Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ iÞRorrm FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 5 HANDKNATTLEIKUR / HM I SVIÞJOÐ Helena Stefánsdóttir Gunnar Belntelnsson á auðan sjó og eftirleikurinn auðveldur - MARK. Mótlætið þjapp- aði okkur saman lslenska liðið náði mjög góðri sóknamýtingu gegn Ungveijum, 64,196. í fyrri hálfleik var nýtingin 68,7%, en 60,8% eftir hlé. 11 sókn- um af 16 í fyrri hálfleik lauk með marki, en 14 af 23 í seinni hálfleik. íslendingar gerðu 10 mörk með langskot- um. Sigurður Sveinsson var með 100% nýt- ingu f vftaköstunum, gerði fimm mörk úr vftaskotum, en Júlfus Jónasson skaut fram- kjá úr sinni tilraun. Þijú mörk voru gerð af lfnu, þijú eftir gegnumbrot, þijú úr hraðaupphlaupum og eitt úr hægra homi. • Sigurður Sveinsson gerði 10/5 mörk úr 12 skottilraunum, átti tvær línusendingar, sem gáfu mark, fékk eitt vfti og tapaði boltanum tvisvar. ■ Geir Sveinsson var með þijú mörk úr þremur tilraunum og fékk eitt víti. Hann var utan vallar f fjórar mínútur. • Gunnar Gunnarsson gerði tvö mörk í sex tilraunum, átti eina línusendingu, sem gaf mark, og þijár stoðsendingar að auki, en fékk lfka tvö víti. Hann „stal“ boltanum einu sinni. • Júlfus Jónasson var með 50% skotnýt- ingu. Hann fékk eitt vfti, en tapaði boltan- um þrisvar. Hann fékk tisvar „kælingu í tvær mfnútur og sfðan rauða spjaldið — var rekinn af velli, þegar 16 mín. vom eftir. • Bjarki Sigurðsson gerði þijú mörk úr fimm tilraunum. • Sigurður Bjamason gerði þijú mörk úr fimm tilraunum. Hann var með eina stoð- sendingu. • Gunnar Beinteinsson var með 50% skot- nýtingu - skoraði eitt mark úr tveimur skottilraunum. Hann fiskaði eitt víti og tap- aði boltanum einu sinni. Hann „stal“ boltan- um einu sinni. • Einar G. Sigurðsson var með 100% skot- nýtingu. • Guðmundur Hrafnkelsson varði 18 skot; 14 langskot og þaraf þijú til mótheija, þijú gegnumbrot (tvö til mótheija) og eitt af línu. Eg er ánægður með hversu mikinn styrk liðið sýndi með því að rífa sig út úr því mótlæti sem við lentum í. Fyrst misstum við Héðin útaf og síðan Júlíus og það var mjög erfitt,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði, eftir sigurinn á Ungveijum. Dómaramir voru ekki með á nótun- um og brottrekstramir sem við feng- um á okkur vom flestir, ef ekki allir, út í hött. Við vomm ákveðnir í að gefast ekki upp og láta mótlætið ekki á okkur fá. Þess í stað þjappaði það okkur enn frekar saman. Við þurftum að endurskipuleggja vömina eftir þessi ósköp og það tók dálítinn tíma. Það kom samt aldrei neitt ann- að til greina en að standa saman sem einn maður og sigra. Þetta gekk allt mjög vel í dag nema þessi smá kafli þegar dómar- amir vom með sýninguna og ég vil skýra það með því að svona atvik hefur áhrif á liðið. Við missum tvo sterkustu vamarmennina útaf og auðvitað kemur smá rót á liðið við það. Þetta sýnir að brekldin er góð og hópurinn er frábær. Á þessu ætl- um við að fljóta það sem eftir er móts," sagði Geir hinn ánægðasti. Sigurður jafnaði markametið Sigurður Sveinsson skoraði tíu mörk gegn Ungverjum í gærkvöldi og er hann annar íslendingurinn til að skora tíu mörk í leik ( heims- meistarakeppninni. Kristján Arason skoraði 10 mörk í tapleik, 21:28, gegn S-Kóreumönnum í HM í Sviss 1986. Alfreð Gíslason hefur náð því að skora 9 mörk í leik. Það gerði hann í leik gegn Póllandi, 25:27, í HM 1990 í Tékkóslóvakíu. Axel Axelsson skoraði 8 mörk í leik gegn Tékkum, 15:25, í HM-keppninni í A-Þýskalandi 1974. Réðum ekki við kraft íslendinga - sagði Laszlo Kovács, þjálfari Ungverja „Markvarslan skipti sköpum" Það sem réði úrslitum var mark- varslan. íslenski markvörður- inn [Guðmundur Hrafnkelsson] varði mun betur en Svemn okkar markvörður Agnarsson og það skipti sköp- skrifarfrá um þegar uppi var Gautaborg staðið," sagði Laszlo Kovács, þjálfari Ungveija. „íslend- ingar sýndu mikinn baráttuvilja og þótt við næðum að jafna og komast yfír undir lokin réðum við ekki við kraftinn í íslendingunum. Við feng- um mjög góðan möguleika á að snúa leiknum okkar í hag þegar Júlíus Jónasson var rekinn af leikvelli í þriðja skipti og útilokaður frá leiknum. Leikmenn íslenska liðsins virtust afar slegnir yfír brott- rekstrinum; eða allir nema mark- vörðurinn, sem varði afar vel á þessum kafla og frækileg fram- ganga hans réð úrslitum." „NéAum ekkl að hefna“ „Við erum vonsviknir, því við ætluðum okkur að hefna fyrir ófar- irnar á Ólympíuleikunum í Barce- lona. Því miður tókst það ekki og við verðum að bíða enn um stund eftir hefnd," sagði István Csoknay- ai, leikmaður Ungveija. „Þetta var jafn og spennandi leikur, ef undan eru skildar síðustu tíu mínútumar. í fyrri hálfleik reyndum við að sleppa íslendingum ekki langt frá okkur og tókst það þokkalega. Við byijuðum síðan illa í síðari hálfleik og urðum að taka á öllu sem við áttum - til að komast aftur inn 5 leikinn. Það dugði þó ekki; við sprungum og undir lokin náðu ís- lendingar aftur að rétta úr kútn- um.“ Héðinn ur axlariið Héðinn Gilsson meiddist í leiknum gegn Unveijum í gær þegar aðeins sjö mínútur voru búnar af leiknum. „Eg var að blokka skot og handleggurinn hrökk úr axlarlið en strax í hann aftur. Þetta er vonandi bara tognun, en ég leik örugglega ekki með gegn Banda- ríkjamönnum á Iaugardaginn,“ sagði Héðinn. Héðinn kom reyndar einu sinni inná síðar í leiknum en fann það mikið til að hann varð að fara útaf fljótlega aftur. Hvað sögðu strákarnir? Hikstuðum á tímabili etta var mjög ljúft, sérstaklega vegna ruglsins í dómurunum. Ég veit satt að segja ekki hvað þeir voru að hugsa á tímabili blessaðir. Ég trúi því varla að þeir hafí verið að huga til Frakklandsmótsins um daginn, en þá lentum við í útistöðum við þá. Það gengur auðvitað ekki að toppdómarar séu að erfa það við lið þó uppúr hafí soðið í gamla daga,“ sagði Gunnar Gunnarsson leikstjóm- andi sem stjómaði leijc íslenska liðs- ins af mikilli festu og útsjónasemi. „Þeir sögðu að Júlli hefði verið að kýla einn Ungveijann þegar þeir gáfu honum rautt. Það er rosalega líklegt að maður sem hefur tvívegis farið útaf sé að gera slíkt uppúr þurra! Annars var þetta stórkostleg barátta og við sýndum mikinn styrk að láta þetta ekki fara með okkur. Við lent- um í þessu sama í Frakklandi á dög- unum og létum það fara með okkur. Nú létum við bekkinn um að röfla og einbeittum okkur að því að vinna. Það kom rosa hiksti í þetta þjá okkur þegar við voram alitaf einum færri í síðari hálfleik og leikurinn hjá okkur var hálf fálmkenndur. Það lagaðist þegar Siggi fór niður í homið og Bjarki í hans stöðu, þá opnaðist bet- ur. Siggi Bjama kom mjög vel inn í leikinn og svo auðvitað Guðmundur, sem varði eins og vitleysingur undir lokin. Annars hjálpuðust allir að til að ná þessum sigri," sagði Gunnar. Erfrtt aö koma inn „Nei, ég er ekki óhress með minn leik undir lokin," sagði Bjarki Sig- urðsson brosandi eftir frábæran loka- kafla. „Það var mjög erfitt að koma inní þennan leik. Við voram búnir að vera yfír mest allan tímann og eram tveimur mörkum yfír þegar ég kem inná og það tók svolítinn tíma að komast inní leikinn. Sigurður var tek- inn úr umferð og boltinn kom varla í homið en þegar Siggi fer niður 1 homið opnaðist þetta meira. Þetta var erfitt en maður kemur ( manns stað og það sýndi sig f kvöld. Liðið er andlega sterkt og það kom best í Við munum nú berjast einsogljón Þungu fargi er af okkur létt. Við komum til Svíþjóðar til að leggja Ungveija að velli og BHHHi skipa okkur á Sveinn bekk með sex Agnarsson bestu handknatt- skritarfrá leiksþjóðum Gautaborg heims,“ sagði Einar Þorvaðrason, aðstoðar- landsliðsþjálfari. „Við vorum hræddir við Ung- veija fyrir leikinn og útlitið var ekki gott eftir að Héðinn meidd- ist og JúKus var útilokaður, eftir að hafa fengið sína þriðju brott- vísun. Ungu mennimir sýndu þá góðan styrk og stóðu þeir svo sannarlega fyrir sínu þegar á reyndi. Nú erum við ákveðnir að beijast eins og ljón í öllum leikj- unum sem við eigum eftir - og að sjálfsögðu stefnum við að því að vinna þá aila,“ sagði Einar. ljós þegar við rifum okkur upp úr öldudalnum sem kom um tíma,“ sagði Bjarki. Frábært „Þetta var frábært. Ég náði mér vel á strik en það er dálítið erfítt að lýsa því hvað gerist þegar maður fer að veija svona, en það er eitthvað sem gerist innra með manni. Maður nær fullkominni einbeitingu," sagði Guðmundur Hrafnkelsson sem varði meistaralega. „Það er auðvitað ákveðin markvarsla sem verður að koma í lokin. Það er mjög mikilvægt að maður taki sína bolta og sem bet- ur fer tókst það í kvöld. Mér gekk á tíma frekar illa með skotin frá þeim, sérstaklega Sótonyí [nr. 4] og Eles [nr. 6þþví þeir fóra að skjóta á hausinn á mér og ég fór að hugsa of mikið um það. En síðan náði ég nokkram boltum frá þeim og þá var þetta komið. Það var líka mjög mikilvægt að ná að stöðva Gy- urka, en hann er sterkur leikmaður,“ sagði Guðmundur. ■ GUNNAR Gunnarsson og Sig- urður Sveinsson, sem era herberg- isfélagar, skoraðu Samtals 12 mörk gegn Ungveijum. Þeir sögðu að þeir hefðu skuldað þetta, eftir léleg- an leik gegn Svíum. ■ BENGT Johansson, þjálfari Svía, sagði eftir leikinn gegn Bandaríkjunum, að það væri erfítt að skilgreina þann leik sem Banda- ríkjamenn væru að leika - það væri blanda af handknattleik og körfuknattleik. „Ég hef aldrei verið eins afslappaður, eins og þegar leik- urinn stóð yfir.“ ■ TÉKKJNN Mares, sem er þjálfari Bandaríkjamanna, sagði að sínir leikmenn væra byijendur - hefðu litla reynslu af stórmótum. ■ SIGURÐUR Sveinsson var út- nefndur besti leikmaður íslands og fékk hann í verðlaun flugmiða frá SAS - flugleiðina Keflavík, Kaup- mannahöfn, Keflavík. ■ STAFFAN „Faxi“ Olsson hef- ur ekki náð sér á strik í HM. í leikn- um í gærkvöldi gegn Bandaríkja- mönnum náði hann ekki að skora; þegar hann stóð á vítalínu fyrir framan mannlaust mark Banda- ríkjamanna. ■ EINAR GUNNAR Signrðsson er fyrsti innfæddi Selfyssingurinn, sem hefur leikið og skorað mark í HM. I SIGURÐUR Bjamason er fýrsti sköllótti íslendingurinn, sem hefur leikið í HM. Leikmenn ís- lenska landsliðsins hafa oft tekið upp á ýmsu, þegar þeir hafa leikið í stórmótum á erlendri grundu. í B-keppninni 1977 í Austurríki létu margir leikmenn setja krallur í hár sitt. Sigurður og Patrekur, eins og þeir era nú, hefðu ekki verið lið tækir í landsliðshópinn 1977.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.