Morgunblaðið - 12.03.1993, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.03.1993, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 Dómsmálaráðherra svarar fyrírspurn Hjálmars Jónssonar Mannanafnalög endurskoðuð Mannanafnanefnd hefur sagt af sér DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur tekið ákvörðun um að Iög um manna- nöfn sem samþykkt voru í mars 1991 verði endurskoðuð vegna gagn- rýni sem fram hafði komið. Dómsmálaráðherra greindi frá því að mannanafnanefnd hefði sagt af sér. Sr. Hjálmar Jónsson (S-Nv) segir fólk ekki skilja suma úrskurði nefndarinnar og sætta sig illa við þá. í fyrirspurnatíma í gær innti Hjálmar Jónsson dómsmálaráð- herra eftir því hvort hann hygðist beita sér fyrir endurskoðun laga um mannanöfn í ljósi þeirrar reynslu sem af þeim væri fengin? Fyrirspyijandi sagði að nafnið væri fyrsta stóra gjöfín sem við gæfum bömunum okkar og mikil- vægt væri að vanda valið vel. Nafn- ið væri hluti af manninum, einkenni sem hann bæri alla ævina. Nú hefðu lög um mannanöfn verið samþykkt árið 1991 og væri nokkur reynsla komin á þau. Hjálmar vitnaði til gild- andi mannanafnalaga: „Eiginnafn skal vera íslenskt eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Það má ekki bijóta í bága við íslenskt málkerfí." Hjálmar sagði að um gæslu þessa hefði mannanafnanefnd úrskurðar- vald. En 5. gr. þessara laga ákveður að sé nafn ekki á mannanafnaskrá skuli málið borið undir mannanafna- nefnd. Ræðumanni var fulljóst að í þess- "ífcum efnum væru álitamálin mörg og erfíð. Hann benti t.d. á að manns- nafnið „Jón“ bryti í bága við íslenskt málkerfi. Eftir ströngum reglum ætti það að vera „Jónn“ eins og „Bijánn" og „Sveinn“. Svona langt væri að vísu ekki gengið í því að framfylgja lagabókstafnum. En hinu væri ekki að leyna að álitamál hefðu hlaðist upp að undanfömu. Fólk skildi ekki suma úrskurði nefndar- innar og sætti sig illa við þá. Þar væm prestar ekki undanskildir. Sr. __Hjálmar vildi þó taka skýrt fram að *hann talaði hér ekki beint fyrir hönd prestastéttarinnar. Hjálmar sagði nefndina hafa hafn- að sumum endingarlausum nöfnum, s.s. „Ásberg“, „Valberg“, „Svan- berg“. Með sömu rökum mætti hafna nöfnum eins og „Ármann“, „Krist- mann“ og „Guðmann“. Hjálmar upp- lýsti þingmenn um að meðal þeirra nafna sem nefndin hefði bannað væri nafnið „Haukdal". Mannanafnanefnd sagt af sér Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði hér vera hreyft við vand- meðfömu máli. Ráðherra hugði al- menna samstöðu vera meðal þjóðar- innar að varðveita islensk nöfn og ~5þær hefðir sem myndast hefðu. Sú löggjöf sem síðast hefði verið sett miðaði að því að fylgja þessari stefnu fram. En hinu væri ekki að leyna að talsverðrar óánægju hefði gætt með framkvæmd laganna, hefðu dómsmálaráðuneytinu borist mjög margar kvartanir af þessum sökum. Honum væri og kunnugt um að málum hefði verið skotið til umboðs- manns Alþingis. Dómsmálaráðherra greindi frá þeim tíðindum nýjustum að manna- nafnanefnd hefði sagt af sér. Tæki sú afsögn gildi 15. mars næstkom- andi. Það kæmi fram í bréfi nefndar- innar til ráðuneytisins að ástæða afsagnarinnar væri fyrst og fremst óánægja með þá starfsaðstöðu sem nefndin teldi að sér væri búin. Dóms- málaráðherra sagði að nefndin fengi til að sinna sínum verkum á flárlög- um 400 þúsund krónur auk þess sem ráðuneytið byði fram alla venjulega skrifstofu- og ritaraaðstöðu. Frumvarp það sem umhverfísráð- herra mælti fyrir í gær gerir ráð fyrir því að reglugerðarheimild ráð- herra sem er að fínna í 3. grein lag- anna um hollustuhætti og heilbrigði- seftirlit verði breytt nokkuð. Gerð skýrari og víðtækari. Eiður Guðna- son umhverfisráðherra gerði grein fyrir því að í tuttugasta viðauka samningsins um EES væru sérstök ákvæði um ráðstafanir til að girða fyrir umhverfísspjöll og væri þar lögð áhersla á úrbætur þar sem tjón ætti upphaf sitt og að bótaskylda væri lögð á þann sem mengun ylli. í við- aukanum væru fjölmargar tilskipanir sem vörðuðu mengunarmál, meng- unarvamir, viðmiðunarmörk, fram- kvæmd eftirlits og endurskoðun starfsleyfa. Umhverfísráðherra sagði nauð- synlegt að laga íslenska mengunar- Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði að af þessu tilefni og vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefði komið, hefði ráðuneytið tekið ákvörðun um að láta endurskoða lög- in með tilliti til þeirrar reynslu sem komin væri. Ráðherra sagði að í bréf- um til tilnefningaraðila í manna- nafnanefnd hefði verið greint frá þessari ákvörðun, þessi bréf hefðu verið send viðkomandi háskóladeild- um 5. þessa mánaðar. En í 17. grein laganna er kveðið á um að ráðherra skipi 3 aðalmenn og 3 varamenn í mannanafnanefnd til fjögurra ár í senn eftir tilnefningu heimspeki- deildar og lagadeildar Háskóla ís- lands. Nafn fyrir guði en ekki mönnum? Svavar Gestsson (Ab-Rv) sagði mikilvægt að framkvæma manna- nafnalögin þannig að samstaða yrði um þau. Það væri mikilvægt að mannanafnanefnd tæki tillit til þess sem viðgengist hefði. En honum var vamarlöggjöf að efni þessara tilskip- ana og þætti eðlilegt að útfæra ákvæði þar að lútandi í mengunar- vamarreglugerð. Ráðherra sagði að eins og núgildandi lög um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit væm orð- uð væri reglugerðarneimildin að sumu leyti of takmörkuð fyrir þá þætti sem kveða þyrfti á um í reglu- gerðinni vegna gildistöku EES. Að endingu lagði framsögumaður til að þessu máli yrði vísað til umhverfís- málanefndar. Umhverfisgæði ekki ókeypis Þrír þingmenn tóku til máls um frumvarp umhverfísráðherrans. Þeir tóku allir undir það viðhorf að úr- bóta væri þörf í umhverfis- og meng- unarmálum og við hlytum að vilja ganga frá þeim málum svo viðun- andi væri og við gætum skammlaust það harmsefni að aðstöðuleysi skyldi hafa orðið til þess að nefndin hefði sagt af sér og væri það stóralvarlegt mál. Ingibjörg Pálmadóttir (F-Vl) sagði yfírlýsingu dómsmálaráðherra um endurskoðun laganna vera mjög mikilvæga. Hún vildi spyija dóms- málaráðherra um það í hvaða stöðu foreldrar væru sem hefðu skírt bam sitt t.d. nafninu „Svanberg“ og það nafn verið skráð í kirkjubækur. En Hagstofan neitaði að skrá nafnið því það væri ekki löglegt. Foreldrar væru að vonum tregir til að breyta eða afturkalla nafnagjöf sem hefði verið skráð í kirkjubækur. Geir H. Haarde (S-Rv) minnti á að þegar þessi lög voru sett hefðu margir þingmenn látið í ljós ugg um hvemig framkvæmd þessara mála yrði háttað. Nú væri komið á daginn að þessi ótti hefði verið á rökum reistur. Það hefði verið mikilvægt að túlka þessi lög af víðsýni en ekki þröngsýni. Geir sagðist geta nefnt fleiri dæmi heldur en það sem Ingi- horft framan í aðrar þjóðir. Hjörleif- ur Guttormsson (Áb-Al) sagði að sjálfsagt væri að lögfesta þau ákvæði sem gerð væri tillaga um, að yfirveg- uðu og óháðu mati. Það mátti skilja að þótt ýmis ákvæði í tuttugasta við- auka EES-samningsins væru honum ekki óskapfelld, væri hans skoðun sú að íslendingar ættu að setja nú- tímalöggjöf um þessi efni óháð af- drifum EES. Hann varð einnig að greina frá efasemdum sínum um að nægilega vel væri búið að þeim aðil- um og stofnunum sem ættu að fram- fylgja mengunarvörnum. Guðmundur Bjarnason (F-Ne) saknaði þess að umhverfísráðherra hefði I framsöguræðu sinni ekki rætt þann kostnað sem hlytist af mengun- arvamarreglugerðinni. Það yrði að líta til þess hvað væri framkvæman: legt og innan hvaða tímamarka. í viðauka EES væri á nokkrum stöðum talað um 1. janúar 1995. Og í tilskip- un EB varðandi hreinsun skólps frá þéttbýli væru tímafrestir á árunum 2000 og 2005. Guðmundur benti á að í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneyt- is kæmi fram að kostnaður fyrir- tækja og sveitarfélaga sem gert væri að hlíta reglunum yrði veruleg- ur. Hann vildi spyija ráðherra hvort það hefði verið athugað hvort ríkið gæti með einhveijum hætti komið til móts við þessa aðila, t.d. aðstoðað til þess að útvega fjármagn. Hann taldi t.d. ólíklegt að það yrði auðvelt fyrir fiskvinnslufyrirtækin að taka á sig byrðar. Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) kvaðst í sjálfu sér vera sammála efni og tilgangi frumvarpsins. Hún fagn- aði fjölmörgum atriðum, s.s. um áhættumat og eftirlit. En hún varð að benda á að Islendingar ættu sjálf- ir að ráða hraðanum við nauðsynleg- ar úrbætur og ákveða forgangsröð- ina. Því miður væri það svo að við yrðum nú að búa við töluverða erfíð- leika, ekki bara í ríkisíjármálurn heldur ekki síður hjá sveitarfélögum og atvinnufyrirtækjum. Vissulega væri hér um atvinnuskapandi fram- kvæmdir að ræða en það yrði ekki framhjá því litið að þær kostuðu peninga. 6-7 milljarðar hefðu heyrst nefndir vegna umbóta í fráveitumál- um. Óhjákvæmilegt óháð EES Eiður Guðnason umhverfísráð- herra þakkaði fyrri ræðumönnum fyrir þau jákvæðu orð sem þeir hefðu látið falla um frumvarpið. Umhverf- isráðherra sagði það eðlilegt að menn ræddu um kostnað í þessari umræðu björg Pálmadóttir hefði tilgreint. Nöfn sem ekki fengjust skráð hjá Hagstofunni þar sem mannanafna- nefnd teldi nöfnin ekki íslensk, jafn- vel þó að slík nöfn hefðu verið notuð áratugum eða öldum saman. „Þetta gengur auðvitað ekki og þessu verð- ur að breyta, annaðhvort með því að knýja fram rýmri túlkun á vegum mannanafnanefndar eða einfaldlega endurskoða og breyta lögunum.“ Mildi og umburðarlyndi Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra þakkaði fyrirspyijanda og öðr- um þingmönnum fyrir þessa um- ræðu. Hann tók undir orð Svavars Gestssonar að mikilvægt væri að um þessi efni skapaðist samstaða og gildandi löggjöf og framkvæmd hennar leiddi ekki til ósættis í þjóðfé- laginu. Dómsmálaráðherra sagðist hyggja að sá ágreiningur sem nú væri uppi um framkvæmd laganna stafaði ekki af aðstöðuleysi manna- nafnanefndar. Þar kæmu aðrir hlutir til og þess vegna væri óhjákvæmilegt að endurskoða lögin í ljósi þeirrar reynslu sem væri fengin. Og í þeim tilgangi að skapa meiri sátt um fram- kvæmdina. Það þyrfti ekki að deila um meginmarkmiðið en í fram- kvæmd laganna hefðu komið upp svo mörg álitaefni að undan því yrði ekki vikist að hefja endurskoðun. en hann gæti í þessu sambandi bent á að kostnaður sá sem mönnum væri svo tíðrædd um væri ekki nema að litlu leyti vegna ákvæða EES- samningsins. Vegna frárennslismála væri svo metið að ný ákvæði í meng- unarreglugerð vegna tilskipana EB/ESS myndu gera sveitarfélögun- um skylt að endurbæta fráveitukerfi sín fyrir allt að 1,9 milljarða króna fram til ársins 2005, umfram þær kröfur sem fælust í gildandi reglu- gerð. Umhverfisráðherra lagði áherslu á að hér væri um að ræða framkvæmd- ir sem hvort eð er þyrfti að ráðast í og sumar þeirra væru nú þegar komnar á framkvæmdastig. Hann benti og á að íslendingar væru mat- vælaframleiðsluþjóð og yrðu að gera strangar kröfur ef þeir ætluðu sér að selja hreina og ómengaða gæða- vöru. Ráðherrann dró enga dul á að mjög erfitt væri að meta kostnað fyrirtækja, en reynslan sýndi, t<d. hjá fískvinnslufyrirtækjum, að þar hefðu bættar mengunarvamir leitt til betri nýtingar á hráefni, og fjár- festingin því ekki bara skilað betra umhverfí heldur líka peningum. Umhverfísráðherra vildi svara Guðmundi Bjamasyni nokkru um það hvort koma ætti til móts við sveitar- félögin eða aðstoða þau með ein- hveijum hætti við úrbætur í frá- rennslismálum og mengunarvörnum. Hann sagði að samkvæmt verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga væru þessi mál tvímælalaust verkefni sveitarfélaganna. Það gæti auðvitað komið til álita að ríkið kæmi með einhverjum hætti að þessum málum. En það yrði þá að vera í tengslum við endurskoðun á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Umhverfisráð- herra vildi og benda á að sveitarfé- lögin réðu yfír mjög sterkri lána- stofnun sem væri Lánasjóður sveitar- félaga. E.t.v. þyrfti að breyta eitt- hvað lögum og reglum til að sá sjóð- ur gæti sinnt verkefnum af þessu tagi en það ætti ekki að standa mjög í mönnum. Ræðumaður benti líka á að Iðnlánasjóður hefði tekið upp sér- stakan lánaflokk til umhverfísmála. Einnig væri hægt að nefna að Nor- ræni fjárfestingarbankinn veitti lán með góðum kjörum til umbóta í umhverfísmálum. Eiður Guðnason umhverfisráðherra ítrekaði það sem fyrr hafði heyrst í þessari umræðu. Hér væri um að ræða mjög atvinnu- skapandi umbótaverkefni sem óhjá- kvæmilegt væri að framkvæma. í gær var frumvarpinu vísað til umhverfisnefndar með 35 samhljóða atkvæðum. jL- M- CÍ7 Skilafrestur rennur út J Miy fý^/ S Wís ./>,/ — I/_ TTl-7T Skattframtal einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur: þann 15. mars Síðasti skiladagur skattframtals einstaklinga sem höfðu með höndum sjálfstæðan atvinnurekstur á árinu 1992 er 15. mars. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI . K \ v/ 'iJ,/ \ i ?L\ \ 'J. ^V'aV -o. Óhjákvæmileg og kostnaðarsöm umbótaverkefni í umhverfismálum Eiður Guðnason umhverfisráðherra vill sterkari mengunarvarnarákvæði EIÐUR Guðnason umhverfisráðherra mælti í fyrradag fyrir frumvarpi „um breytingu á lögum nr. 81. 3. ágúst, um hollustuhætti og heilbrigði- seftirlit, ásamt síðari breytingum, vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið". Þingmenn stjórnarandstöðu töldu flest eða margt jákvætt í frumvarpinu en bentu á að mengunarvamir kostuðu gífurleg- ar fjárhæðir. Umhverfisráðherra segir að sá kostnaður sé óhjákvæmi- legur og ekki hægt að rekja hann nema að hluta til samningsins um EES.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.