Morgunblaðið - 06.04.1993, Síða 32

Morgunblaðið - 06.04.1993, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTl/ÆTVINNULÍF FÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Euro Disney í Frakklandi gera ráð fyrir tapi á yfirstandandi ári. Skemmtigarður Euro Disney tapar EURO Disney greindi frá þvl í byrjun sl. viku að liðlega 10 milljón- ir manna hefði heimsótt skemmtigarðinn nálægt París frá byrjun og að til stæði að jafna út miklar árstíðabundnar aðsóknarsveiflur með aðlögun aðgöngumiðaverðs. Þrátt fyrir þenna fjölda gesta og verðaðlögun gerir fyrirtækið ráð fyrir tapi á yfirstandandi fjárhags- ári sem lýkur í september nk. Forsvarsmenn skemmtigarðsins segjast eftirleiðis hækka miðaverð yfír sumur og jól, þegar garðurinn annar vart gestum, í um 250 franka (um 2750 kr.) fyrir fullorðna og 175 franka fyrir böm en lækka miðanna á tímabilinu frá nóvember til febrúarloka fyrir utan hátíðamar í 175 franka fyrir fullorðna og 125 franka fyrir börn. Önnur tímabil kostar miðinn 225 franka fyrir full- orðna og 150 franka fyrir börn en það var miðaverðið sem gengið var út frá þegar garðurinn opnaði. Bílaframleiðsla Grunsemdir um spillingu koma sér illa fyrir Fiat Tveir starfsmenn þess handteknir á erfiðum tíma í sögu fyrirtækisins Hlutabréfin á uppleið FIAT-verksmiðjurnar, flaggskipið í ítölskum iðnaði, hafa ekki frem- ur en mörg önnur stórfyrirtæki á Ítalíu farið varhluta af herferð- inni, sem nú er farin gegn spillingu í landinu. í siðasta mánuði voru Francesco Paolo Mattioli, fjármálastjóri Fiats, og Antonio Mosconi, framkvæmdasljóri Toros, tryggingarfélags í eigu Fiats, handteknir og gefið að sök að hafa greitt mútur til stjórnmálaflokka í landinu. Koma þessi mál upp á erfiðum tíma í sögu fyrirtækisins og forsvars- menn þess reyna nú hvað þeir geta til að draga úr hugsanlegum skaða af þeirra völdum. Fyrir tæpu ári eða í maí í fyrra var Enzo Papi, framkvæmdastjóri Cogefar-Impresit, byggingarfyrir- tækis í Torínó í eigu Fiats, handtek- inn og fangelsaður í 55 daga en sleppt þegar hann hafði játað að hafa greitt um 70 milljónir ísl. kr. í mútur til að fá samning um fram- kvæmdir við neðanjarðarlestina í Mílanó. Var hann yfirheyrður aftur fyrir skömmu og í framhaldi af því voru þeir Mattioli og Mosconi hand- teknir en þeir sátu báðir í stjórn Cogefar-Impresit á sínum tíma. Agnelli að hætta Stjórnendur Fiats hafa tekið upp hanskann fyrir þá Mattioli og Mosc- oni en hver sem útkoman verður kemur þetta mál upp á afar slæm- ■ • • ■ eV- iplomat frá MORE Diplomat fistölvan hentar þeim sem vilja nýta tímann vel, vinna fljótt og skipulega hvar og hvenær sem er. Diplomat fistölvan er búin 486 örgjörva, stækkanlegu 4 MB innra minni og allt að 200 MB hörðum diski. Diplomat fistölvan er búin fjölbreyttum tengimöguleikum og getur því tengst öllum helstu jaðartækjum. Diplomat fistölvan er lítil en hefur alla eiginleika fyrirferðamiklu einkatölvanna. Kynntu þér kostina. TRAUST LAUSN TRYGG FRAMTÍÐ 71 Z. BOÐEIND AUSTURSTRÖND 12 • SIMI: 612061 • FAX: 612081 um tíma fyrir fyrirtækið. Það er nú að glíma við að koma fram með nýjar gerðir, sem líklegar eru til að seljast vel; að ná alþjóðlegum samstarfssamningum við aðra framleiðendur og síðast en ekki síst að fylla það skarð, sem verður með brotthvarfi Giovannis Agnellis. Hann hefur stýrt Fiat í 30 ár en ætlar að hætta í júní á næsta ári. Raunar er þegar ákveðið, að bróðir hans, Umberto Agnelli, taki við af honum en engu að síður er talið óhjákvæmilegt að gera verulegar breytingar á stjórnkerfí fyrirtækis- ins. Það auðveldar ekki þetta verk, að Fiat hefur gengið illa á sínum helstu mörkuðum og spillingará- kærur og ókyrrð á heimamarkaðin- um, sem stendur undir 44% sölunn- ar, yrðu aðeins til að bæta gráu ofan á svart. Mattioli hefur starfað hjá Fiat síðan 1975 og hann hefur verið talinn mjög líklegur til að taka við af Cesare Romiti, aðalfram- kvæmdastjóra Fiats, en hann ætlar að hætta á sama tíma og Agnelli. Hefur Mattioli meðal annars séð um að skipuleggja þá tugmilljarða króna íjárfestingu, sem Fiat telur nauðsynlegt að leggja I fram til aldamóta. Spillingarmálin hafa ekki bitnað á Fiat enn og raunar hafa hluta- bréf í fyrirtækinu hækkað í verði að undanförnu. Er það rakið til orðróms um, að Fiat ætli að selja frá sér ýmsa óskylda starfsemi, til dæmis verslanahringinn Rinasc- ente, tryggingarfyrirtækið Toro og byggingarfyrirtækið Cogefar- Impresit, og einnig til hugsanlegs samstarfssamnings við aðra bíla- framleiðendur. Raunar hefur Agn- elli útilokað samstarf við Japani en vill ekkert segja um líkur á sam- starfí við framleiðendur í Evrópu. Því hefur að vísu verið fleygt, að þessum orðrómi hafi beinlínis verið komið af stað með það fyrir augum að hækka hlutabréfin í Fiat og gera fyrirtækið þannig eftirsóknarverð- ara til samstarfs. Hafa trú á Fiat Talið er, að hækkun hlutabréf- anna í Fiat megi að töluverðu leyti rekja til kaupa erlendra fjárfesting- arstofnana. Forsvarsmenn þeirra virðast trúa því, að Fiat muni hagn- ast á gengislækkun lírunnar og einnig, að nýju gerðirnar muni selj- ast vel þegar markaðurinn tekur við sér á næsta ári -eins og spáð er. Þangað til verður Fiat að treysta á guð og lukkuna og vona, að Matti- oli sleppi úr höndum dómaranna. Eða eins og Agnelli sagði fyrir skemmstu: „Það er alltaf mikið áhyggjuefni að lenda í klónum á dómurunum. Það er líkt því að liggja á skurðar- borðinu — maður vonar að vel gangi en áhættan er mikil.“ Erlent SAS hættir flugi til Portúgal SAS hefur ákveðið að hætta áætl- unarflugi til Portúgal 1. maí nk. Astæðan þess að SAS er að hætta flugi til Portúgal, um tíma að minnsta kosti, er sú að fjárhagslega hefur flugið ekki staðið undir sér. SAS hefur flogið þangað sjö sinnum í viku undanfarið. 40 starfsmenn SAS í Portúgal munu missa vinn- una. AGA sýnir ~ hagnað SÆNSKA gasfyrirtækið AGA var rekið með hagnaði upp á 1.480 milljónir sænskra króna á sl. ári . samanborið við hagnað upp á 1.430 milljónir árið áður. Afkoman er í samræmi við áætlanir ársins og arðgreiðslur voru 11%. Búist er við áframhaldandi hagnaði á þessu ári. Mikið tap Skandia SKANDIA Group hefur tilkynnt tap Erruívandræöum...p ... mefl fermingargjöfina ! SNmpilpenni er glæsileg gjöf! l,DfDBÚaDS upp á um 2,5 milljarða sænskra króna á síðastliðnu ári en árið 1992 var tap upp á um 580 milljónir sænskra króna. Heildariðgjöld juk- ust í fyrra og voru 43,9 milljarðar sænskra króna samanborið við 37,68 milljarða árið áður. Fyrirtæk- ið tapaði m.a. miklu vegna fellibyls- ins Andrew. Teiknimynda- seríur vaxandi auglýsingamiðill TEIKNIMYNDABLÖÐ fyrir börn eru vaxandi auglýsingamiðill m.a. fyrir bandarískrar skyndibitakeðjur og leikfangaframleiðendur, þ.á.m. Burger King sem nú gefur út sitt eigið teiknimyndablað. Þess konar markaðssetning er ekki síst vegna vaxandi samkeppni um auglýsinga- pláss í kring um barnaefni í sjón- varpi. Sú samkeppni hefur hækkað verð auglýsinganna mikið. UNIStore- brand sektað STÆRSTA tryggingafélag Noregs, UNI Storebrand, hefur verið sektað um 3,2 milljónir norskra króna þar sem fyrirtækið tilkynnti ekki til réttra yfirvalda í Osló um tilraunir fyrirtækisins til að ná stjórnartau- munum í sænska samkeppnisfyrir- tækinu Skandia. Sú niðurstaða fékkt að UNI Storebrand hefði brugðist tilkynningaskyldu sinni sjö sinnum á tímabilinu ágúst 1991- ágúst 1992. Þessar tilraunir grófu undan fjáhagsstöðu fyrirtækisins, en UNI greiddi meira en 4 milljarða sænskra króna fyrir 28% hlutafjár í Skanda en verðið féll síðar um helming.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.