Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 56
Gæfan fylgi þér
í umferðinni
SJOVAljoALMENNAR
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMl 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Flutningabílstjóri gripinn við að urða sorp að næturlagi
Smyglaði sorpi á Hvols-
völl og flutti hey til baka
STARFSMENN áhaldahúss Hvolsvallar stóðu flutningabíl-
stjóra úr Reykjavík að því að urða sorp af höfuðborgarsvæð-
inu á sorphaugum Hvolsvallar í fyrrinótt. I ljós kom að bíl-
stjórinn hefur stundað þá iðju lengi að safna byggingasorpi
á höfuðborgarsvæðinu, flytja það í gámum austur á Hvols-
völl og losa þar en í bakaleiðinni flutti hann hey frá gömlu
graskögglaverksmiðjunni á Stórólfsvöllum til borgarinnar.
Bílstjórinn hét því að láta af þessari iðju.
Sigurgeir Bárðarson verkstjóri
áhaldahússins segir að starfsmenn
hafí orðið varir við í fyrrasumar, að
einhveijir óviðkomandi voru famir
að losa sorp á haugum þeirra í tölu-
verðum mæli. Um er að ræða gamal-
dags opna hauga suður af Hvols-
velli, rétt við Rangá, þar sem grófu
sorpi er fargað með því að brenna
það. „Við gripum loks til þess ráðs
að vakta haugana til að koma í veg
fyrir þetta enda eigum við nóg með
okkar sorp,“ segir Sigurgeir. „Við
gripum síðan bflstjóra þennan með
fullan gám af sorpi frá höfuðborgar-
svæðinu. En það vantaði ekki að
hann gekk vel frá sorpinu. Hann gaf
okkur þá skýringu að hann ynni við
að flytja hey til Reykjavíkur frá
Hvolsvelli og gerði þetta svona í
hjáverkum. Hann lofaði því að þetta
kæmi ekki fyrir aftur og ég reikna
Vilja ekki
prenta fyrir
Islendinga
HOLLENSK prentsmiðja
sem islensk útgáfufyrirtæki
hafa skipt við hefur ákveðið
að hætta viðskiptum við ís-
lensk fyrirtæki vegna
vandamála sem upp hafl
komið í skiptum við nokkra
viðskiptamenn.
Hollenska prentsmiðjan
OPDA, Offset planodrukkerij
Antwerpen, hefur svarað fyrir-
spumum íslenskra fyrirtækja á
þann hátt að vegna vandamála
með ýmsa viðskiptavini á ís-
landi hafí fyrirtækið ákveðið að
hætta í bili öllum samningum
um verkefni á íslandi. Fyrir-
tækið muni draga sig út af ís-
lenska markaðnúm og hætta
að bjóða í prentun fyrir íslenska
viðskiptavini.
Leit gerð
aðmönnum
með byssu
LÖGREGLAN í Reykjavík,
ásamt mönnum úr víkingasveit
lögreglunnar, leitaði í nótt að
tveimur mönnum sem taldir
voru vopnaðir haglabyssu með
söguðu hlaupi. Skömmu eftir
miðnættið hafði ekki tekist að
hafa upp á mönnunum.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni munu menn þessir
hafa ógnað þriðja manni með byss-
unni í Grafarvoginum í gærkvöldi.
Hann tilkynnti síðan atburðinn til
lögreglunnar og leit hófst í kjölfar-
rið.
með að ekki verði frekari eftirmæli
af þessu máli.“
Tímanna tákn
Sigurgeir segir að það sé bagalegt
ef fólk reyni að koma sér undan
skilagjöldum á sorpi með því að urða
það í öðru sveitarfélagi og hann tel-
ur að fleiri hafí verið að verki en
þessi bílstjóri.
ísólfur Gylfi Pálmason sveitar-
stjóri á Hvolsvelli segir að hann sé
mjög óánægður með að fólk notfæri
sér sorphauga byggðarlagsins í
óleyfi. „En þetta er kannski tímanna
tákn að fólk reynir hvað það getur
til að koma sér undan þeim gjöldum
sem fylgja eyðingu sorps og mér
skilst að þau gjöld séu nokkuð há á
höfuðborgarsvæðinu," segir Isólfur.
Morgunblaðið/Þorkell
Staldrað við
K. Jónsson
gjaldþrota
NIÐURSUÐUYERKSMIÐJA K.
Jónssonar og co. á Akureyri
hefur verið úrskurðuð gjald-
þrota. Fyrirtækið hefur átt í
miklum rekstrarerfiðleikum
undanfarið og tapið á síðasta
ári nam 100 milljónum króna.
Landsbanki neitaði fyrirtækinu
nýlega um afurðalán vegna grá-
sleppuhrognakaupa og það átti yfír
höfði sér kröfur vegna meintra van-
goldinni tolla. Því taldi stjóm fyrir-
tækisins ekki lengur möguleika á að
halda rekstrinum gangandi.
Um 70 manns unnu hjá K. Jóns-
syni er það var lýst gjaldþrota en
starfsfólki hefur stöðugt fækkað á
undanfömum ámm eða síðan Rúss-
landsmarkaður lokaðist fyrir afurðir
verksmiðjunnar fyrir þremur ámm.
Sjá bls. 32: Um 70 starfsmenn...
Morgunblaðið/Ólafur Auðunsson
íslensk gleði!
GLEÐIN leyndi sér ekki hjá íslenska liðinu eftir frækilegan sigur á Ungveijum 25:21 í Gautaborg
í gærkvöldi. Sigurður Sveinsson, nr. 13, fagnar með Stefáni Carlssyni, lækni liðsins, og Jakobi
Gunnarssyni sjúkraþjálfara. í baksýn eru Héðinn Gilsson og Einar Gunnar Sigurðsson. Lengst til
hægri er Ungverjinn Gyurka að þakka íslendingunum fyrir leikinn.
Island
áfram í
milliriðil
ISLENDINGAR unnu Ung-
veiya 25:21 í C-riðli heims-
meistarakeppninnar í hand-
knattleik í Gautaborg í gær-
kvöldi og tryggðu sér þar
með sæti í milliriðli keppn-
innar.
íslenska liðið hafði forystu í
leiknum allt þar til Ungveijar náðu
að komast yfir 19:18 þegar innan
við stundarfjórðungur var eftir. En
á lokakaflanum gerði íslenska liðið
7 mörk á móti tveimur frá Ungveij-
um. „Þetta sýnir að breiddin er góð
og hópurinn er frábær. Á þessu
ætlum við að fljóta það sem eftir
er mótsins," sagði Geir Sveinsson,
fyrirliði íslenska liðsins.
Sjá bls. 52-55
Krafan um afslátt á söluverði hlutabréfa SÍS í Samskipum
Fjárfestar fylgjast með
aðgerðum Draupnissjóðs
TVEIR stórir fjárfestar sem keyptu
hlutabréf í Samskipum af Sambandinu
á sl. ári, Lífeyrissjóður verslunarmanna
og VÍS, hyggjast fylgjast vel með að-
gerðum Draupnissjóðsins, en hann hef-
ur farið fram á afslátt af verði bréf-
anna hjá Sambandinu. Draupnissjóður-
inn og Landsbréf telja að skort hafi á
upplýsingagjöf Samskipa um rekstrar-
horfur sl. árs þegar a.m.k. 400 milljóna
kr. tap varð hjá félaginu í stað áætlaðs
125 milljóna kr. hagnaðar.
Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna, sem keypti hlutabréf í Samskipum
fyrir um 16 millljónir, sagði að sjóðurinn fylgdist
vel með aðgerðum Draupnissjóðs í þessum efnum.
„Við lítum þannig á að verði um einhvers konar
leiðréttingu að ræða gagnvart þeim þá hljóti það
að ganga til annarra aðila sem keyptu bréf á
sama tíma á sömu forsendum."
VÍS keypti hlutabréf í Samskipum fyrir 25
milljónir. „Við munum fylgjast með hvaða fram-
gang þetta mál hefur, en höfum ekki verið í sam-
starfi við neina aðra kaupendur þessara hluta-
bréfa. Þessi þróun mála hjá Samskipum hefur
auðvitað valdið okkur jafnmiklum vonbrigðum og
komið okkur jafnmikið á óvart og öllum öðrum,“
sagði Axel Gíslason, forstjóri VIS.
Sölulýsingin
Samkvæmt reglum Seðlabankans um gerð út-
boðsgagna vegna almennra útboða markaðsverð-
bréfa skal gera grein fyrir framtíðarhorfum útgef-
anda í útboðslýsingu. Þar þurfa að koma fram
yfirlýsingar stjómarmanna, framkvæmdastjóra
og verðbréfafyrirtækis um að framlagðar upplýs-
ingar séu að þeirra vitund réttar og ekkert dreg-
ið undan sem máli skiptir. Ennfremur segir að á
útboðstímanum sé skylt að skýra frá í viðbæti
við útboðslýsingu sérhveijum mikilvægum nýjum
þætti eða verulegri ónákvæmni í útboðslýsingu,
sem geti haft áhrif á mat á verði markaðsverð-
bréfa og koma fram frá því að upphafleg útboðs-
lýsing er gefin út.
Orðrétt segir í sölulýsingu Samskipa: „Tilgang-
ur sölulýsingar þessarar er að veita væntanlegum
kaupendum hlutaíjár í Samskipum hf. bestu fáan-
legu upplýsingar um fyrirtækið, fiárhagsstöðu
þess og framtíðarhorfur. Sölulýsingin er samin
af Landsbréfum hf. í samvinnu við Samskip hf.
Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér
vel efni sölulýsingarinnar, sem og ársskýrslu
Samskipa hf. fyrir árið 1991 sem fylgir sölulýsing-
unni.“ Síðan segir: „Við undirritaðir lýsum þvi
yfír að upplýsingar í sölulýsingunni eru í fullu
samræmi við staðreyndir og að engu mikilvægu
atriði er sleppt." Undir þetta rita stjómendur
Landsbréfa og Samskipa. Hins vegar er sérstak-
lega tekið fram í athugasemdum við rekstraráætl-
un Samskipa fyrir árið 1992 að hún sé að öllu
leyti unnin af starfsmönnum Samskipa og á
ábyrgð þeirra.
„Það er í fyllsta máta eðlilegt að sölulýsing í
svona tilvikum sé jafn vel unnin og ef um nýtt
útboð væri að ræða. Bréfín em boðin til sölu til
almennings og þá er eðlilegt að höfð sé hliðsjón
af þeim reglum sem gilda um sölu nýrra bréfa
eftir því sem við verður komið,“ sagði Eiríkur
Guðnason formaður stjómar Verðbréfaþings ís-
lands.