Morgunblaðið - 12.03.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 12.03.1993, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 Tilboð Furu hf. og NH-málma í stálbræðsluna nema 250-300 milljónum króna Búist við niður- stöðu um helgina BÚIST er við að niðurstaða úr arðsemisathugun og gerð rekstr- aráætlunar sem Búnaðarbanki og Iðnþróunarsjóður létu gera vegna tveggja tilboða sem gerð hafa verið í stálbræðsluna í Hafn- arfirði liggi fyrir um helgina og þá verði teknar ákvarðanir um framhaldið, samkvæmt upplýsingum Jakobs Ármannssonar í Bún- aðarbankanum. Tveir innlendir aðilar hafa gert 250 til 300 miHj- óna króna tilboð í verksmiðjuna; Haraldur Þór Ólason fyrir hönd Furu hf. í Hafnarfirði og Páll Þ. Pálsson og Ari Tryggvason sem reka fyrirtækið Vesturport hf. í Dugguvogi en þeir gerðu tilboð- ið fyrir hönd óstofnaðs hlutaféiags undir nafninu NH-málmar. Haraldur í Furu hf. keypti málmtætara verksmiðjunnar skömmu eftir'áramót og undirrit- aði samning við eigendur verk- smiðjunnar sem veitti honum rétt til að vinna jám úr brotajámshaug verksmiðjunnar til stálbræðslu. Tætarinn var gangsettur sl. mið- vikudag en ef Haraldur fær verk- smiðjuna ekki keypta hyggst hann flytja jámið óunnið úr landi. Tilboðin álíka há Bæði tilboðin sem fram hafa komið voru lögð fram í byijun vetrar og vora þau álíka há að sögn Jakobs en hins vegar var talið að ekki stæði nægilega mikið eigið fé á bak við þau. Var báðum aðilum gefinn frestur til að tryggja tilboð sín betur. Fyrir skömmu hófust einnig við- ræður við Hafnarfjarðarbæ sem lýsti áhuga á að kaupa 90 millj. kr. hlut Iðnþróunarsjóðs í verk- smiðjunni til að koma stálbræðsl- unni í gang í samstarfi við Fura hf. Morgunblaðið/RAX Málmtætari mataður TÍU starfsmenn Haraldar Þórs Ólasonar í Furu hf. eru byrjaðir að mata málmtætara stálbræðslunnar í Hafnarfirði á járni úr 30 þúsund tonna brotajárns- haugnum sem hlaðist hefur upp við stálverksmiðjuna síðast liðið eitt og hálft ár eða frá því Stálfélagið varð gjaldþrota. Unnið er í tíu tíma á dag og með fullum afköstum gleypir tætarinn 20 til 25 tonn af brotajárni á hverri klukkustund. Er talið að taki um sex mánuði að vinna allt brotajárn úr haugnum til stálbræðslu. Formaður VSÍ um versnandi ástand sjávarútvegs vegna afurðaverðslækkunar Verður að meta samninga- mál í ljós nýrra upplýsinga MAGNÚS Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands ís- lands, segir að það sé yóst að á seinustu tveimur mánuðum hafi ástandið í efnahagsmálum versnað til mikilla muna. Frá því spá Þjóðhagsstofnunar í upphafi árs, sem aðilar á vinnu- markaði hafi lagt til grundvallar viðræðum um nýja kjara- samninga, kom fram hafi orðið veruleg verðlækkun á öllum sjávarafurðum og svartsýni ríki um þróunina framundan. Það sé feykilega mikilvægt fyrir samningsaðila að skynja á hvaða grunni sé verið að vinna. Það verði að fara yfir málin í y'ósi þessara nýju upplýsinga og sjá hvaða kostir séu fyrir hendi þegar staðan hafi verið metin. Reyndu að svíkja út virðisaukaskatt TVEIR menn voru í gær dæmdir til 6 og 4 mánaða fangelsisvistar fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt, með því að útbúa málamynda- afsal, þannig að svo liti út sem annar hefði keypt prentvélar af hinum. Fjórir mánuðir af refsingu þess, sem harðari dóm hlaut, eru skilorðs- bundnir til þriggja ára, sem og öU refsing hins. Mennirnir voru ákærðir fyrir að að sök að hafa ranglega tilgreint reyna að villa um fyrir skattayfír- völdum með því að útbúa mála- myndaafsal og ódagsettan reikning, þannig að svo liti út sem annar hefði keypt prentvélar og -tæki af hinum og greitt honum rúmar 2,2 milljónir fyrir, þar af rúmar 450 þúsund krón- ur í vsk. Þá var kaupandanum gert þennan skatt sem innskatt á virðis- aukaskattskýrslu sinni í september- október 1991 og að hafa afhent skattstjóramum þá skýrslu ásamt afsalinu og reikningnum, í því skyni að fá virðisaukaskattinn af viðskipt- unum endurgreiddan. í minnisblaði frá íjóðhagsstofn- un um þróunina síðustu tvo mán- uði segir að verðlag á sjávarafurð- um sé nú um 7% lægra í krónum taiið en það var að meðaltali á síð- asta ári, en gengið hafí verið út frá því í áætlunum stofnunarinnar hingað til að verðið yrði óbreytt í ár. Verð á sjávarafurðum lækkaði jafnt og þétt allt síðastliðið ár eft- ir að hafa verið mjög hátt 1991. Þessi verðlækkun hafí haldið áfram í janúar og febrúar og verð- ið sé nú um 5% lægra í SDR en það var í árslok. Mikil óvissa ríki um hvort þessi verðlækkun sé var- anleg eða ekki, en verði afurðaverð áfram lágt yrði hagur sjávarútvegs og þjóðarbús snöggtum verri en ráð var fyrir gert. 7% lækkun meðalverðs Þá segir að lækkun meðalverðs sjávarafurða um 7% feli í sér að afkoma botnfískveiða og -vinnslu rými um 5-6% í hlutfalli af tekj- um. Efnahagsaðgerðir ríkisstjóm- arinnar í nóvember voru taldar laga stöðu þessara greina um 4,4%, en áður hafði Þjóðhagsstofnun áætlað hallann 8%. Samkvæmt þessu era botnfiskveiðar og -vinnsla rekin með 8-9% halla nú. „Þetta bætist í raun og vera Húsakaup i London Breytingar á breskum eignarlögum koma íslenska ríkinu vel 22 170 milljónir til sérfræðinga Bifreiðatryggingafélögin greiddu 170 milljónir til sérfræðinga árið 1991 við uppgjör líkamstjóna 24 Fiskverðslækkun_________________ Fiskverðslækkun ytra er fyrst og fremst á ferskum eða lítið unnum físki 25 Leiðari_________________________ Róttækar umbótatillögur í Svíþjóð 28 Fasteignir ► Frumvarp um Qöleignarhús- Einangrunarmót - Tölvuforritið Fasteignamiðlarinn - Góður tími til að kaupa Daglegt líf ^ íslendingar á flakki um heim- inn, fatahönnun, aukning sýk- inga af völdum pensilin-ónæmra sýkla, neðapjarðarkerfið í Lond- on, hótel í Færeyjum. ofan á allan þann samdrátt sem hefur átt sér stað á undanförnum áram og illu heilli er ekkert sem bendir til þess að við getum eygt vonir um einhvem bata á næstu tveimur til þremur áram. Við þurf- um að reyna að fínna samvinnu- grandvöll milli okkar, verkalýðs- hreyfíngarinnar og ríkisstjómar- innar til að reyna að koma í veg fyrir að þessi gjá verði alltof djúp og hvemig við getum komist út úr þessu. í mínum huga er ekki nokkur einasta von til þess nema við stöndum öll sem einn maður að úrlausninni,“ sagði Magnús. Hann sagði að bati af efnhags- aðgerðunum í nóvember virtist vera horfínn vegna utanaðkomandi aðstæðna og staðan virtist svipuð nú og var þá. Engum væri greiði gerður með kjarasamning sem tæki ekki mið af veraleikanum. Viðskipta- ráðherra skipar sam- keppnisráð JÓN Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur skipað samkeppn- isráð samkvæmt nýjum sam- keppnislögum sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. For- maður samkeppnisráðs er Brynjólfur Sigurðsson, pró- fessor við viðskiptadeild Há- skóla íslands, og varaformað- ur er Atli Freyr Guðmundsson skrifstof ustj óri. Aðrir í samkeppnisráði eru Ingibjörg Rafnar héraðsdóms- lögmaður, Magnús Geirsson raf- virki og Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ. vVaramenn era Þórólfur Matt- híasson lektor, Páll Ásgrímsson lögfræðingur, Guðríður Þor- steinsdóttir héraðsdómslögmað- ur, Lára V. Júlíusdóttir héraðs- dómslögmaður og Tiyggvi Jóns- son löggiltur endurskoðandi. Forstjóri Samkeppnisstofnun- ar er Georg Ólafsson, sem áður var verðlagsstjóri. Sjá einnig bls. 28 Athugnn gerð á samræmdum prófum Areiðanleiki próf- anna ekki kannaður SAMRÆMD próf grunnskólanna veita minni upplýsingar en ætlast er til og þau geta gert, að mati Einars Guðmundsson- ar hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála, sem kannað hefur niðurstöður prófa í stærðfræði og íslensku árið 1992 og borið saman við eldri próf. Áreiðanleiki, rétt- mæti og ýmsir eiginleikar prófanna hafa aldrei verið nákvæm- Iega athugaðir fyrr þrátt fyrir að samræmd próf hafi verið lögð fyrir nemendur síðan 1978. I niðurstöðum könnunarinnar hafa verið lagðar fyrir alla nemendur kemur fram að samræmd próf sem lögð eru fyrir nemendur eru í eðli sínu vel gerð bekkjarpróf, en að þau hafi ekki verið samin né yfír þau farið með próffræðileg viðmið f huga. „Með þessu er ekki sagt að samræmd próf hafí verið eða séu slæm próf heldur hefur verið vænst til of mik- illa upplýsinga úr niðurstöðum þeirra miðað við hvernig að samningu þeirra hefur verið staðið." Athugun prófanna sem lögð voru fyrir árið 1992 bendir til að nauðsynlegri tæknivinnu við smíði þeirra hafí ver- ið ábótavant. Matið er í þeim skiln- ingi samræmt að sömu spumingar í árgangi. Niðurstöðumar hafa hins vegar verið notaðar og um þær fjall- að, eins og að námsmatið væri próf- fræðilega staðlað. Rýrt upplýsingagildi Nýlegar rannsóknir á einkunnum nemenda benda til að prófín mæli ekki endilega það sem hingað til hefur verið talið sjálfgefíð og segir Einar að athugun á samræmdum prófum bendi til að réttmæti prófa í stærðfræði og íslensku vorið 1992 hafí verið ábótavant. „Einkunnin sex segir það eitt að nemandi hafí Ieyst 60% verkefna á prófínu,“segir Einar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.