Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 9 Franskar dömidragtir frá stœrð %. TESS NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. V NEl Opið virka daga 9-18, laugardag 10-14. Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797 Ný ríki - nýjar hallir í danska blaðinu Berlingske Tidende birt- ist nýlega athyglisverð grein um menn- ingarsögulegar og hugmyndafræðilegar deilur milli Austur- og Vestur-Þjóðverja fyrrverandi um stórhýsið Lýðveldishöllina (Palast der Republik) í Austur-Berlín. Til stendur að húsið verði rifið og utanríkis- ráðuneyti sameinaðs Þýzkalands reist á rústum þess. Gömul saga I greininni, sem Seren Ostergaard Sarensen skrifar, segir: „Það er gömul saga. Þegar memiing, stjórn- skipan eða þjóð líður und- ir iok, reisa eftirkomend- umir sér minnismerki einmitt á staðnum þar sem stórkostlegustu minnisvarðar, hof og hallir fyrri menningar stóðu. Kannski eru gömlu byggingamar rifnar, stundum em þær bara lagaðar að nýjum smekk eða þá að nýjum mann- virkjum er klastrað beint ofan á þær, sem tákn um hin fullkomna sigur.“ Rakin em nokkur dæmi um þetta, til dæmis af því hvemig múslimar breyttu höfuðkirkjunni Ægisif í Konstantínópel í mosku. Síðar segir: „Kommúnistar vígðu Lýðveldishöllina árið 1976 með pompi og pragt, sem „alþýðuhöll" — tákn um „bjartsýni, iðni og þekkingu" borg- ara alþýðulýðveldisins. Þessi 180 metra langi og 86 metra breiði stein- steypukassi, sem alls er 103.000 fermetrar, var klæddur gulbrúnni gler- framhlið, sem sjónvarpst- uminn á Alexanderplatz og steinsteypt utanríkis- ráðuneytið gátu speglað sig í. Byggingin var not- uð fyrir menningarvið- burði, sem rúmuðust inn- an þröngs ramma kerfis- ins. Að baki skjald- armerki alþýðulýðveldis- ins gálu Austur-Berlín- arbúar sótt pólitíska fundi, leiksýningar og þjóðdansa frá kommún- ísku bræðrarílgunum og i kjallaranum var eitt af fáum, og því vel sóttum, diskótekum borgarinnar. Deilur Ossia og Wessia Ákvörðun um niðurrif olli særindum hjá Austur- Berlinarbúum og hefur blásið nýju Iífí í deilur „Ossia“ og „Wessia". Wessiarnir em því fegn- astir að losna við þennan ófögnuð úr miðbænum, en i skoðanakönnunum láta ossiamir skýrt í ljós að þeir vilji varðveita húsið. Þeim finnst að hluti sögu þeirra og menningar sé tekinn burt, verði alþýðuhöllin rifin... Ossiamir fá nokkurn stuðning frá þýzkum arkitektum, sem segja að samcinað Þýzka- land eigi að varðveita mikilvæga hluta bygg- ingarlistar alþýðulýð- veldisins, sem Iiluta þjóð- ararfsins. Með sömu rök- um em mörg mamivirki nazistatímans látin standa, t.d. Tempelhof- flugvöllur og Ólympíu- leikvangurinn frá 1936, sem nú er lítið á sem ein- stæðar byggingar." Sagan endur- tekur sig enn En sagan endurtekur sig enn; síðar í greminni segir: „Hin skammlifa stjóm alþýðulýðveldisins var sjálf einhver versti fomminjaníðingur, sem um getur. Eftir síðari heimsstyijöld hófu Vest- ur-Þjóðveijar kerfis- bundna endurreisn sund- ursprengdra menningar- verðmæta. Austur-þýzka stjómin stytti sér hins vegar leið og skellti jarð- ýtum á rústirnar. Þessi stefna átti sér að liluta orsakir í fjárskorti. En hún féll líka vel að hug- myndafræði kommún- ista, að fjarlægja tákn- myndir gamla Þýzka- lands í sköpun þúsund- áraríkis verkamanna og bænda. Þannig var það með vissri meinfýsni, sem stjómvöld í Austur- Þýzkalandi hrúguðu dýn- amíti að einni fegurstu byggingu Þýzkalands, „Berliner Stadtschloss" og reyndu að losna við hina prússnesku fortíð með hvelli, sem hitti Vest- ur-Þjóðverja beint í lyartastað, þar sem enn lifðu slitrur þjóðarstolts. Þegar byggt var að nýju á rústum hallarinn- ar, birtist Lýðveldishöllin — svívirðing við fortíðina, sem peningamenn vija nú bæta fyrir með því að endurreisa borgarhöl- lina.“ Sumardagurinn fyrsti í Hafnarfirði SUMARDEGINUM fyrsta í Hafn- arfirði verður fagnað með ýmsu móti í Hafnarfirði. Kl. 10 verður farin skrúðganga. Gengið verður frá skátaheimilinu Hraunbyrgi v/Hraunbrún, Flata- hraun, Alfaskeið, fram hjá Sólvangi og Lækjargötu að Þjóðkirkjunni. Kl. 11 er skátamessa í Þjóðkirkju Hafnarfjarðar. Prestur er sr. Gunn- þór Ingason. Kl. 13 verður Frjálsíþróttadeild FH með árlegt víðavagnshlaup á Strandgötu. Keppt verður í eftirfar- andi flokkum, 5 ára og yngri, 6-7 ára, 8-9 ára, 10-12 ára, 13-14 ára, 15-18 ára, 19-29 ára og 30 ára og eldri. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjöl, þrír fyrstu fá verðlaunapeninga og fyrsti hlaupar- inn í hvetjurn flokki fær farandbik- ar. Styrktaraðilar eru Byggðaverk, Sparisjóður Hafnarfjarðar, Lands- bankinn og Bæjarsjóður Hafnar- fjarðar. Kl. 14 og 16 býður Æskulýðsráð Hafnarfjarðar bæjarbúum á tvær bíósýningar í Bæjarbíói þar sem sýnd verður myndin Pétur Pan. Aðgangur er ókeypis og allir boðn- ir velkomnir. (Fréttatilkynning) FJÁRMÁLANÁMSKEIÐ VÍB Síðasta námskeiðið ab þessu sinni veráur 27. og 29. apHI Pjetur Arnason, Jjármálafulltrúi hjá Granda hf. hefur sótt námskáh í jjármálum einstaklinga hjá VÍB „Markmiðum í húsnæðis-, lífeyris- og peningamálum eru gerð góð skil og hvernig á einfaldan hátt hægt er að ná þeim.“ Fjármálanámskeiði VÍB er einkum ætlað að leiðbeina þátttakandanum við að nýta tekjur sínar sem best og byggja upp sparifé og eignir. Námskeiðið hefur verið skipulagt þannig að þátttakandinn getur sjálfur ráðið fram úr fjármálum sínum og skipulagt þau til að ná sem bestum árangri. Á námskeiðinu er m.a. lögð áhersla á markmið í fjármálum til langs og skamms tíma. Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um Fjármálanámskeið VÍB og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26. Símsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.