Morgunblaðið - 12.03.1993, Síða 11

Morgunblaðið - 12.03.1993, Síða 11
xrmHmmmsmmm Björgvin Björgvinsson Björgvin Björgvinsson: „Litbrigði 1“ (1990). þyngri fyrir augað, en það kann að breytast eftir því sem listamað- urinn þróar þessi viðfangsefni frekar. Myndlist Björgvins telst varla byltingarkennd, en hér er engu að síður á ferðinni ánægjuleg sýning á vandaðri myndlist og verður áhugavert að sjá hvert hinar nýju þreifíngar eiga eftir að bera lista- manninn. Sýningin á verkum Björgvins Björgvinssonar í sýningarsalnum Portinu við Strandgötu í Hafnar- firði stendur til sunnudagsins 14. Myndlist Eiríkur Þorláksson Um þessar mundir standa tvær sýningar yfir í sýningarsalnum Portinu við Strandgötu í Hafnar- fírði. Sú stærri er sýning Björgvins Björgvinssonar myndlistarmanns, en nú er orðið nokkuð um liðið síð- an hann hefur haldið sýningu hér á landi. Eftir listnám hér heima á átt- unda áratugnum hélt Björgvin út í heim og stundaði m.a. frekara nám í London og í Belgrad. Hann hefur síðan tekið sérstöku ástfóstri við Finnland og settist þar að um tíma. Flest verkin sem Björgvin sýnir hér hefur hann unnið í Finn- landi (m.a. í gestavinnustofum Listamiðstöðvarinnar í Sveaborg) á síðustu þremur árum. Listamaðurinn er í verkum sín- um á sýningunni einkum að fást við efni, sem íöngu hefur unnið sér sess í íslenskri myndlistarsögu, en það er hið geometríska abstrakt, sem var hér ríkjandi afl í myndlist- inni á sjötta og fram á sjöunda áratuginn. Myndfletirnir eru heil- steyptir og formspilið er fremur einfalt og þægilegt fyrir augað. I ýmsum verkanna er það þó brotið upp með eins konar gluggum, sem breyta dýptarskyni verkanna og tengja þau eins konar náttúrusýn, sem þannig kemur oft fram í mik- illi einföldun sem grunnur mynd- efnisins. Heildarsvipur sýningarinnar er einkar tær. Litaval er takmarkað, og eru bláir litir áberandi sem grunnur og jafnvel birtugjafar ein- stakra mynda; með þeim þarf að- eins lítið af öðru til að myndirnar nái sér á flug, eins og sést t.d. í silkiþrykkinu „Litbrigði 1“ (nr. 4). Olíumálverkin koma þessum tær- leika einnig ágætlega til skila. Þessi stöðuga glíma við mynd- bygginguna er að sjálfsögðu meg- inverkefni flestra myndlistar- manna, en kemur sjaldan fram á jafn hreinan hátt og í geometr- íunni. í tveimur stórum verkum, „Fjarlægð" (nr. 9) og „Breytilegt" (nr.ll) hefur listamaðurinn sett ýmis innskot, þar sem hin óreglu- legri lína náttúrunnar brýtur upp strangan svip heildarinnar; þannig tekst ágætlega að tvinna saman hina geometrísku línu og náttúru- sýn. Nýjustu verk Björgvins eru í minni sal og þar getur m.a. að líta léttan leik með formin í myndinni „Flug“ (nr. 27). í öðrum verkum er listamaðurinn kominn út á nokk- uð ný svið; litfletir eru stærri og áferðin leikur vaxandi hlutverk í myndum. Þannig stráir Björgvin sandi á fletina og höggmyndir standa framan við verkin og mynda með þeim eina sjónræna heild. Þessi verk virka við fyrstu sýn Willem í hinum aðskilda sal Portsins í Hafnarfírði stendur sýning hol- lenska listamannsins Willem La- beij á þrjátíu vatnslitamyndum, sem hann vann hér á landi í upp- hafí þessa árs. Willem Labeij er fæddur í Rott- erdam og hóf listnám sitt þar, en var síðar í námi í listiðn í Eindhov- en og loks í Jan van Eyck-aka- demíunni í Maastricht 1972-75, en þar hafa ýmsir íslenskir lista- menn verið við nám. Hann hefur dvalið hér á landi undanfarin þrjú ár og m.a. haldið sýningar t Stykk- ishólmi og á Siglufírði, en síðasta sýningin var í Gallerí G 15 t Reykjavík fyrir rúmum mánuði. Labeij Myndirnar á sýningunni hér eru allar í sömu stærð og án titils og settar upp á sama hátt í rýminu. Þetta eru óhlutbundnar vatnslita- myndir, sem hafa kviknað af reynslu listamannsins af íslenskri náttúru, eins og hann segir frá t' lítilli sýningarskrá; sú sýn kemst þó fremur óljóst til skila í myndun- um sjálfum. Svipur verkanna helgast nokkuð af árstímanum; það er ákveðinn drungi yftr þessum smáu myndum, sem jafnvel litir gróðurs og birtu ná ekki að lyfta. Hér kann sýning- arstaðurinn að hafa nokkuð að segja, en myndimar krefjast ná- lægðar, sem ekki er hægt að upp- lifa hér. Einnig er öll myndbygging fremur þétt í fletinum og fátt um fínlega drætti eða hreina liti, þann- ig að þar er engin hvíld fyrir aug- að. Það er helst í einfaldari mynd- um, eins og t.d. nr. 8, sem mynd- málið verður læsilegt. Eflaust ræð- ur einnig nokkru hér, að vatnslitir eru afar vandmeðfarinn miðill í slíkum verkum. Þessi sýning hefði væntanlega tekist betur í minna sýningarrými og færri og betur valin verk hefðu að sama skapi eflt þá reynslu af náttúrunni, sem listamaðurinn er að leitast við að koma til skila. Hér gengur dæmið ekki upp eins og stefnt er að. Sýningu Willem Labeij í sýning- arsalnum Portinu lýkur sunnudag- inn 14. mars. Norræna húsið Færeyskir dag- ar 6.- 14. mars FÖSTUDAGUR 12. MARS Kl. 12.30: Sýning á heimildar- myndunum Færeyjar og Þórshöfn eftir Klaus Kicsewetter. Kl. 14.00: Ferðaráð Þórshafnar og Vestnorræna ferðanefndin bjóða starsfólki ferðaskrifstofa og öðrum sem hafa með ferðamál að gera til ferðakynningar. Kl. 19.00: Heðin Samuelsen, formaður Ferðaráðs Færeyja, heldur fyrirlesturinn: Að upplifa Færeyjar og færeyska náttúru. Kl. 20.30: Tónleikar vísna- söngvarans Kára P. Aðgangur er ókeypis. ------♦ ♦ ♦---- Tónleikar í Víðistaða- kirkju Á MORGUN, laugardaginn 13. mars, kl. 16.00, leika Lúðrasveit Hafnarfjarðar, undir stjórn Stefáns Ómars Jakobssonar, og Lúðrasveit Akureyrar, undir sljórn Atla Guðlaugssonar, á tónleikum í Víðistaðakirkju. Lúðrasveit Hafnafjarðar leikur m.a. verk eftir Sam Rydberg, G. Bassman, Adolf Vancura, Tomaso Albinoni, George Gershwin, Franc Ericson, J. Gade, en Lúðraveit Akureyrar verk eftir J.S. Bach, César Franck, Calvin Custer, Árna Gunnlaugsson og Vilhjálm Guð- jónsson. Saman munu sveitirnar leika Syrpu úr verkum Giuseppes Verdis, Trianon eftir Serge Lancen og Gibraltar-mars eftir Patric Wil- son. ■ ■ ■ Ensk leikgerð á verki / A Moliére v (/ jfl Leikarar: / Ari Matthíasson, Edda Heiðrún Backman, Ellert A. Ingimundarson, Guðmundur , Ólafsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Helga f Braga lónsdóttir, Ingrid (ónsdóttir, Pétur Einarsson, Sigurður Karlsson, Steinn Ármann Magnússon og Þröstur Leó 4» Gunnarsson. Þýðandi: Pétur Gunnarsson Leikmynd: Stígur Steinþórsson Búningar: Þórunn Sveinsdóttir Tónlist: Ríkarður Örn Pálsson Hreyfimyndir: Inga Lisa Middleton Lýsing: Ögmundur Þór lóhannesson Aðst.maður leikstjóra: Hafliði Arngrímsson Leikstjóri: Þór Tulinius FRUMSYNING I KVÖLD kl. 20, uppselt 2. sýning sunnudag 14. mars, grá kort gilda, uppselt. 3. sýning fimmtudag 18. mars, rauð kort gilda fáein sæti laus. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHÚSIÐ Sími 680 680 -_______________________>íi Operusmiðj- an hlaut 2,3 millj. króna Menntamálaráðuneytið hefur, samkvæmt tillögu leiklistarráðs, veitt eftirtöldum atvinnuleikhóp- um styrki til leiklistarstarfsemi á árinu 1993. 1) Óperusmiðjan, til að vinna að uppsetningu á „Parcifal" eftir Wagner, kr. 2.300.000, 2) Svölu- leikhúsið, til uppsetningar á „Jörfa- gleði“ eftir Auði Bjarnadóttur og Hákon Leifsson, kr. 2.200.000, 3) íslenska leikhúsið, til uppsetingar á „Býr íslendingur hér“ eftir Garðar Sverrisson í leikgerð Þórarins Ey- ijörðs, kr. 1.700.000, 4) Augnablik, til að vinna barnaleikritið „Júlía og mánafólkið" eftir Friðrik Erlingsson og Karl Aspelund, kr. 1.100.000, 5) Alþýðuleikhúsið, til starfsemi, kr. 500.000. Menntamálaráðuneytið mun gera starfssamning til tveggja ára við leikhúsið Frú Emilíu. 28 leikhópar sóttu um verkefna- framlög, níu hópar sóttu um starfs- samning. Til úthlutunar voru kr. 12.000.000. (Fréttatilkynning) Toyota Corolla XL 1600 liftback 16-V ’92, rauður, 5 g.t ek. aðeins 20 þ. V. 1.030 þ. Sk. ód. Toyota Corolla XL '91, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 34 þ. Vökvast., central o.fl. V. 790 þ. Sk. ód. ' ■......' wm Bílamarkaöunnn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. J Kopavogi, sími ♦Wl B71800 ^ Range Rover 4 dyra ’85, hvítur, 5 g., ek. aðeins 86 þ. V. 1.150 þ. Sk. ódýrari. Ford Bronco Eddie Bauer ’87, blár, 5 g., ek. 52 þ. mílur. Álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. Toppeintak. V. 1090 b. Sk. ód. Daihatsu Charade GTTI Turbo ’88, svart- ur, 5 g. ek. 73 þ., álfelgur o.fl. V. 490 þ. stgr. Subaru 1800i GL station '87, blásans., sjálfsk., ek. 110 þ. Rafm. í rúðum o.fl. Gott eintak. V. 690 þ. stgr. Jeep Cherokee 2,5 L ’85, blár (tvílitur), sjálfsk., ek. 82 þ. mílur. V. 890 þ. Skipti. Góð vaxtalaus lán. Daihatsu Charade TX '91, 5 .g., ek. 19 þ. V. 630 þ. MMC Galant GLSi Super Saloon ’91, sjálfsk. m/öllu, ek. 31 þ. V. 1.400 þús. Sk. ód. MMC Lancer GLX '88, sjálfsk., ek. 68 þ. Rafm. í rúðum o.fl. Fallegurbfll. V. 550 þ. Peugout 309 GL Profile ’91,5 dyra, rauð- ur, 5 g., Gott ástand. V. 595 þ. stgr. Ford Bronco 8 cyl. (302) ’74, sjálfsk., mikið endurnýjaður. Gott ástand. V. 480 þ. Góð lán. MMC Lancer GLXi hlaðbakur ’92, sjálfsk., ek. 13 þ. V. 1080 þ. Seat ibiza 1200 '86, 3 dyra, 5 g., ek. 75 þ. Gott eintak. V. 160 þ. stgr. Nissan Sunny SLX ’92, 3 dyra, 5 g., ek. 10 þ. V. 870 þ. stgr. MMC Colt GLX '90, hvitur, 5 g., ek. 37 þ. Sem nýr. V. 780 þ. Toyota Corolla XL Liftback '88, 5 g., ek. 70 þ. V. 650 þ. stgr. Honda Civic DX '91,5 g. ek. 15 þ. V. 780 þ. stgr. Opið sunnudaga kl. 14-16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.