Morgunblaðið - 26.02.1993, Page 37

Morgunblaðið - 26.02.1993, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 37 Sveinn Snæbjörn Sveinsson - Minning Fæddur 10. október 1903 Dáinn 16. febrúar 1993 Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesó nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H. Pétursson.) Mig langar að byija minningar- grein um föður minn með þessari bæn því að það kom upp í huga mér, að þegar ég var lítil fór hann alltaf með þessa bæn og Faðirvorið með mér. Árið 1944 kvæntist hann móður minni, Ingibjörgu Theódórsdóttur frá Reykjavík og varð þeim sjö bama auðið. Þau eru: Tvíburabræð- urnir Sveinn Jóhann, kvæntur Lilju Sveinsdóttur, og Bjarni, kvæntur Lám Aðalsteinsdóttir, f. 1947; Helgi Theódór, f. 1948, d. 1992, Rúnar Loftur, f. 1949, Elías Rún- ar, f. 1952, Guðmundur Aðalsteinn, f. 1955, kvæntur Wenche Grönli, og Marta María, f. 1962, sambýlis- maður Gunnar Einarsson. Faðir minn var fæddur í Hvammi í Tálknafirði 10. október 1903. Hann var sonur hjónanna Sveins S. Sveinssonar og Jóhönnu Bjarna- dóttur. Hann átti þijú systkini, Guðmund, Jóhönnu og Gíslínu, en Gíslína lést aðeins 18 ára gömul. Pabbi minn fékk ekki að njóta móðurástarinnar því að móðir hans dó þegar hann var aðeins mánaðar gamall. Þá fór hann til hjónanna Guðrúnar og Lofts sem bjuggu á Ystu-Tungu í Tálknafirði. Pabbi ólst upp hjá þeim til 17 ára aldurs. Pabbi sagði mér að á unglingsár- unum hefði hann unnið sem kaupa- maður á nokkrum bæjum í Tálkna- fírði og Arnarfírði. Þá átti hann tvo hesta sem hann varð að láta fara þegar hann fór á sjóinn. Hann tal- aði um þá með miklum söknuði. 17 ára gamall fór hann að stunda sjóinn og var meðal annars við Nýfundnaland og Grænland og sigldi öll stríðsárin. í 16 ár sigldi hann með sama skipstjóranum, Ein- ari Thoroddsen, sem varð seinna hafnsögumaður. Pabbi var 48 ár á-sjónum. Það var oft gaman þegar hann var að segja mér ýmsar sögur frá sjónum, þær voru ótalmargar. Aldrei þreytt- ist hann á að segja frá. Þegar ég fer að hafa minni til er pabbi farinn að vinna í Togaraaf- greiðslunni í Reykjavík. Við bjugg- um þá á Grundarstígnum, ég var sex til sjö ára gömul þegar ég fór að koma til hans í vinnuna og allt- af gaf hann sér tíma til að spjalla aðeins við mig. Frá Grundarstígnum voru farnar ótal göngutúrar niður á Tjörn og í miðbæinn sem við áttum saman um helgar. Mig langar að minnast að- eins á ferð sem ég, pabbi og Mummi bróðir minn fórum í fýrir tuttugu árum, en það var vestur á firði, Tálknafjörð og Arnarfjörð. Pabbi sagði okkar að hann ætlaði að kveðja æskustöðvamar sínar. hann fór ekki aftur þangað. Við komum víða við í þessari ferð. Pabbi sagði okkur margt frá bernskuárum sín- um. Það var í eitt skipti í ferðinni, á Bíldudal, sem brá skugga yfír andlit pabba. Það var þegar hann sagði mér frá því að árið 1943 hefði skipið ms. Þormóður frá Bíldudal farist og þar á meðal voru margir kunningjar hans og vinir. En núna 20. febrúar voru 50 ár liðin frá því að þessi atburður gerðist. Síðasta vinnan sem pabbi stund- aði var saltfískverkun hjá Miðnesi hf. í Sandgerði. Hann vann þar til 78 ára aldurs. Þegar ég var 13 ára vann ég þar í eitt sumar með pabba og man ég eftir því að pabbi vakti fólkið í verbúðunum á morgnana. Hann sagði alltaf (og fór eftir því sjálfur) að maður ætti að mæta hálftíma fýrr í vinnuna. Að mæta of seint kom ekki til greina að hans mati. Eftir að pabbi fór að vera heima lifði hann fyrir það að fá okkur systkinin og barnabömin í heim- sókn. Ef hann vissi að von var á sínu fólki stóð hann á svölunum og veifaði til okkar. Honum þótti vænt um þær heimsóknir og líka að fá fréttir af sjónum, hvemig maðurinn minn og bræður fískuðu og eins um veðrið sem hann fylgdist með fram á síðasta dag. Ég hugsaði um það þegar ég var hjá pabba hans síðustu stundir hér, að dugnaðurinn og harkan í vinnu öll þessi ár komu fram í því hvað hann barðist hetjulega við sín veik- indi fram á síðustu stundu þó að likaminn væri orðinn þreyttur og lúinn. Núna veit ég að góður Guð hefur læknað hann af öllum sárs- auka. Við misstum bróður okkar fyrir tæpu ári en hann bjó í Ástralíu og hafði ekki komið heim síðan 1982 og núna veit ég að pabbi er kominn til hans. Megi góður Guð styrkja mömmu mína og fjölskyldu í sorg- inni sem við förum núna í gegnum. Marta M. Sveinsdóttir og fjölskylda. Elsku pabbi minn, nú ert þú far- inn frá okkur á fund feðra þinna. Minning þín mun alltaf lifa í huga mínum, og ég mun með stolti muna þig sem stóru hetjuna mína. Síð- ustu 17 árin sem ég hef búið í Noregi hef ég oft fundið fyrir mikl- um söknuði vegna fjarlægðar frá þér. Sérstaklega síðustu 4-5 árin þegar heilsu þinni fór að hraka. Þá þótti mér oft erfitt að geta ekki verið hjá þér og endurgoldið þó ekki væri nema hluta af öllu því góða sem þú gerðir fyrir mig. Ég hef þig að leiðarljósi i uppeldi barna minna, því að sú ást og umhyggja sem þú gafst mér í uppvextinum er besta veganesti sem hugsast getur. Þegar ég horfi til baka á líf okk- ar saman streyma ótal ljúfar minn- ingar um huga minn, um allt það góða sem þú gafst mér. Á mínum unglingsárum átti ég mín erfíðu tímabil þar sem hlutirnir gengu ekki eins og til stóð, en þú stóðst alltaf mér við hlið, sama á hveiju gekk. Þessir jákvæðu straumar þín- ir hjálpuðu mér yfir erfíðan þrösk- uld unglingsáranna. Með þakkæti og hlýju í huga minnist ég þeirra góðu tíma þegar þú og mamma komuð í sumarfrí til okkar í Noregi og ég gat horft á ykkur slappa af og njóta þess að vera í fríi. Saknaðarkveðjur ber ég þér frá öllum sem þekktu þig í Noregi. Nú þegar þú ert farinn héðan úr þessu lífí, er mikilvægt fyrir okkur systkinin að styðja og styrkja Ingibjörgu móður okkar. Ég kveð þig hér, faðir minn, en þú munt alltaf lifa í mínu hjarta. Guðmundur. Minning Guðríður Gestsdóttir frá Sæbólií Haukadal Fædd 11. september 1897 Dáin 13. janúar 1993 Ég minnist ömmu minnar sem yndislegrar og góðrar konu, sem þótti vænt allt og alla, vinur vina sinna. Mér fannst alltaf mikil til- hlökkun að heimsækja afa og ömmu í Haukadal í Dýrafirði, en það gerði ég eins oft og hægt var. Sveitin hennar ömmu heillaði, dalurinn sem amma kunni allt um, enda verið hennar heimili frá bernsku. Allt sem okkur krakkana dreymdi um var í Haukadalnum hjá afa og ömmu. Þar voru dýrin ekki mörg, hænsni og skjátur sem voru nefndar hinum ýmsu nöfnum og eignaðar okkur. Amma kunni margar sögur og oft man ég eftir björtum sumar- kvöldum þar sem setið var sunnan undir vegg með undurfagra fjalla- sýn til Kaldbaks og Kolturhorns, hlustað, hlegið og spjallað. Ömmu féll aldrei verk úr hendi, hún hafði yndi af að hekla og pijóna, þannig að við áttum alltaf sokka og vettl- inga frá ömmu á Sæbóli. Fjölskylda mín átti lengst af heima á Patreks- firði, þar sem pabbi minn var skóla- stjóri. Við komum því oft í sveitina, sama hvaða árstími var. Amma klæddist alltaf upphlut á hátíðisdögum. Flétturnar voru vandlega festar í skotthúfuna og fallega beltið sást svo vel. Amma fléttaði alltaf hárið fyrir svefninn. Þá sátum við oft systurnar fjórar og horfðum hugfangnar á. Við ætl- uðum allar að vera með svona sítt hár, þegar við yrðum „stórar". Mikið var af berjum á holtinu okkar í Haukadal og tínd reiðinnar býsn á hveiju hausti af stórum krækibeijum og aðalblábeijum. Afi minn dó í maí 1966, en amma hugsaði áfram um búið þeirra, enda forkur dugleg. Seinna vann hún á Þingeyri og hér syðra á vetuma. Amma mín kvaddi svo dalinn sinn alveg og fluttist suður, þar sem hún bjó hjá börnum sínum til skiptis. Hún dvaldist síðan á Hrafnistu i Reykjavík í 13 ár. Þar hafði hún fallegt og bjart herbergi, skreytt ýmsum munum úr sveitinni ásamt útsaumsmyndum, hekluðum dúk- um, teppum, púðum o.fl. Þegar ég kom til ömmu á Hrafn- istu sat hún yfirleitt og heklaði, gleraugnalaus, 95 ára gömul. Amma var svo glöð að fá heimsókn og litlu dóttur minni, Sif, fannst langamma svo góð, enda hlustaði amma á hana og hló með henni. Pabbi minn, sonur ömmu, málaði olíumálverk 1957 og gaf afa og ömmu. Myndin var af Sæbóli í Haukadal og umhverfi. Þessi mynd var alltaf með ömmu. Hún brosti sínu blíða brosi, leit á myndina og hafði yfir: Berðu kveðju mína heim, heim í Haukadalinn. Þangað hvarflar hugurinn þar til ég fell í valinn. Þetta orti amma ásamt mörgu öðru. Hún amma var líka mjög list- feng og hafði sérlega fallega rit- hönd. Amma mín elskuleg var í Vest- mannaeyjum gosdaginn fyrir 20 árum, þá varla búin að taka upp úr ferðatöskunum, þegar hún var send með fískibát til meginlandsins aftur á sama sólarhringnum. Ástæðan til að ég get þessa hér er sú, að nú, sama dag 20 árum seinna, lagði hún af stað í sína hinstu för, sjóleiðis, heim aftur vest- ur, til afa. Ég minnist góðra stunda með ömmu. Hennar er sárt saknað, af því að hún var svo góð amma. Blessuð sé minning hennar. Svala Haukdal Jónsdóttir. Signý Gunnars- dóttir - Minning Halldór Laxness hefur sagt um Hornfirðinga að þeirra helsta ein- kenni sé að segja aldrei of mikið, ekki beinlínis fullyrða neitt: - Ja, ekki segi ég það nú kannski - æ, ég veit það svosem ekki - þetta eru þær setningar sem Skaftfell- ingar láta sér oftast um munn fara. Þeir grípa ekki fram í fyrir manni með handapati og hávaða, þrútnir af óheftri tjáningarþörf. Þeir eru ekki reiðubúnir að slá fram sleggjudómum um náung- ann. Þeir eru prúðir, jafnvel eins og örlítið feimnir eða til baka. Og einmitt þannig kom mér Signý ljósmóðir fyrir sjónir. Hún var dul, hafði sjálfstýringuna á allan tímann segðu líklega ungmenni okkar tíma. Hún var mjög prúð og yfirveguð, þótt hún hefði greinilega afar einbeittar skoðanir og einarðan vilja. Og hún var á nútímamáli: félagslega sjálfri sér nóg. Hún var ekki umkringd af fjölmörgum vinum og kunningjum uppá hvern dag - en þó þekkti hana hvert einasta mannsbam á staðnum, því það var éinmitt hún sem fyrst af öllum hafði boðið þau velkomin í þennan heim. Það ævi- starf sem hún valdi sér var nefni- lega táknrænt fyrir hana sjálfa. Ljósmóðurstarfíð er alvarlegt, mikilvægt og sjálfstætt því oft sagði enginn læknir henni fyrir verkum. Ekkert má út af bera þegar það eru 500 km af torfær- um, sandi og jökulám í næsta sjúkrahús. Þetta starf hlýtur líka að vekja fögnuð engu líkan. - Ekkert í sköpunarverkinu er jafn einstakt og fullkomið og það kraftaverk sem hver einasta fæð- ing er. Og sá sem býr yfir þeirri þekkingu að geta létt konum sótt- ina og styrkt þær og stappað í þær stálinu á örlagastundu, þarf að hafa nokkurt innsæi, þolinmæði og þrautseigju til að bera. Ljós- mæður 5. og 6. áratugarins fóru inn á heimilin og hafa eflaust orð- ið vitni að misjöfnu mannlífi, en trúnað sinn við sængurkonur rauf Signý aldrei, þótt við settumst stundum að henni og vildum að hún leysti frá skjóðunni. Líklega hefur starfíð sett mark sitt á fleira í lífí hennar. Ég minn- ist þess t.d. aldrei að það væri óuppþvegið hjá henni, aldrei einn bolli í vaskinum, aldrei sást blettur eða hrukka á neinu, aldrei átti eftir að ryksuga - þar var ein- hvern veginn alltaf allt tilbúið! Sjálf var hún alltaf svo fyrir- mannleg, há og grönn og bein í baki og eins og drottning í ríki sínu þar sem hún stóð svo oft við eldhúsgluggann með kaffibollann, smá sykurmola og sígarettu. Hennar helsta yndi var tónlist - hún spilaði sjálf á orgel og píanó, en sagðist auðvitað ekkert kunna. Ég man að hún var greinilega í essinu sínu þegar hún rifjaði upp 60 ára gamla viðburði sem tengd- ust tónlist eða söng. Þá var hún komin inn í Þinganes í huganum og stofan þar fylltist af allskyns dúrum og mollum og áttundum og glöðum og fallegum röddum. Fjölskyldan var hennar hal- dreipi á efri árum. Gagnvart henni gat Signý sýnt sjálfstæði sitt, þar var hennar gleðiuppspretta og hennar trúnaði þjónaði hún. Ég þakka Signýju allt viðmót hennar sem ævinlega var uppfullt af virð- ingu og jafnvægi og ekki því líkt að 53 ár væru á milli okkar. Fjöl- skyldunni samhryggist ég inni- lega. Védís Skarphéðinsdóttir. Hulda Stefáns- dóttir - Minning Fædd 11. nóvember 1920 Dáin 31. janúar 1993 Hinn 31. janúar sl. kvaddi þenn- an heim elskuleg amma okkar, Hulda Stefánsdóttir. Amma fæddist 11. nóvember 1920 í Hallfreðarstaðarkoti í Hörgárdal. Bam að aldri fluttist hún til Akureyrar ásamt foreldrum sínum, þar sem síðar leiðir hennar og afa okkar, Þóris Bjömssonar, lágu saman. Þau giftu sig árið 1943 og hefðu því átt 50 ára hjú- skaparafmæli á þessu ári. Á Akureyri byggðu þau upp fallegt heimili á Klettaborg 3 og áttu 4 syni. Björn, fæddur 1943, kvæntur Sigrúnu Ingibjartsdóttur og eiga þau 4 dætur; Jónas, fædd- ur 1944, kvæntur Ingibjörgu Ing- varsdóttur og eiga þau 6 böm; Stefán, fæddur 1946, kvæntur Guðbjörgu Guðjónsdóttur og eiga þau 3 dætur og Sverrir, fæddur 1949, kvæntur Kristínu Þórsdótt- ur og eiga þau 3 börn. Barna- barnabörnin eru nú orðin 5 talsins. Árið 1977 fluttust amma og afi frá Akureyri í Hveragerði og þa.r hafa þau búið síðan. Margar góðar minningar eigum við systurnar um stundir okkar á heimili ömmu og afa, t.d. þegar við fengum að gista hjá þeim og þegar við sátum í fallega blóma- skálanum þeirra og töluðum um lífíð og tilveruna. Alltaf var allt gert til að okkur liði sem allra best. Síðustu ár hafa reynst þeim erfið eða allt frá því að veikindi ömmu ágerðust. Afi stóð allan tím- ann eins og klettur við hlið konu sinnar, en þrátt fyrir að allt væri gert sem hægt var dugði það ekki til og um hádegisbil þann 31. jan- úar sl. voru þrautir hennar á enda. í hjörtum okkar lifír minningin um elsku ömmu sem alltaf tók okkur opnum örmum og gerði svo mikið fyrir okkur. Minningin um hvað hún var falleg og fín og allt- af góð við allt og alla. Við biðjum góðan guð að styrkja elsku afa og alla ástvini í þeirra sorg, en við vitum að þótt við sjáum ekki ömmu þá er hún alltaf hjá okkur og vakir yfir okkur öll- um. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Berglind, Hulda og Rannveig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.