Morgunblaðið - 12.03.1993, Síða 22

Morgunblaðið - 12.03.1993, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 Atviimulausum fækkaði lítið í síðasta mánuði SKRAÐIR atvinnuleysisdagar í febrúarmánuði samsvara því að um 6.200 manns hafi að meðtaltali verið atvinnulaus- ir í mánuðinum. Er það 120 færra en í janúarmánuði en 2.700 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Atvinnuleysi hefur ávallt minnkað mikið í febrúar miðað við janúar en sú þróun er öðruvísi nú því atvinnuleysi minnkar ekki að marki í mánuðinum. Alls voru skráðir 134 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu í febrúar, 73 þúsund hjá körlum og tæpir 61 þúsund hjá konum. Samsvarar þetta því að 3400 karl- ar og 2800 konur hafi verið án lega langverst á Suðumesjum þrátt fyrir minnkun í febrúar. Minnkaði atvinnuleysi í öllum plássum Suðumesja nema í Kefla- vík og Vogum. Atvinnuleysi í des. til feb. 1993 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli. Á höfuðborgarsvæðinu standa 3.221 atvinnulausir á bak við töluna 4,4% í febrúar og fjölgaði um 256 frá því í ján. Alls voru 6.174 atvinnu- lausir á landinu öllu í febrúar og hefur fækkað um 123 fráþvífjan. 6,4% 6;5% 5,7% LANDIÐ AU.T 5,0 5,0% D J F D J F D J F vinnu í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda tæplega 5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði og skiþ- ist þannig að atvinnuleysi meðal kvenna er 5,4% og 4,6% hjá körl- um. Hugcið að húsakaupum fyrir sendiráðið í London Endumýjun lóðarleigusamnings sendiráðsins í 52 ár kostar um 63 millj. kr, BRESKA ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp á breska þinginu um breytingar á eignarlögum sem felur í sér að eigendur lóðarleigusamn- inga í Bretlandi sem eru til lengri tíma en 20 ára, öðlast sjálfkrafa rétt til að kaupa viðkomandi eignir í stað þess að framlengja samningana. Ef af lögum verðiu- hafa þau áhrif á húsnæði íslenska sendiráðsins í Lundúnum en það er í tveimur byggingum í hverfum sem eru í eigu hertogans af Westminster. Bolungarvík hækkar Vestfirði Eins og áður er mesta atvinnu- leysið meðal kvenna á Suðumesj- um, 12,2%, en minnst hjá körlum á Vestfjörðum, 1,9%. Atvinnuleys- ið á höfuðborgarsvæðinu er 4,4% en 5,7% á landsbyggðinni. Þróunin er sú í megindráttum að atvinnu- leysið á höfuðborgarsvæðinu fer vaxandi en úr atvinnuleysi dregur að sama skapi á landsbyggðinni. Atvinnuleysi minnkaði verulega í febrúar í öllum byggðarlögum Vestfjarða nema Bolungarvík. Aukningin í Bolungarvík gerði bet- ur en að vega upp minnkun at- vinnuleysis á hinum stöðunum. Þess vegna koma Vestfirðir í Heild út með aukið atvinnuleysi og er það eina landsbyggðarkjördæmið þar sem atvinnuleysi minnkar ekki. Atvinnuástandið er þrátt fyrir þetta jafn best á Vestfjörðum. Atvinnuleysið er enn hlutfalls- Kannað verður hvort borgi sig fyr- ir íslensku utanríkisþjónustuna að nýta sér rétt til að kaupa viðkomandi eignir ef frumvarpið verður að lögum eða hvort keypt verður nýtt húsnæði fyrir sendiráðið að sögn Bjama Vest- mann, upplýsingafulltrúa utanríkis- ráðuneytisins. Hefur íslenski sendi- herrann þegar hugað að möguleika á slíkum kaupum. Endumýjun lóðar- leigusamningsins við hertogann, sem myndi gilda í 52 ár, er talinn kosta um 63 millj. króna. Byggingar íslenska sendiráðsins vom keyptar árið 1962 á lóðarleigu- kjöram sem veitir dvalarrétt í bygg- ingunum í ákveðinn árafjölda. Lóðar- leigusamningur sendiherrabústaðar- ins, sem er í hverfinu Mayfair, renn- ur út árið 2003 og lóðarleigusamning- ur skrifstofu sendiráðsins, sem er í hverfínu Belgravia, rennur út árið 2005. Stærsti landeigandi i þessum hverfum, sem eru meðal þeirra dýr- ustu í Lundúnum, er hertoginn af Westminster, Gerald Cavendish Gros- venor. Hertoginn sagði sig úr íhalds- flokknum vegna andstöðu við við þá eignaupptöku sem hann telur að framvarpið feli í sér. Dýrt húsnæði Helgi Ágústsson, sendiherra í Lundúnum, sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði kannað fyrir tveimur árum hvað það myndi kosta að endumýja lóðarleigusamninginn um 52 ár og hafí sú upphæð numið 670 þúsund pundum, sem jafngildir um 63 milljónum ísl. króna. Núverandi hús sendiráðsins voru keypt árið 1962 en Helgi sagði að á síðasta ári hefði hann farið að huga að kaupum á nýju húsnæði fyrir sendiráðið á eignarlóð en engin ákvörðun hefði þó enn verið tekin um kaup. Sagði Helgi að allt húsnæði væri dýrt í Lundúnum en fyrirhuguð væri lagning jámbrautarlínu hjá sendiherrabústaðnum. Helgi sagðist ekki hafa lesið um- rætt framvarp en hefði vitað um undirbúning þess í nokkurn tíma og sagði nokkuð ljóst að íslenska sendi- ráðið félli undir lögin. Sagði hann að búist væri við að framvarpið verði samþykkt á þessu ári, þrátt fyrir andstöðu innan íhaldsflokksins en þingmenn Verkamannaflokksins styðja frumvarpið. > ) | ) I AÐALFUNDUR Olíuverzlunar Islands hf. Aðalfundur Olíuverzlunar íslands hf. fyrir rekstraráríð 1992, verður haldinn í Víkingasal Hótels Loftleiða, föstudaginn 26. marsnk. kl. 16:00. Dagskrá skv. 13. gr. samþykkta félagsins. Ársreikningur félagsins oggögn vegna fundar munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu félagsins að Héðinsgötu 10, Reykjavík, 7 dögum fyrir fundinn. Stjórn Olíuverzlunar íslands hf. AF INNLENDUM VETTVANGI RAGNHILDUR SVERRISDÓTTIR Hugmynd um hærri sjálfræðisaldur Urræði vegna af- brotaunglinga eða skerðing á frelsi? HÉR Á landi eru lög með þeim sérstaka hætti, að fólk verður sjálfráða áður en það verður fjárráða og segja fróðir menn að dæmi um slíkt ósamræmi sé vart að finna hjá öðrum þjóð- um. Hugmyndir hafa komið upp um að færa sjálfræðisaldurinn úr 16 árum í 18. Fréttir síðustu daga um málefni nokkurra afbrotaunglinga hafa endurvakið þá umræðu og bent er á að með slíkri breytingu verði heimilt að vista unglinga 16 ára og eldri á sérstakri meðferðardeild. Hins vegar væri með því verið að svipta þúsundir annarra unglinga frelsi til þess að ráða dvalarstað sínum. Unglingar 16 og 17 ára gamlir eru nú 8.382, samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands. Sjálfræði merkir að maður ráði einn öðru en fé sínu, nema sjálfsafla- fé og gjafafé, ef lög mæla ekki sér- staklega fyrir á annan veg. í sjálf- ræði felst því fyrst og fremst að maður ræður persónulegum högum sínum, til dæmis dvalarstað og vinnu, en fram að 16 ára aldri ráða foreldrar, eða aðrir sem hafa forsjá barns, persónulegum högum þess. Við 18 ára aldurinn bætist fjárræði við sjálfræði og þar með er maðurinn orðinn lögráða. Lögræðislög endurskoðuð Dómsmálaráðuneytið er nú að endurskoða lögræðislögin og hefur hugmyndin um hækkun sjálfræðis- aldurs skotið upp kollinum, enda helst sjálfræði og ijárræði yfírleitt í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.