Morgunblaðið - 12.03.1993, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993
39
I
I
I
Ráðstefna
um heil-
brigðismál
NÚ UM nokkurt skeið hefur hér
á landi verið talsverð umræða
um heilbrigðismál í kjölfar breyt-
inga á skipan þeirra mála, sem
einkum má rekja til efnahagsað-
gerða ríkisstjórnarinnar. Fjöl-
mörg atriði innan þessa viða-
mikla málaflokks hafa verið efst
á baugi í þeirri umræðu. Má þar
nefna niðurskurð í starfsemi
sjúkrahúsa, tilvísunarkerfi, lyf-
sölumál o.fl.
Af þessu tilefni hafa tvö áhugafé-
lög á sviði heilbrigðismála, Félag
um heilbrigðislöggjöf og Félag um
heilsuhagfræði, ákveðið að efna til
sameiginlegs fundar laugardaginn
13. mars nk. í Borgartúni 6 (gömlu
Rúgbrauðsgerðinni) klukkan 9.30.
Efni fundarins er framtiðarstefnan
í heilbrigðismálum — siðfræðileg
og hagfræðileg álitamál.
Málshefjendur verða Sighvatur
Björgvinsson, heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra, og Örn Bjarna-
son læknir. Að framsöguerindunum
loknum verða almennar umræður.
Einnig munu málshefjendur svara
fyrirspurnum. Ráðgert er að fund-
inum ljúki um klukkan 12.30. Fund-
urinn er opinn öllu áhugafólki um
heilbrigðismál. (Fréttatilkynning)
nokkrum mánuðum. Hann barðist
við sjúkdóm sinn af hugrekki og var
heima eins lengi og þrekið leyfði
enda í góðum höndum dætra sinna
og sambýliskonu.
Fjölskylda mín minnist ánægju-
stundanna og þétta handtaksins. Við
sendum Kristínu, dætrum, föður,
systur og öðrum ástvinum sem eiga
um sárt að binda, innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðrún Kristinsdóttir
og fjölskylda.
Það var haustið 1986 að sam-
skipti okkar félaganna og Bjarts
hófust, þegar hann réðst til Fjarðar-
móta, og hefur hann óslitið síðan
verið múrarameistari og steypuverk-
stjóri hjá fyrirtækinu.
Áður höfðum við margir um nokk-
ur ár þekkt og séð til verka Bjarts,
enda allir unnið meira og minna á
sömu vinnusvæðum. Bjartur var
góður samstarfsmaður, en umfram
allt mjög góður félagi. Bjartur var
alltaf með og tók þátt í leik og starfí
af heilum hug. Minnumst við margra
góðra stunda, m.a. ferðar okkar til
Amsterdam haustið ’89 þar, sem og
alls staðar annars staðar, var Bjart-
ur hrókur alls fagnaðar.
Síðasta árið var Bjarti erfitt vegna
veikinda en hann bar þau af því
umburðarlyndi og léttleika er ein-
kenndu öll hans störf. Bjartur heim-
sótti okkur í veikindum sínum á
vinnustaðina reglulega, eins og
kraftar leyfðu.
Með þessum orðum viljum við fé-
lagarnir minnast góðs drengs og
félaga um leið og við vottum Krist-
ínu, sambýliskonu hans, og dætrum
samúð okkar.
Samstarfsmenn,
Fjarðarmótum hf.
■ NICE
Stærð: 175x100 x 80
Útdreginn: 130 x 195
Verö: 57.500 kr.
Minning
Guðbjartur Benedikts■
son múrarameistari
Fæddur 8. ágúst 1938
Dáinn 7. mars 1993
Við félagarnir í Lionsklúbb Hafn-
arfjarðar höfum misst traustan og
góðan félaga, við fráfall Guðbjarts
Benediktssonar.
Guðbjartur gekk til liðs við Lions-
klúbb Hafnarfjarðar í febrúar 1990,
en hann hafði áður verið félagi í
Lionsklúbbnum á Húsavík. Guð-
bjartur varð strax mjög virkur félagi
og naut trausts og virðingar okkar
félaganna.
Þó að hann næði ekki að starfa
lengi meðal okkar, má nefna, að
þetta starfsárið var Guðbjartur í
forystu fyrir þeirri nefnd sem sér
um annað aðal fjáröflunarverkefni
klúbbsins. Til marks um áhuga hans
á málefninu, þá stjórnaði hann þessu
verkefni til að byrja með í gegnum
síma, heiman að frá sér. eftir að ljóst
var að hann var orðinn sjúkur.
Er við kveðjum Guðbjart er okkur
efst í huga þakklæti fyrir að hafa
notið þess að ganga með honum
götuna fram um veg. Við sendum
fjölskyldu hans og ættingjum öllum
hugheilar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Lionsklúbbs
Ilafnarfjarðar,
Ellert Eggertson formaður.
fram á síðustu stundu, meðan heils-
an leyfði. Systkini Bjarts eru Ragn-
heiður, gift Högna Guðjónssyni, bú-
sett í Keflavík, og Siguijón sem fórst
með síldveiðibátnum Eddu frá Hafn-
arfirði aðeins 17 ára gamall.
Bjartur giftist ungur Jónínu Arnd-
al og eignuðust þau þijár dætur,
Guðrúnu, Lilju og Vigdísi og barna-
börnin eru sex. Bjartur og Jónína
slitu samvistir og síðustu árin bjó
hann með Kristínu Árnadóttur í
Brekkubyggð 5, Garðabæ.
Bjartur veiktist af illkynja sjúk-
dómi sem leiddi hann til dauða á
Mig langar að minnast míns kæra
frænda og vinar Guðbjarts Bene-
diktssonar og þakka honum fyrir þá
góðvild og tryggð sem hann sýndi
mér og foreldrum mínum alla tíð.
Hjá þeim dvaldi hann á sumrin sem
lítill drengur. Upp frá því heimsótti
hann gömlu hjónin svo oft sem hann
gat, bæði sem unglingur og síðar
með alla fjölskyldu sína.
Hann var sérstakt prúðmenni og
vildi öltum gera gott. Hann var
skemmtilegur heim að sækja og
minnumst við bæði ferðalaga og
heimsókna á hans heimili. Hann var
laginn við hvað eina sem hann tók
sér fyrir hendur og nutu margir
handlagni hans og hjálpsemi.
Bjartur, eins og hann var nefndur
af kunnugum, var sonur Guðrúnar
Eyjólfsdóttur sem er látin og Bene-
dikts Viggós Jónssonar, Vesturbraut
7, Hafnarfirði, og þar ólst hann
upp. Benedikt Viggó býr nú á Sól-
vangi í Hafnarfirði. Fullorðnum for-
eldrum sínum sýndi hann mikla
tryggð og passaði að vitja þeirra
reglulega eða láta í sér heyra alveg
LYSTADÚN-SNÆLANO hf
Skútuvogi 11 • 124 Reykjavík • Sími 814655 / 685588
Sendum í póstkröfu um land allt
Fallegu svefnsófarnir og svefnstól-
arnir frá Lystadún - Snælandi eru
góðir daga sem nætur. Þeir eru •
sannkölluð híbýlaprýði og þægi-
legir að sofa á. Hönnunin er glæsi-
leg og fjölbreytt, form og litir marg-
víslegir. Stærðirnar eru mismunandi
svo auðvelt er að fá sófa eða stól
sem hentar vel í allar stærðir
herbergja. Svefnsófi frá Lystadún -
Snælandi er tilvalinn í gestaher-
bérgið eða sjónvarpskrókinn og
unglingarnir kunna vel að meta piNA
þægindin að því að hafa bæði rúm
og sófa til umráða. Og til að lífga upp
á tilveruna enn frekar er til mikið
úrval af púðum í fallegum litum.
Svefnsófi frá Lystadún - Snælandi
tryggir þér góðan dag eftir góða nótt.
Stærð: 157 x 70 x 70
Útdreglnn: 135 x 190
Verö: 34.000 kr.
■JOSEPHINE
Stærð: 130 x 80 x 86
Útdreginn: 130x 190
Verð: 32.500 kr.
■ REBECCA-svef nstóll
Stærð: 71x90x73
Útdreginn: 65 x 200
Verð: 23.000 kr.
■ REBECCA
Stærð: 136x90x73
Útdreginn: 130 x 200
Verð: 37.500 kr.
■ PAULINE
Stærð: 165x80x86
Útdreginn: 120x 195
Verð: 51.500 kr.
■SESAM
Stærö: 145x85x70
Útdreglnn: 140 x 190
Verð: 56.000 kr.