þorgerðar
Sveinsdóttur frá Reykhólakirkju.
Hún hét reyndar Bjarnveig Þor-
gerður, en fyrra nafnið var sjaldan
notað, þótt gott sé. Allir vestra vissu
hver Þorgerður á Reykhólum var.
Það nafn átti sérstakan hljóm í tali
þeirra, sem nefndu hana, og ekki
er hægt að lýsa með orðum. Hún
var merkileg kona á marga lund
og einstök. Eg veit ekki um neinn
óvandabundinn, sem t.d. skipar
hærri sess í minningum barna
minna, en hana. Þeim þótti svo
vænt um hana að það var því lík-
ast sem þau hefðu misst náið skyld-
menni þegar þau fréttu um andlát
hennar.
Það var ætíð talað um hana með
virðingu og væntumþykju. Og það
var alltaf ánægjuleg upplifun að
heimsækja hana þegar eitthvert
okkar átti leið um Reykhóla eða í
námunda, eftir að við fluttumst
þaðan. Það var engin ferð farin til
Reykhóla nema litið væri inn hjá
Þorgerði. Það var eitthvað sérstakt
við það að setjast við eldhúsborðið
hennar, neyta góðgerða og rabba
við hana og Markús, manninn henn-
ar, þegar hann var heima. Samt
var það eitthvað annað og meira
en kaffið og kökurnar og rabbið,
sem dró okkur inn í litla húsið henn-
ar, því að kaffi er til reiðu í hverju
húsi og gott og skemmtilegt fólk
til að eiga með góða stund. Það var
hún sjálf — engum öðrum lík —
manneskjan Þorgerður Sveinsdóttir
og sérstaða hennar, rósemi hennar,
hógvært fas og brosið í andlitinu,
sem ljómaði af manngæzku og góð-
vild, sem dró okkur til hennar —
og sitthvað fleira, sem ég get ekki
skilgreint — enda er það líkast til
fásinna að ætla sér að reyna að
útskýra fyrir öðrum leyndardóm
sem maður skilur varla sjálfur,
heldur skynjar og finnur fyrir á
sjálfum sér og í sjálfum sér.
Hún fagnaði manni ekki með
stórum orðum eða áberandi gleði-
látum — enda þurfti þess ekki með
- maður fann af einskærri návist
hennar að maður var velkominn.
Hún bjó yfir einhveijum leyndar-
dómi í eðli sínu, sem var mannbæt-
andi. Þess vegna þótti svo mörgum
vænt um hana. Þess vegna gat hún
gefið öðrum svo mikið. En hún var
alla ævi fátæk af veraldarauði.
Ég hugsaði aldrei um það. Mér
fannst eins og hún væri rík og þáði
því þakksamlega það sem hún gaf
greiðlega — enda voru gjafir henn-
ar góður fengur.
Árið 1953, skömmu eftir að ég
fluttist að Reykhólum til að setjast
þar að árið 1948, vildi svo til að
Þorgerður og Markús fluttust þang-
að líka með tvo kornunga syni sína
°g bjuggum við þá í sama húsi um
skeið. Þá upphófst kunningsskapur,
sem þróaðist í trygga vináttu. Sam-
skipti urðu strax greið oggóð, eink-
um urðu börnin samrýnd og léku
sér saman. Ég og kona mín áttum
þá þrjú börn á svipuðum aldri. Þau
eru nú löngu fullorðið fólk. En þau
muna enn eftir því hve mjög þau
sóttust eftir því að vera inni hjá
Þorgerði. Hún var sérlega barngóð
og börnum varð það eðlilegt að lað-
ast að henni. Þar er að verki ein-
hver leydnardómur góðleikans, sem
fínnst fremur en sést.
Þegar þau fluttust frá okkur,
fóru þau ekki langt. Þau keyptu
lítið hús við hliðina og bjuggu þar
æ síðan. Þar er nú skarð fyrir skildi
þegar hún er ekki lengur.
Mestur er skaðinn Markúsi. Og
hvernig á annað að vera? Sá einn
missir mikið, sem mikið hefur átt.
Og samúð okkar á hann ómælda,
þótt skanmit dugi. En yið vitum að
hann er karlmenni og á góða að.
Þorgerður var tæplega 86 ára
þegar hún andaðist á sjúkrahúsi á
Akranesi 17. febrúar síðastliðinn.
Hún fæddist á Reykhólum 30. maí
árið 1907, en fluttist fjögurra ára
með foreldrum sínum að Hofstöðum
í Reykhólasveit og ólst þar upp í
stórum systkinahópi.
Foreldrar hennar voru Sveinn
Sæmundsson, bóndi og smiður,
Dalamaður að ætterni, fæddur í
Sælingsdalstungu í Hvammssveit
og kona hans Sesselja Oddmunds-
dóttir, sem var ættuð úr ísafjarðar-
sýslu, fædd að Þórustöðum í Mos-
vallahreppi.
Þau eignuðust 12 börn en tveir
elztu synir þeirra dóu í frum-
bernsku. Tíu komust til fullorðins-
ára — fímm synir og fimm dætur.
Þau urðu öll vel metnir borgarar
og settust flest að þar vestra.
Markús Guðmundsson, maður
Þorgerðar, er frá Hafrafelli í Reyk-
hólasveit og hefur lengst af verið
starfandi hjá Vegagerð ríksins.
Þegar Þorgerður dó hafði sambúð
þeirra staðið í meira en hálfa öld.
Þau eignuðust tvo syni, Jón
Trausta, rafvirkjameistara í Búðar-
daþ og Viðar Auðun, vélgæslumann
í Sandgerði. Jón var kvæntur Ástu
Hraunfjörð og áttu þau tvo sonu,
Gísla Jónsson Hraunfjörð sem á
heima í Þorlákshöfn og Trausta
Jónsson Hraunfjörð, sem er búsett-
ur í Danmörku. Þau skildu. Seinni
kona Jóns Trausta er Guðrún
Konný Pálmadóttir og eiga þau
þrjár dætur: Rannveigu Margréti,
Hrönn og Kolbrúnu.
Viðar Auðunn er kvæntur Guð-
björgu Hrefnu Magnúsdóttur og
eiga þau fjögur börn: Margréti Ósk,
Halldóru Árnýju, Þorgerði Ásdísi
Það hefur verið mjög erfið lífs-
reynsla fyrir hann aðeins 17 ára
gamlan þegar fjölskylda hans varð
fyrir því þunga áfalli að Burstafell
brann árið 1938 og missti hann þá
föður, bróður og systurson í brunan-
um. Þetta batt enda á námsferil
hans sem hann batt miklar vonir
við. Og lagði hann alltaf mikla
áherslu á að við myndum öll mennta
okkur vel og studdi okkur duglega
við það.
Þegar afi átti þvottahúsið Straum
fórum við mikið þangað til hans og
máttum við hjálpa honum ef við
vorum búnar að læra og rúntaði
hann svo með okkur að launum
eftir vinnu. Á sunnudögum fórum
við alltaf niður á Burstafell þar sem
hann tók hress á móti okkur ásamt
ömmu. Fóru þau margt með okkur
og skemmtum við okkur ávallt vel
og nú er gott að eiga þær góðu
minningar.
Þegar afi seldi þvottahúsið gerð-
ist hann verkstjóri á vernduðum
vinnustað. Þrátt fyrir það máttum
við ávallt heimsækja hann í vinnuna
og sýndi hann okkur hvernig fólkið
vann. Þegar klukkan sló 5 var hann
búinn í vinnunni og var hann þá
alltaf til staðar fyrir okkur og fór
með okkur víðsvegar um bæinn og
sagði okkur margar skemmtilegar
sögur. Ef eitthvað bjátaði á var
hann ávallt fyrsti maðurinn sem við
leituðum til og ósjaldan gat hann
leyst okkar vandamál þannig að við
snerum glöð til baka með góð ráð
í pokahorninu.
Við minnumst þess þegar afi
veiktist. Þá var hann samt alltaf
jafn hlýr og yfirvegaður við okkur
og dáumst við að honum fyrir það.
Afí var mjög stoltur og lagði mikla
áherslu á að við værum það öll líka.
Oft var sagt að afi gæti verið
þrjóskur en nú sjáum við að það
var bara Burstafellsþijóskan sem
við höfum flest erft og er hún sann-
arlega af hinu góða.
Afi iðkaði íþróttir af miklum
krafti og var viðloðandi íþrótta-
hreyfínguna fram á síðasta dag.
Líklega hefur það verið ein af
ástæðunum fyrir því að hann studdi
alla íþróttaiðkun okkar af miklum
áhuga.
Við kveðjum Villa afa með sökn-
uði og biðjum góðan Guð að styrkja
ömmu og okkur öll í sorg okkar og
að varðveita elsku afa okkar vel.
Hvíl þú í friði, friður Guðs blessi
þig-
Barnabörnin.
og Markús Auðun.
Þorgerður var einstaklega hátt-
vís kona og hlédræg, samt gestrisin
og einörð í því sem til góðs horfði.
En mest var líklega vert um tiygg-
lyndi hennar, sem við fengum svo
áþreifanlega að njóta.
Enn er vert að minnast á hóg-
værð hennar. Ég efast um að hún
hafi nokkurn tímann ætlast til
nokkurs fyrir sjálfa sig. Hún þurfti
ekki að bíða eftir hlýju viðmóti
annarra til sín. Það kom af sjálfu
sér, að þeim sem kynntust henni
og eignuðust tryggð hennar þótti
vænt um hana.
Samt mun hún hafa látið uppi
þá ósk og von að hún fengi hægan
dauða. Kannski var það eina bænin,
sem hún bað fyrir sjálfa sig.
Hún var glöð og hress þegar hún
vaknaði á spítalanum hinn 17. febr-
úar sl. Eftir hádegið lagði hún sig
og sofnaði — og vaknaði ekki aft-
ur. Síðdegis var hún látin. Hún
hafði verið bænheyrð — Guði sé lof.
Blessuð sé hennar minning.
Þórarinn Þór.
Sérfræðingar
í hlóiiiaskiMfy tiiig'uni
við »11 lækiræri
Skólavördustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090