Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 Morðið á suður-afríska blökkumannaleiðtoganum Chris Hani Vatn á myllu öfgahópa I hefndarhug UNGIR blökkumenn setja upp vegatálma í Soweto, borg blökku- manna í grennd viö Jóhannesarborg. Miklar óeirðir hafa verið þar undanfarna daga vegna morðsins á blökkumannaleiðtoganum Chris Hani. Eftir Anthony Hazlitt Heard ÞEGAR ég ók með fjölskyldu minni á þjóðveginum tii Höfðaborgar á mánudag sáum við gjörónýtan fjöl- skyldubíl, sem kveikt hafði verið í. Eftir á að hyggja þótti mér það tímanna tákn að enginn okkar veitti bíln- um sérstaka athygli, því að slíkir atburðir eru orðnir daglegt brauð í Suður-Afr- íku. Við vorum bara fegin að vera ekki í Khayelitsa, útborg blökkumanna þar sem óeirðir geta blossað upp hvenær sem er. Við héldum áfram framhjá ör- yggissveit sem var á verði við bryn- varða bifreið. Skömmu áður höfðu einhverjir þorparar grýtt fjöl- skyldubílinn og kveikt í honum. Verkamenn beittu vélsögum til að saga hann í sundur svo hægt yrði að fjarlægja hann. Stórfrétt dags- ins - um útför blökkumannaleið- togans Chris Hanis - tröllreið svo fjölmiðlunum að árásarinnar á bíl- inn var varla getið í sjónvarpsfrétt- um. Brunnir bílar eða brotnar rúður í verslunum eru algeng sjón í Suð- ur-Afríku eftir morðið á Hani, sem naut mikilla persónulegra vin- sælda. Blóðugar óeirðir blossuðu upp á götum borga og þorpa - og þær héldu áfram mörgum dögum eftir að Hani, formaður kommúnista- flokksins, var skotinn til bana á páskadag í borginni Boksburg, einu af höfuðvígjum hægrimanna. Landið virtist vera á nýjum tíma- mótum. Spumingin var hvort í uppsiglingu væru hröð pólitísk umskipti eða borgarastyijöld. Eru blökkumenn undir lýðræði búnir? Fyrstu áhrif óeirðanna voru þau að traust útlendinga á suður- afrískum efnahag snarminnkaði og fjölmargir ferðamenn afpöntuðu ferðir til Suður-Afríku. Heima fyrir var hvítt fólk óttaslegið og blökku- menn ævareiðir. Óeirðimar í kjölfar morðsins á Hani hafa orðið til þess að æ fleiri á meðal hvítra telja að blökkumenn séu ekki undir lýðræðislega stjóm- arhætti búnir. Þeir benda á ringul- reiðina sem skapast hefur í borg- unum vegna mótmæla og skemmd- arverka blökkumanna og segja að leiðtogum þeirra hafi engan veginn tekist að hafa stjórn á herskáum hópum. Þótt slíkir dómar kunni að vera yfirborðskenndir, og þótt stað- reyndin sé sú að mótmælin fóm yfirleitt friðsamlega fram (ef und- anskildar em óspektir öfgahópa), gæti þetta hugarfar á meðal hvítra hindrað frekari lýðræðisþróun í Suður-Afríku. Neyðarástand Á sama tíma hafa ungir blökku- menn misst hetjuna sína, Chris Hani, og erfítt verður fyrir þá blökkumannaleiðtoga, sem hafa einhver áhrif á ungmennin, að hafa taumhald á róttæklingunum. Margir af fylgismönnum Hanis kenna suður-afrísku stjóminni um morðið. Þeir sem njóta góðs af morðinu em öfgahópar, en friðurinn reynd- ist. fórnarlambið. Afríska þjóðarráðið (ANC) skipulagði fundaherferð sem stend- ur til maíloka til að freista þess að koma í veg fyrir að róttækari hópar geti notfært ,sér reiðina á meðal blökkumanna vegna morðs- ins. Enginn veit hvernig henni lýk- ur. Efnt verður til kröfugangna, vinnustöðvana og mótmælafunda. Skotglaðir hægriöfgamenn munu fýlgjast með og hugsanlega hleypa af byssunum. Stjóm P.W. de Klerks forseta er í miklum vanda. Hún hefur lýst yfír „neyðarástandi" á ýmsum svæðum, hert öryggiseftirlitið og talar um „alvarlegt hættuástand". Stjórnleysi yfirvofandi Þrátt fyrir umrótið nú telja ýms- ir líklegt að blóðsúthellingarnar undanfama daga verði til þess, með tímanum, að blökkumenn sannfærist um að betra sé að leita lýðræðislegra lausna áður en algjör ringulreið skapast líkt og í Líban- on. Það glittir þrátt fýrir allt í von- ameista, þótt hann sé daufur. Samt óttast margir að mannfall- ið og eyðileggingin eftir morðið á Hani sé upphafíð að enn alvarlegri atburðum á næstu vikum og mán- uðum. Hætta er á að morðið Ieiði til annarra atburða sem gætu kynt undir ófriðarbálinu, sem myndi þá breiðast ört út. Þeldökkt fólk, sem var áður friðsamt og sætti sig við stjóm „hvíta minnihlutans, gæti snúist á sveif með róttæklingunum á einni nóttu. Eftir morðið á Hani blossuðu jafnvel upp mótmæli á meðal blökkumanna í smábæjum á dreif- býlinu, þar sem hvítir menn ráða lögum og iofum og blökkumenn hafa haft sig lítt í frammi. Þetta er mikilvægt, svo og íkveikjur, of- beldi og árásir á bóndabæi - og óhjákvæmilegar skotárásir lög- reglu sem fylgdu í kjölfarið. Morðið á Hani hefur örvað blökkumenn meira til andspymu en nokkur annar atburður frá fjöldamorðunum í Sharpeville í mars 1960, þegar lögreglan skaut 69 blökkumenn til dauða. Blökku- menn hafa streymt inn í hreyfíngar sem beijast fyrir málstað þeirra og morðið gæti orðið til þess að Afríska þjóðarráðið sættist við Af- ríska sameiningarráðið (PAC), rót- tæk samtök sem klufu sig frá ANC árið 1959. Kommúnistum í hag Morðið gæti ennfremur aukið fylgi kommúnistaflokksins, sem Hani veitti forystu. Þótt kommún- istaflokkar annars staðar í heimin- um hafí verið lagðir niður er Suður- Afríka undantekning því þar gæti flokkurinn reynst sterkt afl á með- al alþýðunnar, enda er fátæktin þar mikil. Hvíta fólkið mun óttast hefndar- aðgerðir blökkumanna þar til mót- mælunum vegna morðsins á Hani linnir. Erfítt verður fyrir leiðtoga ANC, sem eru hófsamir, að hafa taumhald á öfgamönnum innan hreyfingarinnar - svo ekki sé minnst á alia þorparana sem taka þátt í mótmælunum til að fá tæki- færi til að ráðast á fólk og láta greipar sópa um verslanir. Gæti leitt til betri samskipta Það eina sem hægt er að gera til að koma á friði er að hefja á ný viðræður um lýðræðislega Suð- ur-Afríku. Sem betur fer virðast helstu ráðherrar stjómarinnar og leiðtogar ANC vera þeirrar skoðun- ar. Hugsanlegt er að morðið á Hani verði þrátt fyrir allt til að bæta samskipti hvítra og svartra í Suður- Afríku. Benda má á að morðið á blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King í Bandaríkjunum olli í fyrstu mikilli reiði á meðal blökku- manna en kjör þeirra bötnuðu þó síðar. Morðið á Hani gæti neytt Suður-Afríkumenn til að fínna strax lausn á deilumálum sínum - eða standa ella frammi fyrir glund- roða líkt og í Bosníu. Víst er að enginn stjómmálaleiðtogi í Suður- Afríku getur verið ömggur um líf sitt eftir morðið á Hani. Kosningar að ári? Hani studdi friðarviðræðumar og hafði taumhald á reiðu ung- mennunum. Hann hafði hugrekki til að fordæma blökkumannahópa sem hafa stundað það að drepa hvíta bflstjóra á götunum. Hann gerðist afhuga vopnaðri baráttu og harðri stéttabaráttu, sem hlýtur að hafa verið erfítt fyrir mann sem var altekinn af hugmyndafræði kommúnismans. Helsta spumingin nú er hvort efnt verður til lýðræðislegra kosn- inga að ári eða ekki. Ef svo fer gæti Suður-Afríka hafið sig upp úr því pólitíska hyldýpi sem landið stefndi í eftir morðið á Hani og óeirðimar í kjölfarið. Höfundur er fyrrverandi rit- stjóri dagblaðsins Cape Times í Höfðaborg. Hann skrifar nú greinar um suður-afrísk mál- efni fyrir ýmis blöð. Mikilvæg verkalýðssamtök lýsa stuðningi við Borís Jeltsín forseta Khasbúlatov segir glæpa- menn ráða yfír forsetanum Moskvu. Reuter. RÚSLAN Khasbúlatov, forseti rússneska þingsins, segir að Borís N. Jeltsín forseti geti sigrað í þjóðaratkvæðinu um stefnu forsetans á sunnudag en þá verði það með „svikum, dæmalausum bellibrögðum og þrýstingi“. Interfax-fréttastof- an hafði þessi ummæli eftir Khasbúlatov á fundi í borginni Voronezh í gær. Jeltsín ætlar að hundsa reglur þingsins sem segir hann verða að fá stuðning meira en helming allra at- kvæðisbærra manna, ekki nægi meirihluti þeirra sem mæta á kjörstað. Khasbúlatov ítrekaði fyrri ásakanir um spillingu í röðum umbótasinna forsetans og sagði glæpamenn ráða yfir Jeltsín og stjórn hans. Alexander Rútskoj varaforseti sagðist í gær reiðubúinn að bjóða sig fram til forseta ef Jeltsín yrði að víkja. Rútskoj forðast í ræðum sínum að bendla Jeltsín sjálfan við spillingu en segir ýmsa valdamenn standa í makki við glæpasamtök. „Það er aðeins eitt sem ég vil gera — stöðva þessa spillingu og glæpsamlegu ring- ulreið sem kölluð er umbætur," var haft eftir Rútskoj í gær. Meðal al- mennings í Rússlandi er útbreidd sú skoðun að umbætur í markaðsátt hafi eingöngu gagnast svartamark- aðsbröskurum og glæpamönnum sem notfæri sér upplausnina en glæpum hefur fjölgað geysihratt síð- ustu árin. Einnig eru margir tor- tryggnir gagnvart afskiptum útlend- inga og fjárfestingum þeirra, telja að þeir hafí aðeins fjárplógsstarfsemi í huga. í sjónvarpsþætti á mánudag þar sem þeir deildu, Khasbúlatov og Jeg- or Gajdar, fyrrverandi forsætisráð- herra, viðurkenndi hinn síðarnefndi að sumt af gagnrýninni ætti við full rök að styðjast. Annað væri einskær tilbúningur þar sem rangt væri farið með töiur og staðreyndir. Jeltsín skipaði í gær fyrir um rannsókn á ásökunum um spillingu æðstu emb- ættismanna. Stuðningur verkalýðssamtaka Nokkur af mikilvægustu verka- lýðssamtökum Rússlands lýstu á mánudag stuðningi við Jeltsín fyrir þjóðaratkvæðið 25. apríl og tóku undir kröfur hans um að þingkosn- ingum yrði flýtt. Jeltsín átti fund með fulltrúum nær 30 verkalýðsfé- laga og eftir hann lýstu félögin yfír stuðningi við forsetann og stefnu hans. Félagsmenn eru aðeins 4-5 milljónir af um 70 milljónum laun- þega Rússlands en eru í lykilaðstöðu þar sem meðal þeirra eru starfsmenn flugmálayfírvalda, hafnarverkamenn og kolanámumenn. Þýskir her- menn til Sómalíu ÞÝSKU stjómarflokkamir sam- þykktu í gær að senda 1.500 her- menn til hjálparstarfa í Sómalíu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hafa verið miklar deilur um þetta mál og þá ákvörðun að leyfa þýskum herflugmönnum að taka þátt í eftir- litsflugi SÞ yfír Bosníu en þýska stjórnarskráin bannar beitingu þýsks herliðs utan landamæranna. Hæstiréttur Þýskalands lagði hins vegar blessun sína yfír eftirlitsflug- ið og stjórnarflokkamir voru sam- mála um, að með því að senda her- menn til Sómalíu væri ekki verið að brjóta stjórnarskrána. Ný stjórn rædd á Ítalíu ÍTALSKA þingið hóf í gær að kanna möguleika á myndun nýrrar stjórn- ar, sem fylgt gæti eftir kröfu þjóð- arinnar um róttækar umbætur á kosningakerfínu og í opinberu lífi. Hefjast umræður um nýju stjórn- ina, þá 52. eftir stríð, í dag og standa í tvo daga. Margir óttast, að skýr krafa ítölsku þjóðarinnar um breytingu falli nokkuð í skugg- ann fyrir málæði þingmanna næstu daga og á það er bent, að stjórnar- myndun geti orðið erfið. Kristilegir demókratar og kommúnistaflokkur- inn fyrrverandi em fjendur frá fornu fari og Norðursambandið, sem nýtur mikilla vinsælda, vill ekki í stjórn fyrr en eftir kosningar. Græni krossinn stofnaður MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, tók í gær þátt í stofnun nýrra umhverfis- vemdarsamtaka, Græna krossins, í Kýótó í Japan. Sagði hann við það tækifæri, að heimurinn þyrfti á að halda byltingu í umhverfísmálum. Er Gorbatsjov forseti Græna kross- ins en að honum standa þjóðarleið- togar og aðrir frammámenn ásamt umhverfísvemdarmönnum víða um heim. Attali sýni ráð- deild THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði í gær að Endur- reisnar og þróunarbanki Evrópu, EBRD, hefði samþykkt að herða til muna eftirlit með rekstri sínum. Bankinn hefur sætt harðri gagnrýni fyrir braðl og átti Waigel, sem jafn- framt er formaður bankaráðs bank- ans, í gær fund með forseta banka- stjórnarinnar, Jacques Attali. Þýski fjármálaráðherrann er sagður hafa veitt Attali hressilega áminningu og brýnt fyrir honum mikilvægi þess að halda kostnaði í skefjum til að eyðileggja ekki ímynd bank- ans. í fréttatilkynningu frá þýska fjármálráðuneytinu segir að Attali hafí í einu og öllu fallist á sjónar- mið Waigels um aukna kostnaðar- vitund meðal stjórnenda bankans. Waigel sagði hins vegar eftir fund- inn að mikið af gagnrýninni, sem sett hefði verið fram í fjölmiðlum, hefði ekki verið á rökum reist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.