Morgunblaðið - 06.04.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 06.04.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 17 verður klárað eins og öll önnur verk- efni sem byijað hefur verið á í. Malaví. Ferð utanríkisráðherra Tilefni ferðar utanríkisráðherra til Malawí hafði því verið til staðar all lengi. Þar við bættist að hann hafði verið beðinn að flytja árlegt ávarp Norðurlandanna á SADCC- ráðstefnu í Haarare. Frá upphafi hafði verið gengið út frá því að ráðherra myndi af- henda fyrra skipið. Hafði engin at- hugasemd komið fram um það frá neinujn. Eftir að til Haarare kom og frétt- ir bárust um handtöku eins af for- ingjum stjórnarandstöðunnar bað utanríkisráðherra sérstaklega um fund með hr. Thomson, varafor- manni 1 stærsta stjórnarandstöðu- flokksins í Malaví, sem staddur var í Haarare. Á fundinum var m.a. rædd fyrir- huguð ferð utanríkisráðherra til Malaví og tilefni ferðarinnar. Thom- son var spurður í þaula um stjórn- málaástandið í Malaví og sérstak- lega hvort rétt væri að utanríkisráð- herra aflýsti för sinni þangað og færi heim. Thomson sagði það ekki þjóna neinum tilgangi og engum gagnast allra síst stjórnarandstöðunni. Ráð- lagði hann eindregið frá því að gera það. Honum var kunnugt um þátt- töku okkar í SADCC-verkefninu og kvað mikilvægt að það héldi snurðu- laust áfram. Það væri verkefni fyrir fólkið, ekki stjórnina. Honum var einnig tjáð að forseti Malaví, dr. Banda, hefði beðið utan- ríkisráðherra að hitta sig. Hann sagði það engu breyta, jafnvel þótt hann berðist gegn því stjórnarfari sem forsetinn hefði innleitt í landið. Hann tók það hinsvegar skýrt fram að ef við aðstoðuðum Malaví- stjórn með beinum fjárframlögum bæði hann um að þeim yrði tafar- laust hætt. Að loknum þessum langa og ítarlega fundi var ákveðið að ljúka dagskrá heimsóknarinnar. Utanríkisráðherra og þeir sem voru í för með honum mátu það svo að varaformaður stærsta stjórnarand- stöðuflokksins í Malaví hlyti að vera jafn dómbær á hvað rétt væri að gera og mannréttindaáhugamenn heima á íslandi. Höfundur er starfandi stjórnarformaður Þróunarsamvinnustofnunar Islands. Ný gerð bamabílstóla * Fyrir böm frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðlð af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verdkr. 10.998,- Borgartúnt 26 Sími: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 Þú opnar dós og gæðin komo í Ijós! B E S T U KAU PIN í LAMBAKJ ÖTI ERU í HÁLFUM SKROKKUM - njr uppskriftabceklingur kominn út 'N I nýjasta uppskriftabæklingnum um lambakjöt er áherslan lögð á að nýta vel það hráefni sem fæst í pokum með 1. flokks lambakjöti í hálfum skrokkum. I einum slíkum poka er kjöt í máltíð handa minnst 20 manns. Uppskrift- irnar eru bæði að hvundagsréttum og hinum glæsilegustu veislukrás- um á páskaborðið. Hagkvæmt, heimilislegt og ljúf- fengt, - verði þér að góðu! Lambakjöt - náttúrulega gott Náðu þér t nýja uppskriftab cekli nginn í nœstu verslun AUK k1k95-71/1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.